Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Nýja tónlistarhúsið í Garðabæ
Morgunblaðið/Golli
Tónlist-
arhús í
Garða-
bæ
NÝTT tónlistarhús, þar sem Tónl-
istarskóli Garðabæjar er til húsa
og sérstakur listasalur, var form-
Iega tekið í notkun að Kirkjulundi
11 í Garðabæ í gær. í dag, laugar-
dag, verður opið hús í nýja hús-
næðinu frá kl. 14-17
Húsnæði tónlistarskólans hefur
áað skipa 14 kennslustofum, æf-
ingasal fyrir blásarasveit og sér-
stökum listasal, sem, þegar tónleik-
ar verða haldnir, tekur 109 gesti í
sæti. Auk þess er í húsinu skrif-
stofuaðstaða, kennarastofa, eldhús
og vinnuaðstaða fyrir kennara auk
smærri rýma. Flatarmál hússins er
872 fermetrar, en lóð skólans er
4.140 fermetrar. Kostnaður við
byggingu hússins og frágang lóðar
er um 140 milljónir króna. Hönnuð-
ir hússins eru arkitektamir Baldur
Ó. Svavarsson og Jón Þór Þor-
valdsson. Verktaki var bygginga-
fyrirtækið Mark - hús ehf.
Lóð skólans og minjagarð hann-
aði Ragnhildur Skarphéðinsdóttir,
landslagsarkitekt. Loftorka og Jón
Stefánsson, skrúðgarðyrkjumaður,
sáu um frágang skólalóðar, en
minjagarður verður byggður upp á
næsta ári.
Tónlistarskóli Garðabæjar var
stofnaður árið 1964. Skólastjóri
Listasalurinn í nýja húsinu tekur 109 tónleikagesti í sæti.
Gunnar Einarsson, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs
Garðabæjar og Gísli Magnússon skólasljóri Tónlistarskóla Garðabæj-
ar við styttur Gerðar Gunnarsdóttur, sem bæjaryfirvöld færðu nýa
húsinu að gjjöf.
hans er Gísli Magnússon, en hann
hefur starfað við skólann í 30 ár,
þar af 16 sem skólastjóri. í tilefni
þessara tímamóta og að skólinn er
35 ára hefur leikur nemenda verið
hljóðritaður á geislaplötu
I dag verður opið hús í nýja hús-
næðinu frá kl. 14-17. Tónleikar
verða í listasal skólans þar sem
nemendur leika tónlist. Þar koma
fram einleikarar og samleikshóp-
ar, s.s. strengjasveit, saxafónkvar-
tett, blokkflautukvartett og gítar-
sveit. Kl. 14.30 flytur
kammerblásarasveit skólans verk-
ið Tveir þættir fyrir kammerblás-
arasveit eftir Atla Heimi Sveinsson
sem samið var í tilefni af vígslu
nýja húsnæðisins. Kl. 15 verður
fmmflutt tónverk eftir Huga Guð-
mundsson fyrir sópran, klarínett,
saxafón, slagverk og pfanó, samið
af sama tilefni. Verkið verður end-
urfluttkl. 16.
Tdnleikar
Unglinga-
kórs Sel-
fosskirkju
UNGLINGAKÓR Selfos-
skirkju heldur sína fyrstu
sjálfstæðu aðventutónleika í
Selfosskirkju á sunnudag-
skvöld, kl. 20. Kórinn flytur
verkið Ceremony of Carols
eftir enska tónskáldið Benja-
min Britten ásamt Moniku
Abendroth, hörpuleikara.
Verkið er samið við. enska
jólasálma frá miðöldum og
hefur hlotið nafnið Söngva-
sveigur á íslensku.
Einsöngvarar eru allir úr
röðum kórfélaga og einnig
hljóðfæraleikarar sem aðstoða
í aðventu- og jólalögum. Einn-
ig flytur fyrrverandi kórfélagi,
Magnea Gunnarsdóttir, aríu
úr Jólaóratóríunni ásamt
Matthíasi Nardeau, óbóleik-
ara. Einleikari með kómum er
Glúmur Gylfason. Stjórnandi
kórsins er Margrét Bóasdótt-
ir.
Barna- og Unglingakór Hallgrímskirkju æfa tóna aðventusöngvanna. Morgunblaðið/Krístinn
AÐVENTUTÓNLEIKAR á vegum
Listvinafélags Hallgrímskirkju
verða á morgun, sunnudag, kl. 17,
í Hallgrímskirkju.
Á tónleikunum koma barna- og
unglingakórar kirkjunnar fram
undir stjóm Bjarneyjar Ingi-
bjargar Gunnlaugsdóttur.
í barnakórnum era 30 börn á al-
drinum 7-10 ára og á tónleikunum
syngur hann jólalög við undirleik
Harðar Áskelssonar.
