Morgunblaðið - 27.11.1999, Side 76
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999
FÓLK í FRÉTTUM
Gamli refurinn Tom Jones er vinsælli nú um stundir en hann hefur verið í mörg ár. Árni Matthíasson tók
Jones tali sem fregnaði honum að hann vildi helst vera á tónleikaferðalagi til eilífðarnóns.
Lifað
fyrir
listina
TOM JONES er goðsögn í
tónlistarsögunni; hann
hefur verið að í á fjórða
áratug og er sprækari en
nokkru sinni, aukinheldur sem vin-
sældir hans aukast þótt kappinn
verði sextugur næsta sumar. Hann
komst ðfórvarandis í sviðsljósið að
nýju er hann söng Prince-lag inn á
band fyiir nokkru og skammt er
síðan hann sendi frá sér plötu þar
sem hann syngur með mörgum
helstu popphetjum Breta af yngri
kynslóðinni.
Thomas Jones Woodward hét
hann þegar hann hóf tónlistarferil
sinn fyrir þrjátíu og sex árum með
hljómsveitinni Tpmmy Scott and
The Senators. Ari síðar breytti
hann nafninu í Tom Jones, til að
nýta sér mikið umtal sem kvikmynd
með því nafni hlaut á þeim tíma.
Ekki leið á löngu að hann var farinn
að syngja einn, enda erfitt fyrir
mann með aðra eins rödd að standa
í skugganum af öðrum. Fyrsta lagið
sló í gegn 1964 og í kjölfarið fylgdu
fleiri vinsæl lög en tölu verður á
komið. Mestra vinsælda naut hann
á sjöunda áratugnum og þegar
komið var fram á þann áttunda, en
síðan fjaraði smám saman undan
honum, nýir áheyrendur kunnu
ekki að meta þróttmikla röddina og
karlrembulegt útlitið og um níunda
áratuginn má segja að Tom Jones
hafi verið flestum gleymdur nema
miðaldra konum.
Þótt það sé hráslagalegt má
segja að andlát umboðsmanns Jon-
es til margra ára hafi verið honum
mikið lán, því þá tók sonur hans við
taumunum og ekki leið á löngu uns
hann stakk upp á því við Jones að
hann tæki upp lag eftir Prince sem
hann hafði verið með á tónleikadag-
skrá sinni. Aður en kom að því söng
Jones það í breska sjónvarpinu og
þeir félagar í Art of Noise sáu til
hans og vildu endilega taka það upp
með honum. Getur nærri að það
vakti mikla athygli að Tom Jones
væri að syngja lag eftir Prince og
með því komst hann í sviðsljósið á
ný og leiddi svo af sér plötuna Rel-
oad sem kom út íyrir skemmstu, en
á henni syngur Tom Jones lög úr
ýmsum áttum með Cardigans, Ster-
eophonics, Robbie Williams, James
Dean Bradfield úr Manic Street
Preachers, Pretenders, Van Morri-
son, Nataliu Imbruglia, Cerys
Matthews úr Catatonia, Simply
Red og Portishead, svo dæmi séu
tekin.
Tom Jones segir að sig hafi lengi
langað til að taka upp nútímalegri
tónlist en hann hafði þá gefið út
lengi. Prince-lagið var tækifæripð
sem hann hafði beðið eftir. „Ekki
síst þótti mér upplifun hve lagið var
mikið spilað á MTV-sjónvarpsstöð-
inni, því áður hafði honum ekki tek-
ist að komast þar að. „Ég hafðí
lengi verið með ný popplög a tón-
leikadagskránni undanfarin ár og
átratugi og fannst lagið hans Prince
svo erótískt og gott lag að það hlyti
að henta mér vel sem það og gerði.
Þeir Art of Noise-félagar bættu síð-
an við því sem á þurfti til að gera
það eins beinskeytt og gött og það
varð. Það var frábrugðið því sem ég
hafði áður gert, en ekki síst var það
frábrugðið útgáfu Prince, því mér
finnst sem mér hafi tekist að gera
það að mínu lagi.“
A nýju plötunni vinur Tom Jones
með grúa tónlistarmanna eins og
getið er og hann segir að samstarfið
Paul McCartney, Dusty Springfield, Jones og Ringo Starr á góðri
stundu.
