Morgunblaðið - 27.11.1999, Síða 40
40 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
Vísindasjóður Gildi grunnvísinda hefur opinberast fyrir t.d. fínnskum stjórnvöldum. Fjármögnun þeirra á ísl
andi stendur á hinn bóginn í járnum, t.d. hefur fé í Vísindasjóði ekki vaxið í áratug. Gunnar Hersveinn leitaði eft-
ir viðhorfum manna um stöðu grunnrannsókna við árþúsundamót og segir m.a. frá nýrri skýrslu um málið.
Grunnvísindi
njóta ekki
enn
Þarf að margfalda Vísindasjóð
eða leggja hann niður?
Er yelmegunin grunnvísindum
í HI að þakka?
Úthlutanir Vísindasjóðs 1990-1999
Ráðstöfunarfé og heildarupphæð umsókna
Milljónir króna á verðlagi ársins 1999
800
700
600
500
400
300
200
100
0
r Heildarupphæð umsókna
Ráðstöfunarfé
ö
ö
ö
1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999
Fjöldi umsókna og fjöldi úthlutaðra styrkja
400
300
200
100
0
1.000
1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999
Meðalupphæð veittra styrkja (meðalstyrkur)
Þúsundir króna á verðlagi ársins 1999
1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999
Grunnrannsóknir eru rann-
sóknir sem ekki er fyrir-
séð að hafi hagnýtt gildi í
nánustu framtíð. Það eru
rannsóknir sem leitast við að afla
þekkingar þekkingarinnar vegna. I
grunnrannsóknum er tekin áhætta,
en þegar eitthvað gagnlegt kemur
út úr þeim skiptir það gjarnan
verulegu máli eins og tilurð út-
varpsins, tölva, fúkalyfja og bólu-
setninga sýna. Helstu framfarir á
þessari öld má m.ö.o. rekja til
grunnrannsókna.
Grunnrannsóknir á Islandi hafa
skipt verulegu máli í þjóðarbúska-
pnum. Þær eru undirstaða kennslu
á háskólastigi sem síðan er undir-
staða fyrirtækja sem byggjast á
sérhæfðu vel menntuðu starfsfólki,
sem getur sjálft skapað þekldngu.
Fyrirtækin Marel, Vaki, Össur,
Lyfjaþróun, hugbúnaðarfyrirtækin
öll, erfðatæknifyrirtækin, Islensk
erfðagreining og Urður Verðandi
Skuld, eru góð dæmi um fyrirtæki
sem hafa þróast vegna rannsókna á
Islandi eða byggjast á fólki sem
hefur fengið_ menntun og reynslu
við Háskóla Islands.
En spumingin sem leitar á vís-
indamenn er um fjármögnun
grunnrannsókna á íslandi: Nægir
hún til að áfram megi verða upp-
bygging nýrra fyrirtækja sem eru
að vinna nýja markaði og auka fjöl-
breytni í atvinnulífi á Islandi?
Helstu sjóðir sem úr er veitt til
grunnrannsókna er, Rannsóknar-
sjóður HI, og Vísindasjóður, sem
hér er í brennidepli, en grunnrann-
sóknir eru að meginhluta kostaðar
af almannafé.
Er vantrú á vísindum?
„Það er einlæg ósk úthlutunar-
nefndar að framlög til Vísindasjóðs
verði stóraukin til að mæta aug-
ljósri og sívaxandi grósku í öflugu
vísindasamfélagi," segir í greinar-
gerð úthlutunarnefndar Vísinda-
sjóðs Rannsóknarráðs Islands frá
10. febrúar sl. Nefna má að vísinda-
menn fengu 48,9 milljónir krónur, á
þessu ári, úr Vísindasjóði vegna
nýrra rannsókna. Hinsvegar var
50% af heildarfjölda A-umsókna
hafnað, en 62 bárust. Ari áður var
62% umsókna hafnað. (A-umsókn
merkir úrvalshóp). Verkefni voru
núna að meðaltali styrkt um 790
þúsund krónur. I greinargerð út-
hlutunamefndar Vísindasjóðs, frá
10. febrúar segir ennfremur:
„Síaukin sókn ungra vísinda-
manna til náms og rannsókna hefur
nú leitt til þess að fjöldi mjög góðra
umsókna um styrki úr Vísindasjóði
er nú langt umfram það fjármagn,
sem sjóðurinn hefur til ráðstöfun-
ar. Fjöldi vísindamanna setur allt
traust á að Vísindasjóður verði við
beiðni þeirra um styrk, en verða
síðan að horfast í augu við neitun,
þrátt fyrir bestu meðmæli fagráða.
