Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Stoke City F.C., á eftír að griíma við'breska Ijónið..’
Haltu þér bara á mottunni góði, ég get líka öskrað!
Skeljungur vinnur mál gegn Flutningsjöfnunarsjóði olíuvara
Akureyri viðurkennd
sem olíuinnflutningshöfn
SKELJUNGUR fær Akureyri við-
urkennda sem olíuinnflutningshöfn
með dómi. Héraðsdómur Reykja-
víkur úrskurðaði í fyrradag að við-
urkenna bæri olíuhöfnina Krossan-
es við Akureyri sem
innflutningsbirgðastöð á gasolíu
um leið og fyrsti beini innflutning-
urinn væri kominn í tanka stöðvar-
innar. Kristinn Björnsson, forstjóri
Skeljungs, segir dóminn geta orðið
fyrsta skrefíð í því að fá það viður-
kennt að eðlilegra sé að fyrirtækin
sjálf finni sér bestu leiðir til þess að
dreifa olíuvörum með hagkvæmum
hætti en sæti ekki ríkisforsjá í þeim
málum.
Héraðsdómur felldi úr gildi
ákvörðun stjórnar Flutningsjöfn-
unarsjóðs olíuvara sem afturkallað
hafði eigin samþykkt um að viður-
kenna bæri Krossanes sem inn-
flutningsbirðgastöð. Vegna beiðni
Skeljungs var höfnin viðurkennd af
sjóðnum 9. nóvember í íyrra og fé-
lagið hóf þangað innflutning í byrj-
un desember. Stjórn sjóðsins aftur-
kallaði viðurkenningu sína 8.
febrúar sl. á þeiiri forsendu að ekki
hefði verið um innflutning á heilum
farmi að ræða heldur landað slatta
úr farmi.
Olíufélagið Skeljungur stefndi
Flutningsjöfnunarsjóði vegna aft-
urköllunarinnar og vann málið, en
auk þess að fella ákvörðun stjóra-
arinnar úr gildi var Flutningsjöfn-
unarsjóði gert að greiða 350.000
krónur í málskostnað.
„Þegar við fórum fram á það að
Akureyri yrði gerð að innflutnings-
höfn var það fyrst og fremst til að
freista þess að ná betri nýtingu á
flutningi á olíuvörum kringum
landið. Olli það okkur miklum von-
brigðum þegar Flutningsjöfnunar-
sjóður afturkallaði viðurkenningu
sína á Krossanesi sem innflutnings-
birgðastöð og við töldum raunar að
á okkur hefði verið troðið. Á þeirri
forsendu hófum við dómsmál,"
sagði Kristinn Björnsson.
Fyrirtækin fínni sjálf
bestu leiðina
„í niðurstöðu héraðsdóms felst
að fyrirtækin og fólkið sem í þeim
vinnur verði sjálft að finna bestu
leiðina til að ná fram hagræðingu
en það sé ekki ákveðið með lagaboði
eða reglugerðum af hálfu ríkisins
og því síðan framfylgt af forstjóra
samkeppnisstofnunar. Við hljótum
að vera bestu dómararnir í því
hvernig hagkvæmast er fyrir okkur
og viðskiptavini okkar að flytja vör-
umar inn en eigum ekki að þurfa að
lesa um það í einhverjum laga-
bókstaf eða reglugerðum hvað við
eigum að gera og hvemig við eigum
að haga okkur,“ sagði Kristinn.
Stretchbuxur
St. 38—50 - Frábært úrval
verslunarmiöst. Eiðstorgi,
sími 552 3970.
Brunavarnaátak slökkviliðsmanna
Eldvarnavika
að hefjast!
Guðmundur Vignir
Óskarsson
Brunavarnaátaki
verður hrandið af
stað mánudaginn
29. nóvember nk. Á
sunnudag verður dreift
með Morgunblaðinu sér-
stökum fræðslubæklingi
með forvarnaáherslum og
niðurstöðum könnunar
Félagsvísindastofnunar
Háskóla Islands um eld-
varnir og viðhorf almenn-
ings þar að lútandi. Und-
irbúning fyrir þetta átak
hafa annast slökkviliðs-
mennirnir Einar M. Ein-
arsson, Gunnlaugur Jóns-
son og Alfons Sigurðsson.
Heildarstjórn annaðist
Guðmundur Vignir Osk-
arsson, framkvæmda-
stjóri Landssambands
slökkviliðs- og sjúkra-
flutningamanna (LSS).
„Markmið þessa branavarna-
átaks er tvíþætt, í fyrsta lagi
hefur það forvamagildi gagn-
vart almenningi og í öðra lagi á
það að skapa aukinn skilning al-
mennings á eðli starfa slökkvi-
liðsmanna."
- Hvað viltu segja um for-
varnagildið?
„Á þessum árstíma er notkun
opins elds, rafmagnstækja og
annars búnaðar í hámarki; af
þeim sökum hafa hlotist bæði
eldsvoðar og alvarleg slys.
