Morgunblaðið - 28.11.1999, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 21/11 - 27/11
►SEÐLAÖANKI fslands tel-
ur að líklega sé enn hægt að
komast hjá harkalegri aðlög-
un efnahagslífsins á næsta
ári, en það krefjist þess hins
vegar að afgangur fjárlaga
verði meiri á næsta ári en
gert sé ráð fyrir í fjárlaga-
frumvarpinu, jafnframt því
að brýnt sé að vel takist til
um gerð kjarasamninga, auk
þess sem peningastefnan
þarf áfram að vera aðhalds-
söm. Að mati Seðlabankans
er margt sem bendir til þess
að vöxtur eftirspurnar á ár-
inu 1999 sé vanmetinn í þjóð-
hagsáætlun og að hagvöxtur
á næsta ári geti orðið meiri
en þar er spáð. Viðskipta-
hallinn í ár verði því að lík-
indum meiri en spáð sé í
þjóðhagsáætlun.
►EKKI verður byggt í
Laugardalnum eins og borg-
aryfirvöld höfðu ráðgert.
DeiliskipulagstiIIaga þar
sem gert var ráð fyrir bygg-
ingu tveggja stórhýsa hefur
verið afskrifuð, að sögn Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur
borgai-stjóra. Ríflega 35 þús-
und andstæðingar frekari
byggðar í dalnum skrifuðu
undir mótmæli sem afhent
voru í lok september sl.
►FÆREYSKA skipafélagið
Smyril Line hefur skrifað
undir samning um smíði á
nýrri farþegaferju, sem mun
leysa Norrænu af hólmi.
Skipið verður smíðað hjá
Flensburger Sehiffbau-Ges-
ellschaft í Þýzkalandi. Það
verður 161 metri að lengd
og 30 metra breitt og mælist
4.300 tonn. Mikið er gert til
að tryggja öryggi skipsins til
siglinga í Norðurhöfum.
Ganghraði er áætlaður 21
sjómíla. Alls getur skipið
tekið 1.500 farþega og um
750 fólksbfla eða 130 stóra
flutningabfla.
Vinnslustöðin slítur
viðræðum um
sameiningu
STJÓRN Vinnslustöðvarinnar hf. í
Vestmannaeyjum hefur slitið viðræðum
um sameiningu Vinnslustöðvarinnar,
ísfélags Vestmannaeyja, Krossaness og
Óslands, og telur stjómin eftir ítarlega
umfjöllun um málið undanfarnar vikur
að hagsmunum félagsins og hluthafa
þess sé best borgið með því að reka fyr-
irtækið áfram. Sigurður Einarsson, for-
stjóri Isfélagsins, segir þetta mikil von-
brigði og sennilega hafi Vinnslustöðin
ekki lagt í sameininguna þegar til hefði
átt að taka.
Nánara samstarf
Evbrópuríkja styrkir
NATO
A fundi Georges Robertsons, fram-
kvæmdastjóra Atlantshafsbandalags-
ins, með Davíð Oddssyni forsætisráð-
herra ogUalldóri Ásgrímssyni, utanrík-
isráðherra í Reykjavík, á föstudag var
einkum rætt um hörfur í öryggismálum
Evrópu og þær breytingar semn eru að
verða á varnarsamstarfí Vestur-Evr-
ópuríkja. Robertson sagði eftir fundinn
að hann teldi að nánara samstarf Evr-
ópuríkja í vamarmálum yrði til að
stýrkja NATO sem heild. Forsætisráð-
hg^ sagði eflir fundinn að fagna bæri
sameiginlajfer yfnlýsingu forsætisráð-
herra BrfflKds og Frakklands þar sem
lý^pr yffjlPil að aðildarríki NATO ut-
a^fvrópœambandsins fái að taka þátt
í fyrirhuguðu vamarsamstarfí ESB.
Vafí leikur á að
jafnræðisregla hafi
verið virt
EIRIKUR Tómasson lagaprófessor tel-
ur vafa leika á því hvort Hæstiréttur
hafí virt viðurkennda gmndvallarreglu
um jafnræði aðila fyrir dómi í þeim dómi
sem féll í Hæstarétti 28. október sl. þar
sem karlmaður var sýknaður af ákæm
um kynferðisbrot gegn dóttur sinni.
pauðadöm ur yfír
Ocalan staðfestur í
Tyrklandi
ÆÐSTI áfrýjunardómstóll Tyrklands
staðfesti á fimmtudag dauðadóm yfir
Kúrdaleiðtoganum Abdullah Öcalan.
Mannréttindasamtök og Evrópusam-
bandið fordæmdu dóminn, sem vafa-
laust spillir vemlega fyrir möguleik-
um Tyrkja á að telja leiðtoga ESB á
að bjóða Tyrkland velkomið í sínar
raðir, eins og þeir sækjast eftir. Lög-
menn Öcalans hafa þegar tilkynnt að
þeir muni skjóta dómnum til Mann-
réttindadómstóls Evrópu í Strass-
borg, en það kann að taka allt að tvö
ár að ná niðurstöðu í málinu þar.
