Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 33
32 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 33 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LYÐRÆÐISLEG MÁLSMEÐFERÐ FYRSTU umræðu um þings- ályktunartillögu ríkisstjórn- arinnar vegna Fljótsdalsvirkjun- ar er lokið og málið komið til þingnefndar. Ekki verður annað sagt en að fyrri umræðan um málið hafi verið málefnaleg og mikil þátttaka alþingismanna í umræðunum er lofsverð og sýnir að þeim er ljóst að sterkar tilfinn- ingar eru á báða bóga varðandi byggingu þessarar virkjunar. Það er mikilvægt í þessum um- ræðum, að fólki sé ljóst að lögin um mat á umhverfisáhrifum snú- ast ekki eingöngu um það að safna saman upplýsingum um áhrif viðkomandi framkvæmda á umhverfi þeirra í víðum skilningi heldur og ekki síður að tryggja ákveðna lýðræðislega meðferð mála af þessu tagi. Lögin byggj- ast í raun og veru jafnmikið á því að tryggja lýðræðislegan rétt borgaranna til þess að gera at- hugasemdir og að þær athuga- semdir fái efnislega meðferð. Þetta er annar meginþáttur lag- anna um mat á umhverfisáhrif- um. Nú segja menn sem svo: Er ekki Alþingi alveg jafn vel fært um að tryggja þessa lýðræðislegu málsmeðferð eins og embættis- mannakerfið? Það er alveg hægt að færa rök að því. Alþingi er vettvangur kjörinna fulltrúa þjóð- arinnar. Þar er löggjafarvaldið. Þess vegna má meira að segja halda því fram að enginn vett- vangur sé betri en einmitt þingið sjálft til þess að fjalla um svo veigamikil mál. En til þess að það sjónarmið sé trúverðugt þarf tvennt að gerast. I fyrsta lagi þarf Alþingi að breyta lögunum um mat á um- hverfisáhrifum á þann veg að þingið tryggi sjálft þá lýðræðis- legu málsmeðferð, sem lögin byggjast á í öllum málum, sem falla undir þessi lög en ekki bara eitt þeirra mála, þ.e. Fljótsdals- virkjun. Það er erfítt að halda því fram að þingið sé bezt til þess fallið að fjalla um þessa einu virkjun en síðan eigi embættis- menn að fjalla um aðrar virkjan- ir. Þess vegna leiðir röksemda- færsla þeirra alþingismanna, sem tala á þennan veg, til þess, að þingið breyti lögunum um mat á umhverfisáhrifum frá 1993 á þann veg að allar framkvæmdir, sem á annað borð verða að gang- ast undir mat á umhverfisáhrif- um, falli undir verksvið þingsins en ekki bara þessi eina fram- kvæmd. Verði það gert getur enginn gert athugasemdir við að þingið fjalli um umhverfisáhrif Fljótsdalsvirkjunar. í öðru lagi er ljóst að til þess að vinna Alþingis við slíkt mat á umhverfisáhrifum nái þeim til- gangi, sem að er stefnt með lög- unum, er nauðsynlegt að þingið eða öllu heldur þær þingnefndir, sem um slík mál fjalla, taki upp ný vinnubrögð. Kannski eru starfshættir þingsins smátt og smátt að þróast í þann farveg. Það er alkunna að þingnefndir hafa frumkvæði að því að kalla fyrir sig ýmsa aðila, sem geta gefið upplýsingar um þau mál- efni, sem þingnefndir fjalla um hverju sinni. Þessir fundir fara hins vegar fram fyrir luktum dyr- um. I Bandaríkjunum er slíkt starf þingnefnda orðið mjög háþróað og fer fram fyi'ir opnum tjöldum. Ef sú þingnefnd, sem fjallar um þingsályktunartillögu ríkisstj órn- arinnar, gerði hvoru tveggja í senn að kalla til sín sérfræðinga á þessu sviði og gefa jafnvel þeim almennu borgurum, sem hug hafa á, kost á því, þó með einhverjum takmörkunum, að flytja mál sitt fyrir þingnefndum fyrir opnum tjöldum, sem t.d. væri sjónvarpað um land allt, fengi fyrirhuguð málsmeðferð í þinginu á sig allt aðra mynd. Þá gætu þingmenn með sanni sagt að hin lýðræðislega máls- meðferð viðkvæmra umhverfis- mála hefði verið þróuð til hins ítrasta. Þá ætti hinn almenni borgari kost á því að fylgjast með framburði eða málflutningi sér- fróðra manna fyrir þingnefndinni og þá jafnframt spurningum þingmanna. Þá væri lýðræðisleg málsmeðferð umhverfísmála komin á enn hærra plan, en gert er ráð fyrir í lögunum frá 1993. Ekki verður séð að neitt banni þeirri þingnefnd, sem nú fær mál- ið til umfjöllunar, að taka upp þessa starfshætti. Þingnefndin í samráði við forsætisnefnd þings- ins hlýtur