Morgunblaðið - 27.11.1999, Page 56
56 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Er hlutabréfa-
blaðran að springa?
ÞAÐ er ekki langt
síðan ég heyrði orðið
fjárfestir í fyrsta sinn,
hugtakið er líklega
nokkuð nýtt í málinu.
Þá kom hugtakið
áhættufjárfestir og
virðist mér það vera
maður sem stimdar
fjárhæpttuspil í von
um skjótan gróða.
Áhættufjárfestamir
virðast heillast af því
sem þeir þekkja lítið
t.d. erfðafræði og líf-
tækni. Þessi leikur hef-
ur borist hingað til
lands, þó svo að mý-
mörg dæmi erlendis frá ættu að
vera viti til vamaðar svo sem saga
British Biotech. (Nature, 1998 ). Is-
lendingar em margfrægir íýrir nýj-
ungagirni.
Það er vafalaust hin glaðbeitta
framganga forstjóra deCODE, sem
hefur sannfært menn um að erfða-
rannsóknir væm sérstaklega auð-
veldar á Islandi, hjörðin einsleit og
mikil peningavon. Ég hef í fyrri
greinum sýnt fram á að þessar full-
yrðingar em líklegast allar rangar.
inn er bæði grýttur og
langur.
En vafalaust hafa
margir glapist af þess-
ari yfirlýsingagleði og
keypt hlutabréf, sem
ekki fást skráð á mark-
aði, enda ástæðulítið að
leita eftir slíku meðan
stjóma má verðgildi
þeirra með fréttatil-
kynningum frá fyrir-
tækinu.
Hálf loðnuvertíð
töpuð
Alfreð Ámason Höfundur þessa
greinarstúfs reyndi
einu sinni að fræða verðbréfamenn
um hve flókið fyrirbæri fjölgena-
sjúkdómar em. Þeir skildu það vel
að hér væm mörg ljón í veginum og
rétt að fara sér hægt. Stuttu síðar
keyptu ríkisbankamir og Hof ehf.
Erfðaafurðir
En vafalaust hafa marg-
ir glapist af þessari yfír-
Fyrirheit eða
blekking
Kári Stefánsson segir 1997: „Við
emm alveg á hælum MS-gensins.
Við vonumst til að gefa út yfirlýs-
ingu um jólin.“ þ.e. jólin 1997.
(Scientific American, 1998). Nú em
að nálgast þriðju jólin og engin til-
kynning birst enn, hvað þá vísinda-
grein um efnið. Aftur á móti hafa
margir aðrir rannsóknarhópar birt
niðurstöður sínar varðandi MS-
sjúkdóminn og virðast mörg lítilvirk
gen ráða ferðinni.
Aðra merka yfirlýsingu má lesa í
skýrslu deCODE (dreifirit
deCODE genetics, 1998 ), en þar
segir: „Sem stendur (júní,1998) get-
ur deCODE greint 300.000 arfgerð-
ir á mánuði sem nægir til að fyrir-
tækið getur kortlagt 12 margflókna
(complex) sjúkdóma á ári“. Lítið
hefur orðið um efndir. Það fólk sem
vinnur að þessum rannsóknum gerir
það af hæfni og einlægni, en vegur-
lýsingagleði og keypt
hlutabréf, sem ekki fást
skráð á markaði, segir
Alfreð Árnason, enda
ástæðulítið að leita eftir
slíku meðan stjórna má
verðgildi þeirra með
fréttatilkynningum frá
fyrirtækinu.
hlutabréf í deCODE fyrir 6 (sex)
milljarða kr.
Eg veit jafnlítið um hlutabréf og
bankamennirnir um fjölgenaerfða-
fræði, en þó læt ég mér detta í hug
að hinir amerísku „áhættufjárfest-
ar“ hafi verið búnir að fá nóg af
áhættunni enda ekki fyrirsjáanlegar
neinar meiriháttar uppgötvanir í
erfðafræði hjá deCODE. Þeir vildu
því losna við bréfin og þeir nýttu sér,
að forsætisráðherra og ríkisstjómin
voru í erfiðri stöðu í þessu máli. Þeir
seldu með allgóðum hagnaði, en Is-
lendingar urðu 6 milljörðum fátæk-
ari. Þar fór hálf loðnuvertíð, svo
vitnað sé í fleyg orð. Sennilega er
réttara að tala um okurlánara en
„áhættufjárfesta" þessu samhengi.
En þetta eru bara þankar erfða-
fræðings um hlutabréf sem kannski
byggjast á misskilningi eins og svo
margt í þessu máli.
