Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 70
- 70 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
EG SmiFAbl BREF TIL ÖALKA-
HÖFUNÖAR VEGNA PESS Aö LANA
VILL EKKITALA
VIÖMI6
' 06 HVERJU'
SVARAÖI
HANN?
M EKKERTSVAR!, HANN GA T
EKKILESIÖ SKRIFTINA MÍNA /
Hundalíf
ÞU KEMUR UM j-EIÐ OG EG
SE5T NI&UR. EG FÆ ALÖREI
STUND/4RFRID
JÆJA ÞÁ. EN HANN VERÐUR
STUTTUR I ÖAG, GÖNGUTÚRINN,
HEYRIRÐU ÞAÖ
Ljóska
Ferdinand
WHAT 'ÍTHE5E ARE^
ARE YOU RAB8IT5
DRAWIN6 5WIN6IN6
NOU)7 THR0D6H
^.^VTHETREEð;
RA8BIT5 HOW DO
P0NT5WIN THEY6ET
THR0U6H UHERE THET
THETREE5 WANT TO
Hvað eru að
teikna núna?
Þetta eru
kaninur að
sveifla sér
í trjánum.
Kaninur
sveifla sér
ekki í trjám.
Hvernig
komast þær
þá áfram?
Þær hoppa.
Ég kann ekki
að teikna hopp.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni I 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Lífið á landsbyggðinni
Frá Pórunni Magnúsdóttur:
ATVINNUMÁL eru að jafnaði efst
á baugi þegar rætt er um málefni
landsbyggðarinnar og þá
samgöngumál. Að sjálfsögðu eru
þetta veigamikil málefni, einkum ef
atvinna er ótrygg.
Fleira þarf þó að koma til svo að-
búð og lífskjör séu sambærileg í
borg og byggð. Meðal þess er góð
heilsugæsla og aðgengi að sjúkra-
stofnunum. Þetta var almenningi og
stjórnvöldum ljóst um miðja öldina
og upp risu sjúkrahús á lands-
byggðinni sem reist voru af stórhug
og myndarbrag. Þannig er því varið
í Vestur-Barðastrandarsýslu þar
sem héraðssjúkrahús var reist á
Patreksfirði, með prýðilega legu-
deild, fæðingarstofu, skurðstofu og
æfingasal fyrir sjúkraþjálfun. Þess-
ar einingar munu hafa tekið til
starfa á mismunandi tíma og verið
misvirkar.
Sá stórhugur og myndarbragur
sem einkennt hefur sjúkrahúss-
bygginguna ber fyrstu kynslóðum
tuttugustu aldarinnar fagurt vitni.
Því er svo nokkuð líkt farið með haf-
skipabryggjur og sjúkrahús, að ef
engar eru skipakomurnar og engin
er viðkoma mannfólksins, þá verða
þessi ágætu mannvirki fremur
minnisvarðar heldur en vettvangur
vakandi lífs.
Það er augljóslega hagsmunamál
almennings að heilsugæsla og
sjúkrastofnanir í héraði séu sem
virkust. Það er einnig almenningur
sem hefur skaða og kostnað af því
að þurfa að leita langt yfir skammt
þegar um sængmiegur, eða með-
ferð í endurhæfingu er að ræða.
Barnshafandi konum er nú tjáð
að nauðsynlegt sé að þær fari í són-
arskoðun tvisvar, eða þrisvar sinn-
um á meðgöngu. Þann kostnað bera
þær sjálfar og ef farið er í þrígang
þá eru það 9.130 kr.x3 eða 27.390 kr.
Þessu tO viðbótar mun eitthvað fara
í leigubfla á höfðuborgarsvæðinu og
konur þurfa að eiga góða að, vini
eða vandamenn sem sjá þeim íyrir
gistingu. Ef svo færi að fæðinguna
bæri brátt að og konan tæki flugið
fyrirvaralítið, þá gæti farið orðið
kostnaðarsamara, eða kr. 13.530 og
þá leigubíll eða sjúkrabíll inn á fæð-
ingardeild. Þá er ferðakostnaðurinn
við það að fara langt yfir skammt
orðinn 40.920 kr. þótt sleppt sé
leigubílum og því vinnutapi sem
burtfluttir ættingjar verða fyrir
vegna dvalar sængurkonunnar
fjarri heimili sínu.