Branavamaátakið miðar að því
að hvetja til varkámi í umgengni
við eld og að hugað sé að þeim
búnaði sem mögulegt er að geti
valdið íkveikju. Jafnhliða þarf að
hafa eldvamabúnað heimilisins í
lagi. Þess má geta að allt árið
um kring er rekin sérstök for-
varna- og fræðsludeild LSS, þar
sem leiðbeinendur era þraut-
þjálfaðir slökkviliðs- og sjúkra-
flutningamenn.“
- Finnst ykkur slökkvilið-
smönnum að almenningur hafi
ekki nægilegan skilning á eðli
ykkarstarfa?
„Störf slökkviliðsmanna eru
unnin oft undir erfiðum kring-
umstæðum, hvort heldur sem er
úti á vettvangi eða inni á heimil-
um þar sem slys eða aðrar ófarir
hafa átt sér stað. Þessu þarf fólk
að átta sig á. Rétt er að geta
þess að slökkviliðsmenn sinna
jafnframt 80% sjúkra- og neyð-
arflutninga í landinu, þetta veit
fólk ekki nægilega mikið um að
okkar mati en brunavarna-
átakinu er ætlað að bæta úr
því.“
-Finnst ykkur að fólk al-
mennt gerir sér ekki grein fyrir
hinu erfiða starfsumhverfí ykk-
ar?
„Jú, að mörgu leyti gerir það
það og við verðum varir við já-
kvætt viðhorf til starfa okkar, en
eigi að síður mætti fræða fólk
meira um eðli þessara starfa."
- Hvað gerið þið meira en
senda út bæklinginn?
„Meginstarfið fer fram í eld-
varnavikunni - 29. nóvember til
3. desember. Þá fara
slökkviliðsmenn í um
hundrað og fimmtíu
grunnskóla með sér-
stakt verkefni sem
gefið er út af samtök-
um okkar. Þetta verkefni er ætl-
að einkum átta ára börnum sem
eru um 5.000 talsins þetta árið.
Þessi þáttur starfsins er sam-
starfsverkefni með slökkviliðun-
um og grunnskólum landsins.
Ætlast er til að börnin fái hjálp
heima hjá sér við úrlausn verk-
efnisins. Loks eiga börnin að
svara eldvarnagetraun sem skila
skal inn til Landsambands
► Guðmundur Vignir Óskars-
son fæddist í Reykjavík 26. nóv-
ember 1951. Hann lauk svein-
sprófi í pípulögnum frá
Iðnskólanum í Reykjavík 1972
og meistararéttindum í iðn-
greininni 1975, lauk fram-
haldsnámi í neyðarflutningum
frá Borgarspítala 1982 og
bréfaskóla Norges Brandskole
1988. Hann hóf störf hjá
Slökkviliði Reykjavíkur 1976 og
starfaði þar sem slökkviliðs- og
sjúkraflutningamaður fram til
1992. Hann varð formaður
heildarsamtaka slökkviliðs-
manna árið 1990 og er nú for-
maður og framkvæmdastjóri
Landssambands slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna í fullu
starfi. Guðmundur er kvæntur
Örnu Hólmfríði Jónsdóttur, að-
júnkt við Kennaraháskóla ís-
Iands, og eiga þau fjögur böm
samtals.
slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
manna - pósthólf 4023, 124
Reykjavík. Dregið verður úr
réttum lausnum eftir áramót og
verðlaun veitt í slökkvistöðum á
yfir tuttugu stöðum vítt og
breitt um landið."
- Hvað kom út úr könnun Fé-
lagsvísindastofnunar HÍ?
„Hún var viðamikil en það
sem þegar hefur komið út úr
þessum athugunum er að ein-
ungis 12% heimila hafa gert
neyðaráætlun um útgöngu ef
eldsvoða ber að höndum. Níutíu
prósent heimila hafa ekki fjár-
fest í eldvömum vegna aukinna
rafmagnstækjaeignar. Um 85%
landsmanna hafa reykskynjara
á heimilinu. Slökkvitæki era á
heimilum 81% sjómanna og
bænda á meðan einungis 37%
sérfræðinga og kennara hafa
slík tæki á heimilum sínum. Um
94% heimila þar sem eru 3 böm
eða fleiri hafa uppsetta reyk-
skynjara á móti 80% barnlausra
heimila. Við teljum okkur
merkja beinan árangur varðandi
þessar tölur af forvamastarfi
okkar slökkvilið-
smanna sem beinst
hefur sérstaklega að
grunnskólabörnum.
Þessa má sjá stað víð-
ar í könnuninni. Þess
má geta að samkvæmt könnun-
inni ætla 45% þeirra sem yngri
eru en þrítugir að nota meira af
skoteldum en venjulega um ára-
mótin. Fram kom að um 70%
landsmanna þekkja forvarnast-
arf slökkviliðsmanna. Loks má
geta þess að samkvæmt könnun-
inni fyrrnefndu má gera ráð fyr-
ir að 25% eldsvoða verði vegna
kerta og skreytinga"
Mikið af
skoteldum
um áramót