Ekki veldur sá er varar
Hitt veit ég að erfðafræði fjöl-
genasjúkdóma er flókin og þarf allt
að því kraftaverk ef slíkar rann-
sóknir eiga að gefa af sér peninga-
arð í náinni framtíð. Eins og ég hef
áður ritað í þetta blað, þá er löng leið
frá erfðavísi til lyfs og margfalt
lengri ef erfðavísar eru margir eins
og í flestum algengum sjúkdómum.
Þetta er erfiður vegur til auðs. Svo
má heldur ekki gleyma samkeppn-
inni, öllum þeim sem fást við sömu
rannsóknir erlendis (x 1000). Þeir
rannsóknarhópai' hafa margir birt
niðurstöður sínar og staðfesta þær
hve flókið málið er.
Það eru því ekki miklar líkur á
seljanlegum erfðaafurðum í bráð
hér á bæ , en því minni líkur , því
hærra flýgur hlutabréfablaðran
með hinum ímynduðu verðmætum
og eins og aðrar blöðrur springur
hún ef nógu hátt er farið. Ekki má
hún heldur ná jarðsambandi, þ.e. að
nálgast raunveruleikann , þá gæti
kviknað í henni eins og loftskipinu
Hindenburg forðum.
Auðvitað er mönnum frjálst að sjá
veröldina í hyllingum og fjárfesta í
samræmi við það, en hin raunveru-
legu verðmæti eru ennþá hin sömu.
Það skal ekki lastað að auðmenn
styðji erfðarannsóknir, slíkt gera
þeir um allan heim og er það af hinu
góða. Þeir sem hyggjast verða
snöggríkir af erfðafræðirannsókn-
um verða fyrir vonbrigðum. Ekki
veldur sá er varar.
Höfundur er erfðafræðingur.
64 síðna jólablaðauki
fylgir Morgunblaðinu
í dag.
JltargtstifrlUifeifc
Hvað ræður
ákvörðun um
fjölda flug-
brauta?
Á UMRÆÐU-
FUNDI samgöngun-
efndar Alþingis um
Reykjavíkurflugvöll,
sem sjónvarpað var 19.
þ.m., kastaði forseti
borgarstjórnar
Reykjavíkur fram
hugmynd að lausn
ágreinings um framtíð
Reykjavíkurflugvall-
ar, þ.e. að þar verði
gert ráð fyrir aðeins
einni flugbraut. Þess
var jafnframt getið að
aðeins ein flugbraut
þjóni Akureyri! Þess-
ari hugmynd tekur
einn talsmanna „Samtaka um betri
byggð“ síðan fagnandi í síðustu
grein sinni í Mbl. 25. þ.m. undir fyr-
irsögninni „Flugvallarsátt í sjón-
máli“.
Það er því næsta augljóst að nán-
ar þarf að skýra hvers vegna sumir
flugvellir komast af með eina flug-
Flug
Flugrekendur hafa
margsinnis bent á nauð-
syn þess, segir Leifur
Magnússon, að áfram
verði tiltækar þrjár
flugbrautir.
braut, en á öðrum þurfa fleiri að
vera til staðar. Það sem hér ræður
ákvörðun fyrst og fremst er svo-
nefnd vindrós viðkomandi flugvall-
arstæðis, en hún veitir langtíma-
upplýsingar um tíðni og vindhraða
úr hverri átt.
Alþjóðareglur
I svonefndum viðbæti nr.14 við
stofnskrá Alþjóðaflugmálastofnun-
arinnar (ICAO), sem Island hefur
verið aðili að síðan 1947, eru til-
greindar tæknilegar og rekstrar-
legar kröfur til alþjóðlegi'a ílug-
valla. í greinum um „fjölda og
stefnu flugbrauta" er m.a. tilgreint
að notagildi flugvallar með tilliti til
vinds „skuli ekki vera lægra en 95%
fyrir þær tegundir flugvéla, sem
flugvellinum er ætlað að þjóna“.
I reglunum eru jafnframt birt
þrjú tölugildi fyrir hámarkshliðar-
vind, sem miða skuli við, þ.e. 20
hnútar (37 km/klst.) fyrir flugvélar
sem þarfnist 1.500 m flugbrautar,
13 hnútar (24 km/klst.) fyrir flugvél-
ar sem þarfnast 1.200-1.499 m flug-
brautar, og 10 hnútar (19 km/klst.)
fyrir flugvélar sem þarfnist flug-
brautar undir 1.200 m að lengd.
Varðandi efstu hliðarvindsmörk-
in, þ.e. 20 hnútana, er þó birt viðbót-
arákvæði þar sem bent er á að ef til-
tölulega oft þurfi að miða við
ófullnægjandi hemlunarskilyrði á
flugvellinum, skuli nota 13 hnúta
mörkin sem viðmiðun. Þetta ákvæði
á svo sannarlega við hér á Islandi
þar sem reikna þarf með ýmiss kon-
ar skerðingu hemlunarskilyi-ða á
flugbrautum meira en helming ár-
sins.
