Morgunblaðið - 05.12.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.12.1999, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Nýlr tímar blasa við á Norður-írlandi eftir að samstjórn kaþólskra og mótmælenda tók við völdum í héraðinu á fímmtudag. Pótt ýmis- legt geti enn út af brugðið standa engu að síður vonir til að átökin / á Norður-Irlandi hafí nú raunverulega verið til lykta leidd. Davíð Logi Sigurðsson skoðar þessa þróun mála í sögulegu samhengi og veltir vöngum yfír fram- haldinu. ÞAÐ er óhætt að segja að þátta- skil hafl orðið á Norður-ír- landi á fimmtudag, þegar ný heimastjóm kaþólikka og mótmæl- enda kom saman í fyrsta sinn í Stor- mont-kastala í útjaðri Belfast. Reynd- ar er óhætt að ganga lengra og fullyrða að sagnfræðingar muni í framtíðinni dæma atburði þessa dags sem þá mikilvægustu í sögu eyjunnar grænu á þessari öld. Vonir standa nefnilega til að valdataka heimast- jómarinnar á fimmtudag marki upjr- hafið að nýjum tímum á Norður-Ir- landi, og að þar með hafi verið bundið fyrii' þau sár sem hálfkaraður aðskiln- aður Irlands frá Bretlandi árið 1921 olli. Albert Reynolds, sem var forsætis- ráðherra Irlands árið 1994, þegar friðammleitanir á Norður-írlandi hófust íyrir alvöm með fyrra vopna- hléi írska lýðveldishersins (IRA) og vopnahléum öfgahópa sambandss- inna, gekk svo langt að segja í grein sem hann skrifaði í dagblaðið The Ir- ish Times á fimmtudag að þessa dags yrði minnst sem dagsins þegar átökin á Norður-Irlandi tóku enda. Auðvitað era enn ljón í veginum og því fer fjarri að samfélög kaþólskra og mótmælenda hafi fyrirgefið hvort öðm þann sársauka sem þau hafa valdið hvort öðm undanfarin 30 ár og lengur. En allar horfur em á að nú verði ekki aftur snúið, friður sé raun- veralega í augsýn og að hægt sé að hefjast handa við að græða þau sár sem eftir standa. „Ófullkomnuð" frelsisbarátta Um leið og írland hlaut fullveldi frá Bretum árið 1921 eftir blóðugt frelsis- stríð var búið til sérstakt ríki í nyrstu sýslunni Ulster handa svonefndum sambandssinnum sem vildu alls ekki það frelsi, sem írar höfðu baiist iyrir, heldur vera áfrarn hluti af Bretlandi. Fi-elsisbarátta Ira vai- því í þeim AP. Myndun samstjórnar kaþólskra og mótmælcnda á Norður-Irlandi markar nýja dögun í hcraðinu eftir áratugalöng átök. Um leið hnígur sólin til viðar á þá öfga, sem einkennt hafa samskipti kaþólskra og mótmælenda, og sem styttan af Edward Carson, leiðtoga sambandssinna á Norður-Irlandii upphafi aldar, sem stendur á flötinni fyrir framan Stormont-kastala í Belfast, hefur gjaman þótt táknræn fyrir. Ný döguná N orður-Irlandi skilningi misheppnuð að hún tryggði þeim einungis hálfan sigur. En írskir þjóðernissinnar, sem í flestum tilfellum vom kaþólskir, litu einnig með vonbrigðum til Norður-ír- lands vegna þess að þar varð innlyksa stór hópur kaþólikka, skjólstæðinga þeiira og bandamanna, og baráttan síðan hefur að mörgu leyti snúist um að „frelsa'1 þetta fólk úr klóm sam- bandssinna, sem em mótmælendur, og „fullkomna" þannig frelsun Ir- lands og sjálfstæði. Hér er komin skýringin á ákvæði í stjómarskrá ír- lands frá 1937, þar sem krafa var gerð til Norður-írlands, en þetta ákvæði var einmitt fellt