Morgunblaðið - 27.11.1999, Síða 4

Morgunblaðið - 27.11.1999, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fundur framkvæmdastjóra NATO með forsætisráðherra og utanríkisráðherra Þátttaka Islands í varnar- samstarfi ESB verði tryggð Mbl/Sverrir Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, George Robertson, framkvæmdastjóri NATO, og Davíð Oddsson, forsætisráðherra, á fundi með fréttamönnum í gær. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að fagna beri sameiginlegri yfirlýsingu Blairs, forsætisráð- herra Bretlands, og Chiracs, for- seta Frakklands, frá því á fimmtu- dag þar sem lýst er vilja til að aðildan-íki NATO utan Evrópu- sambandsins fái að taka þátt í fyrir- huguðu vamarsamstarfi ESB- ríkja. Forsætisráðherra lét svo um- mælt eftir fund sinn og Halldórs Asgrímssonar utanríkisráðherra með George Robertson lávarði, framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins, í gærmorgun. Stuttri heimsókn Robertsons hingað til lands lauk í gær. A fundinum var einkum rætt um horfurnar í öryggismálum Evrópu og þær breytingar sem eru að verða á varnarsamstarfi Vestur-Evrópur- íkja. Robertson sagði við frétta- menn eftir fundinn að hann teldi að nánara samstarf Evrópuríkja í varnarmálum yrði til að styrkja NATO sem heild. Hann sagði að viðræðurnar við íslensku ráðherr- ana hefðu verið ánægjulegar og lagði áherslu á að Island hefði vegna landfræðilegrar legu sinnar mikla þýðingu fyrir vamarsam- starfið við Norður-Atlantshaf. Robertson sagðist skilja áhuga ís- lendinga á að vita hver yrði staða íslands eftir að Evrópusambandið hefði fengið aukið hlutverk í öiygg- is- og varnarmálum. „Það er eðli- legt að ríki sem ekki eiga aðOd að ESB, eins og t.d. Island, hafi áhuga á því að vita hvaða áhrif breytingar sem þessar muni hafa á stöðu þeirra,“ sagði Robertson en lagði um leið áherslu á að það væri á valdi Evrópusambandsins að finna lausn á málinu. Hann sagði að NATO vildi stuðla að því að leið yrði fundin tö að þjóðir sem lengi hafa átt samstarf í vamarmálum við ríki innan Evrópusambandsins geti tek- ið þátt í fýrirhuguðu vamarsam- starfi þess. Robertson vakti athygli á sam- eiginlegri yfirlýsingu Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands, og Jacques Chiracs, forseta Frakk- lands, sem gefin var út vegna ný; afstaðins fundar þeirra í London. I yfirlýsingunni er hvatt til þess að leiðtogafundur Evrópusamban- dsins, sem haldinn verður í Helsinki 10.-11. desember næstkomandi, taki ákvörðun um að skapað verði nýtt stofnanakerfi tö að annast framkvæmd sameiginlegrar varn- arstefnu. Einnig að komið verði á sameig- inlegum evrópskum hersveitum sem geti verið reiðubúnar til átaka eða í annars konar aðgerðir á innan við 60 dögum frá því að skipun um það berst. Mælt er með því að her- liðið lúti sjálfstæðri stjóm, óháð yfirherstjómum aðödarríkja, og hafi yfir að ráða eigin vígtólum og tækjabúnaði tö flutninga. I yfirlýs- ingunni er mikil áhersla lögð á að NATO verði eftö- sem áður undir- staða sameiginlegra varna ríkja við Norður-Atlantshaf og segjast þjóð- arleiðtogarnir vænta þess að tengsl NATO og Evrópusambandsins muni verða náin og byggjast á gagnkvæmu trausti. Getur tekið tíma að finna lausn Davíð Oddsson sagðist fagna yf- irlýsingunni þar sem í henni sé að finna tölögur um að tekið verði tölit til þeirra NATO-ríkja sem ekki eiga aðöd að ESB við mótun sameigin- legrar vamarstefnu. Islensk stjóm- völd hafa, ásamt stjórnvöldum ann- arra Evrópuríkja sem standa utan ESB en eiga aðild að NATO, lýst áhyggjum af því að þróunin í átt tö sameiginlegrar varnarvitundar ESB geti veikt stöðu þeirra. „Ég held að sköaboðin sem er að finna í yfirlýsingunni séu þess eðlis að þau sýni að þau sjónarmið sem við höfum uppi haft séu að ná fram,“ sagði Davíð og bætti við að afar þýðingarmikið væri til þess að vita að Frakkar styddu tölögur sem þessar. Haödór Asgrímsson utanríkis- ráðherra sagðist telja að nokkum tíma gæti tekið að móta nýja stofn- anauppbyggingu sem leyst gæti samstarfið innan Vestur-Evrópu- sambandsins af hólmi. Hann sagði að framhaldið réðist af því hver nið- urstaða leiðtogafundar ESB í Hels- inki yrði og einnig væri ráðherra- fundur NATO-ríkja