að geta tekið slíka ákvörðun og opnað fundi sína með þessum hætti. Slíkt skref mundi eiga mikinn þátt í að sætta meirihluta þjóðarinnar við þá málsmeðferð, sem stjórnarflokk- arnir hafa komið sér saman um. Þess vegna ættu forystumenn viðkomandi þingnefndar að kanna gaumgæfilega hvort ekki sé fram- kvæmanlegt að brjóta blað í lýð- ræðislegri málsmeðferð á Alþingi Islendinga. Ekki er hægt að sjá hverra hagsmunir það væru að fara ekki þessa leið. Það er yfir- lýst stefna þeirra, sem hafa farið með málið inn í þingið, að þeir vilji tryggja ítrustu lýðræðislegu og efnislegu umfjöllun, sem unnt er. Lengra verður ekki komizt en með þeim hætti, sem hér hefur verið lýst. OG GUNNLAUGUR Scheving heldur áfram frásögn sinni af föður- bróður sínum, Þor- steini Gíslasyni, rit- stjóra. Ég held að Þor- steinn hafi á sínum tíma reynzt mörgum ungum skáldum og lista- mönnum álíka vel og Ragnar Jóns- son í Smára síðar, en hann er manna bezt kunnur högum og reynslu íslenzkra listamanna, bæði eldri og yngri og hefur sagt mér að mörg skáld og listamenn frá þess- um tímum hafí getið Þorsteins með miklum hlýhug fyrir hjálpsemi hans og áhuga á velgengni skálda og listamanna. Þorsteinn er mér einkar minnis- stæður. Áhugi hans beindist ekki eingöngu að listum og bókmennt- um, heldur líka að listamönnum og skáldum. Hann gladdist yfír því, sem gott var í fari manna, en gleymdi hinu, sem miður fór. Hann leitaði eftir kostum fólks, en ekki göllum. Ég man eftir hvað hann hafði gaman af að spyrja skáld og listamenn um ýmislegt það, sem snerti stai-f þeirra, og hann eignað- ist á þann hátt margvíslega vit- neskju um listir og bókmenntir, sem mörgum öðrum sást yfir. Ég sá oft á heimili hans skáld og lista- menn og einnig fólk, sem áhuga hafði á listum. Á seinni árum hef ég hitt fyrir listafólk, sem hefur sagt mér, að Þorsteinn hafi á margan hátt greitt götu lista- manna. Næmur skilningur hans á mönnum sannaði honum, að lista- menn eru hvorki englar né ófreskj- ur, heldur yfirleitt nokkuð venjulegt fólk með göllum og kostum eins og gengur, en stundum einangraðir vegna listgáfunnar, sem oft er að vísu misskilin, ýmist af ásetn- ingi eða óviljandi, það skiptir ekki máli. Bíómyndir og samvizkukláði M: En hvemig leizt þér svo á þig í Reykjavík, þegar þú komst þang- að? G: Það var gaman íyrir sautján ára pilt utan af landi að koma til Reykjavíkur á þessum árum. Mig dreymdi um þá stóru list, og þó hún væri kannski ekki áþreifanleg í þessum skemmtilega bæ, fannst manni hún lægi einhvem veginn í loftinu og það var fyrir mestu. Austur á Seyðisfirði hafði ég einu sinni hitt frægan listamann, sem sagði mér að litla list væri að sjá í Reykjavík, og engin vemleg menntun stæði þar ungum lista- manni til boða. Þetta var auðvitað alveg rétt af hans sjónarhóli séð, því hann var nýkominn utan úr heimi og hafði, ef svo mætti að orði komast, séð heimslistina í eigin persónu á listasöfnum stórþjóð- anna. En mér fannst þetta horfa öðm vísi við, enda var minn bak- hjall ekki sá sterkasti, sem lista- maður getur haft, glansmyndir á veggjum fólks eða litlar ljósmyndir af málverkum í bókum. Reykjavík reyndist mér því töluverð akadem- ía, þegar ég fyrst kom þangað. Mál- verkasafn var í Alþingishúsinu, mikið var af fallegum verkum eftir íslenzka málara, þar sem ég kom í hús. Á Landsbókasafninu gróf ég upp töluvert af bókum um mynd- list; það vora haldnar ágætar mál- verkasýningar öðra hverju í bæn- um; loks gat maður verið svo hepp- inn að sjá allt í einu einhvern meist- arann á götu í eigin persónu. Nær- vera þeirra gaf þægilega öryggis- kennd, manni fannst heimurinn stærri og betri, þegar þeir sýndu sig ágötunni. - Ég hafði lítinn áhuga á að skemmta mér og þráði engin ævin- týr, nema þau sem listin hafði upp á að bjóða. Ég fór stundum út á Sel- tjamarnes að teikna fjöll og sjó eða niður að höfn að teikna báta eða skútur. Stundum fór ég inn fyrir bæ til að skoða fjöllin í suðri og austri, sem mér þóttu falleg. Ég eignaðist liti og fór að mála, það gekk illa, ég hafði ekki haldið, að það væri