Morgunblaðið - 27.11.1999, Page 14
14 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
1
FRÉTTIR
Askrif-
endaferð til
Lundúna
MORGUNBLAÐIÐ stendur í
fimmta skipti fyrir áskrifenda-
ferð nú í desember. Að þessu
sinni í samstarfi við Sam-
vinnuferðir-Landsýn þar sem
farið verður í fótboltaferð til
London.
Skapti Hallgrímsson, blaða-
maður á Morgunblaðinu, verður
fararstjóri í ferðinni. Hann var
lengi fréttastjóri íþrótta á blað-
inu og hefur yfirgripsmikla
þekkingu á ensku knattspyrn-
unni. Flogið verður til London
að morgni fimmtudags 16. des-
ember og heim aftur að kvöldi
sunnudags 19. desember. Gist
verður í þijár nætur á Thistle
Kensington, sem er fjögurra
stjarna hótel, og er verðið 49.900
krónur á mann í tvíbýli ef annar
hvor leikjanna Arsenal-
Wimbledon eða Chelsea-Leeds
er innifalinn. Verð án fótbolta-
leiks 43.900. SætaQöldi er tak-
markaður.
Hægt verður að fá miða á tvo
leiki á laugardeginum, annars
vegar viðureign Arsenal og
Wimbledon og hins vegar West
Ham og Manchester United. Á
sunnudeginum standa fólki til
boða miðar á leik Chelsea og
Leeds.
Áskrifendur sem vilja nýta sér
þetta tilboð geta haft samband
við söluskrifstofu Samvinnu-
Morgunblaðið/Kristj án
Hermann Hreiðarsson (t.h.) verður í eldlínunni með Wimbledon
gegn Arsenal í leik sem þátttakendum í áskrifendaferð Morgun-
blaðsins stendur til boða.
ferða-Landsýnar, Austurstræti
12, í dag kl. 10-14, í síma 569
1010, eða eftir helgi kl. 9-19.
Skapti Hallgrímsson verður á
skrifstofu Samvinnuferða-
Landsýnar mánudaginn 30.
nóvember kl. 10-12 og svarar
fyrirspurnum.
Forstöðumenn ríkisstofnana fjalla
um breytingar á rikisrekstri
Nauðsynlegt að
stækka stofnanir
NAUÐSYNLEGT er að fækka
ríkisstofnunum og stækka þær svo
þær verði hæfari til að sinna sínum
störfum. Þetta var meðal niður-
staðna ráðstefnu sem Félag for-
stöðumanna ríkisstofnana hélt á
fimmtudag undir yfirskriftinni
„Breytt hlutverk forstöðumanna
ríkisstofnana". Magnús Jónsson,
veðurstofustjóri og formaður Fé-
lags forstöðumanna ríkisstofnana,
segir að ein af niðurstöðum ráð-
stefnunnar hafi verið að miklar
breytingar, jafnvel bylting, hafi átt
sér stað í ríkisstofnunum á síðustu
fimm árum. Breytingarnar stafi af
breyttum pólitískum áherslum og
stefnumótun í ríkisrekstri al-
mennt.
Þá hafi alþjóðavæðing og aukin
samkeppni um starfsfólk haft mikil
áhrif á ríkisstofnanir og muni
verða meiri í framtíðinni. Til þess
að þær verði í stakk búnar fyrir
slíka samkeppni þurfi að styrkja
ríkisstofnanir sem margar hverjar
séu fámennar og litlar.
Skerpa þarf vinnuferlið
„Alþjóðavæðing, markaðshyggja
og samkeppnismál, allt var þetta
til umræðu á ráðstefnunni. Þá var
rætt um samskipti ríkisstofnana
við ráðuneyti, Aiþingi og við
stjórnvöld almennt. Menn voru á
því að skerpa þyrfti vinnuferlið og
reglur í sambandi við hvernig þessi
samskipti ættu að fara fram.
Einnig var ofarlega í hugum
margra að flestir forstöðumenn
væru ráðnir sem fagmenn og ég
get tekið sjálfan mig sem dæmi, ég
er menntaður veðurfræðingur. I
því námi var ekki einn einasti kúrs
sem fjallaði um stjórnun og þetta
er gegnumgangandi staða í flest-
um stofnunum, þ.e.a.s. menn hafa
ekki farið í gegnum skólun í stjóm-
un, eins og tíðkast á hinum al-
menna markaði. Ein af niður-
stöðum ráðstefnunnar var að
þarna þarf að taka verulega til
hendinni.
Forstöðumenn sjálfir, félagið og
stjórnvöld verða að bæta úr þessu
með því að gefa mönnum kost á
aukinni menntun á sviði stjórnun-
ar,“ segir Magnús.
Að hans sögn var ráðstefnan
mjög vel sótt, á henni voru um 140
manns. „Miðað við að eingöngu
vora send út 350 boð þá teljum við
þetta vera mjög góða svörun," seg-
ir Magnús.
