Morgunblaðið - 27.11.1999, Page 29

Morgunblaðið - 27.11.1999, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 29 ERLENT Fjármálailtstreymið úr Rússlandi Yandamálin helgast af kerfísumskiptum Mikhaíl M. Kasanyov, fjármálaráðherra Rússlands, segir í samtali við Morfflinblaðið að fjármálaútstreymi úr landinu og skipu- lögð glæpastarfsemi séu allt saman vanda- mál sem helgist af kerfisumskiptunum úr miðstýrðu hagkerfí kommúnismans. Allt horfi þetta til betri vegar. I FJOLMIÐLUM á Vesturlöndum hefur á undanförum misserum mikið farið fyrir fréttaflutningi af þeim vandamálum sem við er að etja í fjármálum Rússlands, einkum að því er varðar hlutverk alþjóðlega skipulagðr- ar glæpastarfsemi í þeim vanda, sem jafn- vel háttsettir embætt- ismenn í rússneska stjórnkerfinu hafa ver- ið bendlaðir við. Aðspurður um þetta Mikhaíl M. segir Kasyanov mikil- Kasyanov vægt að hafa í huga, „að þessar frásagnir, sem vissir menn hafa fengið blaðamenn til að búa til“, séu ekkert nema sögu- sagnir sem engum hafi tekizt að fá staðfestar ennþá. „Rússnesk stjórnvöld eru mjög opin fyrir hvers kyns ábendingum um öll slík mál. Fram að þessu hef- ur rússneskum yfirvöldum ekki borizt neitt sem sannar ásakanir af þessu tagi, þrátt fyrir að við séum í nánu samstarfi við erlenda rann- sóknaraðila, í Bandaríkjunum, Bretlandi og öðrum löndum,“ segir Kasyanov. „Slík upplýsingaskipti fara einnig reglulega fram milli saksóknaraembætta landanna. Fram að þessu hefur samt ekkert verið staðfest, ásakanirnar eru ekki sannar." Það sé vegna þessa, sem almenn- ingur í Rússlandi og út um alla Evrópu og víðar skilji, að „þessi herferð, sem nýlega var efst á baugi í öllum dagblöðum á Vestur- löndum, var til komin eingöngu af pólitískum ástæðum," fullyrðir Ka- syanov. Annars vegar í Rússlandi, í aðdraganda þingkosninganna í desember, og hins vegar í Bandaríkjun- um, þar sem forseta- kosningar fara fram á næsta ári og kosn- ingabarátta þegar hafin. Ráðstafanir gegn útstreymi „Því miður virðist traust Rússlands á fjármálasviðinu hafa beðið skaða vegna þessa, en eins og ég er búinn að lýsa hafa framkomnar ásakanir [um fjármálaspillingu þar sem rússneskir embættismenn koma einnig við sögu] ekki verið staðfestar. Rúss- neska stjórnin lokar þó að sjálf- sögðu ekki augunum fyrir því að það er fjármagnsútstreymi út úr landinu - eins og er vandamál í öll- um þeim löndum sem eru að aðlag- ast umskiptunum úr miðstýrðu hagkerfi kommúnismans," viður- kennir ráðherrann. Segir hann stjórnvöld í Rússl- andi vera að reyna sitt bezta til að grípa til ráðstafana sem duga til að ná stjórn á þessum vanda, en hann sé stærri en svo að mögulegt sé að gera það í einum grænum. „Á þessu ári hefur okkur tekizt að minnka verulega fjármagnsút- streymið miðað við árið á undan. Þetta er ekki nýtt vandamál - al- þjóðasamfélagið hefur vitað af þessum vanda frá því árið 1992 og það hefur jafnan verið tekið tillit til hans í samningum okkar við Al- þjóðagjaldeyinssjóðinn og Heimsb- ankann,“ segir Kasyanov. Vanda- málið sé enn til staðar, en umfang þess hafi minnkað til muna. „Það kom okkur þess vegna nokkuð spánskt fyrir sjónir, að