Tyrkneskum stjórnvöldum ber að
fresta framkvæmd dauðadómsiiís, þar
til Mannréttindadómstóllinn hefur
kveðið upp úrskurð sinn.
Rússneski herinn
sækir hart í átt að
Grosní
RÚSSAR reyndu í vikunni að loka
hriiignum í kringum Grosní, höfuð-
borg Tsjetsjníu. Hei-flugvélar og stór-
skotalið héidu uppi mikium árásum á
bæinn Urus-Martan, skammt suður af
Grosní, en falli hann hefur Rússum
tokist að |inikr'iníya^^höfuðbm'ginu;
Martan, sem taldir eru vera um 3.500,
hefðu verið umkringdir,en að
einhverjum þeirra hafi tekist að flýja
úr bænum. Stjórnvöld í Moskvu eru
sigurvíss og hafa daufheyrst við gagn-
rýni vestrænna júkja á herförina í
Tsjetsjpiu. Vladfmír Pútín forsætis-
ráðheira sagði á miðvikudagskvöld að
öllum þeim skæruliðum, „sem borið
hefðu vopn en hafa ekki blóð rúss-
neskra borgara á höndunum“, yrði
boðin sakaruppgjöf.
►ÓTTAST er að hátt í 300
manns hafi farist með far-
þegafeiju, sem sökk undan
Kínaströndum á miðviku-
dagskvöld. Varð eldur laus
um borð í skipinu, sem
hvolfdi síðan f mjög slæmu
veðri og hörkufrosti. Létust
flestir úr kulda um borð í
björgunarbátum. Slysið átti
sér stað nálægt hafnarborg-
inni Yantai á Shandong-
skaga.
►HORFUR eru á góðum
hagvexti í aðildarríkjum Evr-
ópusambandsins á næstu
tveimur árum, minna atvinnu
leysi og minni fjárlagahalla.
Verð bélga verður áfram lít-
il, þótt hún aukist nokkuð frá
því sem nú er. Talsmaður
framkvæmdastjórnar ESB
skýrði frá þessu á miðviku-
dag. Útlit í efnahagsmálum
heimsins þykir almennt vera
gott, og áætlað er að fyrir-
hugaðar vlðræður um aukið
frelsi í heimsviðskiptum geti
: bætt hag jarðarbúa um 30
milljarða íslenskra króna ár-
lega.
►BORlS Jeltsín Rússlands-
forseti fékk á fimmtudag
flensu og alvariegt lungna-
kvef, og varð því að fresta
fundi sínum méð Alexander
Li^asjenkó, forseta Hvíta-
: Riíssland.s, sem ráðgerður
vaj-,á fðstudagtil að undir-
rita sambandssamning ríkj-
anna. Jeltsín, sem er 68 ára,
hefur lengi átt við vanheilsu
að stríða og var síðast lagður
inn á sjúkrahús í október.
► LÖGREGLUMÖNNUM í
Bretlandi hefur verið skipað
að vera á varðbergi þar sem
talið er að klofningshópar úr
frska lýðveldishernum (IRA)
séu aö undirbúa hrinu
liermdarverka um jólin og
áramótin.
Morgunblaðið/Kristinn
Nýja Hríseyjarfeijan í slipp Stálsmiðjunnar í Reykjavík.
Stálsmiðjan vill rifta kaupsamningi á búnaði í Hríseyjarferjuna
Afhendingu seinkar um
allt að þrjá mánuði enn
STÁLSMIÐJAN í Reykjavík hef-
ur farið fram á riftun samnings
vegna kaupa fyrirtækisins á vél-
búnaði í nýju Hríseyjarferjuna
Sævar. Skipið var smíðað í
Stálsmiðjunni en vegna bilunar á
skrúfu- og stýrisbúnaði, sem
keyptur var frá danska fyrirtæk-
inu Mekanord, hefur orðið mikil
seinkun á afhendingu skipsins til
kaupandans, sem er Vegagerðin.
Valgeir Hallvarðsson stjórnar-
formaður Stálsmiðjunnar sagði að
leitað hafí verið eftir tilboðum í
nýjan búnað en ljóst sé að afhend-
ingu .skipsins geti seinkað um allt
ýaðgþliá m$njtði til viðbótar. „Við
bíðuimeftir svari frá danska fram-
leiðandanum varðandi körfu okkar
um riftun samningsins en vonumst
eftir því á næstu dögum, þannig
að við getum tekið ákvörðun um
næstu skref. Þetta er orðið af-
skaplega leiðinlegt mál fyrir alla
aðila og við hefðum viljað vera
búnir að senda skipið frá okkur.“
Valgeir sagði að um síendur-
teknar bilanir á þessum búnaði
hafi verið að ræða og þær séu þess
eðlis að verkkaupinn telji ekki
hægt að treysta því að svo verði
ekld áfram. Valgeir sagði að Stál-
smiðjan hafí lagt á það áherslu að
leysa þetta mál og að það yrði
gert. Hann benti jafnframt á yfir-
lýsingu frá Stálsmiðjunni sem fé-
lagið sendi frá sér á dögunum
vegna umfjöllunar ýmissa fjöl-
miðla um tafir á smíði ferjunnar
og hugsanlegar dagsektarkröfur
Vegagerðarinnar.
