Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 BAKSVIÐ MORGUNBLAÐIÐ Heimastjórn kaþólikka og mótmælenda á Norður-frlandi loks í sjónmáli Trimble á erfiðan slag fyrir höndum wm f* V BAKSVIÐ ✓ Yfírlýsing Irska lýðveldishersins (IRA) í vikunni þess efnis að samtökin séu reiðu- búin til viðræðna um afvopnun þegar búið er að mynda samstjórn kaþólikka og mót- mælenda þykir marka tímamót, segir Davíð Logi Sigurðsson. Það verður hins vegar ekki auðvelt fyrir David Trimble, leiðtoga stærsta flokks sambandssinna, að fá mið- stjórn flokks síns til að samþykkja að yfír- lýsing IRA gangi nægilega langt. AP. Auglýsingaskilti norður-írska dagblaðsins The Irish News greinir frá samningi lýðveldissinna og sambandssinna á þriðjudag. EF kalla mátti friðarsamkomulagið á Norður-írlandi, sem náðist á páskum 1998, sögulegt samkomu- lag er jafn víst að sú yfírlýsing sem írski lýðveldisherinn (IRA) sendi frá sér á miðvikudag hlýtur að telj- ast til mikilla tíðinda. Þótt því fari fjarri að orðalag yfirlýsingarinnar hafi verið með þeim hætti sem sam- bandssinnar á Norður-írlandi hefðu helst kosið stendur nefnilega eftir sú staðreynd að IRA, nafntog- uðustu hryðjuverkasamtök á Vest- urlöndunum, hafa nú lýst því yfir að þau séu tilbúin til að hefja viðræður um afvopnun að uppfylltum vissum skilyrðum. Samkvæmt ákvæðum friðarsam- komulagsins hefði fyrir löngu átt að vera búið að mynda á Norður-ír- landi samstjóm lýðveldissinna og sambandssinna. Sambandssinnar hafa hins vegar gert kröfu um að IRA byrjaði afvopnun sína áður en þeir tækju í mál að setjast í heima- stjóm með fulltrúum Sinn Féin, stjómmálaarms IRA. Varð þessi krafa, og sú staðfasta afstaða IRA- manna að þetta kæmi ekki til greina þess m.a. valdandi að í sumar leit út fyrir að friðarsamkomulagið væri endalega runnið út í sandinn. Fyrir tilstuðlan Bandaríkja- mannsins George Mitchell, sem fal- ið var að stýra endurskoðun á frið- arsamkomulaginu, sem hann sjálfur átti stóran þátt í að náðist á sínum tíma, hafa deilendur hins vegar nú orðið ásáttir um hvemig mynda megi heimastjómina og tryggja jafnframt afvopnun IRA. Reyndar skal hér fullyrt að sam- bandssinnar séu alls ekkert „sáttir“ við niðurstöðuna. Er enda ekki hægt annað en komast að þeirri nið- urstöðu að David Trimble, leiðtogi stærsta flokks sambandssinna (UUP), hafi látið af þeirri kröfu - sem hann hafði áður fullyrt að væri ófrávíkjanleg - að IRA yrði að byrja (ef ekki nema til málamynda) af- vopnun sína áður en Sinn Féin fengi aðild að heimastjórninni. Þarf ekki að koma á óvart að Ian Paisley, leið- togi næststærsta flokks sam- bandssinna (DUP), sem andsnúinn er friðarsamkomulaginu, hefur þegar sakað Trimble um drottins- svik en meiri áhyggjur vekur að þær raddir heyrast einnig úr flokki Trimbles sjálfs. Trimble á því ekki létt verkefni fyrir höndum er hann gerir tilraun til að útskýra sinnaskipti sín fyrir 860 manna miðstjórn UUP en á fundi miðstjórnarinnar, sem senni- lega verður haldinn næsta laugar- dag, verður tekin ákvörðun um það hvort rétt sé að láta á það reyna hvort IRA hyggist í raun standa við stóru orðin. Þessi slagur verður allt annað en auðunninn fyrir Trimble en á honum veltur þó þetta sam- komulag. Verði Trimble undir í flokki sínum, sem alls ekki er úti- lokað að gerist, eru dagar hans í leiðtogasætinu taldir og friðarum- leitanir á Norður-írlandi á ný komnar upp í loft. Hvað olli sinnaskiptum Trimbles? Eðlilegt er að spyrja hvað valdi breyttri afstöðu Trimbles frá því í sumar þegar tilraunir til að höggva á hnútinn fóru út um þúfur. Því er til að svara að fréttaskýr- endur hafa ávallt talið að Trimble væri heldur viljugri en flokkur hans til að slá tfl. Staða Trimbles hefur hins vegar verið erfið, yfir hverju fótspori hans vaka þeir sem ekkert vilja gefa eftir og telja hverja mála- miðlun í samskiptum