Morgunblaðið - 27.11.1999, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ
36 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999
Draumar af himni ogjörð
DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns
NÚ ÞEGAR jörðin hefur skroppið saman
með tilkomu sjónvarps, Nets, GSM og ann-
arra fjarskiptamiðla eru menn að vakna bet-
ur til vitundar um fegurð hennar, furður og
fírn. Tæknin þeytir manni á örskotsstundu
frá Tjörninni í Reykjavík inn í myrkasta af-
kima Amazon-skógar þar sem furðulegar
plöntur og dýr hafast við, eða upp á hæsta
tind jarðar þar sem loftið er gyllt og öndin
stendur í hálsinum, þaðan er brunað í salí-
bunu undir íshellu suðurskautsins í samflot
með selum, einhyrningum og Itölum. Það er
sama hvar maður vaknar, jörðin er ægifögur
í Víetnam, klettafjöllum Norður-Ameríku,
Islandi eða bara hvert sem litið er, alltaf er
maður jafn dolfallinn og spyi’ sig: „Er mig
að dreyma? Er þetta raunveruleiki?"
Þegar komist er að raun um að þetta sé
raunveruleiki, fer maður að velta fyrir sér
undrum jarðar og táknum og kemst að raun
um að draumurinn er hlaðinn merkingum
sem virðast óraunsæ líkt og raunveruleikinn
en eru samt sönn, líkt og tréð sem ég hengdi
jólaseríuna á í gær. Þessi umpólun draums
og veruleika minnir á hjól sem snýst inni í
hjóli og setji maður hjólið í huga sér af stað
birtist Guð. Biblían er full af lýsingum þar
sem raunveruleikanum er lýst á svo óraun-
verulegan hátt að það er líkast draumlýs-
ingu, en trúin á að Biblían geymi sannleik-
ann, setur mann hljóðan og hugsi. Opinber-
un Jóhannesar minnir um margt á draum en
jafnframt nútímalegan veruleika. Upplifun
Jóhannesar var raunveruleg og því hlýtur
það er hann „sá“ að hafa verið raunveruleiki
þótt lýsingin líkist mest draumi og maður
spyr sig: „Hvað gerðist eiginlega þarna í
fortíðinni?"
4., 1-10. „Eftir þetta sá ég og sjá: Opnar
dyr á himninum og raustin hin fyrri, er ég
heyrði sem lúður gylli, talaði við mig og
sagði: Stíg upp hingað og ég mun sýna þér
það sem verða á eftir þetta. Jafnskjótt var
ég hrifinn í anda og sjá: Hásæti var reist á
himni og einhver sat í hásætinu; og sá er
þar sat var líkur að sýn jaspissteini og sar-
dissteini, og regnbogi var kring um hásætið,
líkur að sýn smaragði og umhverfis hásætið
voru tuttugu og fjögur hásæti, og í hásætun-
um sá ég tuttugu og fjóra öldunga, skrýdda
hvítum klæðum og á höfðum þeirra gullkór-
ónur. Og út frá hásætinu gengu eldingar,
raustir og þrumur, sjö eldblys brunnu fyrir
hásætinu og eru það þeir sjö andar Guðs.
Og frammi fyrir hásætinu var sem glerhaf,
líkt kristalli, og íyrir miðju hásætinu og um-
hverfis hásætið voru fjórar lifandi verur al-
settar augum í bak og fyrir. Og fýrsta veran
var lík ljóni, og önnur veran var lík uxa, og
þriðja veran hafði ásjónu sem maður, og
fjórða veran var lík fljúgandi erni. Og ver-
urnar fjórar, ein og sérhver þeirra, höfðu
sex vængi, og voru alsettar augum allt um
kring og að innanverðu. Og eigi láta þær af,
dag og nótt, að segja: Heilagur, heilagur,
heilagur, Drottinn Guð, hinn alvaldi, hann
sem var og er og kemur. Og þegar verurnar
gjalda honum sem í hásætinu situr, dýrð og
heiður og þökk, honum sem lifir um aldir
alda, þá falla öldungarnir tuttugu og fjórir
niður frammi fyrir honum, sem í hásætinu
situr, og tilbiðja hann, sem lifir um aldir
alda, og varpa kórónum sínum niður fyrir
hásætinu og segja: „Verður ert þú Drottinn
og Guð vor, að fá dýrðina og heiðurinn og
máttinn, því að þú hefur skapað alla hluti,
og fyrir þinn vilja urðu þeir til og skapaðir."
„Draumlyndur“ skrifar
Mér fannst ég vera staddur í sumarbú-
stað sem rosknir foreldrar mínir höfðu eign-
ast, ásamt öðrum úr fjölskyldunni. Þennan
bústað höfðu þau keypt af vinnuveitanda
mínum á mjög góðum kjörum fyrir hans vel-
vilja. Bústaðurinn var ekki stór en vistlegur
og nóg pláss fyrir alla, en fjölskyldan er
stór. Umhverfið var mjög fagurt, rennandi
lækur þar við og gróðursælt umhverfi,
grænn skógur og kjarr og fallegt blómahaf.
