Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Úr könnun PricewaterhouseCoopers á hugmyndum fóiks um
stöðu islensks atvinnulífs og eigin fjárhagsstöðu eftir hálft ár
Spurning 1: Telurðu að íslenskt atvinnulíf verði betur sett, eins sett
eða verr sett eftir sex mánuði, miðað við hvernig það er í dag ?
Betur Eins Verr
Allir sem tóku afstöðu IBIMKZIIIZZ 54-2% W
Eftir
kyni:
Karlar
20.7%
Konur KLVKSÍft
52.8%
55.6%
25,4%!
Ljósavík og Fiskiðjusamlag Húsavíkur sameinast
Sameining samþykkt
á stjórnarfundi
Eftir
aldri:
18-29 ára
30-49 ára EHSL
50-75 ára
53,4%
59,6%
48.4%
Pfti Lágar tekjur
tekjum: Millitekjur
Haar tekjur
38,0%
61,1%
61,3%
Spurning 2: Telurðu að þú sjálfur verðir betur settur fjárhagslega
eftir sex mánuði en þú ert í dag ?
Betur
Eins
Verr
Allir sem tóku afstöðu [
48,3%
■EMCMI
Eftir
kyni:
Karlar |
Konur [
44,9%
BBBi
51,5%
Eftir
aldri:
18-29 ára |
30-49 ára |
50-75 ára |
66,5%
Lágar tekjur
tekjum: Miiiitekíur
Háar tekjur
Könnun á viðhorfi fólks til stöðu ís-
lensks atvinnulífs og fjárhagsstöðu
Öbreytt staða í
íslensku
atvinnulífí
TÆPLEGA helmingur fólks telur
að íslenskt atvinnulíf verði eins sett
eftir sex mánuði og það er nú, tæp-
lega 24% að það verði verr sett en
18% að það verði betur sett, sam-
kvæmt viðhorfskönnun sem
PricewaterhouseCoopers gerði fyr-
ir Verslunarráð Islands í lok októ-
ber.
Einnig var kannað viðhorf Is-
lendinga til þess hver fjárhagsstaða
þeirra verður að sex mánuðum liðn-
um.
Flestir eða tæplega 46% svar-
enda telja að fjárhagsstaða þeirra
verði óbreytt eftir sex mánuði.
Karlmenn telja frekar en konur að
þeir verði betur settir fjárhagslega
eftir sex mánuði. Fólk á aldrinum
18-29 ára telur frekar en aðrir al-
durshópar að það verði betur sett
fjárhagslega eftir sex mánuði.
Hærra hlutfall fólks á aldrinum 30-
49 ára telur að fjárhagur þeirra
verði betur settur að sex mánuðum
liðnum samanborið við 50-75 ára
einstaklinga. Lágtekjufólk telur
síður en aðrir tekjuhópar að það
verði betur sett fjárhagslega eftir
sex mánuði.
Tekið var slembiúrtak 1.138 ís-
lendinga um allt land á aldrinum
18-75 ára. Könnunin var fram-
kvæmd í lok september 1999. Nett-
ósvarhlutfall var um 61% þegar
dregnir eru frá látnir, erlendir rík-
isborgarar og þeir sem búsettir eru
erlendis.
STJÓRN Fiskiðjusamlags Húsa-
víkur hf. samþykkti á stjómarfundi
í gær að leggja til við hluthafa fé-
lagsins að
Ljósavík hf. og Fiskiðjusamlag
Húsavíkur hf. sameinist frá og með
1. september 1999. Gert er ráð fyrir
að hluthafafundur í Fiskiðjusam-
lagi Húsavíkur hf. verði haldinn í
janúar. Þetta kemur fram í tilkynn-
ingu til Verðbréfaþings Islands.
Skiptihlutfóll við sameininguna eru
þannig að hlutur hluthafa Fiskiðju-
samlags Húsavíkur er 62,5% og
hlutur hluthafa í Ljósavík er 37,5%.