Betri hönnun umferðarmannvirkja með arðsemisútreikningum og notkun hermilfkana
I
í
Fleiri umferðarslys
verða á þenslutímum
s
A ráðstefnu um íslensk umferðarmannvirki
og umferðarkerfíð kom fram að gert er ráð
fyrir að verja þurfí 13 til 21 milljarði í fram-
kvæmdir vegna umferðarmannvirkja á höf-
uðborgarsvæðinu til ársins 2010.
Morgunblaðið/Júlíus
Rætt var um hönnun umferðarmannvirkja og umferðarkerfið, stöðu
þess og framtíð á ráðstefnu í gær.
„ÞAÐ er alþekkt að í þenslu-
ástandi, eins og nú ríkir á Islandi,
verða fleiri umferðarslys en í
kreppuástandi, án þess að hægt sé
að benda á neinn einn þátt sem
veldur því. Þetta kann að skýra að
hluta af hverju treglega hefur
gengið undanfarin ár að ná nægjan-
legri aukningu umferðaröryggis
hér á landi,“ sagði Haraldur Sig-
þórsson, verkfræðingur hjá Línu-
hönnun hf., meðal annars í erindi
sínu um umferðaröryggi í þéttbýli
og dreifbýli á ráðstefnu um umferð-
armannvirki og umferðarkerfið
sem haldin var á fimmtudag.
Haraldur sagði að hérlendis væri
fækkun slysa og óhappa ekki eins
ör og víða í öðrum löndum. Hann
sagði banaslys í umferðinni hér
hafa verið of mörg í fyrra og útlitið í
ár væri ekki miklu betra. Haraldur
kynnti þá framtíðarsýn sem sumar
þjóðir hafa tekið upp að ekki sé
hægt að sætta sig við umferðarslys,
þ.e. óhöpp með meiðslum, og leita
eigi allra leiða til að fækka þeim.
Nefndi hann nokkur dæmi um að-
gerðir við samgöngumannvirki
vegna slíkra markmiða:
Alltaf verði komið upp miðeyjum
á tvístefnuvegum þar sem hraði er
meiri en 50 km/klst.; vegrið séu alls
staðar þar sem hæðarmunur lands
og vegar sé meiri en 4 metrar; allar
hindranir nálægt vegum séu fjar-
lægðar og tengingum fækkað eftir
megni; aukið hraðaeftirlit með
myndavélum; engar miðeyjar séu
opnar á fjögurra akreina götum
nema með umferðarljósum; hækka
þurfí sektir og herða innheimtu;
auka upplýsingar og fræðslu fyrir
unga ökumenn; öryggisbúnaður,
svo sem barnasæti, hjálmar og
loftpúðar, verði lækkaður í verði;
gerðar verði umferðaröryggisáætl-
anir fyrir landið, Vegagerðina og öll
sveitarfélög og þeim fylgt eftir.
Haraldur sagði ennfremur að
margir þættir yllu umferðaróhöpp-
um. „Ef aðeins er horft á aðalorsök,
þá er maðurinn aðalorsakavaldur,
en myndin breytist ef fleiri áhrifa-
valdar eru athugaðir. Þannig er
víða talið að umhverfið hafi áhrif í
fjórðungi til þriðjungi tilfella. Hann
minnti á að sveitarfélög með fleiri
en þúsund íbúa ættu að leggja fram
umferðaröryggisáætlun en víða
væri pottur brotinn í þeim efnum.
Þá sagði hann að Vegagerðin ætti
að fara af stað með slíka áætlun,
hún hefði þegar hafið kerfisbundn-
ar lagfæringar slysastaða í tveimur
umdæmum og taka ætti landið allt
fyrir á þremur árum.
13 til 21 milljarður
í framkvæmdir
Samkvæmt langtímaáætlun í
vegagerð til ársins 2010 er gert ráð
fyrir að verja rúmum 13 milljörðum
til vegaframkvæmda á höfuðborg-
arsvæðinu en tillögur sveitarfélag-
anna þar gera ráð fyrir að til þeirra
skuli verja tæpum 21 milljarði. Öm
Steinar Sigurðsson, verkfræðingur
hjá VST, sagði að væru tillögur
sveitarfélaganna raunhæfar myndi
þjónusta vegakerfisins á höfuð-
borgarsvæðinu verða minni vegna
minni nýframkvæmda.
Örn Steinar, sem fjallaði í erindi
sínu um kostnað við umferðar-
mannvirki og umferðina, sagði að
með minni þjónustu væri meðal
annars átt við minni afköst umferð-
arkerfisins. Hann sagði sveitarfé-
lögin gera ráð fyrir lagningu
Sundabrautar á tímabilinu og sagði
að við ákvörðun um gerð umferðar-
mannvirkja væri byggt á niður-
stöðum þarfagreiningar og arðsem-
ismats. Við mat á arðsemi væri m.a.
litið til styttingar vegalengdar,
ökutíma og fækkunar óhappa og
þau atriði vegin á móti stofn- og
viðhaldskostnaði. Hann sagði að
arðsemi Sundabrautar væri tví-
mælalaust mikil og þar vægi tíma-
sparaaður mest.
