Morgunblaðið - 05.12.1999, Side 12
12 SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Aðgerðir
gegn ný-
nasistum
vekja
athygli
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
SAMEIGINLEG greinaskrif fjög-
urra sænskra blaða, Aftonbladet,
Dagens Nyheter, Expressen og
Svenska Dagbladet 30. nóvember til
að vekja athygli á áhrifum og út-
breiðslu sænskra nasista hefur vakið
mikla athygli heima og heiman. Um-
fjöllunin hefur einnig bitnað á þeim
einstaklingum, sem fjallað var um í
blöðunum, bæði í máli og myndum.
Eftir umfjöllunina hafa ritstjórar
blaðanna fjögurra fengið á sig stór-
skotahríð rafpósts, sem líklega er
nokkurs konar sprengja til að koma
rafpóstkerfinu á kné. Viðbrögð al-
mennings hafa verið mjög jákvæð.
Umíjöllun bitnar á nýnasistum
Á vinnustöðum nokkurra þeirra
62, sem umfjöllunin náði til, var hart
brugðist við. Einn úr hópnum er 23
ára ritstjóri málgagns nýnasista og
hefur skrifað hatursgreinar í blaðið,
meðal annars gegn útgáfufjölskyld-
unni Bonniers, sem er af gyðingaætt-
um. Hann starfar hjá sænsku áfeng-
isversluninni og hafði verið valinn í
hóp, sem mennta á í þeim tilgangi að
hinir útvöldu verði með tímanum
verslunarstjórar.
Önnur dæmi eru um að í þeim
hópi, sem fengu birt nöfn sín og
myndir, séu menn, sem starfa í
verkalýðsfélögum. í nokkrum tilfell-
um hafa verkalýðsfélögin rætt brott-
rekstur. Á vinnustöðum, þar sem
þessir menn þekktust eftir mynd- og
nafnbirtinguna hafa starfsmenn
einnig rætt viðbrögð.
N ýnasistahr eyflngar
vel vopnaðar
Blöðin fjögur hafa haldið áfram
umfjöllunum sínum. Par hefur meðal
annars komið fram að nýnasistar
hafa náð til sín töluverðu af vopnum,
eins og fram hefur komið, þegar þeir
hafa látið til skara skn'ða. Þessi vopn
hefur verið stolið úr vopnabúrum
hersins eða keypt af vopnasölum,
sem ekki spyrja um of eftir leyfum og
öðrum formsatriðum.
Erlendh- fjölmiðlar hafa gert átaki
sænsku blaðanna mikil skil. Fjöl-
miðlar á Norðurlöndum og í Evrópu
hafa sagt frá átakinu og einnig stórar
alþjóðlegar fréttastofur. Associated
Press ræddi meðal annars við Björn
Pihlblad talsmann lögreglunnar í
Stokkhólmi, sem sagði að nýnasistar
hikuðu ekki við að sýna að þeir væru
vopnaðir og hikuðu heldur ekki við að
láta vopnin tala.
Nýnasistahreyfíngar hafa mjög
stungið sér niður umhverfis Karlstad
í Vermlandi. Þar hafa lögreglan og
ýmis félagssamtök undanfarið starf-
að markvisst að því að uppræta starf-
semina og orðið vel ágengt. Greger
Wahlgren lögi'egluforingi, sem lengi
hefur haft áhuga á nasistum og sögu
þeirra, hefur beitt þekkingu sinni
gegn hópunum.
Wahlgren hefur haldið fyrirlestra
fyrir kennara og aðra, sem starfa
með börnum, til að kenna þeim að
þekkja merki, slagorð og ýmsar aðr-
ar viðmiðanir, sem nýnasistar geta
slegið um sig með, hvort sem er á
plakötum, bolum eða í tónlist. Óinn-
vígður tekur kannski ekki eftir strák
í bol, sem á stendur „14 orð“, en
Wahlgren veit að þetta er tilvitnun í
þekktan bandarískan nýnasista.