sem fram fer um svipað leyti mikilvægur í þessu tilliti. Á þriðja tug árekstra ÓVENJUMARGIR árekstrar urðu í höfuðborginni í gær. Lögreglan hafði sinnt hjálpar- beiðnum vegna 23 árekstra á fimm klukkustundum frá klukkan 11 til 16. Ekki urðu slys á fólki nema í einum ár- ekstri um miðjan dag við Skip- holt en þar reyndust meiðsli minniháttar. í nokkrum tilvika þurfti að flytja bifreiðar á brott með kranabifreið. Telur lögregla að umferðarþungi og hálka hafi átt sinn þátt í árekstra- tíðni gærdagsins. Ræninginn fundinn MAÐUR sem lögreglan leit- aði vegna ráns í sölutuminum í Lóuhólum 2-6 í fyrrakvöld var handtekinn síðdegis í gær. Hann huldi andlit sitt með trefli, ógnaði afgreiðslustúlku með hnífi og rændi að því er talið er 40 þúsund krónum úr sjóðvél. Hann hafði eytt ráns- fengnum að mestu. Maðurinn er 18 ára gamall og hlaut skö- orðsbundinn dóm fyrr á árinu fyrir rán. Sluppu án meiðsla eftir bílveltu ÖKUMAÐUR og farþegi jeppabifreiðar sluppu án telj- andi meiðsla úr bflveltu við bæinn Hvamm í Vestur-Eyja- fjaöahreppi í RangárvaOa- sýslu um hádegisbil í gær. Hvasst var undir EyjafjöOun- um í gær og hálka á vegum. Að sögn Hvolsvallarlögregl- unnar fór bifreiðin eina veltu en ökumaður og farþegi voru báðir í böbeltum. Kranabifr- eið var kööuð á vettvang til að fjarlægja bifreiðina. Deilum vegna starfa á Sultar- tanga lokið Gæsluvarð- hald lengt yfír Briggs og tveimur stúlkum ÍSLENSK stúlka, 22 ára gömul, sem búsett er í Danmörku, var úrskurðuð í áframhaldandi gæslu- varðhald til 17. desember af dóm- ara í Sönderborg í gær vegna rann- sóknar lögreglunnar á e-töflu- málinu sem kom upp þegar Kio Briggs var handtekinn með tæpar 800 e-töflur í fórum sínum í Sönder- borg. Rannsóknarlögreglan í Sönd- erborg segir það hugsanlegt að dómur gangi í hennar þætti- í mál- inu þann dag. Lögreglan leiddi einnig, með Kio Briggs, rúmlega tvítuga danska stúlku fyrir dómara og krafðist hálfsmánaðar gæsluvarðhalds- framlengingar yfir þeim, eða til 10. desember. Samþykkti dómari þá kröfu, en að sögn lögreglunnar er líklegt að krafist verði framleng- ingar að nýju að þeim tíma liðnum. Briggs og íslenska stúlkan voru handtekin 7. nóvember og danska stúlkan tveimur dögum síðar. DEILUNNI um málmiðnaðarstörf í Sultargangavirkjun lauk í gær er þýska verktakafyrirtækið Sulzer Hydro ákvað að ráða fjóra íslenska málmiðnaðarmenn til viðbótar þeim tveimur sem íyrir voru tö að setja niður vélasamstæðu í virkjuninni. Öm Friðriksson, formaður Félags járniðnaðarmanna, segist vona að ekki þurfi að koma tö frekari að- gerða á Sultartanga. Öm sagði að mennirnir íjórir myndu heQa störf á Sultartanga strax á mánudag. Frá því hefði verið gengið að þeir yrðu við störf í vö-kj- uninni til verkloka eða til næstu ára- móta. „Með þessari niðurstöðu sýn- ist mér að málmiðnaðarmenn séu komnir í.flestöö þau störf sem þeim tilheyra í virkjuninni," sagði Öm. Hann sagðist vona að samkomulagið héldi og félag hans myndi hafa auga meðþví. „Astæðan fyiir því að deöan leyst- ist á þessum tímapunkti er í fyrsta lagi sú að ljóst var að okkar aðgerðir trafluðu alla verkframkvæmd á staðnum. í öðra lagi hygg ég að það hafi líka legið í loftinu að Vinnumál- astofnun myndi fara að vísa ein- hverjum úr landi. Hún var búin að gefa út ítrekaðar aðvaranir um það. Þetta tvennt ásamt því að komið var til átaka hygg ég að hafi flýtt fyrir því að verktakinn var töbúinn tö að ganga frá málum,“ sagði Öm. Til smávægilegra ryskinga kom í gærmorgun á möli félaga í Járnið- naðarsambandinu og erlendra starfsmanna Skoda, undirverktaka Sulzer Hydro, í Sultartangavirkjun. Öm Friðriksson sagði að í framhaldi af þeim hefði fulltrúi Landsvirkjun- ar óskað eftir því að koma að málinu og deöunni lauk svo með framan- greindu samkomulagi. Menn á vegum Félags járniðnað- armanna héldu að Sultartangavirkj- un í gærmorgun og töfðu vinnu er- lendra starfsmannanna sem þeir töldu ganga í störf sem þeir hefðu ekki atvinnuleyfi tö. Morgunblaðið/Júlíus Deilunum um störf tékkneskra málmiðnaðarmanna við Sultartanga lauk í gær með samkomulagi við þýska verktakafyrirtækið um að ráða fleiri íslendinga í málmiðnaðarstörf i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.