Þar kemur m.a. fram að eftir að
tilboð í verkið voru opnuð og
samningaviðræður stóðu yfír við
Stálsmiðjuna voru að ósk verk-
kaupans gerðar verulegar breyt-
ingar á verklýsingu og hönnun
skipsins. Hafi þessar breytingar
ýmist leitt til hækkunar eða lækk-
unar á samningsverði. Varð þá
m.a. fyrir valinu vélbúnaður sem
verkkaupi samþykkti og leiddi til
verulegrar lækkunar á samnings-
verði. Þessi búnaður hafí við próf-
anir ekki reynst sem skyldi og hafi
það leitt til margvíslegra tafa á
framgangi verksins. Stálsmiðjan
líti svo á að félaginu verði ekki
kennt um þær tafir sem orðið hafa
á verkinu og áð á meðan unnið sé 1
að lagfæringum sé umfjöllun um
beitingu dagsekta og annaiTa van-
efndaúrræða ótímabær. 1
Einar Hermannsson skipaverk-
fræðingur og eftirlitsmaður Vega-
gerðarinnar við smíði Hríseyjar-
ferjunnar sagði að það hafi ekki
komið í ljós fyrr en á seinni stig-
um að þessi búnaður frá
Mekanord sé bara á hönnunar- og
prófunarstigi og því ekki fram-
bærileg söluvara. Þai-na sé um að
ræða framleiðslunúmer 2 og 3 á
búnaðinum hjá þessum framleið-
anda. Hann sagði aðspurður að
það hafi ekki verið teknar endan-
legar ákvarðanir varðandi dag-
sektir.
„Það hafa allir reynt að gera
það sem hægt er í stöðunni en því
miður hefur reynslan leitt okkur
að þessari niðurstöðu. Kostnaður-
inn er ekki endanlega frágengin
og menn hafa ekki viljað fara út í
nánari umræður um það við-
kvæma atriði. En það sem allir
eru sammála um er að koma skip-
inu á viðeigandi hátt í gagnið og
því ekki líklegt til árangurs að
fara að bítast um einhverjar krón-
ur og aura,“ sagði Einar. Hann
sagðist hafa rökstuddan grun um
að þetta ferli taki um þrjá mánuði
til viðbótar, svo framarlega að það
fáist hliðstæður búnaður.
Sér enginn fyrir hver
endirinn verður
Kostnaður við smíði ferjunnar
miðað við samningsverð var um
130 milljónir króna og sagði Einar
að ef þessi danski búnaður hefði
reynst sem skyldi, hefði endanlegt
smíðaverð orðið innan við 5% frá
því verði. „Þessi staða leiðir hins
vegár til þess að það sér enginn
fyrir hver endirinn verður, þar
sem ekki er vitað hvað búnaðurinn
sem kemur í staðinn muni kosta,
né heldur hver ber aukakostnað-
inn.“ '
Upphaflegi skiladagur skipsins
var 15. júlí sl. en Éinár sagði að
Stálsmiðjan hafí haft einn mánuð
til viðbótar til að skila verkinu án
þess að verða fyrir dagsektum. Sé
farið fram yfir þessa 30 daga virki
dagsektirnar afturábak og svo
áfram. „Það var búið að veita
Stálsmiðjunni frest tvisvar sinn-
um, í báðum tilfellum í þrjár vikur,
gegn ákveðnum skilyrðum. En nú
erum við komnir langt út fyrir
þann tíma líka og það liggur ekk-
ert endanlegt fyrir í þessum efn-
um,“ sagði Einar.
Langöflugasta Kröfluhol-
an gefur 20 megawött
SEINNI borholan sem Lands-
virkjun lét bora í sumar við Kröflu
er sú aflmesta sem boruð hefur
verið á svæðinu og gefur 20 mega-
vött.
Landsvirkjun lét bora tvær hol-
ur á jarðhitasvæði Kröflu í sumar.
Nú hefur komið í ljós að síðari hol-
an gefur 20 megavött sem er gífur-
lega góður árangur, að sögn Þor-
steins Hilmarssonar, upplýsinga-
fulltrúa Landsvirkjunar. Fyrri
holan gaf 8 megavött, en til saman-
burðar má geta þess að öflugasta
borholan á svæðinu hingað til hef-
ur gefið milli 12 og 13 megavött og
er sú hola mun öflugari en allari
hinar sem notaðar eru, að sögn
Þorsteins.
Utlit er fyrir að holan gefi um
tuttugu megavött en hún þarf að
blása út fram yfir áramót og ná
jöfnum hita. Er þá hægt að segja
með fullri vissu hvert afl hennar
er. Þorsteinn segir að þessi árang-
ur auki mjög rekstraröryggi
Kröfluvirkjunar og gefi góðar
væntingar um að unnt verði að
ráðast í stækkun hennar á næstu
árum.