Morgunblaðið - 27.11.1999, Page 1

Morgunblaðið - 27.11.1999, Page 1
STOFNAÐ 1913 271. TBL. 87. ÁRG. LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Karlremba í breska * Ihaldsflokknum , %nja- kvotakern eina lausnin? The Daily Telegraph. I NÝRRI skýrslu sem unnin var af stefnumótunarstofnun á hægri vængnum kemur fram að mikil karl- remba sé ríkjandi innan breska íhaldsflokksins. Stofnunin gagnrýnir ástandið harðlega og telur að það fæli konur frá því að sækjast þar til áhrifa. I skýrslunni segir að kynja- kvótakerfi sé hugsanlega eina lausn- in. Skýrsla stofnunarinnar Centre for Policy Studies er rituð af þremur meðlimum Ihaldsflokksins og var gerð opinber í gær. Þar er William Hague, leiðtogi íhaldsmanna, hvattur til að beita sér fyrir því að konur muni keppa um að minnsta kosti 30% þing- sæta í næstu þingkosningum, og 40% sæta í þamæstu kosningum. Fram kemur að ef þessar aðgerðir skili ekki árangri, muni flokkurinn ef til vill neyðast til að taka upp kynjakvóta- kerfi. í skýrslunni er Hague gagnrýndur íyrir að leiða bága stöðu kvenna hjá sér er hann stóð fyrir endurbótum á skipulagi flokksins, og varaður við því að ef ekkert verði að gert, muni varla líða á löngu þar til flokkurinn verði kærður fyrir brot á jafnréttislöggjöf- inni. Einnig er bent á að íhaldsflokk- urinn hafi ætíð sýnt jafnréttismálum algert sinnuleysi, og þurfi að leggja mun meiri áherslu á þann málaflokk til að geta höfðað til kvenna. I síðustu kosningum gengu margar konur, sem áður höfðu kosið Ihaldsflokkinn, til liðs við Verkamannaflokk Tonys Blairs, og fullyrða skýrsluhöfundar að engin von sé til þess að vinna fylgi þeirra á ný, verði konur ekki meira áberandi í forystusveit flokksins. Konur einungis 8% af þing- mönnum Dialdsflokksins Stefnumótunarstofnunin telur að leiðtogar Ihaldsflokksins séu gamal- dags í hugsunarhætti og virðist enn byggja stefnu sína á úreltum kyn- hlutverkum. Þá setji þeir skoðanir sínar oft fram með óheppilegum hætti, sem sé til þess fallinn að móðga konur. „Þörf er á skjótum og róttæk- um breytingum - bæði til að auka fylgið og gæta sanngirni," segir í skýrslunni. Aðeins 8% af þingmönnum Ihalds- flokksins eru konur en fjórðungur þingmanna Verkamannaflokksins. Þá eru konur einungis 21% þeirra sem hafa verið í kjöri fyrir flokkinn síðan 1997. Vitað að tíu forust er ferja með 88 manns innanborðs strandaði við Noreg Kinnungur skipsins rifnaði frá við strandið Blóðug átök milli ættbálka í Nígeríu NORSKA ferjan Sleipnir, sem var á leið frá Stafangri til Björgvinjar, strandaði og sökk í óveðri við mynni Bömla-fjarðar, skammt frá Hauga- sundi, í gærkvöldi. Um borð voru 80 farþegar og átta manna áhöfn. Vitað var að tekist hafði að bjarga M 66 skipbrotsmanna, 10 voru látnir og ell- efu var enn saknað um miðnætti að íslenskum tíma. Sea King björgunarþyrla var þeg- ar send til leitar auk þess sem syst- urskip ferjunnar, Draupner, og þrjú önnur skip héldu á slysstaðinn, að sögn Bergensavisen. Sjónvarps- stöðvar sögðu einnig að fjöldi minni skipa og báta væri til aðstoðar og beitt væri Ijóskösturum til að reyna að koma auga á fólk í sjónum. Mörgum skipbrotsmönnum var bjargað fljótlega en fyrir aðra kom hjálpin of seint enda höfðu þeir orðið að berjast um í ísköldum sjónum áður en björgunarmenn komu á staðinn. Sumir komust í gúmbáta en margir fleygðu sér í sjóinn. Farið var með fólkið í Mpnstervág þar sem það fékk Ferjan Sleipnir, sem sökk undan Noregs- ströndum í gærkvöldi, var tvíbytna, sem tek- in var í notkun í ágúst. aðhlynningu hjá íbúum á staðnum. Verdens gang hafði eftir Egii Mohr, lækni við fylkissjúkra- húsið i Haugasundi, að 42 skipbrotsmönnum hefði verið bjargað úr sjónum. „Yfirvöldum barst til- kynning