Morgunblaðið - 27.11.1999, Page 50

Morgunblaðið - 27.11.1999, Page 50
' 50 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓNA SIGRÚN JENSDÓTTIR + Jóna Sigrún Jensdóttir fædd- ist í Þorlátursfirði í N-Isafjarðarsýslu 28. febrúar 1916. Hún lést 9. nóvem- ber siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Siglufjarð- arkirkju 16. nóvem- ber. Látin er tengda- móðir mín, Sigrun Jensdóttir húsmóðir. Fyrstu kynni mín af Sigrúnu voru fyrir 23 árum, þegar ég í fyrsta skipti kom til Siglufjarðar með eiginkonu minni Elísabetu Erlendsdóttur. Hugurinn reikar til baka og upp í hugann kemur þakklæti og virð- ing fyrir vináttu og tryggð Sigrún- ar við mig, eiginkonu mína og börn okkar. Sérstaklega er mér minnisstætt hvað Sigrún tók mér vel strax við okkar fyrstu kynni, það viðmót hennar í minn garð hélst þar til yfir lauk. Sigrún var trúuð og kærleiksrík manneskja sem hafði velferð þeirra sem í kringum hana voru í hávegum, hér var sama hvort um skyld- menni eða vandalausa var að ræða. Við hjónin höfðum það fyrir reglu að heimsækja Sigrúnu og Ella á hverju sumri, og gerðum við það nema þau ár sem við bjuggum erlendis. Móttökurnar sem við fengum voru ætíð á sama veg, umhyggja, örlæti og mikil gestrisni. Sigrúnu var mikið í mun að ég fengi að njóta hvíldar og næðis meðan á heimsóknunum stóð, og víst er það að hvergi leið okkur betur en í húsum Sigrúnar og Ella. Þau sjö ár sem við hjónin bjuggum erlendis nutum við einn- ig örlætis og umhyggju þeirra hjóna, símhringingar og jólapakk- ar sem við og börnin okkar vorum svo innilega þakklát fyrir. Eitt af stórafrekum Sigrúnar var uppeldi 11 barna þeirra hjóna, það verk leysti hún snilldarlega af hendi og lýsa hin fleygu orð Ein- ars Benediktssonar best kjarna þess uppeldis: Móðurhönd, sem vögguvéin rækir, vegaljósið býr til fjærstu strandar. Kæra Sigrún, með þessum orð- um kveð ég og fjölskylda mín þig með þakklæti í hjarta og bið Guð um að varðveita þig og geyma. Blessuð sé þín minning. Kristinn J. Gíslason. Hetja er fallin, farin af þessum heimi. Eftir sitjum við hin, hnípin og skiljum ekki af hverju hún fékk ekki að vera lengur. Saman áttum við eftir að gera svo margt. Eg minnist systur minnar Sig- rúnar frá æskuárum mínum sem hinnar sterku stoðar þegar móðir okkar flutti búferlum með hópinn sinn til Norðurlandsins. Þótt - hljótt færi voru mannkostir henn- ar slíkir að ekki fór framhjá nein- um. Hún, eins og margir aðrir á þeim tíma, dreif sig í síldarævin- týrið á Sigló, ekki síst til þess að afla meiri tekna fyrir heimilið okkar. Um haustið kom hún heim færandi hendi og hamingjusöm í tvennum skilningi. Hún hafði hitt þann sem alla ævi upp frá því varð hennar lífsförunautur. Einn dag- inn þegar ég kom heim úr skóla var hann þar. Ég skoðaði hann í krók og kring og fannst hann alls ^ ekki nógu myndarlegur fyrir hana systur mína. Ég var bara krakki og mér var fyrirgefið. Tíminn leið, ég varð vitibornari og mér lærðist að meta Ella og þykja vænt um hann, meira og meira eftir því sem árin liðu. Ég varð tíður gest- ur á heimili þeirra hjóna næstu árin enda Siglufjörður