þetta fjölm- iðlafár upphófst á sama tíma og við vorum farnir að sjá áþreifanlegan árangur af baráttunni gegn fjár- magnsútstreymisvandanum. Fyrir tveimur árum var þessi vandi miklu stærri, en þá var hann ekk- ert fréttaefni." Nú vonist rússneska stjórnin til að sú efnahagsáætlun sem hún sé nú að hrinda í framkvæmd muni skila góðum árangri og „skapa hagstæð skilyrði fyrir enn metnað- arfyllri áformum um umbætur í efnahagsmálum landsins, sem við vonumst til að muni koma Rússl- andi á braut varanlegs, sjálfbærs hagvaxtar." Segir þingkosning-arnar munu breyta litlu Aðspurður segist Kasyanov ekki hafa trú á því að þingkosningarnar sem fram fara í Rússlandi hinn 19. desember nk. muni leiða til mikilla breytinga á stjórn landsins. „Að sjálfsögðu munu hlutföll hinna mörgu flokka sem eiga fulltrúa á þinginu breytast, en ég á von á því að ríkisstjórnin muni sitja áfram eftir kosningarnar og að líkindum fá meiri stuðning frá þinginu.“ En ráðherrann býst ekki við því að flokkarnir sem styðja stjórnina muni ná hreinum þingmeirihluta. Það sé þó ekki aðalatriðið; það nægi stjórninni ef þingið verði eitt- hvað samvinnuþýðara en það hefur verið á líðandi kjörtímabili, þar sem kommúnistar hafa haft tögl og hagldir í neðri deildinni, Dúmunni. \o^Hl/l5IÐ Mörkinni 6, s. 588 5518. Hattar, HÚFUR, ALPAHÚFUR, 2 STÆRÐIR. Afsagnir hjá Elite London. AP. TVEIR starfsmenn fyrirsætufyr- irtækisins Elite sögðu af sér störf- um fyrir það í gær, en þeir komu báðir við sögu í heimildarmynd um fyrirtækið, sem BBC, breska ríkisútvarpið, sýndi fyrr í vikunni. Mennirnir tveir eru Gerald Marie, yfu-maður Elite Europe, og Xavier Moreau, yfirmaður Eli- te Model Look. I myndinni heyr- ist Marie segja, að hann vonist til að komast yfir keppenduma eða stúlkurnar í Elite Model look- keppninni, en meðalaldur þeirra er 15 ár. Saksóknarinn í Mflanó á Italíu tilkynnti í gær, að rannsókn væri hafin á því hvort umboðsmenn eða aðrir í tískuiðnaðinum þar í borg hefðu misnotað fyrirsætur. 9jö(&reytt amturíeml^fiátíð - SúkmdfíóM. Sðgu. nÍQ mtnud, Árshátíð nýstofnaðs Thailandsvinafélags eftir stofnfund. CtímancCsvinaféCagið síizr a.vu£. þijárflugur í emu íiöggi með pvi að fiaídajramfuiídsstoftijund og aðaífund Cynningu á Candi og pjóð oggCcesiíega árshátíð. Kl.19.00 - Húsið opnað með barþjónustu og tónlist Nýir félagar geta skráð sig og gerst stofnfélagar með rétt indum félaga. kl. 19.45 - Hátíðin hefst með tónlist, myndasýningum og ljúffengri kvöldverðar þrennu: BALl HAI tígrisrœkja í kókos Gómsœtt heilagfiski PATONG Tandori kjúklingur CHIANG RAI MATARVERÐ - AÐEINS KR. 2.000. Meðan á máltíð stendur: LOÐSKINN og SAMKVÆMIS- FÖT. Glæsileg tískusýning undir stjórn Unnar Arngrímsd. Thailenskar meyjar sýna austurlenska dansa. Myndasýning og ferðakynning: UNDRA THAILAND í dag. Happdrætti: 5 ferðavinningar dregnir út á kvöldinu. DANS - Hljómsveit Stefáns Jökulssonar og Sigrún Eva Ieiða fjörið í dansinum til kl. 23.30. AÐGANGUR ÓKEYPIS FYRIR MATARGESTI. BORÐAPANTANIR: Heimsklúbburinn, sími 56 20 400 Hótel Saga, sími 525 9920 THAILANDS VINAFÉLAGIÐ WORLD CLUB & PRIMA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.