Hlutafé Fiskiðjusamlags Húsavík-
ur verður aukið um kr. 370.355.562
og verður útistandandi hlutafé því
samtals kr. 987.614.832. Við sam-
einingu nemur eigið fé sameinaðs
félags um 988 milljónum króna,
nettóskuldir 1.338 milljónum
króna, veltufjárhlutfall 1,07 og eig-
infjárhlutfall 24,2%.
Samþykkt var kjör á nýrri stjóm
sem skipuð er Guðmundi Baldurs-
syni, Þorlákshöfn, Bjarna Bjarna-
syni, Seltjarnarnesi, Unnþóri Hall-
dórssyni, Þorlákshöfn, Reinhard
Reynissyni, Húsavík, og Ingólfi
Friðjónssyni, Seltjamamesi.
Kjörnir voru varamenn Kristín
Þórarinsdóttir, Þorlákshöfn, og
Jón Magnússon, Reykjavík. Sam-
þykkt var að Pricewaterhou-
seCoopers ehf. yrði áfram endur-
skoðunarfélag og löggiltur
endurskoðandi Björn St. Har-
aldsson á Húsavík.
Bærinn á áfram sinn hlut
Að sögn Reinhards Reynissonar,
bæjarstjóra á Húsavík, verður
eignarhlutur Húsavíkurkaupstaðar
í Fiskiðjusamlagi Húsavikur eftir
samrunann rúm 15%. „Það hefur
ekki verið mörkuð nein stefna um
frekari aðgerðir af hálfu bæjarins í
þessu félagi. Við munum fyrsta
kastið eiga þennan hlut,“ segir
Reinhard.
Aðspurður segir Reinhard mikla
Skilafrestur í Snjall-
ræði að renna út
FRESTUR til að skila inn hug-
myndum í hugmyndasamkeppninni
Snjallræði, sem haldin er á vegum
Impra, þjónustumiðstöð fram-
kvöðla og fyrirtækja, rennur út
næstkomandi mánudag. Tilgangur
þessa verkefnis Impru er að hvetja
einstaklinga til að leggja fram nýj-
ar framleiðsluhugmyndir í sam-
keppni þar sem í allt sextán hug-
myndir em valdar til
hagkvæmniathugunar og átta af
þeim valdar til fullnaðarhönnunar
og frumgerðarsmíði.
Að sögn Eiríks Þorsteinssonar
hjá Impra er hugmyndasamkeppn-
in fyrir alla þá sem búa yfir góðri
hugmynd, ekki aðeins svokallaða
hugvitsmenn. Hugmyndasam-
keppnin verður haldin þrisvar sinn-
um og samtals verða valdar 16 hug-
myndir sem styrktar eru til
hagkvæmniathugana. Að hag-
kvæmniathugunum loknum eru
síðan valdar samtals 8 hugmyndir
til áframhaldandi þróunar og
vinnslu.
Allt að 600 þúsund króna
styrkur í fyrsta áfanga
í fyrri áfanga verkefnisins getur
hver hugmynd hlotið allt að 600
þúsund krónur í styrk úr Snjall-
ræði.
Hugmyndareigandi leggur fram
allt að 200 þúsund krónur á móti
þessu framlagi. Ef kostnaður við
hagkvæmniathuganir fyrir einstök
verkefni verður minni en 800 þús-
und krónur skiptist kostnaðurinn
þannig að hugmyndareigandi
greiðir 25% kostnaðarins en Snjall-
ræði 75%. í seinni áfanga verkefn-
isins, frumgerðarsmíð og fullnaðar-
þróun, eru valdar 8 hugmyndir og
getur hver hugmynd fengið allt að
1,5 milljóna króna áhættulán frá
Nýsköpunarsjóði. A móti þessu
framlagi leggur hugmyndareigandi
1,5 milljónir króna. Ef kostnaður
við einstök verkefni verður lægii
verður kostnaðarskiptingin jöfn
milli hugmyndareiganda og Snjall-
ræðis.
