Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 84
Netþjónar
og tölvur
COMPACL
Er búið að leysa
málið? Er lausnin
föst í kerfínu?
Þaó er dýrt að láta starfsfólkið biða!
Tölvukerfi sem virkar
563 3000
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691W, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA569II22, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRl:KAUPVANGSSTRÆTI1
LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK
Vinnumarkaðskönnun
Hagstofu Islands
Lengri
• vinnudagur
á lands-
byggðinni
FÓLK á landsbyggðinni vinnur að
meðaltali 2,7 klukkustundum lengri
vinnuviku en fólk sem starfar á höf-
uðborgarsvæðinu. Munur á milli
landsbyggðar og höfuðborgarsvæð-
isins hvað þetta varðar hefur verið
að aukast á síðustu tveimur árum.
Atvinnuþátttaka ungs fólks hefur
einnig aukist mikið á síðustu 12 mán-
uðum. Þetta kemur fram í vinnu-
markaðskönnun Hagstofu Islands
% sem gerð var í nóvember.
Samkvæmt könnuninni er meðal-
vinnuvika launafólks á höfuðborgar-
svæðinu 42,4 stundir, en var 42,9
stundir í apríl sl. og 42,6 stundir fyr-
ir ári. Meðalvinnuvika launafólks á
landsbyggðinni er hins vegar 45,1
klukkustund. Vinnuvika landsbyggð-
arfólks var 44,2 stundir í apríi sl.,
44,4 stundir í nóvember 1998 og 43,7
stundir í aprfi 1998. A einu og hálfu
ári hefur meðalvinnuvika lands-
byggðarfóiks lengst um 1,4 klukku-
stund, en á sama tíma hefur meðal-
vinnuvika fólks á höfuðborgarsvæð-
inu lengst um 0,2 stundir.
Samkvæmt könnuninni er enginn
munur á atvinnuþátttöku fólks milli
höfuðborgarsvæðisins og lands-
byggðarinnar. Atvinnuleysi á iands-
byggðinni mældist hins vegar 2,4% í
nóvember, en 1,5% á höfuðborgar-
svæðinu. Fyrir ári mældist atvinnu-
leysi á höfuðborgarsvæðinu 2,7%, en
1,9% utan þess.
Atvinnuþátttaka
ungs fólks eykst
Samkvæmt könnun Hagstofunnar
hefur atvinnuþátttaka fólks á aldrin-
um 16-24 ára aukist á einu ári úr
74,8% í 79,7%. Eftir sem áður er at-
t vinnuleysi í þessum aldurshópi mest
eða 4,8%, en að meðaltali mældist
það 1,9%, sem er minnsta atvinnu-
leysi sem mælst hefur í könnunum
Hagstofunnar frá því í aprfi 1991.
Atvinnuþátttaka ungra kvenna er
nokkru meiri en ungra karla. Þannig
vinnur 82,1% allra kvenna á aldrin-
um 16-24 ára, en 77,5% allra karla í
sama aldurshópi. Atvinnuþátttaka
fólks í aldurshópnum 55-74 ára hef-
ur minnkað á síðustu 12 mánuðum,
eðaúr 67,5% í 63,3%.
Myrkrahöfðinginn
frumsýndur
Endanleg
gerð til lands-
ins rétt fyrir
sýningu
Á SÍÐUSTU stundu kom í ljós
að lokakafli kvikmyndar
Hrafns Gunnlaugssonar,
Myrkrahöfðinginn, hafði ekki
komið rétt út úr litgreiningu.
Varð því að vinna hann aftur í
Kaupmannahöfn í fyrrakvöld.
Myndin var því ekki komin
endanlega til landsins fyrir en
síðla dags í gær, aðeins þrem-
ur klukkustundum fyrir frum-
sýningu. Allt fór þó vel að lok-
um og var myndinni vel fagn-
að af áhorfendum í Háskóla-
bíói í gærkvöldi.