við lýðveldis- sinna uppgjöf og svik. Samkomulag á Norður-írlandi er hins vegar orðin tóm ef ekki liggur fyrir stuðningur UUP, helsta flokks sambandssinna, og því var Trimble og er lykillinn að lausn deilunnar. Skýrir það viðleitni breskra og írskra stjórnvalda til að styrkja stöðu hans sem leiðtoga UUP og má í því sambandi nefna útnefningu Peters Mandejsons sem nýs ráð- herra Norður-írlandsmála í bresku ríkisstjórninni fyrir skömmu en Trimble hafði á sínum tíma stungið upp á Mandelson sem réttum manni í starfið. George Mitchell tókst hið ómögulega Reyndar þarf ekkert að efast um að sjálfur hafi Trimble viljað að IRA byrjaði afvopnun og verður vart fundin nema ein skýring fyrir því að hann hafi ákveðið að láta slag standa nú og þar víkur sögunni að þætti Georges Mitchells. Það var nefnilega að frumkvæði hans sem viðræður voru í október fluttar frá Belfast til London, að því er virðist til að koma deilendum í nýtt um- hverfi, fjarri úrtölumönnum sem finnast í báðum fylkingum. Leiðtogar Sinn Féin og UUP eyddu helgi í bústað bandaríska sendiherrans í London og er m.a. fullyrt að Mitchell hafi fengið Trim- ble og Gerry Adams og félaga til að sitja við sama borð yfir kvöldverði og jafnframt fengið þá til að lofa að ræða þar aðeins um daginn og veg- inn, allt nema stjórnmálastöðuna á Norður-írlandi. Markmiðið var að þeir Trimble og Adams lærðu 4ð treysta hvor öðrum, rétt eins og lykillinn að fullum sáttum á Norð- ur-írlandi felst í því að samfélög ka- þólikka og mótmælenda læri að íyr- irgefa hvor öðrum og taki tii við að lifa í sátt og sambúð. Hér hlýtur að vera komin ástæða þess að Trimble var tilbúinn til að sættast á að Sinn Féin tæki sæti í heimastjórn við hlið hans án þess að IRA hefði fyrst byrjað afvopnun, nefnilega að hann væri einfaldlega kominn á þá skoðun að hann gæti raunverulega tekið Adams trúan- legan er hann héti því að IRA myndi sannarlega afvopnast, ef að- eins myndun heimastjórnarinnar yrði að veruleika fyrst. Aukinheldur er ekki eins og Trimble hafi átt marga kosti í stöð- unni. Hann gat annaðhvort stigið þetta skref eða mátt þola það að vera sakaður um að standa í vegi friðar á Norður-írlandi. Vilja ekki þurfa að treysta á orð Adams Eftir sem áður er margir í flokki Trimbles sem vilja aðgerðir, ekki orð. Þeir eiga erfitt með að sætta sig við að Trimble hyggist ætla að stíga næsta skref og mynda heim- astjórnina á grundvelli loforða Adams, manns sem margir telja hafa mannslíf á samviskunni. Það er til marks um hversu erfitt verkefni bíður Trimbles að óðara og hann hafði lýst því yfir á þriðjudag að heimastjómin yrði mynduð með aðild Sinn Féin ályktuðu sex af tíu þingmönnum UUP á breska þing- inu gegn ákvörðun hans, þeirra á meðal Jeffrey Donaldson, sem sagður er krónprinsTrimbles í UUP. Trimble er því í minnihluta í þingflokki UUP á breska þinginu og aukinheldur hefur John Taylor, varaformaður UUP, verið formanni sínum tregur í taumi. Hér er við ramman reip að draga fyrir Trim- ble, þungaviktarmenn í UUP munu beita sér gegn honum í þessu máli og ljóst er að næstu dagana verður hart barist um atkvæði venjulegra flokksmanna í væntanlegu mið- stjórnarkjöri um umrætt sam- komulag um myndun heimastjórn- arinnar. Staðan er sögð tvísýn, og að atkvæði skiptist nokkuð til helm- inga og baráttan snúist því um u.