svona erfitt. Ég hafði mikla ánægju af að ganga um bæ- inn, mér var nýnæmi að sjá svo margt fólk, stundum fór ég í bíó með einhverjum kunningjanum, ég hafði alltaf einhvem samvizkukláða í sambandi við þessar bíóferðir, þær kostuðu peninga. Sælgæti bragðaði ég varla, tóbak og vín var mér nokkurn veginn sama og að ungur maður legðist í kör. En það var rómans í loftinu og stundum gat maður séð Ásgrím Jónsson fara snemma að morgni niður á Hótel ísland að drekka kaffi. Þá vissi maður að heimurinn var allur á réttri leið og framtíðin bar gæfu í skauti sínu. M. HELGI spjall REYKJAVÍKURBREF Laugardagur 20. Nóvember Fyrir nokkrum dögum kom út annað bindi ævisögu Steingríms Hermannssonar, fyrram forsætisráðherra og for- manns Framsóknarflokksins, sem Dagur B. Eggertsson skrif- ar. í þessu bindi ævisögu Stein- gríms er m.a. fjallað um stjórn- armyndun dr. Gunnars heitins Thoroddsens í byrjun febrúar árið 1980, sem olli miklum og djúpstæðum deilum á þeim tíma. Þótt fátt nýtt komi fram í ævi- sögu Steingríms um aðdraganda þeirrar stjórnar- myndunar er þar þó að finna forvitnileg atriði, sem ástæða er til að skoða nánar í ljósi þess sem sagt var á þeim tíma. I ævisögu sinni lýsir Steingrímur Hermannsson atburðum þriðjudagsins 29. janúar 1980 m.a. á þennan veg: „Þennan sama þriðjudag bar fundum okkar Gunnars Thoroddsens saman á bílastæði Al- þingis. Fundur var í sameinuðu þingi. Á dagskrá voru fyrirspurnir, sem ég hafði lítinn áhuga á og að þeim loknum umræður um landbúnaðarmál, sem ég sá ekki ástæðu til að skipta mér af. Ég fór því snemma af þingi. Þegar ég var á leiðinni að bifreið minni kom Gunnar Thoroddsen aðvífandi af skrif- stofu sinni í Þórshamri. Við skiptumst á kveðjum og tókum tal saman. Gunnar sagðist telja, að ekki væri fullreynt með stjómarmyndun og sagðist ætla að gott væri fyrir okkur að ræðast við. Ég játti því. Hann spurði hvort ég hefði tíma til að ganga með sér upp á skrifstofu sína. Ég kvaðst fús til þess. Gunnar kom beint að efninu, þegar dyrnar höfðu lokast að baki okkar og sagðist telja, að vel gæti gengið saman með Fram- sóknarflokki og Alþýðubandalagi og hluta Sjálf- stæðisflokks. Ég kvaðst hafa verið honum sammála en greindi frá þeim svörum, sem Geir Hallgrímsson hafði gefið mér tveimur dögum áður. Gunnar hafði fá orð um þá afstöðu en sagðist sjálfur geta aflað stuðnings nægilega margra sjálfstæðisþingmanna við slíka stjórn. Ég varð undrandi á þessum orðum varaformanns Sjálfstæðisflokksins og spurði hvað hann ætti við. Gunnar sagði að enda þótt þingflokk- ur Sjálfstæðisflokksins sem heild styddi ekki slíka stjórn gæti hann tryggt stuðning sex til sjö þing- manna. Algert skilyrði væri hins vegar að hann yrði forsætisráðherra. Ég sagði ekki mikið fyrst um sinn en var hugsi því eðlilegra hefði líklega verið talið að ég færi með forsætið, hvort sem litið væri til kosn- ingaúrslitanna eða þingstyrks Framsóknarflokks- ins. Mér skildist hins vegar fljótt á Gunnari, að hann teldi forsætisráðherrastóiinn vera forsendu þess, að hann gæti tryggt sér þann stuðning sem til þyrfti. Hann var aftur á móti ófáanlegur til að nefna nöfn væntanlegra stuðningsmanna sinna. Sagði Gunnar að ég yrði einfaldlega að treysta honum fyrir þess- um þætti málsins." Þetta er dálítið ólíkt frásögn þeirri, sem fram kemur hjá Gunnari sjálfum í viðtalsbók, sem Ólafur Ragnarsson, aðaleigandi Vöku-Helgafells, skrifaði við Gunnar og út kom 1981. Þar segir: „Hvenær var fyrst talað um að þú gengir til stjórnarmyndunar með framsóknarmönnum og alþýðubandalagsmönn- um Gunnar? Það var þriðjudaginn 29. janúar 1980. Þann dag fór ég að vanda niður í Áiþingishús laust fyrh' klukkan tvö til þingfundar. Rétt eftir að ég kom inn úr dyrunum kom Tómas Árnason til mín og bað mig ræða við sig einslega. Hann skýrði mér frá því, að framsóknarmenn hefðu verið að ræða hverjir mögu- leikar kynnu enn að vera til myndunar meirihluta- stjórnar eftir að formenn flokkanna hefðu reynt í tvo mánuði án árangurs. Tómas kvað framsóknar- menn telja þörf á að kanna til hlítar, hvort hugsan- legt