Morgunblaðið - 27.11.1999, Page 62

Morgunblaðið - 27.11.1999, Page 62
52 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Auðveldaðu valið á mbl.is Á mbl.is hefur verið opnaður bókavefur. Á vefnum er að finna ítarlegar upplýsingar um 476 nýja bókartitla frá 85 útgefendum. Einnig er birtur listi yfir 10 mest seldu bækurnar hér á landi. Tenging við Amazon.com gerir notendum mögulegt að kaupa erlendar bækur beint af Netinu. Gerðu jólainnkaupin auðveldari og farðu á mbl.is ! mbl.is -ALLTAf= eiTTH\SAT> i\TÝTl SKOÐUN HORFT UM OXL OG FRAM Á VIÐ Um þessar mundir halda norrænu sjónvarpsstöðvamar upp á 50 ára af- mæli norræns sjónvarpssamstarfs - Nordvision. í afmælisriti sem Nord- vision gefur út af því tilefni birtist grein á sænsku eftir Hrafn Gunnlaugs- son sem ber nafnið Áterblick och framtidsvision. Greinin er skrifuð að ósk Nordvision, en höfundur starfaði sem dagskrárstjóri og framkvæmda- stjóri Ríkisútvarpsins á árunum 1985 til 1993.1 greininni viðrar höfundur skoðanir sínar á norrænu sjónvarpssamstarfi, en greinin er jafnframt inn- legg í umræðuna um framtíð íslensks sjónvarps. Hún birtist hér í íslenskri útgáfu höfundar: Intra stálvaskarnir fást i mörgum stærðum og gerðum. Þessi vaskur ber nafnið Eurora og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir frábæra hönnun. T€flGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 564 1088 • Fax-. 564 1089 Fást í tiygginga vöru verstunum um land allt „ÞEGAR ég var krakki sendu foreldr- ar mínir mig í sveit um sumar á afskekktan sveitabæ á Islandi. Á þessum bæ var ein bókahilla í betristof- unni og á henni fjórar bækur. Þær voru Mannfækkun af hall- ærum, Hjónalíf og heilsa, Sauðfjárrækt og fjármörk og loks Astir herlæknisins. Þetta var sá hluti heimslitteratúrsins sem við höfðum að- gang að. Bóndinn áleit Hrafn óhollt að fólk héngi Gunnlaugsson. mikið yfir bókum og að þessar fjórar dygðu. Þegar ég hafði lesið þrjár fyrstu bækurnar varð nokkur bið eftir Ástum herlæknis- ins, því heimasætan las hana langt fram á nætur og hafði hana svo undir koddanum sínum á daginn. Þegar bóndinn komst á snoðir um það skipaði hann henni að snerta ekki bókina nema hún ætti ftí. Þeg- ar ég hafði lesið Ástir herlæknisins las ég hinar þrjár upp á nýtt. Og síðan allar enn aftur. Ég held ég hafi aldrei á ævinni lesið nokkrar bækur af meiri nákvæmni; trúlega sex eða sjö sinnum yfír sumarið. Að minnsta kosti kann ég enn flest ís- lensk fjármörk utan að og ástaræv- intýri herlæknisins munu aldrei líða mér úr minni! Þessa sögu rifja ég upp vegna þess að bóndinn og bækumar fjórar í sveitinni eiga sér óbeina samsvörun í huga mínum við það norræna sjónvarp sem var í boði þegar ég byijaði að starfa við íslenska Ríkissjónvarpið. Það var í þá tíð er ríkiseinokun var enn við lýði og áhorfendur höfðu aðeins um eina rás að velja. Og á Islandi fór þessi rás auk þess í frí eitt kvöld í viku; á fimmtudögum var ekkert sjónvarp! Kúltúrelítan var í raun- inni á móti sjónvarpi og sumir menningarfrömuðir héldu því fram, að ef boðið yrði upp á fleiri sjónvarpsrásir en eina væri þjóð- menningunni ógnað, því almenn- ingur myndi nota allar sínar tóm- stundir í sjónvarpsgláp - og óheft sjónvarp myndi leiða til þess að fólk gerði hreinlega ekkert annað en að horfa á sjónvarp og enginn tími yrði af- lögu til bamauppeldis, andlegra iðkana eða heimsókna á listvið- burði. Mér em enn minnisstæðar þær feigðarspár sem fylgdu því ef ríkisein- okuninni væri aflétt. Nú er það svo að að- gangur að mörgum sjóvarpsrásum þýðir ekki endilega meira sjónvarpsáhorf, þetta hefur reynslan sýnt okkur. Og þannig er því farið með sjálfan mig. í seinni tíð, þegar ég hef haft aðgang að fjölda gervihnattarása, horfi ég æ sjaldnar á sjónvarp. Lít kannski á fréttimar eins og ég glugga í dagblaðið. Og ef það ger- ist, að ég horfi, þá er það vegna Afnám ríkiseinokunar- innar hefur átt drýgstan þátt í því að losa um þá sjálfumglöðu stöðnun sem norrænt sjónvarp hefur verið fast í, segir Hrafn Gunnlaugsson. Með aldrinum hefur þessar stofnanir dagað uppi og þær orðið leik- soppar starfsmannafé- laga sem hafa lagst gegn hvers konar breytingum af ótta við að missa spón úr aski sínum. þess að ég hef rekist á eitthvað í dagskrárkynningu sem ég vil ekki missa af, eða ég horfi á spólu sem ég hef leigt; sama með bækur, ég les þær bækur sem mig langar til að lesa, en ekki bara til að lesa eitt- hvað. I stuttu máli; því meira fram- boð, því gagnrýnna val. Ég tók við sem dagskrárstjóri hjá RÚY eftir að hafa starfað áður sem leiklistarráðunautur við sömu stofnun og þekkti því norrænt sam- starf nokkuð vel eftir fjölda funda með leiklistargrúppunni. Á fundum leiklistargrúppunnar hittust leik- listardeildir norrænu ríkissjón- varpanna og skiptust á sjónvarps- leikritum. I þeirri grúppu var mikið rætt um, að fyrir dyrum stæði að „afhenda einkaaðilum sjóvarpið" og forkólfar starfs- mannafélaga krossuðu sig í bak og fyrir og töluðu um endalok metnað- arfullrar leiklistar og ógnina sem stafaði af innihaldslausum sápuóp- erum - allt þetta boðaði menning- arlegt hrun og lágkúru. Að verið væri að aflétta ríkiseinokun af sterkasta fjölmiðli samtímans var hins vegar ekki nefnt, aðeins að skelfing kommersíalismans vofði yfir. En hvernig voru þá þessi sjónvarpsleikrit sem við vorum að framleiða - eru þau enn í fram-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.