Fram kom hjá Erni að sam-
kvæmt langtímaáætluninni ætti að
verja 115 milljörðum til vegamála
árin 1999 til 2010. Á hverju fjögurra
ára tímabili yrði 16 milljörðum var-
ið til nýrra þjóðvega og væri fjórð-
ungur upphæðarinnar til fram-
kvæmda á höfuðborgarsvæðinu.
Nefndi hann að þar þyrfti að breyta
ýmsum eldri umferðarmannvirkj-
um vegna síaukins umferðarþunga,
byggja mislæg gatnamót á þjóð-
vegum til að koma umferðinni í
gegn og fleira. Sagði hann mislæg
gatnamót kosta á bilinu 200 til 800
milljónir króna.
Þá kom fram í máli Arnar að þeg-
ar ný íbúðarhverfí væru byggð yrði
að sjá fyrir tengingum þeirra við
þjóðvegi. Sagði hann að væri gert
ráð fyrir um 30 þúsund íbúa fjölgun
á höfuðborgarsvæðinu til ársins
2010 þyrfti að verja kringum 9 mill-
jörðum til slíkra framkvæmda en
þær væru kostaðar af sveitarfélög-
unum og innheimtar með gatna-
gerðargjöldum.
Sigurður Ragnarsson, bygging-
arverkfræðingur hjá Forverki ehf.,
fjallaði um mannvirki á hönnunar-
stigi og mismunandi forsendur
verkkaupa, staðla og samræmingu.
Hann sagði mikla breytingu hafa
orðið til batnaðar í hönnunarferli
umferðarmannvirkja síðustu 10 ár-
in. Ástæður væru margar, m.a. að
gerðar væru ítarlegri umferðar-
spár, hermilíkön notuð til að skoða
hvemig umferðin hagaði sér eftir
að mannvirki hefði verið byggt,
beitt væri arðsemisútreikningum,
umhverfismál fengju orðið meira
vægi og göngu- og hjólreiðamenn
skipuðu stærri sess en áður.
Sigurður sagði brýnt að endur-
skoða reglulega staðla vegna hönn-
unar umferðarmannvirkja bæði hjá
Vegagerðinni og sveitarfélögunum.
„Slík endurskoðun myndi án efa
stuðla að meiri samræmingu í
hönnun umferðarkerfisins á Islandi
og gera það að verkum að vegfar-
endur gætu gengið út frá því að út-
færslur og merkingar væru eins á
Selfossi, Húsavík og jafnvel innan
höfuðborgarsvæðisins.“ Sigurður
sagði að staðlar og samræming
væru þó ekki allt. Hann benti á að
stærstur hluti þeirra sem hönnuðu
umferðarmannvirki væru verk- eða
tæknifræðingar. Þrír fjórðu verk-
fræðinga færu utan vegna náms og
flyttu með sér siði viðkomandi
lands. Aðferðir þeirra þegar heim
væri komið mörkuðust af því og við
það bættust síðan hefðir og reynsla
hjá þeim sem menn störfuðu hjá og
þeim sem hannað væri fyrir. „Þeg-
ar þetta er haft í huga er ljóst að al-
ger samræming á hönnun umferð-
armannvirkja er mjög erfið en 5
samræmdur íslenskur hönnunar-
staðall fyrir ríki og sveitarfélög
myndi engu að síður, að mínu mati,
stuðla að betri samræmingu í um-
ferðarkerfinu í heild.“
Lýsing þjóðvega
I umræðum að loknum fram-
söguerindum var drepið á mörg at-
riði, m.a. lýsingu á Hellisheiði og
reynslu af lýsingu á Reykjanes-
brautinni. Kom fram að víða er- ■
lendis væri reynslan sú að slysum
fækkaði með lýsingu á þjóðvegum
en hraðinn ykist jafnframt og
slysahættan þar með. Rögnvaldur
Jónsson, framkvæmdastjóri tækni-
sviðs Vegagerðarinnar, benti á að
um leið og lýsing var tekin upp á
Reykjanesbraut hefði þjónusta
einnig verið aukin. Taldi hann það
nokkuð langt gengið að lýsa upp
veginn um Hellisheiði, betra væri
að setja fjármagn í að lagfæra nán-
asta umhverfi vegarins. Þá minntu
hjólreiðamenn á fundinum á tilvist
sína og sögðu vanta nokkuð upp á
að gert væri ráð fyrir reiðhjólastíg-
um í umferðarkerfinu, menn væru
of bundnir af því að hugsa um þarf-
ir bíla. Einnig benti Þórhallur Ól-
afsson, formaður Umferðarráðs, á
að hægt væri að grípa til ýmissa |
ráðstafana til að draga úr slysum,
m.a. að skylt yrði að útbúa bíla með
loftpúðum, „svörtum kössum“ svip-
að og í flugvélum til að skrá ökuferil
bíla og fleira.