Sérstaklega voru blá blóm áberandi og heill-
andi á að líta. Þarna voi'u fleiri bústaðir í
kring.
Þá fannst mér við vera komin í kirkju eða
kapellu sem tilheyrði umhverfinu. Hún var
ekki stór en vítt til veggja og stórt orgel við
altarið. Þá finnst mér bróðir minn sem er
aðeins yngri en ég og næstur mér í aldurs-
röð systkinanna vera kominn til altaris.
Presturinn sem þjónaði fyiir altari er látinn
fyiúr nokkrum árum og var góður vinur
minn. Er við krupum við altarið kemur
presturinn og býst til að veita okkur altar-
issakramenntið en hættir allt í einu og segir:
„Rristur." Við stöndum upp og búum okkur
að ganga frá altarinu en presturinn segir
okkur að ganga í Guðs friði. Eg signi mig er
ég geng frá altarinu og mér finnst eins og
bróðir minn hafi gert það líka. Fjölskyldan
öll sat á kirkjubekknum. Mér finnst eins og
ég hafi farið svolítið hjá mér er ég signdi
mig en var þó fyllilega sáttur.
Ráðning
Eg horfi stundum á Omega-sjónvarps-
stöðina og þar predika menn hver í kapp
við annan endurkomu Krists á næstunni og
vandræði þeirra sem linir séu í trúnni.
Þegar ég skoðaði draum þinn komu þessir
predikarar upp í hugann því draumur þinn
snýst um góð hjörtu sem skortir trúar-
sannfæringu. Nöfn mannannaí draumnum
sem þú vilt ekki birta, tákna öll vandræði
vegna fyrrnefnds skorts. Annað tákn er
það er þið bræðurnir ætlið að meðtaka
sakramentið, hættir presturinn við og seg-
ir: „Kristur", sem mætti túlka að hugur
Siggi o g
Ida
Tvær skemmtilegar matreiðslubækur
leynast í jólabókaflóðinu, segir
Steingrímur Sigurgeirsson, sem
gluggaði í uppskriftir þeirra Sigurðar H.
Hall og Idu Davidsen.
ÞAÐ er nú vart hægt að segja að
það sé rífandi gangur í útgáfu mat-
reiðslubóka á íslensku. Utgáfa af
þessu tagi er dýr, enda verða mat-
reiðslubækur að vera vegleg- ar og
helst litprentaðar, til að lifa mörg
ár í hillu og markaðurinn er jú ekki
sá stærsti á Vesturlöndum. Alltaf
eru hins vegar ein-
hverjar bækur er bæt-
ast í flóru íslenskra matreiðslubóka
og nú fyrir skömmu komu til dæmis
út tvær skemmtilegar bækur.
Annars vegar er önnur mat-
reiðslubók sjónvarpskokksins vin-
sæla, Sigga Hall, og hins vegar bók
með smurbrauðsuppskriftum Idu
Davidsen.
Sigurð Hall þarf vart að kynna
fyrir nokkrum manni. Þættir hans
á Stöð 2 hafa notið mikilla vin-
sælda um árabil og fyrir tveimur
árum fetaði hann í fótspor margra
erlendra kollega sinna og gaf út
sína fyrstu uppskriftabók ,Að hætti
Sigga Hall“, vel uppbyggða og sam-
setta bók, sem oft hefur verið grip-
ið til á heimilinu og ætíð reynst vel.
Nú er svo komin önnur bók, sem
vonandi mun reynast jafnvel.
Uppskriftunum er skipt í nokkra
kafla. Samkvæmt venju er fyrst að
finna uppskriftir að súp- um og
foréttum en síðan heilan kafla, sem
helgaður er matargerð undir ítölsk-
um áhrifum áður en kemur að fisk-
réttum og kjötrétt- um. Uppskrift-
irnar eru skýrar og auðvelt að fara
eftir þeim og stór myndi fylgir
hverjum rétt. Einn
helsti kostur bókarinn-
ar er lík- lega fjölbreytnir því að
þótt mikið sé um rétti þar sem
greina má sterk áhrif frá Miðjarð-
arhafi og Asíu í hráefni og aðferð-
um, líkt og vinsælt er í samtímaeld-
húsinu, þá er þarna einnig að finna
klassíska rétti, íslenska jafnt sem
erlenda, s.s. Vínarsnitsel og nauta-
steik með béarnaise.
,Að hluta til er þessi bók ein-
faldari en sú fyrri og hafði ég að
leiðarljósi að hún ætti að vera að-
gengileg fyrir alla,“ segir Sigurð-
ur. ,Ég vildi taka saman bók fyrir
matreiðslufólk Islands, húsmæð-
urnar og húsbóndana, sem eru að
elda heima. Þetta á að vera heim-
ilisbók og hugsuð sem slík þótt
jafnframt séu þarna einnig upp-
skriftir örlítið á sparinótunum.