nafli alheimsins á þeim tíma. Þar var fjörið og þar var sól- in, miklu betri en annars staðar. Sigló var Mallorca þess tíma, þangað var farið í helgarferðir og í sumarfrí enda stutt að fara frá Akureyri. Sjó- veikikvölin var þó mikil og mikið á sig lagt en það var þess virði fyrir skemmtilegheitin og brúnkuna sem þá eins og nú var eftirsóknar- verð. Engum datt í hug að sumar- sólin væri hættuleg enda varð engum meint af. Svo fóru börnin hennar systur minnar að koma hvert af öðru. Þegar þriðji strákurinn kom and- varpaði móðir mín og sagði: æ, hvers vegna gat það ekki verið stelpa? Sjálf átti hún sjö stykki börn og hefur ef til vill hugsað á þeim tíma að hið hálfa væri nóg. Oskin um stelpu varð að veru- leika, en böggull fylgdi því þrjár tátur fylgdu fast á eftir. Svo kom aftur lítill sætur herramaður, ljós- geisli æ síðan, og aftur þrjár litlar tátur, miklir gleðigjafar. Farsæld stóra barnahópsins, sem varð lífsviðvera systur minnar og Ella, sýnir betur en margt annað þvílíkt mannkostaheimili það var sem ól hann. Vakin og sofin áttu börnin allan hug foreldra sinna. Systir mín lifði og hrærðist fyrir þau. Oft fann hún nístandi sáraukann sem því fylgir að vilja gera betur en mögulegt er. Við sátum oft við eldhúsgluggann síðla nætur í fé- lagsskap þeirrar djúpu óraun- verulegu kyrrðar sem Siglufjörð- ur einn á, og fjörðurinn spegilsléttur, hlustandi í andakt þegar við reyndum að leysa lífsins gátur. Hún vildi gera svo miklu betur. Þegar ég fór að sofa fór hún upp á háaloftið að þvo þvott- inn sinn. Þegar ég vaknaði og kom fram í eldhús að morgni var hún þar. Ég vissi sjaldan hvenær hún svaf. Barnahópurinn óx úr grasi. Húsbóndinn sagði stundum nei og stundum var nöldrað og erfitt að sjá lausnir í dagsins önn en lausn- in fannst í bæninni og þeirri ein- lægu trú sem óx með systur minni hvern dag. Sú trú var skjöldur hennar og vörn og það klæði sem hún umvafði börnin sín með þegar hennar eigin hlýja og armar náðu ekki alla leið. I birtu og yl þeirrar trúar fól hún þau öll, hvert og eitt einasta. Ég tel það þeirra gæfu í dag. A árum mínum í útlöndum bað hún mig oft að fara í kirkjurn- ar sínar. Ég gerði það fyrir hana, án þess að finnast það skemmti- legt. Eigi að síður fór það svo um síðir að hennar kirkjur urðu mín- ar. Við það bættist gullþráður í vináttuna. Þegar ég kom heim eft- ir nokkurra ára fjarveru fór ég strax niður á símstöð til þess að hringja í hana systur mína og stuttu síðar var ég komin til Sigló. Þar sprakk í mér botnlanginn fyr- irvaralaust. Það kostaði sjúkra- húsvist. Allt fór þó vel. Já, þannig koma minningarnar hver af ann- arri upp á yfirborðið, sumt löngu gleyrnt en nú svo lifandi. Ég varð þess aðnjótandi að sjá eldri börnin vaxa úr grasi og fá að þusast í kringum þau og taka til minna ráða þegar mér fannst þau Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem í viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. óþekk. Það voru ekki alltaf gáfu- legar aðferðir! Og svo sá ég barn fæðast. Systir mín var ótrúleg og barnið sem fæddist var það falleg- asta sem ég hafði