væri að Framsóknarflokkurinn, Alþýðubanda- lagið og Sjálfstæðisflokkurinn gætu náð saman til stjórnarmyndunar. Sá möguleiki hefði í rauninni ekki verið fullkannaður ennþá... Litlu síðar ræddi annar þingmaður Framsóknarflokksins, Guðmund- ur G. Þórarinsson, við mig í þinginu um sama mál og óskaði eftir að ég kannaði þennan möguleika gaum- gæfilega... Höfðu fleiri orð á þessum nýja mögu- leika við þig en þeir Tómas og Guðmundur? Að kvöldi þriðjudags hringdi Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsóknarflokksins, til mín í samráði við þingmennina tvo, sem rætt höfðu við mig í þinginu fyrr um daginn. Okkur Steingn'mi kom saman um að við skyldum hittast morguninn eftir.“ Þegar frásagnir þeirra Steingríms og dr. Gunnars heitins Thoroddsens era bornar saman um atburði þessa umrædda þriðjudags kemur í ljós að grund- vallarmunur er á þeim. Gunnar getur í engu um það að hann hafi sjálfur haft frumkvæði að því að ræða við Steingrím, boðið fram stuðning nokkurra þing- manna Sjálfstæðisflokksins og sagt að forsenda þess væri sú, að hann sjálfur yrði forsætisráðherra. Um annað atriði ber heldur ekki saman viðtals- bókinni við Gunnai- og ævisögu Steingríms en það varðar þátt Tómasar Amasonar, fyrrverandi fjár- málaráðherra. Eins og fram kemur hér að ofan lýsir Gunnar því að Tómas hafi þennan þriðjudag komið að máli við sig um samstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðubandalags. I ævisögu Steingríms Hermannssonar segir:“í viðtali við Tómas, sem tekið var vegna þessarar bók- ar komst hann þannig að orði: „Ég talaði nokkrum sinnum við Gunnai', þegar þetta var að gerast. Þá var talað um að Alþýðuflokkurinn yrði með ásamt Gunnarsmönnum og Framsóknarflokknum. Alþýðu- bandalagið kom inn í myndina síðar og án þess að ég vissi." Hvernig kemur það heim og saman, að Tómas Amason hafi fyrstur manna rætt þennan möguleika við Gunnar Thoroddsen, þriðjudaginn 29. janúar ár- ið 1980, eins og Gunnar segir sjálfur í viðtalsbókinni við Olaf Ragnarsson en Tómas segir nú, að Alþýðu- bandalagið hafi komið inn í myndina án þess að hann hafi um það vitað? Það styður enn þá skoðun, að hér hafi ekki allt verið sagt, að Steingrímur Hermannsson lýsir af- stöðu Tómasar í umræðum innan Framsóknar- flokksins á þennan veg: „Tómas Árnason var meðal efasemdarmannanna. Þegar hann hafði skilið við Gunnar síðast höfðu þeir enn verið að ræða samstarf við Alþýðuflokkinn en ekki Alþýðubandalagið. Tómas galt iðulega varhug við stjórnarþátttöku þess. Hann lagði ríka áherzlu á, að formaður Sjálf- stæðisflokksins yrði látinn vita af gangi mála.“ Hvernig kemur þessi lýsing á viðhorfi Tómasar Árnasonar heim og saman við frásögn Gunnars sjálfs? Getur það verið að Tómas hafi rætt við Gunn- ar þriðjudaginn 29. janúar 1980 um nauðsyn þess að kanna betur möguleika á samstarfi Sjálfstæðis- flokks, Framsóknarflokks og Alþýðubandalags, þeg- ar í ljós kemur skv. frásögn Steingríms, að hann var andvígur þátttöku Alþýðubandalagsins í ríkisstjórn og „þegar hann hafði skilið við Gunnar síðast höfðu þeir enn verið að ræða samstarf við Alþýðuflokkinn ekki Alþýðubandalagið“ skv. því, sem Steingrímur segir? En það eru fleiri spumingar sem vakna við lestur ævisögu Steingríms Hermannssonar um hlut höfuð- persóna í þessum leik, þegar frásögn Steingríms er borin saman við ummæli þeirra sjálfra þá daga, sem stjórnarmyndun dr. Gunnars Thoroddsens stóð yfir. Steimgrímur segir: „Á fundi miðstjómar Framsókn- arflokksins sem haldinn var sunnudaginn 3. febrúar leitaði ég eftir stuðningi við stjórnarmyndun undir forsæti Gunnars. Ég kvaðst ekki geta kynnt mál- efnasamninginn þar sem hann lægi ekki fyrir og í raun væru aðeins þeir Gunnar og Eggert Haukdal fastir í hendi í stuðningsmannaliði hans. Um aðra væri lítið hægt að segja á þessu stigi... Stjórnar- myndunarviðræðurnar stóðu nánast yfir á sama tíma og miðstjórnarfundurinn var haldinn. Inn á hann barst meðal annars yfirlýsing Gunnars þess efnis, að hann mundi útvega það fylgi sem til þyrfti á þingi og kynntar vora málefnanefndir, sem settar höfðu verið á fót í fimm málaflokkum: iðnaðar- og orkumálum, landbúnaðarmálum, samgöngumálum, ríkisfjármálum og kjaramálum. Fært var til bókar hverjir áttu sæti í þessum nefndum. Þar voram við fjórmenningarnir, sem valizt höfðu til viðræðnanna fyrir hönd Framsóknarflokksins og Svavar Gests- son, Ragnar Arnalds og Hjörleifur Guttormsson fyr- ir Alþýðubandalagið. Fyrir Gunnar sat Pálmi Jóns- son í nefnd um landbúnaðarmál, Friðjón Þórðarson í samgöngunefndinni...