Sjón er sögu ríkari
Flauelskjóll4.990
Toppur 1.990
Pils
1.990
OfDiö:
mán.-fim.
föstudaga
laugardaga
sunnudaga
10-18
10-19
10-18
13-17
Oxford Street Faxafeni 8 108 Reykjavík sími: 533 1555
hagræðingu felast í sameiningunni
og að Húsavíkurkaupstaður sem
stór hluthafi í Fiskiðjusamlaginu,
hafi átt ákveðið frumkvæði að því
að út í þessar aðgerðir var farið.
Húsavíkurkaupstaður fjárfesti í
Fiskiðjusamlaginu í sumar og segir
Reinhard tilgang þeirrar fjárfest-
ingar hafa verið að hafa áhrif á það
með hvaða hætti eignarhald í félag-
inu myndi þróast en ekki að eiga
hlutinn til lengri tíma. Sameining
Ljósavíkur og Fiskiðjusamlagsins
sé útkoman úr þeirri vinnu.
Reinhard segir að Ljósavík sé
álitlegur samstarfsaðili og horfir
björtum augum á framtíðina. „Það
liggur í því að bæði fyrirtækin eru
sterk í rækju og Fiskiðjusamlagið
átti ekki skip.“ Hann segir að sam-
einað félag muni nýta sér innlendar
og erlendar heimildir og ekki síður
leggja áherslu á bolfiskvinnslu sem
mestu hafi skilað í framlegð hjá
Fiskiðjusamlaginu á síðasta rekstr-
arári.
Borgarnes
Sparisjóð-
urinn kaup-
ir 30% í
Loftorku
SPARISJÓÐUR Mýrasýslu hefur
keypti 30% eignarhlut í Loftorku
ehf. í Borgarnesi, en Loftorka sér-
hæfir sig í framleiðslu steypuröra,
steypueininga og einingahúsa. Fyr-
irtækið veltir um 350-400 milljón-
um króna á ár og hjá því starfa um
60 manns.
Að sögn Gísla Kjartanssonar,
sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Mýra-
sýslu, er tilgangurinn með kaupun-
um að létta undir með fyrirtækinu
sem ráðist hefur í miklar fram-
kvæmdir og fjárfestingar upp á
siðkastið, m.a. byggingu nýrrar
steypustöðvar.
„Þetta er gott fyrirtæki og góður
viðskiptavinur hjá okkur og við er-
um að styðja við fyrirtækið með
þessu og hleypa nýju blóði í það.
Við hugsum þetta eingöngu til
skamms tíma og munum losa okkur
við þetta aftur."
♦ ♦ ♦
Nafni Vaka
fiskeldiskerfa
hf. breytt í
Vaki-DNG hf.
VERÐBRÉFAÞINGI hefur borist
staðfesting á að nafni Vaka fiskeld-
iskerfa hf. hafi verið breytt í Vaki-
DNG hf. og mun hið nýja nafn
framvegis birtast í yfirlitum þings-
ins.
Jafnframt hefur verið skráð
hlutafjáraukning sem átti sér stað
við samruna Vaka fiskeldiskerfa hf.
og DNG Sjóvéla hf. og er skráð
hlutafé félagsins nú 64,5 milljónir
króna. Tíu stærstu hluthafa Vaka -
DNG hf. eru Þróunarfélag íslands
hf. með 23,67% hlut, Hampiðjan hf.
með 22,47%, Hlutabréfasjóðurinn
hf. með 14,54%, Hermann Kri-
stjánsson með 4,28%, Auðlind hf.
með 3,11%, Hólmgeir Guðmun-
dsson með 2,86%, Guðmundur
Unnþór Stefánsson með 2,26%,
Eldbjörg ehf. með 2,15%, Brandur
S. Guðmundsson með 1,91% og
Þorsteinn I. Sigfússon meðl,87%.