Niðurstaðan verður óhjákvæmi-
lega sú að samfélagið glatar tæki-
fæmm, sem era borin uppi af hug-
myndaauðgi, framsýni og
metnaði."
Árið 1987 hélt Vísindafélag ís-
lendinga ráðstefnu um grannvís-
indi á Islandi. Þar vora miklar von-
ir tengdar við eflingu Vísindasjóðs
og Rannsóknarsjóðs. Komið hefur
á daginn að fjármagn sjóðsins hef-
ur hefur ekki aukist á þessum ára-
tug. Lokaorð Guðmundar Eggerts-
sonar prófessors ll.,apríl 1987 á
ráðstefnunni voru: „Ég vil að lok-
um láta í ljós þá von mína að þessi
ráðstefna verði mörgum hvatning
til þess að vinna ötullegar en áður
að eflingu grannrannsókna hér á
landi.“ Núna segir Guðmundur:
„Grannrannsóknir á Islandi era í
algeru svelti og stundaðar af van-
efnum. íslenskir vísindamenn era
hinsvegar þrautsegir og gefast
ekki upp. Aftur á móti er hætta á að
úrvalsfólk sæki fremur í störf í út-
löndum.“
Guðmundur Eggertsson er pró-
fessor í sameindalíffræði, og hefur
verið kallaður faðir erfðafræðir-
annsókna á Islandi. Þegar hann
kom heim úr námi fyrir þrjátíu ár-
um var líffræðiskor Háskólans í
burðarliðnum. Hann telur að síð-
asta stóra afrek stjórnvalda vegna
rannsóknarmála hafi verið árið
1966 þegar Raunvísindastofnun HI
var stofnuð ásamt Vísindasjóði.
„Ég hef tröllatrú á að grannvísindi
séu afar mikilvæg fyrir þjóðina, og
að þau eigi að vera skylda og stolt
háskóla. En afstaða stjórnvalda á
síðustu áratugum hefur einkennst
af vantrú á vísindi. Skilningur
þeirra er bundinn við hagnýtingu.
A.m.k. hafa aldrei verið heitar um-
ræður á Alþingi um rannsóknar-
mál,“ segir Guðmundur.
Þriðjudaginn 30. nóvember nk.
verður haldin önnur ráðstefna um
grannvísindi á íslandi: „Vísindi í
leit að pólitík“. Hana heldur Rann-
sóknarráð íslands (www.rannis.is)
og hefst hún kl. 8:45 á Hótel Loft-
leiðum. Þar verða m.a. kynntar nið-
urstöður úttektar Ingu Dóra Sig-
fúsdóttur og Þórólfs Þórlindssonar
prófessors við HÍ fyrir menntamál-
aráðuneytið, sem nefnist Staða
grannvísinda á Islandi.
Inga Dóra Sigfúsdóttir hefur
einnig rannsakað þessa stöðu í
M.A. ritgerð sinni „Grunnvísindi á
íslandi. Skipulag og árangur" (nr.
1520, júní 1999, Háskóli íslands,
Félagsvísindadeild). Fram kemur
að staða íslenskra vísinda er sterk á
alþjóðavettvangi. Hún sýnir að þeir
hafi náð góðum árangri m.t.t. fjölda
birtra vísindagreina þeirra í virtum
ritum, og fjölda tilvitnana í vísinda-
verkin. Aftur á móti er ísland undir
meðaltali innan OECD í heildar-
framlögum til rannsókna- og þró-
unarstarfs, miðað við þjóðarfram-
leiðslu. „Þá er fjárskortur til
grannvísindastarfsins einn helsti
veikleiki íslensks vísindastarfs að
mati þeirra vísindamanna sem rætt
var við, talinn hefta sköpunarmátt
og koma í veg fyrir að eldmóður
ungra vísindamanna sé nýttur til
fulls,“ (bls. 91) ritar Inga Dóra.
Grunnrannsóknir njóta ekki
góðs af auknum útgjöldum
Inga Dóra vitnar í Jakob K. Kri-
stjánsson prófessor á raunvísinda-
sviði en hann talar um að nútíma
rannsóknir innan raunvísinda verði
ekki stundaðar af viti nema með
miklu fé: „Lágmarksstærð rann-
sóknarhóps sé 10-15 manns, sem
saman standi af leiðtoga (prófes-
sor), nokkram vísindamönnum
(sérfræðingum og „póstdoktor-
um“), aðstoðar- og tæknifólki og
stúdentum í BS-, MS-, og PhD-
námi. Arsvelta í slíkum hópi miðað
við íslenskar aðstæður sé nálægt 50
milljónum króna“ (bls 42).