ólíkar að styrk og
krafti.“
Jones segist
ekki gera upp á
milli laga á plöt-
unni, þau séu öll
góð og í hvert sinn
sem hann hlusti á
hana heyri hann
eitthvað nýtt og hi íi-
ist af. „Þau eru svo
ólík að það er ekki
hægt að gera upp á
milli þeirra, það er
ekki hægt að taka eitt
lag útúr og segia að
það sé aðallagið. Mór
fannst Burning Down
the House besta lagið í
smátíma, en núna
finnst mér Sexbomb
besta lagið og Mama
Told Me Not to Come
er ekki langt þar und-
an. Mér finnst líka lagið
sem ég syng með Cer-
ys, Baby It’s Cold
Outside, mjög gott, en
það kemur út núna fyrir
jólin sem smáskifa,
dæmigert jólalag. Það
má segja að um leið og ég
fer að pæla í einhverju lagi sem við
erum að fara að gera myndband við
finnist mér það besta lagið og það
eiga eftir að verða ansi margar
smáskífm- af plötunni og mörg
myndbönd.“
Tom Jones hefur verið á
ferðinni í áratugi og náð
eins langt og tónlistar-
maður getur vænst. Að-
spurður hvað það sé sem haldi hon-
um á ferð og flugi enn þann dag í
dag, stöðugum tónleikaferðalögum,
uppákomum í sjónvarpi plötuútgáfu
og myndbandagerð segir hann að
sú mikla ánægja sem hann hefur af
stússinu öllu reki hann áfram. „Mér
finnst ekkert eins skemmtilegt og
að syngja,“ segir hann. „Ég get
ekki einu sinni sleppt þvi þegar ég
er í fríi. Þegar ég var í New York
fyrir skemmstu átti ég frí eitt
kvöldið og við fórum á blúsklúbb.
Ég var beðinn um að koma upp á
svið og taka lagið og gerði það auð-
vitað fram eftir nóttu. Ég garði það
líka í Chicago og í Nashville fór ég á
tónlistrarbúllu eftir tónleika og
söng Elvislög og Jerry Lee Lewis
fram á nótt með hljómsveitinni sem
var á staðnum. Ég held öruggleg
áfram að syngja þangað til ég get
einfaldlega ekki sungið lengur, það
er ekki flóknara en það. Það gefur
mér líka aukinn kraft að ég sé að ná
til nýrra áheyrenda og fái að synga
nýja tónlist. Ég hef alltaf haft gam-
an af nýrri tónlist, hlusta mikið á út-
varp, kaupi mér plötur og hoi-fi á
MTV til að sjá hvert stefnir, hvaða
breytingar eru í vændum. Það er
mjög örvandi að fá að taka þátt í því
enda hef . ég aldrei getað hugsað
mér að syngja bara gömlu lögin.“
Tom Jones segir að Reload
sé aðeins fyrsta platan í
röð margra slíkra sem
hann eigi eftir að taka upp
á næstu árum, hann sé með langan
lista yfir söngvara sem hann vilji fá
til líðs við sig, þar á meðal Björk
Guðmundsdóttur. „Ég hef hitt
hana, úthlutaði verðlaunum með
henni á MTV-hátíð í Berlín, og vildi
gjarnan fá hana en mér skilst að
það hafi ekki gengið upp vegna
anna hennar. Vonandi sér hún sér
fært að syngja með mér á næstu
plötu, það væri mjög gaman að
heyra hvernig það kæmi út. Mig
langar til að syngja með svo mörg-
um söngvurum og svo margar tón-
listarstefnur að það er óljóst hvort
ég eigi eftir að komast yfir það allt.“
A tónleikaferðum sínum undan-
farið hefur Tom Jones sungið
blöndu laga, gamalla og nýrra, en
hann segist ekki enn vera farinn að
syngja lögin af Reload á tónleikum.
„Tónlistarstjóri minn, gítarleikari í
hljómsveitinni minni, er þó að út-
setja þau og ég býst við að þau bæt-
ist flest ef ekki öll á dagskrána á
næstu vikum.“
Leiðþér einhvern tímann eins og
ferlinum værí lokið?
„Nei, mér fannst altaf eins og
tíminn yrði mér hliðhollur, hitti ég
rétta fólkið myndi ég ná eyrum
ungmenna á ný. Mig langaði reynd-
ar frekar að syngja glænýtt lag en
Kiss á sínum tíma, en þegar ég
heyrði útsetninguna á því fannst
mér sem ég gæti gert það að nýju
lagi og á meðan það tekst eru engin
takmörk, fyrir því sem ég gæti
sungið. Ég gaf aldrei upp vonina
um að fólk myndi taka eftir mér aft-
ur.“
Tom Jones er enn á fullu við tón-
leikahald, segist syngja á upp undir
200 tónleikum á hverju ári. „Það
heldur mér í formi, heilbrigðum og
hressum. Ég hef slíkt yndi af því að
syngja og það gefst ekki betra tæki-
færi til þess en að vera sífellt að
halda tónleika og ekki skemmir að
ég er að gleðja þúsundir manna. Ég
myndi vilja vera á tónleikaferð til
eilífðarnóns."