Vindrós í Reykjavík
Fyrir Reykjavíkurflugvöll eru til
óvenjulega ítarlegar langtímaupp-
lýsingar um vindrósina, og því auð-
velt að finna notagildi flugvallarins
miðað við ýmis hliðarvindsmörk og
mismunandi fjölda og stefnu flug-
brauta. Sé miðað við núverandi
þrjár flugbrautir vallarins, og 13
hnúta hliðarvindsmörkin, er nota-
gildi flugvallarins með tilliti til vinds
97,9%, þ.e. 2,9 stigum
yfir lágmarksgildi
ICAO.
Ef stystu flugbraut-
inni (07/25) yrði hins
vegar lokað lækkar
notagildið niður fyrir
lágmarksgildið, þ.e. í
92,1%, og ef aðeins
yrði tiltæk ein flug-
braut, t.d. norður/suð-
ur-flugbrautin (02/20),
hrapaði notagildið nið-
ur í aðeins 83,9%, og í
jafnvel 80,1% ef nota
ætti aðeins austur/
vestur-brautina (14/
32).
Það, að flestir flugvellir lands-
byggðarinnar komast af með eina
flugbraut, ræðst fyrst og fremst af
tveimur þáttum. I fyrsta lagi er það
lega margra þeiiTa í dölum eða
fjörðum, sem móta vindinn, þannig
að hliðarvindur verður oftast innan
viðurkenndra marka. Og í öðru lagi
hefur hér einnig verið tekið raun-
hæft tillit til þess að þeir gegna ekki
þvi veigamikla hlutverki Reykjavík-
urflugvallar að vera þungamiðja
alls innanlandsflugs landsins.
Notagildi flugvallar
I ávarpi samönguráðherra á ný-
legu Flugþingi 99 minnti hann rétti-
lega á að „innanlandsflug á Islandi
standi og falli með Reykjavíkur-
flugvelli". Fram hefur komið að um
70% farþega í innanlandsflugi eru
landsbyggðarmenn, og að um 95%
farþega í íslensku innanlandsflugi
fari um Reykjavíkurflugvöll.
Hafa þarf í huga að ýmsir fleiri
þættir en vindur hafa áhrif á nota-
gildi flugvallar. Hér koma m.a. til
aðrir veðurþættir svo sem skyggni
og skýjahæð, framkvæmd
snjóhreinsunar flugbrauta og að-
gerðir til að bæta hemlunarskilyrði,
umfang og gerð blindaðflugs- og
ljósabúnaður vallarins, og að lokum
grunnákvörðun um opnunartíma
flugvallarins. Samlegðaráhrif þess-
ara þátta þýða því, að þótt flugvöll-
ur geti náð tilteknu lágmarksnota-
gildi með tilliti til vindrósar, t.d.
95-98%, þá er raunverulegt nota-
gildi hans lægra vegna framan-
greindra þátta.
Það er því ljóst að til flugvallar,
sem gegnir lykilhlutverki í flug-
samgöngum þjóðar, þarf að gera
meiri kröfur en þær, sem tilgreind-
ar eru sem alþjóðleg lágmarksgildi.
Lokaorð
Þeir íslensku flugrekendur, sem
stunda áætlunar-, leigu- og sjúkra-
flug um Reykjavíkurflugvöll, hafa á
undanfómum áram margsinnis
bent á nauðsyn þess að þar verði
áfram tiltækar þrjár flugbrautir til
þess að flugvöllurinn geti þjónað því
lykilhlutverki sínu að vera miðstöð
innanlandsflugsins. Þessi krafa var
síðast áréttuð í samróma samþykkt
aðalfundar Samtaka ferðaþjónust-
unnar (SAF) í mars sl., en meðal að-
ildarfélaga era fimm íslensk flugfé-
lög og 305 önnur fyrirtæki er starfa
að ferðaþjónustu á íslandi.
Þetta er þó fyrst og fremst áfram
ein af meginforsendum þess að
Reykjavík geti áfram gegnt hlut-
verki sínu sem höfuðborg Islands
og boðið upp á viðunandi tengsl við
aðrar byggðfr landsins, sem sækja
þurfa þangað ýmiss konar þjónustu
hjá miðlægum stofnunum og fyrir-
tækjum, svo og vegna brýnna
sjúkraflutninga til sérhæfðra há-
tæknisjúkrahúsa höfuðborgarinn-
ar.
Höfundur er framkvæmdasljóri
flugflota- og öryggissviðs Flugleiða.
Leifur Magnússon