Inga Dóra kemst að þeirri niður-
stöðu um fjármögnun vísinda-
starfs, sem hún skoðar í smáatrið-
um, að stöðug aukning á útgjöldum
til rannsókna og þróunarstarfs hafi
orðið hér á landi, sérstaklega frá
árinu 1989. Hlutfallið var 1,8% af
vergri landsframleiðslu árið 1997.
Hinsvegar ritar hún: „Þjóðir sem
Islendingar hafa gjarnan borið sig
saman við hafa stóraukið framlög
til rannsóknar- og þróunarstarfs.
Má nefna Norðurlandaþjóðirnar,
sérstaklega Svía (3,7% af VLFýog
Finna (2,8% af VLF), svo og íra
sem hafa fyllt nánast sömu hlut-
fallsþróun og íslendingar." (bls. 44)
í skýrslu Ingu Dóru og Þórólfs
Þórlindssonar á ráðstefnu Rannís á
þriðjudaginn, kemur fram að vera-
leg breyting hefur orðið á verka-
skiptingu og áherslum í rannsókn-
um á síðari árum. Hlutfall útgjalda
er árið 1997: atvinnufyrirtæki 41%,
sjálfseignarstofnanir 1%, opinber-
ar stofnanir 30%, æðri menntast-
ofnanir 28%.
En grunnrannsóknir hafa ekki
notið góðs af auknum útgjöldum til
rannsókna og þróunarstarfs og hef-
ur hlutfall þein-a í heildarrann-
sóknum dregist saman sem nemur
um 10 prósentustigum. „Aukin út-
gjöld til R&Þ virðast þannig ekki
skila sér til eflingar grannrann-
sókna. Ástæðan gæti verið sú að at-
vinnufyrirtækin era í auknum mæli
farin að fjármagna rannsókna- og
þróunarstarf og þau sjá sér frekar
hag í því að fjármagna hagnýtar
rannsóknir og þróunarstarfsemi
heldur en grunnrannsóknir.“ (Inga
Dóra, bls. 48.) Vert er að geta þess
að viðmælendur Ingu Dóra í rann-
sókn hennar segja óyggjandi merld
vera um að fyrirtæki kæmu til með
að leggja aukna áherslu á grunnr-
annsóknir í framtíðinni.
Feikileg ásókn í styrki
Inga Dóra skoðar ráðstöfunarfé
þeirra sjóða sem styrkja grunnr-
annsóknir og birtir myndir sem
sýna að bilið á milli ráðstöfunarfjár
Vísindasjóðs og heildarapphæðar
umsókna hefur breikkað mikið og
hófst sú þróun árið 1995. „Þetta
sést vel á því að ráðstöfunarfé
sjóðsins hefur hækkað úr 136,6
m.kr. árið 1992 í 168,3 m.kr. árið
1997. Á sama tíma hefur umsókn-
um fjölgað úr 325 að upphæð 347,9
m.kr. árið 1992 í 368 að upphæð
626,4 m.kr. árið 1997“ (bls. 50).
I skýrslu Ingu Dóru og Þórólfs
kemur fram að þróunin er í þá átt
að sú upphæð sem úthlutað erverð-
ur sífellt minni hluti af heildarfjár-
hæð umsókna. Árið 1990 voru þær
45% af heildarfjárhæð umsókna, en
árið 1997 vora þær komnar niður í
27%.
Ef vísindamenn á Islandi ætla
áfram að standast alþjóðlega sam-
anburð era breytingar, sem m.a.
fela í sér meira fé en áður til grunn-
vísinda, óhjákvæmilega framund-
an. En hvaða?
Hver er tilgangurinn með
Vísindasjóði?
„I stefnumörkun ríkisstjómar
Davíð Oddssonar árið 1993 stendur
skýrum stöfum að stækka eigi og
auka fé opinberra sjóða til rann-
sókna og með þessi orð í farteskinu
fór Rannsóknarráð Islands af stað
og bjó til áætlun um að 400 milljón-
ir yrðu til ráðstöfunar árið 1998 eða
99 til að geta svarað umsóknunum
um styrki,“ segir Kristján Kri-
stjánsson forstöðumaður vísinda-
sviðs og Vísindasjóðs Rannís. „Það
eru ansi mörg verkefni sem fá ekki
neitt úr sjóðnum og menn eru
hættir að nenna að sækja hér um.“
Kristján segir að þrátt fyrir fram-
úrskarandi verkefni sé ekki víst að
neitt fáist úr sjóðnum, en ef það fá-
ist er ekki víst að það sé nema um
25% af því sem sótt er um. En það
má spyrja: Hvaða gagn er í að fá
styrk fyrir fjórðung verks? Hvaða
gagn er að þvi að veita 800 þúsund
krónur í verkefni sem kostar 10
milljónir? Hver er tilgangur sjóðs
sem veitir ekki betur?