Tom Jones og Elvis Presley
voru vinir.
inu þegar búið var að taka upp
grunninn og við Nina sungum það
svo á svipuðum tíma, ég fyrst og
síðan hún til að tryggja að ekld yrðu
neinir árekstrar."
Lögin á plötunni eru mörg vel
heppnuð fyrír það hversu vel radd-
h-narfalla saman þótt þærséu ólík-
ai■ að styrk og hljóm. Dæmi um það
er söngur þinn með Ninu Persson,
sem hefur lágstemmda og við-
kvæma rödd samanhorið við þrótt-
inn í þinni, en síðan kemur Robbie
Williams ekki eins vel út úr öllu
saman, það heyríst að hann er ekki
eins góður söngvarí og menn hafa
kannski haldið.
„Hann valdi líka fjörugt lag til að
fela það,“ segir Jones og hlær við.
„Þegar Nina heyrði mig syngja
sagði hún „Guð minn góður, ég
hljóma eins og lítil mús,“ heldur
hann áfram og skellir enn uppúr,
segir síðan með meiri alvöru: „Það
skiptir mestu máli að söngvararnir
séu þeir sjálfir, séu ekki að reyna að
vera eitthvað annað en þeim er eðl-
islægt og ekki að reyna að syngja
mig í kaf, því það er ansi erfitt. Það
heyrist á plötunni að mínu mati; þar
sem sungið er af einlægni falla
raddirnar vel saman þótt þær séu
hafi verið einmitt samstarf, en
ekki bara að hann syngi inn á
eitthvað sem búið væri að full-
gera að öllu leyti. „Ég valdi
mörg laganna einn eða í sam-
starfi við son minn, sem er um-
boðsmaður minn. Hann rifjaði
upp með mér lög; ég hef heyrt
svo mörg lög um ævina að ég
man þau ekki öll,“ segir Jones
og hlær við. „Hann stakk
þannig upp á Burning Down
the House, sem mér leist vel á
því ég hélt upp á það á sínum
tíma. Önnur voru valin í sam-
einingu með þeim listamönn-
um sem ég vann með. Stund-
um valdi ég fleiri en eitt lag
og síðan eitt úr þeim bunka í
samvinnu við viðkomandi
söngvara, en það kom líka
íyrir að þeir sem ég hafði
samband við voru með
ákveðnar skoðanir á því
hvað þeir vildu syngja. Ég
lagði til að mynda þrjú lög
fyrir Cherys Matthews og
hún valdi síðan lag úr því.
Ég spurði James Dean
Bradfield hvort hann ætti
eitthvert lag sem honum
fyndist að við ættum að taka saman,
en honum fannst hann ekki vera
með neitt sem hentaði. Helst hefði
ég viljað syngja með þeim ný lög, en
það gekk ekki upp og því ákváðum
við að hafa það lög eftir aðra. Þann-
ig var það með Bradfield, hann
sagðist einfaldlega ekki vera með
neitt nógu gott lag fyrir okkur en
sagðist gjaman vilja syngja Elvis-
lag sem mér leist bráðvel á, enda er
ég mikill Elvismaður. Hann hækk-
aði tónhæðina og fór tveimur tónum
hærra en Elvis söng það og ég
spurði hann hvers vegna hann færi
með það svo hátt og gerði það há-
dramatískt. Hann svaraði að bragði
að Delilah væri sungið svo hátt, en
ég bénti bonum á að það var fyrir
meíra en þrjátíu árum,“ segir Jones
og skellihlær. „Hann lét sig þó ekki
svo við sungum það þannig."
Tom Jones leggur enn
áherslu á að platan sé
samstarfsverkefni í einu
og öllu, hann fór í hljóðver
með þeim og tók upp á sama tíma,
en ekki eins og stundum vill verða
að annar syngur inn á band og svo
hinn síðar, jafnvel í annarri heims-
álfu. „Ég vildi líka hitta þetta fólk
og vinna með þvi beint. Þannig var
því til að mynda háttað þegar ég
söng með Ninu Persson úr the
Cardigans. Við hittumst í hljóðver-