séð. Atburður- inn markaði spor - hafði djúp áhrif. Áður gerð áform fuku lönd og leið. Ég valdi mér ævistarf. Það ævistarf hefur gefið mér lífs- ins ríkidæmi sem aldrei verður fullþakkað. Á Siglufirði hélt ég nýverið upp á stórt afmæli ljós- móðurferilsins. Sl. sumar og nú í haust sátum við enn og aftur við gluggann góða og röbbuðum saman. Kyrrðin var sú sama og fyrr, fjörðurinn prúð- ur og spegilsléttur. Ég skynjaði „mollniðinn" í gárunum sem föðm- uðu steininn sem ég hafði svo oft setið á og horft frá inn í dýpt fjar- lægðarinnar. Ég sá einnig lautina, þaðan sem ég forðum horfði í feg- urð vorsins undir heiðskírum himni, og ákvað að gefa foreldrum og börnum þeirra krafta mína og það besta sem ég ætti í þekkingu og kærleik. Sú ákvörðun varð mér blessun. Nú sit ég ekki oftar við glugg- ann góða með djúpviturri konu, henni systur minni, því hún er ekki lengur hér. Ég veit ekki af hverju mér finnst það svo ótrúlega sárt. Ég þakka fyrir samverustund- imar allar, ekki síst þær síðustu nú í haust því þær eru svo ljóslif- andi. Ég sé og fyrir mér soninn unga sem einnig var í heimsókn. Þvílík ást. Hann dekraði við hana! Eldaði mat, steikti, brasaði og hrærði, skreytti borð, hló og skemmti sér og okkur. Hann lék á als oddi. Af henni skein móðurást og stolt. Hún elskaði þau öll, þau voru hjartað í brjósti hennar. Vel- ferð þeirra var velferð hennar, augasteinn þeirra einnig hennar augasteinn. Þau voru henni lífið sjálft. Verkamaður og verkakona, unnu þrekvirki. I hljóðleik unnu þau þjóð sinni hörðum höndum innan heimilis og utan án þess að fá fyrir digra sjóði. Þau kröfðust einskis. En ég spyr oft hver eru laun samfélagsins til slíkra? Hve- nær kemur að því að slíkir fái æðstu orðu íslenska ríkisins? Og ég spyr enn: Hverjir eiga hana betur skilið? Án dekurs samfé- lagsins gáfu þau þjóð sinni að auki manndómssyni og dætur. Hvert og eitt einasta þeirra sterkar stoð- ir í íslensku samfélagi. Þessar sterku stoðir hafa og þá gæfu tii að bera að gera hvem þann sem þeim kynnist að betri manneskju. Veganestið að heiman mun alltaf fylgja þeim, hvort sem þau taka eftir því eða ekki. Þessi litla minningargrein, sem segir svo lítið þegar litið er til þeirrar minningagnóttar sem fyrir er, átti að koma í blaðið á út- farardegi elskaðrar systur. Tæknilegar hindranir, sem ég fæ eigi útskýrt, stöðvuðu það. Mér fannst það sárt, en það var þó ekkert á við þá staðreynd að klukkustund áður en systir mín var borin til grafar kvaddi lífsförunauturinn Erlendur Þórar- inssson. Hann lokaði augum sín- um til hvíldar í hljóðleik. Það síðasta sem okkur fór á milli var spurningin um hvort hann hefði krafta til að fylgja kon- unni sinni til grafar. Það var stór og glæsilegur ætt- ingja- og afkomendahópur sem fyllti ganga og setustofu Sjúkra- húss Siglufjarðar þennan dag. Höggið var stórt. Sorgin sár og mikil. „Hún kom og sótti hann, hún treysti ekki öðrum til að hugsa nógu vel um hann.