Morgunblaðið - 27.11.1999, Page 53

Morgunblaðið - 27.11.1999, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 53 RAGÚEL HAGALÍNSSON + Rag-úel Haga- línsson fæddist á Leiru í Jökulfjörð- um 12. apríl 1921. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Isafirði 19. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Hagalín Stefán Jakobsson, f. 23. júní 1888, d. 13. febrúar 1959, og Rannveig Guð- mundsdóttir, f. 10. janúar 1893, d. 27. maí 1972. Ragúel átti fjögur systkini: Matthías, f. 11. júlí 1918, d. 9. febrúar 1946, Jakob, f. 10. ágúst 1919, d. 3. júní 1988, Rebekku, f. 15. sept- ember 1923, og Margréti, f. 12. febrúar 1927. Þá ólu foreldrar hans upp Karl Pálsson, f. 24. júní 1938, og dótturson sinn, Smára Haraldsson, f. 20. febr- úar 1951, til tíu ára aldurs. Eftir það átti Smári sitt annað heimili hjá Ragúel og fjölskyldu hans. Hinn 8. október 1960 kvænt- ist Ragúel Helgu Stígsdóttur frá Horni, f. 24. ágúst 1926. Foreldrar hennar voru Stígur Haraidsson bóndi á Horni, f. 13. september 1892, d. 8. septem- ber 1954, og Jóna Jóhannes- dóttir húsfreyja á Horni, f. 1. september 1892, d. 15. mars 1984. Börn Ragúels og Helgu eru: 1) Rann- veig, f. 9. maí 1960, maki Amad Hajo, f. 12. mars 1955. Syn- ir þeirra eru Salar, Sipan og Fannar. 2) Hallfríður, f. 1. júlí 1962. Börn hennar eru Helga Björg, Andri Páll og Ja- kob Heiðar. 3) Stef- án Hagalín, f. 16. júní 1964, maki Berglind Árnadótt- ir, f. 3. febrúar ..1961. Synir þeirra eru Birkir Örn og Elvar Ari og dóttir Berglindar er Sandra Dís. 4) Jóna Ragnhildur, f. 6. maí 1969. Sonur hennar er Árni. Ragúel stundaði sjómennsku framan af ævinni. Hann tók við búi í Sætúni í Grunnavík við lát föður síns og bjó þar til ársins 1962 er byggð lagðist af í Grunnavíkurhreppi. Þá fluttist Ragúel til Skutulsfjarðar þar sem hann hóf vinnu í Hrað- frystihúsinu Norðurtanganum hf. þar sem hann vann þar til fyrir rúmum tveimur árum. Útför Ragúels fer fram frá Isafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Vandaður maður hefur kvatt jarðvistina. Hann bar sjaldgæft nafn og var afar einstakur maður. Ragúel Hagalínsson fæddist á Leiru í Jökulfjörðum í Grunnavík- urhreppi. Hann ólst upp á Leiru og Steinhólum, en fluttist. til Grunnavíkur árið 1941. Til ísa- fjarðar flutti hann með sveitung- um sínum árið 1962. Þar með fór Grunnavíkurhreppur í eyði. Með í þeirri för var líka eiginmaður minn, Smári Haraldsson. Ragúel var stoltur af sveitinni sinni fögru og rifjaði oft upp at- burði sem þar gerðust. Ragúel vandaði líf sitt, var alltaf í góðu skapi, afskaplega hlýr maður og gaf mikið af sér. Orðheldinn og orðvar svo af bar. Börnin mín hafa oft haft á orði: Ragúel frændi blót- ar aldrei. Eftir að Ragúel flutti til ísafjarðar vann hann í Hraðfrysti- húsinu Norðurtanganum hf. Hann lét sér annt um vinnuna sína og sína vinnuveitendur. Ég kynntist honum sem móður- bróður mannsins míns, þegar ég fluttist vestur á ísafjörð árið 1977. Ragúel bjó í Brautarholti, sem er í botni Skutulsfjarðar. Brautar- holt var nánast uppi í sveit á átt- unda áratugnum. Þar bjó hann með konu sinni, Helgu Stígsdóttur frá Horni í Homvík. Þau eignuð- ust 4 börn. Rannveig, móðir Rag- úels, var hjá þeim til heimilis þar til hún lést árið 1972. þorrablótum