Unglingakórinn ræðst í sitt
Jólasöngva-
sveigur Britt-
ens á aðvent-
utónleikum
stærsta verkefni til þessa, en á
tónleikunum mun hann flytja jóla-
söngvasveig Benjamins Brittens
„A Ceremony of Carlos“. Verkið
samdi Britten árið 1942 og inni-
heldur það 11 lög fyrir 3ja radda
kór og hörpu. Texti verksins era
gömul ensk ljóð er segja frá fæð-
ingu frelsarans, boðun Maríu og
freistingunni sem Adam varð fyrir
í aidingarðinum Eden.
Einsöngvarar era úr röðum
kórfélaga og hörpuleikari er Sop-
hie Scoonjans.
f unglingakórnum era 30 félag-
aráaldrinum 11-17 ára.
Aðgangseyrir er 1.000 kr.
Jólatónleikar
í Vinaminni
KIRKJUKÓR Akraness, Kór Nýja
tónlistarskólans og Kór Kvenna-
skólans í Rykjavík halda sameigin-
lega tónleika í Vinaminni á Akra-
nesi í dag, laugardag, kl. 16.
Einsöngvarar eru Aðalsteinn
Leó Aðalteinsson, Stefán Bjarna-
son, Bjarkey Sigurðardóttir, Sif
Sigmarsdóttir, Smári Vífilsson,
Gyða Björgvinsdóttir, Anna Jóns-
dóttir, Lindita Óttarsdóttir, Araar
Guðjónsson og Anna Margrét Ósk-
arsdóttir.
Stjórnendur eru Sigurður
Bragason, Katalin Lörincz og
Hannes Baldursson. Undirleikarar
á píanó eru Richard Simm og Kata-
lin Lörincz.
Nýjar plötur
• JÓLASVEINAR ganga um gátt
eftir Pétur Eggerz, inniheldur
íeikþætti og lög við kvæði Jóhann-
esar úr Kötlum.
Með hlutverk íslensku jólasvein-
anna fara Ai-nar Jónsson, Ámi
Tryggvason, Bessi Bjarnason,
Bjarni Ingvarsson, Erlingur óísla-
son, Gunnar Eyjólfsson, Ingvar E.
Sigurðsson, Jóhann Sigurðarson,
Jón Hjartarson, Karl Guðmun-
dsson, Pétur Einarsson, Róbert
Arnfinnsson, og Rúrik Haraldsson.
Með hlutverk Grýlu og Leppalúða
fara þau Margrét Ólafsdóttir og
Steindór Hjörleifsson. Margir fleiri
koma fram, í minni hlutverkum,
söng og tónlistarflutningi.
Leikstjóri er Pétur Eggerz en
höfundur tónlistar og upp-
tökustjóri er Guðni Franzson. Árni
Björnsson veitti sérfræðiaðstoð og
samdi kver sem fylgir plötunni og
ber heitið Jólavættir.
Utgefandi er Mál og menning í
samráði við Þjóðminjasafnið. Leik-
þættirnii• voru hljóðritaðir hjá
RÚVog tóniistin hjá MIX á tíma-
bilinu febrúar til september 1999.
Verð: 2.199 krónur.
Nýjar bækur
• KATA manna-
bam er eftir
Kjartan Árna-
son.
Foreldrar
Kötu ákveða að
selja íbúðina í
Kópavoginum og
flytja út á land.
Kötu finnst hún
glata öllu, íbúð-
inni, vinkonu,
skólanum, ömmu og sjálfum Kópa-
voginum. Þegar hún er ein að leik í
sveitinni finnur hún fallegan hring
og uppgötvar síðar að hringurinn
er gæddur töframætti. Hún verður
þess áskynja að kannski er líf
handan þessa lífs ef þá ekki heimur
samhliða hinum sýnilega heimi
okkar.
Útgefandi er Æskan ehf. Bókin
er 92 bls., prentuð í Odda hf. Verð:
1.790 kr.
• HARRY Potter ogviskusteinn-
inn er eftir J.K. Rowling í þýðingu
Helgu Haraldsdóttur.
Þetta er fyrsta bókin af sjö í
bókaflokki sem fjallar um ævintýri
Harry Potter sem er 11 ára munað-
arlaus strákur. Þegar Harry var í
vöggu dóu foreldrar hans og þurfti
Han-y því að flytjast til illgjarns
frænfólks sem gerði honum lífið
leitt. Á ellefu ára afmælisdegi sín-
um berst Harry óvænt og dularfull
orðsending. Eru honum færðar
þær fréttir að hann búi yfir ofur-
töframætti. Harry er því kallaður í
skóla galdra og seiða - í sjö ára
galdranám.
Á næsta ári hefst undirbúningur
að gerð kvikmyndar eftir þessari
sögu. Guðni Kolbeinsson þýddi
nokkrar vísur sem eru í sögunni.
Utgefandi er Bjartur. Bókin er
260 bls., prentuð í Gutenberg.
Kápugerð annaðist Guðjón Ketils-
son. Verð: 2.280 kr.