þ.b. 200 miðstjórnarmenn sem ekki hafa gert upp hug sinn. Erfitt er hins vegar að sjá að Trimble sé sitjandi áfram tryggi hann sér ekki að minnsta kosti stuðning 60% mið- stjórnarmanna fyrir ákvörðun sinni. Góðu fréttimar íyiir Trimble eru hins vegar þær að flokksmenn í UUP eru íhaldssamir og tregir til að ganga gegn formanni sínum. Einnig gæti það fremur styrkt stöðu hans heldur en hitt að Ian Pa- isley hefur krafist brottvikningar Trimbles, fylgjendum UUP leiðist nefnilega að vera sagt fyrir verkum og einkanlega ef þau orð koma úr munni hins umdeilda klerks Ians Paisleys. Fari svo að Trimble takist ætlun- arverk sitt, að fá flokk sinn til að fylkja sér á bak við sig, getur hann andað léttara. Þá færist þrýstingur- inn yfir á lýðveldissinna því eftir er að sjá hvort Gerry Adams tekst raunverulega að standa við stóru orðin. Þá er að sjá hvort athafnir fylgja orðum en skv. friðarsam- komulaginu frá því í fyrra á IRA að hafa lokið afvopnun fyrir maílok á næsta ári. Takist Trimble að tryggja stuðn- ing miðstjómar UUP næsta laugar- dag er gert ráð fyrir að heimast- jórnin verði mynduð í lok mánaðarins og sennilega myndi hún koma saman í íyrsta skipti 8. desember. Þar á Sinn Féin rétt á tveimur ráðherrum af tólf í sam- ræmi við kosningaúrslit í júní á síð- aste ári. í yfirlýsingu IRA er reyndar hvergi sagt að samtökin muni af- vopnast, aðeins að þau muni til- nefna fulltrúa til viðræðna við sér- staka afvopnunarnefnd kanadíska hershöfðingjans Johns de Chastela- in í kjölfar myndunar heimastjórn- arinnar. Ljóst er hins vegar að hvorki sambandssinnar né aðrir hlutaðeigandi aðilar (t.d bresk og írsk stjórnvöld) munu ekki sætta sig við annað en að IRA byrji af- vopnun í einhverju formi mjög fljót- lega, sennilega snemma á nýju ári. Geri samtökin það ekki má vænta þess að Trimble álíti sem Adams og félagar hafi ekki staðið við sinn hluta samningsins og þeim yrði í kjölfarið vísað úr heimastjórninni, eða heimastjórnin einfaldlega lögð niður aftur. Þá gætu sambands- sinnar sagt sem svo: „Þetta vissum við alltaf, lýðveldissinnar hafa aldrei meint það sem þeir sögðu um að þeir vildu frið og þeim munum við aldrei treysta aftur.“ Undir þessi orð myndi umheim- urinn taka því þótt almenningsálit hafi almennt verið sambandssinn- um mjög í óhag undanfarin misseri, fyrir tregðu þeirra til að stíga það veigamikla skref að ganga til sam- starfs við Sinn Féin má vænta þess að menn teldu sig illa svikna ef lýð- veldissinnar stæðu ekki við þær væntingar sem þeir hafa skapað í þessu efnum. Má fullyrða að við þessar kringumstæður myndi nú- verandi forysta Sinn Féin vera rúin trausti, innan eigin hreyfingar sem og annars staðar. Öllum er nefnilega ljóst að þótt sambandssinnum sé óljúft að sitja við sama borð og Sinn Féin í heima- stjórn og lýðveldissinnar séu tregir til að binda endi á það sem þeir hafa álitið réttmæta baráttu, þarf þetta tvennt að koma til eigi friðarumleit- anir að skila árangri. A þetta benti George Mitchell einmitt á fimmtu- dag áður en hann hélt frá Norður- Irlandi en hann sagði þá að hvorug- ur deilenda hefði fengið allt það sem óskaði sér í viðræðunum og að báðir yrðu að færa fómir. Öðruvísi væri hins vegar ekki hægt að stíga skref- ið frammávið, öðruvísi væri ekki hægt að binda endi á pattstöðuna sem varpaði skugga á þann árangur sem náðst hefur í friðarátt undan- farin ár. Friður við upphaf nýrrar aldar Þótt hér verði ekki dregin fjöður yfir mikflvægi þess samkomulags sem náðist á föstudaginn langa í fyrra má með gildum rökum halda því fram að tíðindi þessarar viku séu þau allra sögulegustu í þeim friðarumleitunum sem nú hafa stað- ið yfir frá því 1992 enda verðugt að muna að ávallt hefur legið fyrir að deilan um afvopnun IRA yrði erfið- ust úrlausnar allra ágreiningsefna stríðandi fylkinga á Norður-írlandi. Má í því sambandi rifja upp að kröf- ur um afvopnun IRA voru ein helsta orsök þess að samtökin ákváðu að rjúfa fyrra vopnahlé sitt í febrúar 1996 sem þá hafði staðið síðan í ágúst 1994. Hitt er annað mál að margir sam- bandssinnar láta sér fátt um finnast og því er mörgum spumingum enn ósvarað. Engu að síður er óhætt að segja að mikilvægur áfangi hafi náðst í liðinni viku í átt að því markmiði að tryggja íbúum Norð- ur-írlands varanlegan frið við upp- haf nýrrar aldar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.