Morgunblaðið - 27.11.1999, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 27.11.1999, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters Lögreglumaður handtekur konu á meðal stuðningsmanna Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra Pakist- an, við dómhúsið í Karachi eftir að hann var leiddur fyrir rétt í gær. Mál Sharifs fyrrverandi forsætis- ráðherra Pakistans Ákærum var frestað um viku Karachi. AP, AFI'. SAKSÓKNARAR í máli herstjóm- arinnar í Pakistan gegn Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, frestuðu í gær að gefa út formlegar ákærur á hendur honum. Dómari við dómstól í borginni Kar- achi gaf saksóknuram sjö daga frest til að leggja fram ákærur en Sharif hélt enn og aftur fram sakleysi sínu þegar hann var leiddur fyrir réttinn í gær. Þrír fulltrúar frá Evrópuríkjum og Bandaríkjunum voru viðstaddir vitnaleiðslurnar og er haft eftir ein- um þeirra, ræðismanni Hollendinga í borginni, að Evrópusambandið vilji fylgjast með því hvort mál Sharifs fái réttláta meðferð. Sharif hefur meðal annars verið sakaður um landráð og L tilraun til morðs og er í varðhaldi. I ; vikunni voru bróðir hans og fimm |; aðrir fyrrverandi háttsettir embætt- |l ismenn ákærðir fyrir aðild að meint- um glæpum Sharifs. Mönnunum er gefið að sök að hafa reynt að ráða Musharraf hershöfðingja, for- sprakka valdaránsmanna, bana með því að meina flugvél sem hann var farþegi í um lendingarleyfi á flug- vellinum í Karachi daginn sem vald- aránið var framið. Mjög lítið elds- neyti var eftir á flugvélinni þegar hermönnum hliðhollum Musharraf 1 tókst að ná flugvellinum á sitt vald. Tíu útibúum Goethe-stofnunar verður lokað um áramot Frekari lokun- um afstýrt EFTIR langvinna rimmu hefur yfir- stjórn Goethe-stofnunar í Þýzka- landi nú tekizt að afstýra því að enn fleiri útibúum stofnunarinnar en þegar var búið að ákveða verði lokað. I september sl. var tilkynnt að ell- efu stofnunum yi'ði lokað um áramót vegna niðurskurðar fjái-framlaga úr þýzka ríkissjóðnum. A stjórnarfundi stofnunarinnar í Múnchen á mið- vikudag gat forstjórinn, Hilmar Hoffmann, tilkynnt að fjárlaganefnd Sambandsþingsins hefði ákveðið að skera framlög til stofnunarinnar fyr- ir tímabilið 2000-2001 minna niður en áður hafði staðið til. A þessum grundvelli hafi því utanríkisráðu- neytið, sem Goethe-stofnun heyrir undir, getað heitið 11 milljónum marka (420 millj. kr.) minni niður- skurði á þessu tímabili en fyiTÍ áform gerðu ráð fyrir. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu. „Ólýsanlegur léttir“ „Þetta er okkur ólýsanlega mikill léttir,“ sagði Hofímann á fundinum, „því í síðustu viku var enn óvíst um framtíð nokkurra útibúa." Hinn 10. september hafði stofnunin brugðizt við niðurskurði fjárframlaganna með því að ákveða að loka ellefu útibúum og tveimur til viðbótar að hluta nú um áramót. Þessar stofnanir eru: í Jórvík á Bretlandi, Patras og Chania á Grikklandi, Níkosíu á Kýpur, Tou- louse í Frakklandi, Seattle, Ann Ar- bour og Houston í Bandaríkjunum, Vancouver í Kanada og San José á Costa Rica. Einnig var búið að ákveða að loka stofnuninni í Genúa á Italíu, en meðal annars með samn- ingum við ítalska hollvini hennar tókst að tryggja reksturinn áfram, í breyttu formi, þó ekki því sama og er á rekstri Goethe-Zentrum í Reykja- vík, sem stofnað var í kjölfar lokunar Goethe-stofnunarinnar hér í fyrra, en hún var meðal níu útibúa sem lok- að var á árinu 1998. Nú í september var ennfremur ákveðið að Goethe- stofnununum í Bandung í Indónesíu og Cordoba í Argentínu yrði breytt í hlutastarfsskrifstofur. Eftir lokanirnar um áramót verða samtals 126 útibú Goethe-stofnunar í rekstri, þar með talin ný stofnun í Sarajevo, höfuðborg Bosníu, sem á að opna í janúar. LISTASJÓÐUR PENNANS Auglýsing um umsóknir úr sjóðnum áríð 1999 Styrkir úr Listasjóði Pennans verða veittir í áttunda sinn um nk. áramót. Umsóknir þurfa að berast stjórn sjóðsins fyrir 11. desember 1999. Sérstök umsóknareyðublöð og reglur sjóðsins fást i verslunum og á skrifstofu Pennans. Hallarmúla 4, pósthólf 8280,128 Reykjavík, SÍmi 540 2000, fax 568 0411. Hörð átök blossa upp í borginni Ambon í Indónesíu Hermenn urðu 29 manns að bana laknria AEP ÖRYGGISSVEITIR hófú í gær skothríð í borginni Ambon í Indónes- íu og urðu að minnsta kosti 29 manns að bana þegar átök blossuðu upp milli kristinna íbúa borgarinnar og múslima. Rúmlega 120 til viðbótar særðust í skothríðinni. „Öll fórnarlömbin, þeir sem biðu bana eða