“ Orð dóttur, til að dempa sársaukann. Sjálfsbjargarviðleitni á örlaga- stund. Sú leið er gömul og ný. Við leitum skýringa, við búum þær til ef þær eru ekki fyrir hendi aug- ljósar og klárar. Þær eru smyrsl á sárin, huggun fyrir sálina, kraftur til að komast í gegnum hörku hvunndagsins. Guð blessi og styrki börnin öll, ættmenni og afkomendur alla. Blessuð sé minning mætra hjóna. Hulda Jensdóttir. + Erlendur Guð- laugur Þórarins- son fæddist í Siglu- firði 21. júlí 1911. Hann lést 16. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Þórarinn Ágúst Stefánsson smiður, fæddur að Ámá í Héðinsfirði, og Sig- ríður Jónsdóttir húsmóðir, fædd að Staðarhóli í Siglu- firði. Erlendur átti níu systkini: Jón Friðrik Marinó, f. 1905, d. 1979, Erlendur Guðlaug- ur, f. 1907, d. 1910, Sigríður, f. 1909, d. 1910, Stefán Valgarð, f. 1914, d. 1985, Sigurgeir, f. 1917, d. 1994, Mikael, f. 1920, Júlíus, f. 1923, Hólmsteinn, f. 1926, og Einar, f. 1929. Eiginkona Erlends var Sigrún Jensdóttir, f. 28. febrúar 1916, d. 9. nóvember 1999. Foreldrar hennar voru Jóhanna Jónsdóttir húsmóðir og Jens Jónsson bóndi. Erlendur og Sigrún gengu í hjónaband 21. júlí 1940. Þau hófu búskap í Lækjargötu 7b og fluttust síðan að Hvanneyrar- braut 56 árið 1947 og bjuggu þar alla tíð. Þau eignuðust saman 11 börn sem öli eru á lífi. Erlendur átti eina dóttur fyrir. Börn Er- lends eru: Ragnheiður, f. 1939, starfar á Heiibrigðisstofnun Sauðárkróks, maki hennar Pét- ur Bolii Björnsson, f. 26. mars 1940, d. 1. apríl 1996, bflstjóri, Sigþór Jóhann, f. 1943, kennari, í dag kveð ég tengdaföður minn, Erlend Þórarinsson. Að ferðalokum er margs að minnast og margt að þakka. Dugnaður, gestrisni, heiðar- leiki og traust voru kostir sem Elli var ríkulega gæddur. Dugnaðurinn lýsti sér vel í hvernig Ella og Sig- rúnu tókst til við uppeldi á 11 böm- um sínum. Oft hefur sjálfsagt verið þröngt í búi en ekki er að sjá að það hafi spillt árangrinum, því öll eru þau Ella-Gústa börn mikið mann- kostafólk. Með mér og Ella tókst ágætur vinskapur sem ég naut góðs af við heimsóknirnar mínar til Siglufjarð- ar. Við Elli höfðum okkar ákveðnu föstu venjur við þessi tækifæri, tveir bíltúrar á dag, niður í bæ, út að Hóli, komið við á Hótel Læk og þegin þar smáhressing og gjaman komið við í sjoppunni svona á leiðinni heim. Þá var ýmislegt spjallað og stundum fékk ég að heyra skemmtilegar sög- ur frá þeim tíma sem Elli var ungur maður. Síðasta heimsókn okkar fjöl- skyldunnar til Ella og Sigrúnar var nú síðla sumars, þá var Elli orðinn talsvert lasinn og af honum dregið. Ekki var ég viss um hvort hann myndi nú treysta sér í bíltúr og ákv- að því að bjóða ekki upp á slíkt að fyma bragði. En á öðmm degi heim- sóknarinnar segir Elli við mig hvort við ættum ekki að skreppa niður á Hótel Læk og koma við í sjoppunni, að sjálfsögðu svaraði ég þessu ját- andi, og það var eins og fyrri daginn. Elli var léttari og hressari eftir þessa stuttu ferð. Nú er Elli lagður af stað í aðra og meiri ferð, ferðina á vit feðra sinna, veganestið í þeirri ferð er þeir mannkostir sem Elli var gæddur, eins og orð Einars Benediktssonar lýsavel: Vor örlög ráðast heima hljótt íhjartavoruoganda. Kæri Elli, með þessum orðum kveð ég og fjölskylda mín þig með þakklæti í hjarta