Myndbirtingar blaðanna hafa leitt
til kæra til blaðaumboðsmannsins, en
enn er ekki Ijóst hvernig tekið verður
á þeim. Almennt hefur umfjölluninni
þó verið vel tekið. Skriða rafpósts,
þar sem móttakendur eru hvattir til
að senda póstinn áfram til ritstjóra
blaðanna fjögurra, er ekki fjand-
samlega orðuð, en á blöðunum hafa
menn grun um að þessu keðjubréfi sé
ætlað að koma rafpóstkerfi blaðanna
á kné. Þeir hafa því hvatt upphafs-
mennina til að láta í sér heyra.
Barbara J. Griffíths nýr sendiherra Bandaríkjanna á fslandi
Viljum styrkja þegar öflugt
samband ríkjanna
Morgunblaðið/Ásdís
Barbara J. Griffiths, nýr sendiherra Bandaríkjanna á íslandi.
Nýlega tók Barbara J.
Griffíths við sem sendi-
herra Bandaríkjanna á
Islandi. Steingrímur
Sigurgeirsson ræddi
við hana um það
sem hæst ber í sam-
skiptum ríkjanna
þessa stundina.
BARBARA J. Griffiths tók
í haust við embætti
sendiheira Bandaríkj-
anna á fslandi af Day 0.
Mount og er hún fyrsta konan sem
gegnir því embætti hér á landi. Það
er vart hægt að segja að Griffiths
hafi farið hægt og rólega af stað því
að eitt fyrsta verkefni hennar sem
sendiherra var að vinna að skipu-
lagningu í tengslum við kvenna-
ráðstefnuna og komu Hillary Clin-
ton forsetafrú Bandaríkjanna
hingað til lands.
„Þetta var vissulega mjög anna-
samur tími en jafnframt einstakt
tækifæri til að kynnast fólki og
mynda tengsl,“ segir Griffiths.
Ráðstefnuna segir hún hafa verið
mikilvæga og að þar hafi tekist að
móta stefnu á breiðu sviði og tengja
saman konur frá ólíkum heimshlut-
um. Mjög athyglisvert hafi verið að
heyra þau fjölbreyttu sjónarmið er
komu fram á ráðstefnunni og þá
ekki síst frá þeim konum, sem enn
væru að berjast fyrir margvísleg-
um lýðréttindum er væru talin
sjálfsögð.í okkar heimshluta. Mikil-
væg verkefni væru því framundan,
sem Bandaríkin myndu reyna að
leggja sitt af mörkum til að ná
fram.
í utanríkisþjónustunni í 23 ár
Griffiths hefur starfað í utanrík-
isþjónustu Bandaríkjanna frá árinu
1977, eða í um 23 ár. Hún er hag-
fræðingur að mennt og hefur til
þessa fyrst og fremst starfað að
efnahagslegum málefnum, jafnt í
utanríkisráðuneytinu sjálfu í Was-
hington D.C. sem í sendiráðum víðs
vegar um heim, m.a. í Seoul í Suð-
ur-Kóreu og í Moskvu.
í Moskvu kynntist hún eigin-
manni sínum, David M. Schoono-
ver, sem einnig starfaði í utanríkis-
þjónustunni að landbúnaðarmálum,
en er nú kominn á eftirlaun.
Griffiths er fædd og uppalin í
borginni Verona í New Jersey, um
30 kílómetnim norður af New York
City. Hún er elst fimm systkina.
Faðir þeirra lést er þau voru enn
ung að aldri og segir hún það hafa
þjappað fjölskyldunni mjög saman
og að þau haldi hópinn vel. Að
loknu hagfræðinámi í New Jersey
og Connecticut starfaði hún hjá
hafnarstjórn New York-borgar áð-
ur en hún ákvað að fara i inntöku-
próf utanríkisþjónustunnar. „Það
eru núorðið allmargar konur, sem
gegna sendiherraembættum á veg-
um Bandaríkjanna," Segir Griffiths
aðspurð um stöðu kvenna í banda-
rísku utanríkisþjónustunni. „Það
hefur verið lögð rík áhersla á það á
síðastliðnum árum að auka breidd
starfsliðsins, jafnt hvað varðar kyn
sem kynþætti. Um helmingur
þeirra sem nú hefur störf hjá utan-
ríkisþjónustunni er konur þótt að
vissulega séu karlar enn í nokkrum
meirihluta þegar kemur að æðstu
embættum. