Morgunblaðið - 27.11.1999, Page 60

Morgunblaðið - 27.11.1999, Page 60
J»0 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 UMRÆÐAN MGRGUNBLAÐIÐ , 200 valkostir um flugvöll FYLGISMENN flugvallar í Reykjavík gera kröfu um full- kominn millilanda- flugvöll með 3 braut- um. Andstæðingar ->hans vilja engan völl. Sem leikmanni virðist mér þó að með mis- munandi samsetning- um brauta, í mismun- andi lengdum, með og án snjóbræðslu, o.s.frv. megi gera um 30 útfærslur af flug- velli í Reykjavík. Pá má gera ráð fyrir a.m.k. 7 mismunandi þjónustustigum, allt frá því að ein- skorða umferð við áætlunarflug innanlands og upp í að hýsa þar áætlunar og leiguflug innanlands og utan, einkaflug, ferjuflug og æf- inga- og kennsluflug. Þ.e.a.s. a.m.k. 30 ólíkar útfærslur á velli hver með 7 ólíkum þjónustustigum eða alls yfir 200 valkostir í stað tveggja. Vega verður og meta ólíka kosti með tilliti til flug- öryggis, nýtingar, hagsmuna flugfélaga, atvinnulífs í Reykja- vík, landsbyggðar, þjóðhagslegs ávinn- ings, umhverfisáhrifa, skipulagsþýðingar, o.s.frv., en ekki annað hvort láta skipulags- hagsmuni Reykjavíkur ráða eða ýtrustu kröfur flugsins. Æskilegast fyrir Reykjavík væri A/V brautin ein með öflugu snjó- bræðslukerfi er tryggði góð Helgi Hjörvar List skáldsögunnar Milan Kundera Kundera og list skáldsögunnar Skáldsagnahöfundurinn vinsæli, Milan Kundera, útskýrir hér í viðtölum og greinum hugmyndir sínar um skáldsöguna og þróun hennar. Geysivinsæl bók sem nú er komin út á fjörutíu tungumálum. ★ ★ ★ ★ Súsanna Svavarsdóttir, Stöð 2 Mál og menning malogmenning.is Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • S Reykjavíkurflugvöllur Sé einhver þessara leiða fær telur Helgi Hjörvar að skipulagshagsmun- um Reykjavíkur sé mætt að nokkru. bremsuskilyrði. Pá mætti miða við allt að 20 hnúta hliðarvind í stað 13, er skilað gæti allt að 92,84% nýting- arhlutfalli en það er nú 98,5%. ATR-vélar Islandsflugs miða við allt að 38 hnúta hliðarvind og má búast við framförum flugvéla á nýrri öld. Við þetta losnuðu verð- mætustu spildur landsins, en mark- aðsverðmæti þeirra mætti áætla um einn milljarð. Par risi íbúðar- byggð er stytti ferðir þúsunda manna til og frá vinnu um margar klukkustundir í mánuði hverjum. Þar myndu líka skapast mikilvæg atvinnusvæði í tengslum við helstu þekkingarfyrirtæki þjóðarinnar, Landspítalann og Háskólann, þjóð- inni allri til hagsbóta. Látlaus flug- umferð yfírmiðborgina heyrði sög- unni til. Agallar væru þeir að nýtingarhlutfall væri 2,16% undir æskilegum viðmiðunum Alþjóða flugmálastofnunarinnar. Þá er A/V- brautin 30 m breið meðan N/S- brautin er 45 m. Oryggissvæði til hliðar við brautina er 150 m en Vilt þú fara vel með PENINGANA þína ? ? ? Gleraugnaverslunin SJÓNARHÓLL HAFNARFIRÐI & GLÆSIBÆ Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á fslandi Núverandi flugvöllur. Reykjavíkurflugvöllur samkvæmt tillögu Helga Hjörvars. 300 m við N/S braut. Meta þarf hver áhætta fylgir því að draga með þessum hætti úr þjónustustigi vallarins. Jafnframt þyrfti að meta hver áhrif þéttari byggð og minni umferð á landi hefði á slysatíðni. Þá eru til samsettar lausnir er hliðra A/V-braut, lengja hana, halda áfram suðvesturbraut sem er stutt en liggur þvert á, halda syðri hluta N/S brautar, en miða að því að loka þeim síðar. Sé einhver þessara leiða fær er skipulagshagsmunum Reykjavíkur mætt að nokkru. Hagsmunir flug- félaga eru að mestu tryggðir, að- gengi landsbyggðar að höfuðborg sömuleiðis og sjúkraflugs að mestu. Þjóðhagslegur ávinningur virðist mikill og umhverfisáhiif jákvæð. Næsta sumar á að verja 240 mill- jónum króna til endurbóta A/V- brautar. Mikilvægt er að þegar verði lagt mat á ólíka kosti við þær endurbætur og blekkingunni um tvo valkosti eytt, því þeir eru 200. Höfundur er forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. Canon Prima Zoom Shot í gjafakassa ; •Alsjálfvirk 35mm myndavél með sjálfvirkum fókus • 38-60mm rafdrífin aðdráttarlinsa með Ijósopi 4,5-6,7 •Prjár mismunandi flassstillingar •lAgmarksfjarlægð frá myndefni er aðeins 0,45m • Taska, ól og rafhlöður fylgja Canon IXUS M-1 í gjafakassa •AlsjálfvirkAPS myndavél •Móguleikiáþremurrriynda- stærðum •23mm rafdrifín linsa með Ijósopi 4,8 *Vegur aðans 115g •Sjálfvírkur fókus og auðveld filmulsetning • Möguláki á dagsetningu og texta aftan á mynd •Sjálfvirkt innbyggt fiass •Taska, ói og __ rafhlöðurfylgja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.