■ Stórbrotin/31
Grunnrannsóknir hafa ekki notið góðs af auknum útgjöldum til vísinda
Erfíðara en
áður að kosta
verkefni
BILIÐ milli ráðstöfunarfjár Vís-
indasjóðs Rannsóknarráðs íslands
og heildarfjárhæðar umsókna vís-
indamanna hefur breikkað mikið
undanfarin ár. Ráðstöfunarfé sjóðs-
ins hækkaði úr 136 m.kr. árið 1992 í
168 m.kr. árið 1997 en á sama tíma
fjölgaði umsóknum úr 325 að fjár-
hæð 348 m.kr. árið 1992 í 368 að
fjárhæð 626 m.kr. árið 1997.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu
Ingu Dóru Sigfúsdóttur félagsfræð-
ings og Þórólfs Þórlindssonar, pró-
fessors í félagsvísindadeild Háskóla
íslands; sem nefnist Staða grunnvís-
inda á Islandi og verður lögð fram á
ráðstefnunni Vísindi í leit að pólitík
á þriðjudaginn. Einnig kemur fram í
skýrslunni sem gerð vai- að frum-
kvæði menntamálaráðuneytis, að ár-
ið 1990 voru þær fjárhæðir sem út-
hlutað var til vísindamanna 45% af
heildarfjárhæð umsókna um vís-
indaverk, en árið 1997 voru þær
komnar niður í 27%.
Framlag ríkisins til rannsóknar-
og þróunarstarfs síðustu tvo áratugi
hefur haldist stöðugt en framlag
íyrirtækja hefur aukist verulega. ís-
lendingar eru nú meðal þeirra þjóða
sem hvað örast auka hlut rann-
sóknar- og þróunarstarfs í þjóðarbú-
skapnum af OECD-löndunum en
eru ennþá undir meðallagi.
Hlutur hagnýtra rannsókna hefur
aukist í heildarútgjöldum til rann-
sókna- og þróunarstarfs. Grunnrann-
sóknir hafa aftur á móti ekki notið
góðs af auknum útgjöldum til rann-
sókna. Framlagið hefur dregist sam-
Vígslublástur
Morgunblaðið/Kristinn
Garðbæingar tóku nýtt tónlistarhús í notkun í gær
og við það tækifæri var m.a. frumflutt verk Atla
Heimis Sveinssonar Tveir þættir fyrir kammer-
blásarasveit, sem hann samdi í tilefni af vígslu
hússins.
í húsinu starfar Tónlistarskóli Garðabæjar og
þar er m.a. listasalur, sem tekur 109 tónleikagesti í
sæti þegar svo ber undir.
■ Tónlistarhús/34
an sem nemur 10% frá því að vera um
30% árið 1977 í 20% árið 1997. Aukin
útgjöld til rannsókna hafa því ekki
skfiað sér til eflingar grunnrann-
sókna. Ástæðan er líklega sú, segir í
skýrslunni, að atvinnufyrirtækin eru í
auknum mæli farin að fjármagna
rannsóknar- og þróunarstarfsemi
frekar en grunnrannsóknir.
Inga Dóra mælir ekki með að
meira fjármagn sé veitt í núverandi
kerfi heldur eigi að útdeila styrkjum
eftir árangri manna. Það þurfi að
stokka kerfið upp og hætta að
„smyrja þunnt á alla“ eins og nú sé
gert. „Vísindamenn sem ég tók við-
tal við gagnrýndu jafnaðarstefnuna
sem fylgt er við úthlutanir," segir
hún, „því það gengur gegn megin-
markmiðum vísindastarfsins."
■ Grunnrannsóknir/40
Morgun-
blaðið hæst
í gæðakönn-
un Gallup
MORGUNBLAÐIÐ fékk 4 í
einkunn af 5 mögulegum og
var hæst af fjölmiðlum í gæða-
könnun sem Gallup fram-
kvæmdi í haust og er hluti fjöl-
miðlakönnunar fyrirtækisins
þegar spurt var hvaða miðill
fólki líkaði.
