Morgunblaðið - 27.11.1999, Page 38

Morgunblaðið - 27.11.1999, Page 38
38 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 Læknisþjónusta Engin trygging er fyrir því að samskipti lækna og sjúldinga séu ekki hleruð. Hjarta Heilsusamlegt líferni getur dregið úr hættu á hjartasjúkdómum um allt að 80 prósent. Megrun Fólk sem ekki bætti á sig aftur stundaði fjölbreytta líkamsrækt. MORGUNBLAÐIÐ Reykingar Rannsóknir hafa bent til þess að konum sé hætt- ara við lungnakrabba- meini en körlum. Fyrirspurnir og ráðgjöf með tölvupósti verður sífellt algengari Dulkóðun sögð nauðsynleg Reuters. AUKIN notkun tölvupósts og Netsamskipta lækna eykur hættu á að upplýsingar um sjúklinga verði aðgengilegar hverjum sem er, að því er Bresku læknasamtökin (BMA) greindu frá. Læknar og sjúklingar eru varaðir við því að sam- skipti á tölvuneti BMA og öðrum tölvukerfum séu ekki örugg nema skilaboð séu dulkóðuð. Fyrirspumir í tölvupósti og jafnvel ráðgjöf með þeim hætti verður sífellt algengari, og einnig vefsíð- ur sem læknar geta notað til að skiptast á upplýs- ingum á Netinu. Dr. Paul Cundy, formaður nefndar á vegum BMA er veitir heimilislæknum tækniupp- lýsingar, sagði enga tryggingu vera fyrir því að samskipti lækna og sjúklinga séu ekki hleruð. Cundy hefur farið fram á að heilbrigðisráðu- neytið gefi út afdráttarlausar leiðbeiningar til þess að læknar viti hvar þeir standi. „Netsam- skipti eru opinber," sagði Cundy. „Maður hefur ekki hugmynd um hver tekur afrit, hver les þau á leiðinni, hvar þau eru geymd eða hver hefur að- gang að þeim.“ Cundy sagði ennfremur að ekkert tölvukerfí væri öruggt. Læknar ættu um tvo kosti að velja, hætta að veita þessa þjónustu eða gera hana ör- ugga með dulkóðun. Ella ættu þeir á hættu að rjúfa trúnað við sjúklinga sína, sem gæti leitt til þess að læknarnir yrðu kærðir fyrir læknaráðinu og þeim refsað. Talsmaður ráðuneytisins sagði að verið væri að kanna hversu örugg rafræn geymsla og flutningur upplýsinga væri. Athugunin færi fram í samvinnu við lækna. Breska heilbrigðisþjónustan mun senda frá sér nýjar leiðbeiningar snemma á næsta ári. Kannabis- lyf vænt- anlegt eft- ir þrjú ár London. Reuters. BRESKT lyfjafyrirtæki greindi frá því nýverið að þess væri vænst að innan þriggja eða fjög- urra ára gæti það boðið upp á lyf, unnið úr kannabis, sem fengist gegn lyfseðli. Fólk sem þjáist af sjúkdómum á borð við MS hefur í mörg ár beðið um að kvalastillandi lyf úr kannabis verði fáanleg og hafa margir gerst brotlegir við lög og keypt efnið á svörtum markaði. Dr. Geoffrey Guy, fram- kvæmdastjóri GW-Iyfjafyrir- tækisins, sagði að þegar hefðu verið gerðar fyrstu tilraunirnar þar sem fólki hefði verið gefíð staðlaður skammtur af kanna- bis. Hópur sjálfboðaliða tók lyfíð við klínískar aðstæður í því skyni að ákvarða heppilega skammtastærð. Sumir tóku lyfið á formi töflu sem leysist upp í munni, en aðrir notuðu tæki til að anda lyfinu að sér. Guy sagði vísbendingar vera um að kannabis gæti linað sárs- auka hjá MS- sjúklingum, fólki með mænuskaða og taugapínu. Fyrirtækið myndi á næstu árum meta þessa virkni lyfsins í um tvö þúsund sjúklingum. GW hef- ur heimild frá breska innanríkis- ráðuneytinu til að rækta kanna- bis í rannsóknarskyni. Gangi til- raunir vel mun ráðuneytið breyta lögum til þess að lyf úr kannabisefnum verði fáanleg gegn lyfseðli, að því er segir í til- kynningu frá fyrirtækinu. y A höfuðverkur sér sálrænar orsakir? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Að hve miklu leyti á höfuðverkur sér líkamlegar orsakir og að hve miklu sálrænar? Eru til margar tegundir af höfuðverk? Er hægt að lækna höfuðverk með sál- fræðilegum aðferðum? Svar: Höfuðverkur getur átt sér margar orsakir. Stundum er um að ræða meinsemd í heila, t.d. æxli, eða truflanir á heilastarfsemi af völdum slysa eða sjúkdóma. Lang algengustu tegundir höfuðverkja eru þó spennuhöfuðverkur og mígreni. Flest fólk fær höfuðverk af og til og hjá mörgum veldur hann vaniíðan sem leiðir til vinnu- taps og notkunar verkjalyfja. Höf- uðverkur er því umtalsvert heilsu- farsvandamál og hefur í för með sér töluverðan kostnað. Mígreni einkennist af takt- föstum sársauka sem venjulega byrjar öðrum megin í höfðinu. Kastið getur síðan haldið áfram með svima og sjóntruflunum að einhverju marki. Flökurleiki og uppköst geta verið undanfari höf- uðverkjarins. Vöðvaspennuhöfuð- verkur lýsir sér sem daufur þrýst- ingssársauki á enni, hálsi og aftan á höfði. Líffræðilegar ástæður fyrir þessum tveimur tegundum höfuð- verkja eru ólíkar. Spennuhöfuð- verkur stafar af langvarandi sam- drætti í vöðvum í höfði, hálsi og herðum, sem oft má rekja til sál- rænnar spennu. Mígreni stafar af útvíkkun og samdrætti í heilaæð- um. í undanfara mígrenihöfuð- verkjar eru æðar í samdrætti, sem veldur minnkuðu blóðflæði til hinna ýmsu hluta heilans. Nokkru síðar verður mikil útvíkkun á æðunum sem veldur taktfóstum sársauka. Verkurinn er oftast öðrum megin til að byrja með, og þá við gagnauga, en breiðist síðan smátt og smátt um höfuðið sömu megin. Verkurinn stendur í nokkrar klukkustundir, eykst við áreynslu, en hverfur ef sjúklingurinn nær að sofna. Sálræn streita Margir mígrenisjúklingar telja sig þekkja þau áreiti sem valda köstunum, og sem dæmi má nefna vín og súkkulaði. Rannsóknir hafa þó sýnt að þótt fólk reyni að forðast þessa áhrifaþætti fækkar ekki köstunum. Einkenni spennu- höfuðverkjar og mígreni fara oft saman og margt bendir til þess að stór þáttur í báðum þessum teg- undum höfuðverkja sé sálræn streita, og reyndar er vitað að upp- lifun fólks á verkjum yfirleitt fer mikið eftir sálrænni líðan þess. Or- sakir höfuðverkjar er því að finna í samverkandi þáttum, líkamlegum og sálrænum. Reynt hefur verið að sýna fram á að höfuðverkir og aðrir verkir tengist ákveðnum persónu- leikagerðum. Komið hefur í ljós að þeir sem mælast háir á tilfinninga- semi finna meira til sársauka og úthverfir einstaklingar hafa meira sársaukaþol en innhverfir. Þrátt fyrir þetta virðast úthverfir ein- staklingar kvarta meira yfir sárs- auka, enda minni hömlur á tján- ingu hjá þeim. Langvarandi sárs- auki er algengari hjá geðveiku fólki en öðrum og þeir sem leita læknis vegna höfuðverkja eru al- mennt með meiri hugsýkieinkenni en hinir sem ekki gera það. Að öðru leyti hafa rannsóknir ekki leitt í ljós að sérstökum persónu- gerðum sé hættara við höfuðverk en öðrum. Sálfræðileg meðferð við spennuhöfuðverk felst oftast í því að minnka spennuna eða streituna sem leiðir til höfuðverkjakastanna. Atferlismeðferð gefur góðan ár- angur. Þá er beitt slökun og líf- rænni endurgjöf (biofeedback) og sjúklingnum kennt að þekkja og bregðast við hættumerkjunum og þeim ytri aðstæðum sem eru oft kveikjan að höfuðverk. Félagsfælni og ótti við tiltekna hluti eða kring- umstæður eru dæmi um slíkt og sálfræðileg meðferð, sem beinist að þessari vanlíðan hefur oft áhrif á höfuðverkinn. Þá má einnig nefna að viðbrögð annarra við höf- uðverk sjúklingsins geta haft áhrif á líðan hans. Ef sjúklingurinn fær mikla athygli út á höfuðverk sinn er líklegra að hann aukist og við- haldist lengur. Ef aðrir sýna kvört- unum sjúklingsins áhugaleysi og beina athygli hans fremur að öðr- um málum, er von til þess að hon- um líði betur. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er & móti spumingum A virkum dögum milli klukkan 10 og 17 / síma 5691100 og brófum eða s(mbréfum merkt: Vikulok, Fax: 5691222. Ennfremur símbréf merkt: Gylfi Ásmundsson, Fax: 5601720.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.