særðust, urðu fyrir byssu- kúlum hermanna," sagði indónesísk- ur blaðamaður í Ambon. Hann bætti við að átökin hefðu blossað upp eftir að kveikt hefði verið í 28 húsum í borginni. Kveikt í mannlausum húsum kristinna Ambon-búa Malik Shelang, starfsmaður mosk- unnar Al-Fatah í Ambon, sagði að óeirðaseggir úr röðum kristinna íbúa borgarinnar hefðu kastað bensín- sprengjum inn í mannlaus hús í eigu annarra kristinna manna til að láta líta út fyrir að múslimar hefðu kveikt eldana. Kona sem tekur þátt í hjálpar- starfi kirkju mótmælenda í borginni sagði hins vegar að múslimar hefðu átt upptökin að átökunum með því að ráðast á hús kristinna íbúa borgar- innar með hjálp hermanna sem hefðu verið vopnaðir handsprengjum. Tugir aldraðra kvenna, eigendur húsa sem voru lögð í rúst, fóru í höf- uðstöðvar hersins í borginni til að mótmæla því að herinn skyldi ekki hafa varið eignir þeirra. Embættismaður í höfuðstöðvum hersins sagði síðdegis í gær að allt væri með kyrrum kjörum í borginni og öryggissveitum úr hernum og lög- reglunni hefði tekist að binda enda á átökin. Indónesíski blaðamaðurinn í Ambon sagði hins vegar að mikil spenna væri enn í borginni og enn væri hleypt af byssum á götunum. Rúmlega 550 manns hafa fallið Mannskæð átök hafa hvað eftir annað blossað upp milli múslima og kristinna manna í Ambon, sem er höfuðborg Maluku-héraðs, og ná- grannabæjum hennar frá því í byrj- un ársins. Hörðustu átökin voru í janúar til mars og rúmlega 550 manns hafa fallið það sem af er árinu. Tugþúsundir íbúa Maluku hafa ílúið til annarra héraða vegna átakanna. Portillo fór með sigur af hólmi í aukakosningum MICHAEL Portillo, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bretlands, vann öruggan sigur í aukakosning- um um þingsæti Chelsea og Kens- ington-hverfanna í London, sem fram fóru á fimmtudag. Sigurinn kom ekki á óvart, enda hefur kjör- dæmið í áraraðir verið eitt af helstu vígjum íhaldsflokksins. Það dró þó nokkuð úr fögnuði íhaldsmanna yfir endurkomu Portillos á þingið, að kjörsókn var með minnsta móti, að- eins 30%. Portillo, sem Thatcher-vængurinn í flokknum er sagður líta til sem for- ingjaefnis, kvaðst myndu styðja William Hague, leiðtoga íhalds- manna, af heilum hug. „Saman mun- um við veita ríkisstjórninni and- spymu,“ sagði Portillo. Hague kvaðst vera „himinlifandi" yfir úr- slitunum og sagði Portillo vera „öfl- ugan baráttumann fyrir hin íhalds- sömu gildi“. Portillo missti þingsæti sitt í En- field Southgate í kosningunum 1997, er íhaldsflokkurinn tapaði gífurlegu fylgi. Þingsæti Kensington og Chels- ea losnaði fyrr á árinu, þegar íhalds- maðurinn Alan Clark lést. Hlaut Portillo 11.004 atkvæði í aukakosn- ingunum, á móti 4.298 atkvæðum frambjóðanda Verkamannaflokks- ins, Roberts Atkinsons. Talið efla baráttuandann í Ihaldsflokknum Ihaldsflokkurinn hefur átt erfiða daga undanfarið, vegna neikvæðrar umfjöllunar um gjaldkerann Michael Ashcoroft og fjármál flokksins, og uppljóstrana um að Jeffrey Archer, sem hafði verið valinn borgarstjóra- efni í London, hafi hvatt vin sinn til að bera ljúgvitni í meiðyrðamáli er hann höfðaði gegn slúðurblaðinu The Daily Star. Stjórnmálaskýrend- ur telja að endurkoma Portillos á þingið gæti eflt baráttuandann í Ihaldsflokknum í kjölfar þessara hneykslismála. Úrslit aukakosninganna þykja einnig mikill persónulegur sigur fyr- ir Portillo, sem hefur reynt að breyta ímynd sinni frá því í kosningunum 1997. Hefur hann meðal annars sýnt á sér „mýkri“ hliðar en áður, og við- urkennt að hafa lifað kynlífi með karlmönnum er hann var ungur maður. Enn er ekki Ijóst hvaða hlutverki 1 Portillo komi til með að gegna í þing- flokknum. Haft er eftir heimilda- mönnum innan íhaldsflokksins að Hague muni ekki stokka upp í for- ystusveit flokksins strax, en að Port- illo fái líklega umsjón með skugga- ráðuneyti á næsta ári. Mary Archer stendur með manni sínum Mary, eiginkona Jeffreys Archers, 1 gaf út yftrlýsingu á fimmtudags- p kvöld, þar sem hún segist standa með manni sínum, þrátt fyrir að hún sé honum reið. Ef marka má frétta- flutning breskra dagblaða af Archer má vænta frekari uppljóstrana um framgöngu hans í meiðyrðamálinu, sem varð honum að falli. The Daily Star hafði krafist þess að Archer endurgreiddi skaðabæturnar, sem , honum voru dæmdar í meiðyrðamál- I inu, ekki síðar en á fimmtudag, en fe Archer varð ekki við því. Búist er við p því að blaðið höfði nú mál gegn hon- um.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.