úr gildi á fimmtudag, um leið og bresk stjómvöld afsöluðu sér völdum í héraðinu. Ekki dró það úr spennunni að sú stjóm sambandssinna sem stýrði Norður-írlandi eftir 1921 í skjóli breskra yfirráða mismunaði þegnum ríkisins eftir því hvort þeir vora kaþ- eyra Barnabókadagur á Súfistanum sunnudaginn 5. des millí 14 og 17 Andri Snær Magnason Kristín Helga Gunnarsdóttir Ólafur Guðlaugsson g Ólafur Gunnarsson Sigrún Eldjárn Stefán Aðalsteinsson Vilborg Dagbjartsdóttir Yrsa Sigurðardóttir og fleiri lesa úr bókum sínum i.l/1 Ks r r Óvæntar uppákomur Mál ogímábnipg'I malogmenning.is Laugavegi 18 • Simi 515 2500 • Sfðumúla 7 • Simi 510 2500 Frá fyrsta fundi heimastjórnarinnar á fimmtudag. ólikkar eða mótmælendur, kaþólskir íbúar Norður-írlands urðu sem ann- ars flokks borgarar enda álitnir flugu- menn þjóðemissinna í suðri, fimmta herdeild þeirra innan landamæra Norður-írlands. Allt sprakk í loft upp 1968, eins og frægt er orðið, og kaþólskir kröfðust réttinda sinna. Irski lýðveldisherinn (IRA) var endurfæddur og hóf bar- áttu sína fyrir frelsun Norður-írlands úr klóm breskra heimsvaldssinna sem fljótt tók á sig mynd þeirra hryðju- verka sem við þekkjum af sjón- varpsskjánum. Ekki bætti úr skák að viðbrögðin létu ekki á sér standa, norður-írska lögreglan (sem skipuð var sambandssinnum) barði á kaþ- ólskum og hið sama gerði seinna breski herinn, sem þó hafði verið sendur á vettvang til að stilla til frið- ar. Þegar allt var komið í óefni settu bresk stjómvöld stjóm sambandss- inna af árið 1972 og stýrðu héraðinu beint frá London. Samstjórn 1974 fór út um þúfur Sú staðreynd að heimastjóm hefur nú aftur verið skipuð á Norður-ír- landi og bresk stjórnvöld hafa afsalað sér völdum þar á nýjan leik er hins vegar ekki aðeins merk vegna þess að 27 ár em liðin síðan Norður-írland hafði eigin stjóm. Mestu máli skiptir að andstætt því sem áður var koma kaþólskir að stjóm landsins, eiga fulltrúa í stjóm og óskum þeirra um sameiningu ír- lands er veittur farvegur í sérstökum samráðsstofnunum á milli írlands og Norður-írlands sem samþykktar voru í friðarsam- komulaginu, sem kennterviðföstu- daginn langa. Þessum stofnun- um er ætlað að stuðla að auknum og bættum sam- skiptum en öllum er ljóst að það er von þjóðemis- sinna að þær muni á endanum geta leitt af sér hina langþráðu sam- einingu. Aðvísuvar gerð tih-aun til svipaðrar samstjómar 1973-1974 undir forsæti leiðtoga Sambandsflokks Ulster (UUP), Brian Faulkner, en sú stjóm naut aldrei nægjanlegs fylgis meðal sambands- sinna og með klerkinn Ian Paisley í broddi fylkingar efndu þeir til mót- mæla, og síðar allsherjarverkfalla sem lömuðu allt samfélagið. A sama tíma gengu öfgahópar bæði kaþólskra og mótmælenda berserksgang, á þessum ámm féll stærstur hluti 3.600 fórnarlömbum átakanna á Norður- írlandi, og um síðir riðaði stjómin til falls. Þá vom uppi aðrir tímar og önn- ur sjónarmið en á síðustu mánuðum hefur þó oft verið talað um að barátta Davids Trimbles, leiðtoga UUP og forsætisráðherra hinnar nýju heim- astjómar, hafi ekki síst miðað í þá átt að tryggja að hann hlyti ekki sömu ör- lög og Faulkner, sem steypt var af stóli af eigin vopnabræðram. Allir búnir að fá nóg af átökum