og bið Guð um að varðveita þig og geyma. Blessuð sé þín minning. Kristinn J. Gi'slason. maki Ester Berg- mann Halldórsdótt- ir, f. 1943, sérkenn- ari, Haraldur Guðbjartur, f. 1945, íþróttakennari, maki Pamela Er- lendsson, f. 1945, húsmóðir, Siguijón Jens, f. 1947, raf- virkjameistari, maki Guðrún Kjart- ansdóttir, f. 1949, skrifstofumaður, Friðgerður Hulda, f. 1948, húsmóðir, maki Númi Jónsson, f. 1947, bóndi, Erna Sigrún, f. 1949, verkakona, maki Sigurður V. Jónsson, f. 1948, bifreiða- stjóri, Arnfríður Guðrún, f. 1951, sjúkraliði, maki Oðinn Trausta- son, f. 1953, vélstjóri, Brynja Þórunn, f. 1953, ræstitæknir, maki Ingi Pálsson, f. 1944, iðn- verkamaður, Sigurgeir Óskar, f. 1954, bakarameistari, maki Annabella Albertsdóttir, f. 1952, húsmóðir, Elísabet María, f. 1955, ljósmóðir, maki Kristinn J. Gíslason, f. 1952 byggingaverk- fræðingur, Auður Björk, f. 1957, aðstoðarhótelstjóri, maki Rögn- valdur Gottskálksson, f. 1955, bankastarfsmaður, Sóley Ingi- björg, f. 1959, hótelstjóri, maki Birgir Kristbjöm Hauksson, f. 1962, framkvæmdastjóri. Barna- böm Erlends em alls 38 og barnabarnaböm 22. Utför Erlends Guðlaugs fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma og afi. Nú eruð þið horfin á braut, farin á vit nýrra æv- intýra. Lífi ykkar sem einkenndist af vinnu, gestrisni, ást og hlýju er nú lokið. Aldrei gerðuð þið greinarmun á einstaklingum og alltaf funduð þið það góða í hverri sál. Að ala upp ellefu börn er þrek- virki út af fyrir sig, og nú getið þið litið yfir hópinn stóra sem ætt ykkar hefur að geyma og verið stolt af ævi- starfinu. Að heimsækja Sigló verður aldrei það sama. Að koma í heim- sókn í verkamannabústaðinn á Hvanneyrarbrautinni var sérstakt, þar vai- alltaf líf og fjör, alltaf opið hús og allir fengu höfðinglegar mót- tökur. Aldrei skorti svefnpláss, það var alltaf hægt að bæta við beddum. Við munum minnast afa sem allt- af fór á völlinn að horfa á fótbolta þó að hann væri farinn að missa sjón, og ömmu sem var alltaf á móti því að einhver ynni, það átti alltaf að vera jafntefli. Við minnumst samskipta móður okkar og ömmu, þar sem þær stöllur gátu setið tímunum saman og rætt um tvö ólík málefni samtímis, því móðir okkar var ekki sleip í íslenskunni. Við viljum biðja Guð almáttugan að leiða ykkur inn í ríki sitt og vera jafn gestrisinn og þið voruð í lifandi lífi. Söknuðurinn er mikill og hugur okkar mun fylgja ykkur inn í hið óþekkta. Ef við þekkjum ykkur rétt munuð þið gera allt sem í ykkar valdi stendur til að vemda okkur og leiða á réttar brautir í lífinu hér á jörð. Við erum þakklát og stolt yfir því að hafa átt ykkur fyrir afa og ömmu, og þið munuð alla tíð eiga pláss í huga okkar og hjarta. Róbert, Sara, Aron og Elísabet Haraldsböm. Ágætur vinur minn, Erlendur Þórarinsson, er látinn. Énn einn af þeim sem sett hafa svip sinn á bæinn, hefur kvatt þennan heim. Hann lést aðeins rúmum tveimur klukkustundum áður en útför eigin- konu hans, Sigrúnar Jensdóttur, hófst í Siglufjarðarkirkju, en hann ERLENDUR GUÐLAUGUR ÞÓRARINSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.