“ Mikilvægt er að menn átti sig á því að skv. frá- sögn Steingríms er fært til bókar á miðstjómarfundi Framsóknarflokksins sunnudaginn 3. febrúar, að tveir þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Pálmi Jóns- son og Friðjón Þórðarson ættu sæti í tveimur mál- efnanefndum fyrir hönd Gunnars í stjórnarmyndun- arviðræðunum. En hvað sögðu þeir sjálfir opinber- lega á þessum tíma? I samtali við Morgunblaðið 5. febrúar árið 1980 sagði Pálmi Jónsson m.a.: „Ég lýsti því yfir á þing- flokksfundinum, að ég gæti ekki tekið afstöðu til þessarar stjórnarmyndunar Gunnars Thoroddsens fyrr en ég hefði séð málefnagrundvöll stjórnarinnar. Ég býst nú við að ég fari og kynni mér þann mál- efnasamning, sem er í smíðum og er það gert með fullri vitund þingflokksins og auðvitað án allra skuldbindinga." Hvemig er hægt að skilja þessi orð Pálma Jóns- sonar í ljósi frásagnar Steingríms Hermannssonar þess efnis, að tveimur dögum áður hefði verið fært til bókar á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins, að Pálmi ætti sæti í málefnanefnd fyrir hönd Gunn- ars og væri þar með einn af höfundum málefna- samningsins, sem hann tveimur dögum síðar segist ekki hafa séð eða kynnt sér? í viðtali við Morgunblaðið 5. febrúar 1980 segir Friðjón Þórðarson: „Ég hef hvorki séð neinn mál- efnagrundvöll né mér verið kynnt neitt úr þessum stjórnarmyndunarviðræðum." Hvernig getur Frið- jón sagt þetta ef það er rétt sem Steingrímur segir að hafi verið fært til bókar hjá Framsóknarmönnum tveimur dögum áður, að Friðjón ætti sæti í málefna- nefnd á vegum Gunnars Thoroddsens og þar með verið einn af höfundum málefnasamnings ríkis- stjórnar hans? Ef frásögn Steingríms Hermannssonar er rétt, er alveg ljóst, að þátttaka þessara þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins á þeim tíma í ríkisstjórn með Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi hefur verið byggð á ósannindum, sem sett era fram á opinber- um vettvangi. Ef frásögn Steingríms Hermannsson- ar er röng er ævisaga hans ekki merkileg heimild, alla vega ekki um þessa tilteknu stjórnarmyndun. Það fer hins vegar ekki á milli mála, að það er nauð- synlegt eftir útkomu ævisögu Steingríms Her- mannssonar, að þeir Pálmi Jónsson og Friðjón Þórðarson, sem að lokum náðu sáttum við sinn gamla flokk, geri grein fyrir því sem gerðist þessa daga frá þeirra bæjardyrum séð. Þeir geta ekki látið frásögn Steingríms standa án þess annaðhvort að staðfesta hana eða hrekja. Þótt ekkert annað kæmi til er ljóst, að þegar rit- stjóri Morgunblaðsins í grein hér í blaðinu kallaði veturinn 1980 „Býsnavetur í íslenzkri pólitík" var það réttnefni. A BLAÐAMANNAFUNDI, „Með huffann sem Geir heitinn Hallgi'íms- ~ i * * * * 6 son, þáverandi formaður VIO aöra Sjáífstæðisflokksms, efndi til stjórnar- mánudaginn 14. janúai' 1980 mvtirliinar- tU Þess að &era íírein firrir J niðurstöðum stjómarmynd- m0guleika“ unarviðræðna, sem hann hafði þá staðið fyrir í rúman hálfan mánuð og höfðu ekki sízt beinzt að könnun á myndun þjóðstjórnar, sagði hann m.a.: „Ég held, að flokkarnir hafi gjai-nan verið með hugann við aðra stjórnarmyndunarmöguleika áður en árangurs væri að vænta af þeirra hálfu varðandi þjóðstjórn.“ Þetta hafa verið orð að sönnu miðað við það, sem fram kemur í ævisögu Steingríms. Daginn áður hafði birzt frétt á baksíðu Morgun- blaðsins þar sem m.a. sagði: „Síðustu dagana, með- an Geir Hallgrímsson hefur kannað möguleika á þjóðstjórn, hafa aðrar óformlegar stjórnarmyndun- arviðræður átt sér stað um minnihlutastjóm Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks. Forystumenn þar um era Tómas Árnason og Sighvatur Björgvinsson." Þriðjudaginn 15. janúar birtist svofelld frétt í Morgunblaðinu: „Tómas Árnason, fyrrverandi fjár- málaráðherra, hafði samband við Morgunblaðið í gær og kvaðst vilja taka fram, að sú frétt, sem birt- ist í Morgunblaðinu sl. sunnudag um að meðan Geir Hallgrímsson hefði kannað möguleika á þjóðstjórn hafi aðrar óformlegar stjórnarmyndunarviðræður átt sér stað um myndun minnihlutastjórnar Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks og forystumenn þar um hafi verið Tómas Ámason og Sighvatur, væri röng.“ Með þessari frétt birtist svohljóðandi athugasemd ritstjóra Morgunblaðsins: „Vegna athugasemdai' Tómasar Árnasonar vill Morgunblaðið taka fram að það stendur við frétt sína og hefur fyrir henni traustar heimildir." Um þetta segir Steingrímur Hermannsson í ævi- sögu sinni: „Tómas bar fréttina til baka, bæði í at- hugasemd í blaðinu og á fundi í þingflokknum. I Tímanum var meira að segja eftir honum haft að hann „gæti ekki tekið vægar til orða en að þetta væri hrein „Moggalygi" af versta tagi.“ Sighvatur bar fréttina jafnframt til baka í fréttum Ríkisút- varpsins." Síðan segir Steingrímur Hermannsson orðrétt: „Viðræður þeirra Tómasar og Sighvats áttu sér stað. Hvorgum þeirra var hins vegar fært að halda þeim áfram eða gangast við þeim eftir að út spurð- ist. Innan Framsóknarflokksins mátti vart á milli sjá, hvoram var verr við þessar hugmyndir, Ólafi Jó- hannessyni eða landbúnaðarforystunni, sem hafði jafnmikla skömm á Alþýðuflokknum og Ólafur Jó- hannesson ... Það sem enn færri vissu var, að Gunn- ar Thoroddsen, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hitti Tómas nokkrum sinnum að máli meðan á þess- um viðræðum stóð. I þeim viðtölum ræddu þeir möguleikana á því, að Gunnar og nokkur hópur þingmanna úr Sjálfstæðisflokknum veitti minni- hlutastjórn Framsóknarflokks og Alþýðuflokks stuðning eða gengi jafnvel til liðs við hana. Tómas segir viðræðurnar hafa snúizt um stjómarþátttöku Gunnarsmanna og að til viðræðnanna hafi verið stofnað til að kanna möguleika á meirihlutastjórn með því sniði. Segist hann jafnframt hafa fengið sterkt á tilfinninguna, að því hafi ekki farið fjarri, að Gunnar hafi hugsað sér forystu í slíkri stjórn, þótt slíkt hafi aldrei verið nefnt á nafn þeirra á milli. Gunnar Thoroddsen neitaði hvoru tveggju ítrekað á sínum tíma, þegar deil- urnar í Sjálfstæðisflokknum stóðu sem hæst... Engar fréttir spurðust út um þann hluta við- ræðnanna sem að Gunnari sneri.“ Morgunblaðið upplýsti um viðræður þeirra Tómasar og Sighvats sunnudaginn 13. janúar. Þá hafa þær bersýnilega verið búnar að standa í ein- hverja daga. Nú er staðfest að á sama tíma áttu þeir í viðræðum, Tómas Árnason og Gunnar Thoroddsen, um myndun ríkisstjórnar með Framsóknarflokki og Alþýðuflokki, sem einhver hópur þingmanna úr Sjálfstæðisflokknum undir forystu Gunnars tæki þátt í. Geir Hallgrímsspn fékk umboð til stjórnar- myndunar frá forseta Islands 28. desember 1979. Þær viðræður voru því varla komnai' af stað, þegar áhrifamönnum innan bæði Framsóknarflokks og Al- þýðuflokks var orðið ljóst, að möguleiki væri á að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn með tilstyrk varafor- manns hans. Þegar þetta liggur nú fyrir staðfest af hálfu þá- verandi formanns Framsóknarflokksins verður ljóst að helzta röksemd Gunnars Thoroddsens mánuði seinna, að hann yrði að bjarga heiðri Alþingis með því að mynda ríkisstjórn, fellur um sjálfa sig. Með viðtölum sínum við Tómas Árnason í byrjun janúar, mánuði áður en hann myndaði ríkisstjórn sína, gerði hann Sjálfstæðisflokknum gersamlega ókleift að mynda nokkra ríkisstjórn. Þeim mun merkilegra er að sá stjórnmálamaður, Steingrímur Hermannsson, sem upplýsir um þennan ótrúlega hráskinnaleik, skuli í sömu andrá halda uppi þeirri gagnrýni á til- raunir Geirs Hallgrímssonar til stjórnarmyndunar, sem fram kemur í bók hans. Frásögn Steingríms sýnir, að forystumenn allra flokka tóku þátt í að sitja á svikráðum gagnvart for- ystu Sjálfstæðisflokksins á þessum tíma og það breytir engu í þeim efnum, þótt Steingrímur Her- mannsson að áeggjan Tómasar Ámasonar hafi sagt Geir Hallgrímssyni frá því. Matthías Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, lýsti stöðu málsins í hnotskurn í samtali við Morgunblað- ið 7. febrúar 1980. Hann sagði:“Hvaða þingmaður sem er í Sjálfstæðisflokknum hefði getað boðið hin- um flokkunum liðveizlu. Þetta var ekkert afrek hjá Gunnari eins og sumir virðast halda. Þeir hefðu tek- ið hverjum sem var til að kljúfa Sjálfstæðisflokk- i ævisögu sinni fjallar Steingrímur Hermannsson Uyl töluvert um skrif Morgun- IVlOrgim- blaðsins á þessum tíma og blaðsins? telur að þau hafi einkennzt af „heift“. Morgunblaðið gagnrýndi Gunnar Thoroddsen harðlega meðan á þessum atburðum stóð og jafnan síðan. En „heift“ blaðsins var nú ekki meiri en svo, að á þessum vett- vangi sunnudaginn 28. desember árið 1980, tæpu ári eftir að dr. Gunnar Thoroddsen myndaði ríkisstjórn sína og í tilefni af sjötugsafmæli hans, sagði í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins: „... í stjórnmál- um geyma menn ekki sverð sín í annarra slíðrum. Margir telja nú, að mál sé að linni. Þjóðin þarf á samhentri forystu í Sjálfstæðisflokknum að halda ef hún á að komast út úr að því er virðist óyfirstígan- legum ógöngum. Megi forysta Sjálfstæðisflokksins bera gæfu til að slást við þá, sem hún er kjörin til, en setja niður þær illvígu deilur, sem veikt hafa annars öflugan og rúmgóðan flokk. Ritstjórar Morgunblaðsins teldu sér sóma að því að taka fremur þátt í slíkri friðarsókn en leiftursókn á hendur þeim pólitísku andstæðingum, sem blaðið telur sér skylt að sækja að svo að Island megi blómg- ast og lýðræðið megi sækja kraft sinn í sjálfa undir- stöðu þess, einstaklinginn, frjálsan og óháðan. Ef það gæti orðið færi aftur vorkliður um íslenzkt þjóðlíf. Með þessum orðum sendum við dr. Gunnari Thoroddsen hamingjuóskir á sjötugsafmælinu og óskum honum og fjölskyldu hans farsældar á ókomnum árum, um leið og við þökkum honum margvíslegt og oftast ágætt samstarf á liðnum ár- um. Á merkisdegi í lífi hans hugsum við ekki sízt til sæmdarhjónanna, foreldra hans, konu hans, frú Völu Thoroddsen, tengdaforeldra hans, forsetahjón- anna, sem tengdust blaðinu því meir, sem á leið ævi þeirra. Samstarf Ásgeirs Ásgeirssonar og Ólafs Thors við myndun Viðreisnarstjórnarinnar leiddi til svo heillaríks blómaskeiðs í heilan áratug að við er brugðið, enda er oftast vísað til viðreisnaráranna, þegar reynt er að sannfæra menn um það, að íslend- ingar hafi til að bera þó nokkum pólitískan þroska, þrátt fyrir allt.“ Varla lýsa þessi ummæli Morgunblaðsins mikilli „heift“ í garð Gunnars Thoroddsens u.þ.b. tíu mán- uðum eftir að hann myndaði ríkisstjórn sína. Þegar ritstjórar Morgunblaðsins og framkvæmdastjóri blaðsins heimsóttu Gunnar Thoroddsen á afmælis- degi hans, þakkaði hann fyrir Reykjavíkurbréfið og bætti brosandi við, „ég á við fyrri hlutann" en seinni hluti þess var hörð gagnrýni á ríkisstjórn hans á málefnalegum forsendum. Staðan í stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosn- ingarnar í byrjun desember 1979 var afar sérstök. Það var til meirihluti á Alþingi fyrir myndun svo- nefndrar Viðreisnarstjórnar. Slíkur meirihluti var líka til eftir kosningarnar 1978. Þá bauð Sjálfstæðis- flokkurinn Alþýðuflokknum upp á slíkt samstarf undh- forystu Benedikts Gröndals, formanns Al- þýðuflokksins. Því var hafnað. Steingrímur Hermannsson lýsir stöðunni varð- andi viðreisnarsamstarf eftir kosningar 1979 á þenn- an veg: „Viðreisnarflokkarnir gátu því myndað starfhæfan meirihluta á þingi, bæði í efri og neðri deild... Til að afstýra þessu tóku framsóknarmenn upp náið samstarf við Alþýðubandalagið við kosn- ingar til efri deildar. Þai' með tryggðu flokkarnir sér helming efrideildarmanna, sem nægði til að fella mál á jöfnu fyrir hugsanlegri viðreisnarstjórn. Ég lagði á ráðin um blokkarmyndunina ásamt þeim Svavari Gestssyni, Ragnari Ámalds og Ólafi Ragn- ari Grímssyni... Meðan á þessu stóð þóttu viðreisn- arflokkarnir leika af sér ... Við undirbúning þessarai' bókar hef ég sannfrétt að formaður Alþýðuflokks- ins, Benedikt Gröndal, hafi viljandi komið í veg fyr- ir, að samstarf yrði milli Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks í deildakosningunum. Benedikt var mót- fallinn viðreisnarstjórn en óttaðist jafnframt að stór hluti þingflokksins væri á öndverðum meiði. Þar fóru fremstir þeir, sem staðið höfðu að stjórnarslit- unum í fjarvera Benedikts um haustið. Með aðgerð- arleysi sínu í deildakosningunum sló Benedikt því tvær flugur í einu höggi. Hann kom í veg fyrir við- reisn og náði fram hefndum vegna stjórnarslitanna." Á blaðamannafundi 14. janúar 1980 var Geir Hall- grímsson spurður um þetta mál. Hann svaraði: „At- hygli Alþýðuflokksins var vakin á stöðu þessara mála, svo ekki sé meira sagt.“ Af þessari frásögn er ljóst, að Steingrímur Her- mannsson telur sig hafa öraggar heimildir fyrir því, að þáverandi formaður Alþýðuflokksins hafi beinlín- is og af ráðnum hug komið í veg fyrir að mögulegt yrði að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks. Sjálfur segir Steingrímur Hermannsson í ævisögu sinni um fyrstu viðræður hans og Geirs Hallgn'ms- sonar eftir að Geir fékk umboð til stjómarmyndunar 28. desember 1979: „Hann kallaði mig á stuttan fund á heimili sínu sama dag. Þar staðfesti ég við hann, það sem ég hafði áður lýst yfir í fjölmiðlum. Ég taldi enn að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn væri ólík- legt. Aðspurður sagði ég þjóðstjórn ekki útilokaða, ef aðrir kostir væra ekki fyrir hendi.“ Hverju hafði Steingrímur lýst yfir í fjölmiðlum? Jú, í viðtali við Vísi snemma í desember 1979 sagði formaður Framsóknarflokksins: „Ég hef alla tíð ver- ið efins um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Það er ef til vill arfur frá föður mínum, en hann fór aldrei í stjórn undir forystu sjálfstæðismanna. Það er mjög ríkt í mörgum framsóknarmönnum, að Framsóknar- flokkurinn eigi að vera andstæðingur Sjálfstæðis- flokksins. Tryggvi heitinn Þórhallsson sagði: „Allt er betra en íhaldið“ og ég tek undir það.“ I desember 1979 var Steingrímur Hermannsson á móti stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn vegna þess, að faðir hans, Hermann Jónasson, hafði verið það fyrir og um miðja öldina og Tryggvi Þór- hallsson snemma á öldinni! Þessa afstöðu staðfesti hann svo að eigin sögn í samtali við Geir Hallgríms- son 28. desember 1979. Staðan í stjómarmyndunarviðræðunum fyrir 20 árum var því þessi, þegar smátt og smátt er að koma í ljós, hvað raunveralega gerðist: Benedikt Gröndal, þáverandi formaður Alþýðuflokksins vann markvisst að því að koma í veg fyrir myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokki til þess m.a. að ná fram hefndum gagnvart yngri forystumönnum Alþýðuflokksins, sem höfðu sprengt í loft upp ríkisstjóm Ólafs Jó- hannessonar þá um haustið og þar með utanríkisráð- herrastólinn undan Benedikt. Og hugsanlega hefur hann heldur ekki verið búinn að gleyma átökunum á milli hans og Eggerts G. Þorsteinssonar um ráð- herrastól í hinni upphaflegu Viðreisnarstjóm á sín- um tíma. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsókn- arflokksins, var andvígur stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn á sögulegum forsendum Her- manns Jónassonar og Tryggva Þórhallssonar. Forystumenn Alþýðubandalagsins, sem áttu kost á að taka upp stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokk- inn, þótt ekki hafi verið fjallað um það að þessu sinni, höfðu ekki kjark til að stíga það sögulega skref. Gunnar Thoroddsen, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, fór á bak við samstarfsmenn sína í forystu- sveit Sjálfstæðisflokksins og eyðilagði þar með fyrir- fram alla möguleika flokksins á stjórnannyndun. Ævisaga Steingríms Hermannssonar varpar skugga á trúverðugleika opinberra yfírlýsinga tveggja annai-ra þingmanna Sjálfstæðisflokksins á þessum tíma. Menn dæmi svo hver fyrir sig. T1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.