David Trimble hefur engu að síður ákveðið að taka áhættuna, og hefja stjómarsamstarf við Sinn Féin, stjórnmálaarm IRA, án þess að IRA hafi byijað afvopnun jafnvel þótt ein- ungis rúmlega helmingur liðsmanna UUP sé því samþykkur. En stundum verða stjómmála- menn að hafa dug til að sýna forystu, þótt á móti blási, og Trimble skynjar það ömgglega rétt að þrátt fyrir að menn séu ekki hrifnir af þeiiri til- hugsun að Martin McGuinness, einn forsprakka Sinn Féin, hafi nú tekið til starfa sem menntamálaráðherra þá telji þeir einfaldlega nóg komið af mannvígum og átökum. Er hugsunin þá líklega sú að ef ekki er hægt að öðl- ast þann frið sem menn óska sér á annan hátt en þann að McGuinness setjist í stjórn þá verði einfaldlega svo að vera. Tuttugu og fimm áram eftir fyrstu samstjóm kaþólskra og mót- mælenda eru menn tilbúnir að taka þetta skref. í þessu sambandi er athyglisvert að athuga að það era ekki síst menn eins og MeGuinness og Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, sem hafa skynjað breytta tíma. Það er jú fullyrt að þeir hafi 1974 staðið framarlega í samtök- um IRA, sem þá lögðu á ráðin um mörg af sínum viðurstyggilegustu ódæðum. Tuttugu og fimm áram síð- ar vita þeir hins vegar sem er að draumur þeirra um sameinað írland rætist ekki á grandvelli hinnar vopn- uðu baráttu, þeim óskum sínum munu þeir ekki ná fram nema með lýðræðis- legum leiðum. Og þau tímamót hafa átt sér stað að Trimble hefur fyrir sitt leyti, fyrstur leiðtoga sambandssinna, lýst því yfir nýlega að það sé réttmætt pólitískt markrnið lýðveldissinna að beijast fyrir sameiningunni. Ljóst er af þessu að leiðtogar bæði kaþólikka og mótmælenda hafa tekið stór skref á braut lýðræðisins, þeir viðurkenna að þeir verða að virða vilja og rétt hver annars, og að ekki sé hægt að þvinga fram breytingar nema fyrir þeim sé meirihlutastuð- ningur. Það er einmitt þessi stað- reynd sem gerir það að verkum að menn trúa því að nú sé raunveralega ný dögun á Norður-írlandi. Styrkui- úrtölumannanna, sem fengu að ráða 1974, hefur dvínað, fyrrverandi öfga- menn hafa misst trúna á vopnaða bar- áttu og era komnir að stjómarborð- inu og þótt klofningshópar úr IRA telji það svik, að taka þátt í stjóm þessa ríkis sem bresk stjórnvöld settu á stofn með ólögmætum hætti (að þeirra mati), era þeir taldir of fá- mennir og njóta of lítils stuðnings til að geta spomað við þeim vatnaskilum sem orðið hafa. Eftir stendm- að IRA verður sjálft að sýna vilja sinn í verki og afhenda vopn sín. Afvopnun þarf að hefjast fyrir febrúarbyi’jun, að öðram kosti fellur þrýtur heimastjórnina örendi því Trimble mun þá segja af sér og ganga á dyr. í því andrúmslofti sem ríkti í Belfast á fimmtudag var þó ekki annað að dæma en mönnum myndi takast að ráða fram úr því vandamáli þegar ekki verður lengm- undan flúið. Sameinuð mun þessi heimastjóm kaþólikka og mótmælenda standa, og sameinuð mun hún falla og þetta vita þeir Trimble og McGuinness, sem nú era sestir saman í stjóm. Háttalag þeirra síðustu daga og misseri bendir ekki til annars en sambúð kaþólikka og mótmælenda á Norður-írlandi horfi til betri vegar á nýju árþúsundi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.