um strandið átta mínútur yfir sjö [að norskum tíma],“ sagði Sander Bull-Gjerdtsen, talsmaður aðalstöðva slysavamafélagsins í Sola, í viðtali við frétta- stofuna NTB. Þungur sjór var á slysstaðnum, sem er við Ryvarden- vita. Miklar skemmdir munu hafa orðið á ferjunni, hún er sögð hafa losnað af skerinu en hluti af kinnungi annars skrokksins rifnaði frá. Rúm- lega hálftíma síðar var hún sokkin. Sjónvarpsstöðin TV2 náði sam- bandi við einn farþeganna er var með farsíma. „Skipstjórinn kallaði í hátalara að skipið hefði strandað. Nú er hér ring- ulreið en fólk reynir að aðstoða hvað annað,“ sagði farþeginn. Ferjan var tvíbytna, smíðuð í Ástrah'u og gat tekið allt að 358 far- þega. Hún var hraðskreið, gat náð allt að 36 hnúta eða um 70 kílómetra hraða en ekki er vitað hver hraðinn var þegar feijan tók niðri. Sleipnir var tekinn í notkun í ágúst síðastliðnum og sigldi milli Björgvin- jar og Stafangurs. Haft var eftir Ar- ne Dvergsdal, forstjóra útgerðarinn- 250 ættbálkar í landinu ar, að fullkominn björgunarbúnaður hefði verið um borð. Hann vildi í gærkvöldi ekki tjá sig um hugsanleg- ar orsakir slyssins. Að sögn Aftenposten var ekki hægt að sigla Sleipni innanskerja á þeim hluta leiðarinnar sem hann var á þegar slysið varð. Sleipnir strandaði á skerjum í mynni Bömlafjarðar kl. 18:08 í gær og var sokkinn eftir rúman hálftíma Haugasund Stafangur Lagos. AFP, Reuters. BRUNNIN lík og bílar blöstu víða við augum í bænum Kedu í Nígeríu í gær eftir blóðug átök milli manna af tveimur ættbálkum, Yoruba og Hausa. Var tekist á um yfirráð yfir matvælamarkaðnum í bænum, sem er í raun eitt af úthverfum hafnarborgarinnar Lagos. Talið er að 27 menn að minnsta kosti hafi fallið í átökunum þar sem beitt var skotvopnum og sveðjum. Kveikt var í mörgum verslunum á markaðnum og nokkrir menn voru drepnir með því, að bíldekkjum var troðið yfir þá og eldur borinn að. Héldu átökin áfram í gær og féllu þá a.m.k. tveir menn. Hausa og Yoruba eru tveir stærstu ættbálkarnir í landinu og hefur sá síðarnefndi, sem er íslam- strúar og býr einkum í norðurhluta landsins, ráðið mestu í Nígeríu frá sjálfstæðistökunni 1960 og þar til borgaraleg ríkisstjórn Olusegun Obasanjos forseta tók við af her- stjórninni í maí sl. Obasanjo er Yorubi. Reuter Björgunarmenn huga að manni, sem bjargaðist þegar norska feijan Sleipnir sökk með 88 manns um borð f miklu óveðri í gær, myndin var tekin af sjónvarpsskjá. Feijan tók niðri á skerjum skammt frá Haugasundi. Margt hefur færst til betri vegar í Nígeríu síðan lýðræðisstjórnin tók við en aukið frelsi hefur hins vegar kynt undir átökum milli ætt- bálkanna í landinu, sem eru alls 250. Saka Hausamenn Obasanjo um að hygla sínu fólki þótt hann hafi raunar fengið miklu minna fylgi meðal þess en Hausamanna sjálfra í kosningunum í febrúar sl. Meðal Ijaw-fólksins er einnig mikil ólga en það býr við árósa Nígerfljóts. Eru þar miklar olíu- lindir og vilja Ijawar fá meira í sinn hlut af olíuarðinum. Um síð- ustu helgi hóf stjórnarherinn mikla sókn í héraðinu til að hafa uppi á Ijawaungmennum, sem sökuð eru um að hafa drepið 12 lögreglu- menn. EgyptAir-þotunni grand- að með flugskeyti? Kaíró. AP, Reuters. YFIRFLUGSTJÓRI flugfélags- ins EgyptAir, Tarek Selim, telur að aðeins tvennt geti hafa valdið því að breiðþota flugfélagsins EgyptAir hrapaði í október. Annars vegar að einhver hafi komið fyrir sprengju í stéli vélar- innar eða hún hafi verið skotin niður með flugskeyti. Kom þetta fram í viðtali við Selim í blaðinu Al-Ahram. Egyptar vísa enn á bug þeirri skýringu að aðstoðarflugmaður vélarinnar hafi vísvitandi steypt henni í hafið og tekið 216 manns með sér í dauðann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.