Grunnvíkingafélags- ins, án þess að vín kæmi inn fyrir hans varir. Frásagnargleði Rag úels var slík að oft fannst mér ég vera komin til Grunnavíkur á miðri öldinni þegar þeir bræður og frændur þeirra reru á trillum sín- um fram í Djúpið og undir Grænu- hlíð. Ogleymanleg verður hringferð- in, kringum landið, sem við hjónin fórum í með þeim Ragúel, Helgu og Jónu Ragnhildi, dóttur þeirra, sumarið 1978. Farið var á tveimur gömlum bílum og tók ferðin viku. Oft vitnuðum við í ferðina og glöddumst yfir henni. Alla frænd- ur og frænkur þurfti Ragúel að heimsækja og gaf hann sér drjúga stund hjá hverjum og einum. Þá skorti stundum þolinmæði hjá mér Reykjavíkurstúlkunni, en ég sat á mér og hlustaði á sagt frá löngu liðum atburðum. Það er ekki unnt að skrifa um Ragúel án þess að nefna systkini hans, sem voru honum öll kær. Matthías var elstur systkinanna og var öllum harmdauði þegar hann drukknaði árið 1946, aðeins 28 ára gamall. Jakob, bróðir hans, lést árið 1988._Hann bjó í Grunna- vík og síðar á ísafirði. Tvær systur lifa, Rebekka í Vestmanneyjum og Margrét, tengdamóðir mín, í Reykjavík. Mætur maður hefur kvatt. Ég vil þakka alla vinsemd og ástúð sem Ragúel sýndi mér og fjöl- skyldu minni. Guð blessi minningu hans. Helga Friðriksdóttir. Elsku afi, við söknum þín svo mikið, þú varst svo góður maður. Þú vildir bara dunda þér við að smíða bátalíkön niðri í kjallara eft- ir að þú hættir að vinna, en gerðir ekki eins mikið af því og þú hafðir áhuga á að gera. Við munum þegar við gátum dundað okkur niðri í kjallara hjá þér við að smíða smá- báta, síðan fórum við alltaf niður í fjöru í hvítu Norðurtanga-stígvél- unum þínum til að leika okkur með bátana. En það endaði oftast með því að bátarnir fóru of langt frá fjörunni og við á eftir út í sjó og rennblotnuðum en það gerði ekk- ert til því þú reiddist okkur aldrei. Þegar Salar kom til Isafjarðar í heimsókn til þín og ömmu gátu þú og Salar alltaf talað mikið saman og tókuð oft rúnt niður í bæ, ykkur kom svo vel saman. Það var alltaf gaman að tala við þig því þú hafðir alltaf frá svo mörgu að segja frá því í gamla daga. Alltaf þegar að við vorum döpur varstu vanur að koma og hugga okkur, þér fannst ekki skipta neinu máli hvað við hefðum gert heldur komstu alltaf og talaðir við okkur og komst okk- ur í gott skap. Stundum varstu of góður t.d. þegar mömmur okkur vildu ekki gefa okkur pening laum- aðir þú oft að okkur pening eða keyrðir út í Brúarnesti og keyptir eitthvað gott handa okkur. Afi, við vorum svo ánægð og stolt þegar þú varst valinn heið- ursgestur á seinustu Flæðareyrar- hátíð. Þú varst alltaf svo ánægður og hissa þegar einhver gerði eitt- hvað gott fyrir þig því þú varst vanur að hugsa svo mikið um aðra að þú gleymdir stundum að þú ættir jafn gott skilið og aðrir. Það er ekki nema tæpt ár síðan þú og amma svifuð um dansgólfið á sól- arkaffi Isfirðinga. Við munum þegar við vorum ein heima með þér, þá spilaðir þú oft fyrir okkur á harmonikkuna og við gátum alltaf komið með óskalög. En uppáhalds lagið þitt var Ég leitaði blárra blóma. Elsku amma, megi Guð vera með þér. Hér kemur lítið ljóð. Afi góði blíði og rjóði þú blést í burtu okkar bræði með þinni þekktu þolinmæði. Okkur þykir fráfall þitt svo leitt við elskuðum