Meginþemað er kannski að mikið
er lagt upp úr ferskleika, fersku
grænmeti, kryddjurtum og öðrum
afurðum. Það er heimspekin í
stuttu máli.“
Bókin kostar 1.190 krónur og eru
byggð á uppskriftum úr sjónv-
arpsþáttum Sigurðar auk fullt af
uppskriftum, sem hann hefur safn-
að saman á síðustu árum. Alls er
þarna að finna um tvö hundruð
uppskriftir og er hver réttur mynd-
skreyttur.,Ég er ekki ennþá búinn
að tæma uppskriftabankann minn
og á efni eftir í heila bók í viðbót,“
segir Sigurður og bætir við að hann
leggi mikla áherslu á það við
vinnslu bóka sinna að hver réttur
sé eldaður og prófaður áð- ur en
hann er notaður í bók.
„Myndimar af réttunum byggj-
ast allar á raunverulegri eldun og
þetta er því ekki eins og maður hef-
ur stundum séð í bókum að verið er
að stilla upp myndum af réttum án
þess að þeir hafi verið eldaðir sam-
kvæmt uppskriftun- um.“
í bókinni má finna fínni rétti þar
sem notaðar eru andabringur eða
villibráð en jafnframt einfald- ari
og léttari rétti auk sígildrar ís-
lenskrar heimiliseldamennsku.
,Ég er þarna með kjötsúpu og
saltkjöt og baunir, lambahrygg,
hamborgarhrygg og kalkún með
fyllingu. Þó að segja megi sem svo
að þetta séu réttir sem allir þekki
þá rigna yfír mig spurningar um
hver jól hvernig eigi að elda mat af
þessu tagi. Nú get ég bent fólki á
að þetta sé allt skráð og skrifað í
bókinni og fólk getur flett því þar
upp.“
Raunar telur Sigurður ekki van-
þörf á að leiðbeina ekki síst yngri
kynslóðinni varðandi ís- lenska
eldamennsku því svo virð- ist sem
klassískur matur á borð við kjöt-
súpu og saltkjöt gangi ekki lengur í
erfðir á milli kynslóða. ,Þótt leiðin-
legt sé þá virðist sem yngra fólk
kunni ekki lengur að elda þennan
mat. Líklega er súpukjöt og salt-
kjöt það íslensk- asta af íslenskri
matreiðslu, fyrir utan hrútspunga
og lifrarpylsu, og það getur verið
gott að hafa þetta skráð, þannig að
þetta sé til á prenti.Hvað lambakjöt
varðar þá sýnist manni líka ft eins
og ekki sé talið fínt að nota annað
en filé, aðrir hlutar af lambinu eru
illselj- anlegir, s.s. skankar og
frampar- tar. Þá hluta lambsins er
hins veg- ars mjög gott að nota í
ýmsa rétti en þeir eru hreinlega
komnir úr tísku. Nú er ríkjandi að
elda lambakjötið sem allra minnst
en þótt að það eigi við um filé þá
eru aðrir hlutar sem öðlast annað
bragð við langa eldun og gefa mikla
möguleika við matreiðslu, auk þess
að vera ódýrt hráefni.“ Hin ein-
stöku smurbrauð Da- vidsen-fjöl-
skyldunnar Þótt Ida Davidsen sé
dönsk þá hefur hún ekki verið
minna áber- andi í íslenskri matar-
menningu undanfarin ár. Má lík-
lega færa sterk rök fyrir því að hún
sé með þekktari Dönum á Islandi.
Davidsen-fjölskyldan frá árinu 1888
rekið einhvern þekktasta veitinga-
stað Kaupmannahafnar og verið
leiðandi í smurbrauðs- gerð þar í
landi og raunar á heim- svísu. Þeir
eru nokkrir Islending- arnir sem
hafa lært hjá Davidsen-fjölskyld-
unni og enn fleiri er hafa notið veit-
inga á hennar vegum. Síðustu árin
hefur það verið árviss viðburður að
sett hefur verið upp jólahlaðborð að
hætti Idu Davidsen, fyrst á Hótel
Borg og nú síðustu árin á Hótel
Loftleiðum.
Fyrir skömmu kom út Smur-
brauðsbókikin eftir þær mæðgur
Idu og Míu Davidsen (2.980 krón-
ur) þar sem leyndarhulunni er svipt
af fjölmörgum af bestu og þekkt-
ustu uppskriftum Davidsen- fjöl-
skyldunnar.
Bókin er fallega myndskreytt og
skemmtileg aflestrar, ekki síst þar
sem litlar sögur eru oft tengd- ar
við tilurð ákveðinna smur- brauða.
Sum brauðin virðast til- tölulega
einföld í framleiðslu en önnur kalla
á töluverðan undir- búning og jafn-
vel hráefnisleit. Þær mæðgur gefa
til dæmis góð ráð við því hvernig
búa má til eig- ið remúlaði, stökka
laukhringi og rauðkál auk þess sem
uppskriftin að kjötbollum Alice
Ellemann- Jensen er látin fylgja
með. Bók sem ætti að gleðja alla
vini Dan- merkur og alls þess sem
danskt er og vafalítið verða til að
fjölga í þeim fjölmenna hópi.
Sælkerinn