Kristján segir að efast megi um
núverandi kerfi vegna þess að Vís-
indasjóður er svo lítill. Hann spyr
hvort það borgi sig að hafa um-
fangsmikið matskerfi í kringum
umsóknirnar. Hvað kostar það?
„Ég held að þegar allt kemur til alls
kosti um 100 milljónir að sækja
þær 150 milljónir sem era í Vís-
indasjóði,“ segir Kristján. Að skrifa
umsókn kostar um 150-200 þúsund
(m.a. vegna tímans sem fer í hana),
það er kostnaður við að meta um-
sóknina, hafa menn á launum hjá
Rannís, hafa úthlutunarnefnd
o.s.frv. Sjóðurinn er m.ö.o. of smár
miðað við umgjörðina.
Kristján efast um að réttlætan-
legt sé að hafa svona dýrt ferli í
kringum lítinn sjóð. „Er ekki nær
að Rannsóknarráð Islands ákveði
árlega hvert peningarnir fari, t.d.
að 50 milljónir fari í hugvísindi. Er
ástæða til að láta menn keppa um
þennan pening?“
Kristján segir að Vísindasjóður
hafi misst gildi sitt, hann sldpti
ekki lengur nógu miklu máli. Áhrif
hans era þverrandi. Hann nefnir
Tæknisjóð til samanburðar en þar
era meiri peningar og hærri úthlut-
anir. í rannsókn (Stefáns Ólafsson-
ar) á honum kom í ljós að verkefnin
sem fengu hæstu styrkina skiluðu
mestum árangri. Meðalstyi-kur í
Tæknisjóði er 2,5 milljónir og sú
upphæð getur gagnast vísinda-
mönnum. „Ef það væru t.d. 450 mil-
ljónir til úthlutunar úr Vísindasjóði
væri hægt að styrkja öll A-verk-
efni,“ segir hann og bætir við að
sótt sé árlega um milljarð úr sjóðn-
um.“
Niðurstaða Kristjáns er að ann-
aðhvort eigi að margfalda sjóðinn
og veita vísindamönnum fullan
styrk fyrir verkefnin, eða að leggja
hann niður og nota þessar 150 mil-
ljónir til að efla vísindin á annan
hátt. „í stefnu ríkisstjórnar Davíðs
Oddssonar frá árinu ’93 var því lof-
að að efla þennan sjóð, en raungildi
styrkjanna í honum hefur minnkað.
Ríkissjóður setur 25 milljónir í
hann og hitt kemur frá Seðlabanka
íslands." Þessar 25 milljónir eru
svona nokkurn veginn það sem
kemur inn af sköttum (vsk.) vegna
þessara verkefna sem styrkt era.
Kristján segir að menn verði að
ræða þessa stöðu Vísindasjóðs og
taka ákvarðanir í framhaldinu.
Hver er tilgangurinn með honum
og hvernig er hægt að nýta fjár-
magnið sem best? Hann vill um-
ræður. Inga Dóra telur ekki rétt að
veita meira fé í núverandi kerfi, það
þurfi að stokka það upp.
Ær og kýr háskóla
En hefur ríkisvaldið trú á vísind-
um? Af orðum menntamálaráð-
herra í fréttabréfi Rannís (3. tbl. 5.
árg. 1999) að dæma virðist svo
vera: „Ekkert þjóðfélag fær staðist
án öflugra rannsókna og vísinda.
Því meira sem ég kynni mér þessi
mál þeim mun sannfærðari verð ég
um nauðsyn þess að efla rann-
sókna- og þróunarstarf." Ríkis-
stjórnin sem hann situr í er hins-
vegar gagnrýnd í Ársskýrslu
Rannís 1998. 25% alls rannsóknar-
fjár átti að fara um opinbera sjóði,
en eins og Kristján Kristjánsson
bendir á var ekki staðið við það.
20% af tekjum af sölu ríkisfyrir-
tækja og hlutabréfa í eigu ríkisins
áttu að renna til rannsókna og þró-
unar. Við þetta var staðið til 1998
en með ákvörðun um markáætlun
um upplýsinga- og umhverfismál
markaði ríksstjórnin þá stefnu að
framvegis yrðu fjáiveitingar til
rannsóknarmála ákveðnar með
fjárlögum. Ástæðan er ef til vill að
tekjurnar af sölunni urðu of mikl-
ar? Og í skýi-slunni stendur: „Á síð-
astliðnu ári var heildarhlutfall inn-
lendra og erlendra sjóða, þar með
úr rammaáætlun Evrópusamban-