Morgunblaðið var einnig
efst þegar spurt var um miðla
sem gæfu fólki mikilvægar
upplýsingar um vöru og þjón-
ustu og í öðru sæti í tveimur
öðrum tilvikum þegar spurt
var um miðla sem fólk gæti
lært af og fólk vildi nota þegar
það slappaði af. Þá var Morg-
unblaðið í fjórða sæti á eftir
ríkisfjölmiðlunum þremur,
Sjónvarpinu, Rás 1 og Rás 2,
þegar spurt var um traust á
fréttaflutningi. Ríkisfjölmiðl-
amir fengu 4,3 í einkunn en
Morgunblaðið 4,2.
Gæðakönnunin er hluti fjöl-
miðlakönnunar Gallup sem
gerð var fyrir Samtök ís-
lenskra auglýsingastofa og
nokkra af helstu fjölmiðlum
landsins seint í október. Urtak
í könnuninni var 1.500 manns
og var nettósvarhlutfallið 60%.
■ Morgunblaðið/6
Eiríkur Tomasson prófessor um umdeildan dóm Hæstaréttar
Vafí leikur á að jafn-
ræðisregla hafi verið virt
EIRÍKUR Tómasson lagaprófessor telur vafa
leika á því hvort Hæstiréttur hafi virt viður-
kennda grundvallarreglu um jafnræði aðila fyrir
dómi í þeim dómi sem féll í Hæstarétti 28. októ-
ber sl., þar sem karlmaður var sýknaður af
ákæru um kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Þetta
kemur fram í viðtali Morgunblaðsins við Eirík
sem birt er í blaðinu í dag um niðurstöður rann-
sókna hans sem birtar eru í nýútkomnu riti um
réttláta málsmeðferð fyrir dómi í ljósi 6. greinar
Mannréttindasáttmála Evrópu.
„í 6. grein Mannréttindasáttmálans er eðli
máls samkvæmt aðeins mælt fyrir um rétt sak-
bomings í opinberum málum en ekki um rétt al-
mannavaldsins. En samkvæmt meginreglunni
um jafnræði aðila fyrir dómi á ákæruvaldið að
njóta sams konar réttar og sakaður maður. Við
megum ekki gleyma því að ákæruvaldið kemur
fram fyrir hönd almennings," segir Eiríkur í við-
talinu.
Hæstiréttur virti skýlausan
rétt sakbornings
„Hæstiréttur virti í þessu máli réttilega ský-
lausan rétt sakbornings samkvæmt 1. málsgrein
6. greinar Mannréttindasáttmálans til að afla
álits sérfræðinga vegna þess að ákæruvaldið og
lögregla höfðu áður aflað sérfræðiálita, sem lögð
höfðu verið til grundvallar í málinu í héraði. Eg
tel að með þessu hafi Hæstiréttur gætt réttar
sakbomings í þessu máli eins og á stóð. Hins
vegar tel ég að eðlilegt hefði verið að gefa ákæru-
valdinu kost á því að fá einn af sérfræðingunum
íyrir dóm til þess að því gæfist kostur á að gagn-
spyrja hann úr því að Hæstiréttur byggði niður-
stöðu sína á áliti hans,“ sagði Eiríkur.
„Ég er að vísu ekki kunnugur því hvað gerðist
í meðferð málsins fyrir Hæstarétti en að mínum
dómi leikur vafi á því hvort Hæstiréttur hafi virt
hina viðurkenndu jafnræðisreglu, sem gildir
jafnt í sakamálum sem einkamálum, gagnvart
ákæruvaldinu,“ sagði hann.
Eiríkur lagði áherslu á að með þessum athuga-
semdum væri hann ekki að taka efnislega afstöðu
til þess hvort niðurstaða meirihluta Hæstaréttar
hefði verið rétt eða röng.
■ MeginregIum/42