Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 77
FÓLK í FRÉTTUM
A
réttri
leið
TÓIVLIST
Geisladiskur
Flottur sófi, smág'eisla-
plata Stjörnukisa.
Stjörnukisa skipa Bogi Reynisson,
Ulfur Chaka og Gunnar Óskarsson
og Birkir Fjalar Viðarsson.
Stjörnukisi gefur út og dreifir.
STJÖRNUKISI hefur á tíðum
verið áberandi í neðanjarðargeira
tónlistarinnar hér á landi. Aður
hefur sveitin gefið út tvær smáskíf-
ur og sendi frá sér fyrir skemmstu
þá þriðju sem ber heitið Flottur
sófi. Á disknum eru tvö ný lög eftir
sveitina auk fjögurra endurgerða af
titillagi plötunnar. Stjömukisi var
lengi vel trommuleikaralaus, og var
hrynjandi tölvugerður á síðustu
plötu, Geislaveislu. Á plötunni leik-
ur Birkir Viðarsson, nýr meðlimur
sveitarinnar, á trommur og verður
að segjast að sú breyting er til hins
betra. Stjömukisi náði aldrei fullu
valdi á trommuheilum sínum, hafði
a.m.k. ekki gert það þegar Geisla-
veisla var gerð auk þess sem lifandi
trommuleikur hentar betur í þá
gerð tónlistar sem Stjömukisi ger-
ir. Fyrra lagið, Flottur sófi, sýnir
nýja hlið á hljómsveitinni, trega-
fullan og afslappaðan en seinna lag-
ið, Lesbíuhælið, er í anda þess
fyrsta sem sveitin gerði, aggresíft
pönkrokk og fer Ulfur, söngvari
sveitarinnar, á kostum í því. Bæði
era lögin frábær, hvert á sinn hátt
og bera vitni um Stjörnukisa í mikl-
um móð.
Endurhljóðblandanimar fjórar á
fyrrnefnda laginu era misjafnar,
þriðja og fjórða endurgjörð hljóma
hvað best en óframlegri trommu-
og bassaútgáfu í fimmta lagi á
disknum er t.a.m. ofaukið. Gallinn
við Flottan sófa er að platan er of
stutt, réttara sagt er kominn tími á
að Stjömukisi gefi loks út plötu í
fullri lengd. Flottur sófi er þriðja
útgáfan í röð frá sveitinni sem lofar
góðu og vekur væntingar um breið-
skífu fulla af kraftmiklu tölvurokki
sem ekki er komin enn. Auðvitað er
hverjum og einum í sjálfsvald sett
hvenær og hvað er gefið út og var-
hugavert að gefa út illa undirbúið
efni en að mati undirritaðs er leitt
að ekki skuli hafa komið meira efni
frá sveitinni á ferlinum. Hljómur er
til fyrirmyndar á plötunni og era
umbúðir hennar með því betra sem
sést hefur undanfarin misseri, let-
urgerð, myndskreytingar og hönn-
un öll er afar vel heppnuð. Flottur
sófi, einkum samnefnt lag, ber vott
um þróun frá fyrri verkum, sveitin
er tvímælalaust á réttri leið en á
enn eftir að ganga hana alla.
Gísli Árnason
■ll
U
® Henasloppar og náttföt úr silki og Bómull.
mGlœsilegt úrval jaaSlHirCTIiTiBiIHiWiffM
k. 0ullbrá Nóatúni 17 - Sími 562 4217
t.
f
K'bmtiutogfgerdu
af allri jóla- oggjqfavöru.
Mikið úrval
fyrstir koma - fyrstir fá
Bílfi&h öföa
Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavlk • sími 510 8020
fftofrSMA NMRljijffi*'
V LAUGAUEGI 51 ■ 2. HÆÐ H*f
(fyrir ofan verslunina Djásn)
íþróttavörur á jákvæðu jólaverði
sem þú sérð varla aftur á þessari öld.
Vörur frá:
Converse, Fubu og fleirum
Gallery
F
r
a
k
k
a
s
t
í
9
Laugavegur
Cosmo
u
r
Kjörgarður
Opið í dag laugardag kl. 10-20
á morgun sunnudag kl. 13-17
Opið í desember samkvæmt
afgreiðslutíma verslana við
Laugaveg.
Skór - íþróttagallar -
úlpur - háskólabolir -
töskur - flfspeysur -
eróbikkfatnaður - bolir -
stakar buxur - fótbolta-
treyjur mikið úrval fót-
boltasett - fótboltar -
sokkar o.fl. o.fl.