þig svo rosalega heitt þú varst svo góður og um lífið fróður. Svo loksins eftir margra ára puð var komið að því að hitta Guð. (Andri.) Guð geymi þig, elsku afi. Helga Björg Hafþórsdóttir, Jakob Heiðar Sæmundsson, Andri Páll Sæmundsson og Salar Hajo. Heiðarlegra og betra fólk er vandfundið en þau hjón. Heimilið var alltaf opið fyrir þeim einstakl- ingum sem á hjálp þurftu að halda um skemmri eða lengri tíma. Mjög gestkvæmt var þar, þannig að margir hafa þegið kaffisopa og hlýtt viðmót í gegnum tíðina í Brautarholti. Sársaukafullt hefur það verið að yfirgefa heimabyggðina og sjá byggðina þar með leggjast af. Þessi reynsla hafði greinilega mik- il áhrif á Ragúel. Aldrei fann ég þó neina beiskju hjá honum í garð yf- irvalda eða forsjónarinnar sem stýrðu þessu á þennan veg. Enn sér ekki fyrir endann á fólksflutn- ingum hér vestra. Sterkar taugar lágu til heima- slóðanna. Ótaldar kirkjuferðir og aðrar ferðir sem til féllu voru not- aðar til að sækja þær heim. Ragúl var hagur maður á tré og járn. Hann eyddi mörgum stund- um í kjallaranum í Brautarholti við smíðar. Mörg líkön af bátum vitna um handbragð hans. Ragúel var mjög góður dans- maður og var manna hressastur á Birting afmælis- og minnmgargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmai'kast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru rit- vinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. t Faðir okkar, EIRÍKUR KETILSSON stórkaupmaður, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 29. nóvember kl. 13.30. Ásgeir Hannes Eiríksson, Guðrún Birna Eiríksdóttir, Dagmar Jóhanna Eiríksdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför NÍELSÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR, (ínu), Réttarholtsvegi 83. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki deildar B-4, Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Elísabet Jónsdóttir, Guðmundur Ingi Guðmundsson, Guðmundur Jónsson, Brynja Baldursdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Hiimar Helgason, Jensína Jónsdóttir, Eiríkur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, TRYGGVA TÓMASSONAR, Björk, Grímsnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Ljósheima, Selfossi. Ingibjörg Pálsdóttir, Guðrún Tryggvadóttir, Hörður Smári Þorsteinsson, Tómas Tryggvason, Þórdís Pálmadóttir, Páll Ragnar Tryggvason, Sigríður Björnsdóttir og barnabörn. V- t Dýpstu þakkir sendum við öllum er vottuðu virðingu sína, hlýhug og hluttekningu við andlát og útför ÆVARS HRAFNS ÍSBERG þessa nóvemberdaga við aldahvörf. Alúðarþakkir sendum við starfsfólki Heima- hlynningar Krabbameinsfélags íslands og líknardeildar Landspítalans fyrir frábæra hjálp og umönnun. Vilborg Bremnes ísberg, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför, MAGNÚSARJÓNSSONAR, Selási 26, Egilsstöðum. Ármann Örn Magnússon, Erla Jónasdóttir, fósturbörn, barnabörn og langafabörn. t Innilegar þakkir fyrir hlýhug og vináttu vegna andláts móður minnar og tengdamóður, HREFNU RAGNHEIÐAR MAGNÚSDÓTTUR, Hlíðarvegi 30, ísafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungs- sjúkrahússins á ísafirði sem sýndi henni mikla virðingu. Magnús Reynir Guðmundsson, Guðrún Gunnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.