Foreldri vilja gjarnan að aðbún-
aður og umhverfi ungbarnsins sé
sem best og heflsusamlegast. Eg tel
mig ekki vera að lasta ágætt flugfé-
lag sem flýgur til Bíldudals, þó að
ég fullyrði að þéttsetinn farþega-
klefi og tilheyrandi farangursrými,
sé ekki ákjósanlegt barnaherbergi
fyrir nýbura, hvorki á sumri né
vetri.
Þess ber að geta, að ef læknir á
staðnum leggur svo íyrir, skriflega,
að barnshafandi kona þurfi að fara
á fæðingardeild, eða stærra sjúkra-
hús, þá eiga konur rétt á endur-
greiðslu vegna ferðakostnaðar. Eg
vil því beina því til bæði frískra og
ófrískra kvenna, að þær athugi
hvort læknir hafi formlega úrskurð-
að að þær þurfi að leita til stóru
sjúkrahúsanna til þess að fæða.
ÞÓRUNN MAGNÚSDÓTTIR
sagnfræðingur.
Hávaðamengun
í vesturbæ
Frá Daníel Sigurbjömssyni:
SÍÐASTLIÐIN 10 ár hef ég búið í
vesturbæ Kópavogs, nánar tiltekið
á Kársnesbrautinni. Þetta er gott
og gróið hverfi, rólegt og að mestu
laust við ágalla. Þó er einn stór
galli á því að búa þarna og það er
mikið ónæði af flugumferð, einkum
þegar flugvélar koma inn til lend-
ingar. Það er á köflum mjög hvim-
leitt þegar flogið er svo lágt í að-
flugi að Reykjavíkurflugvelli að
vélarnar rétt skríða yfir húsþakið
hjá manni. Sérstakt ónæði er af
Fokker-flugvélum Flugfélags ís-
lands, þær eru með ólíkindum háv-
aðasamar. Það er eins og himinn
og jörð séu að farast þegar þær
koma hver af annarri inn til lend-
ingar, slíkur er hávaðinn.
I Morgunblaðinu 1. júlí sl. er
sagt frá nýjum reglum sem eiga að
takmarka hávaða frá flugumferð á
Reykjavíkurflugvelli. Það er í
sjálfu sér gott að setja nýjar reglur
en ég verð að segja að enn fiýgur
fokkerinn yfir hausnum á mér,
sama hvað öllum nýjum reglum líð-
ur. Ekki veit ég hvaða afsakanir
þeir hafa rekstraraðilar þeirra sem
þetta stunda, en það er ekki bara
hávaðans vegna sem alls ekki ætti
að stunda þetta, slysahættan er
gífurleg. Hvað myndi gerast ef t.d.
fokkerinn yrði fyrir því að hlekkj-
ast á í aðflugi yfir vesturbæ Kópa-
vogs? Ekki þarf að hafa mörg orð
um afleiðingarnar. Þær yrðu
skelfilegar Það ætti því að vera
krafa að jafnstórar og hávaðasam-
ar vélar og þær sem áður er getið,
ættu aldrei að fljúga yfir íbúða-
byggð. I raun og veru er orðið
löngu tímabært að loka Reykjavík-
urflugvelli fyrir fullt og allt. Flug-
brautirnar eru ónýtar og það kost-
ar gífurlega fjármuni að gera við
flugvöllinn svo vel sé. Allt flug ætti
því að flytjast til Keflavíkur, þar
með myndi Reykjavíkurborg fá
mikið og gott pláss til að skipu-
leggja íbúðabyggð, en eftir því sem
mér skilst háir lóðaskortur mjög
höfuðborg landsins.
Ein aðalröksemdin gegn því að
flytja flugið til Keflavíkur er sú að
vegalengdirnar séu of miklar og
það sé því þjóðhagslega óhag-
kvæmt. Islendingum er tamt að
bera sig saman við erlendar þjóðir
og hafa mikinn metnað til að
standa þeim jafnfætis. Víða erlend-
is verður fólk að keyra, eða ferðast
með lestum, lengri vegalengdir en
til Keflavíkur, daglega til að
stunda vinnu. Það ætti því ekki að
vera neinum vorkunn að keyra til
Keflavíkur í innanlandsflugið, sér-
staklega ef Reykjanesbrautin yrði
nú einhvern tímann tvöfölduð.
DANÍEL SIGURBJÖRNSSON,
Kársnesbraut 135, Kópavogi.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.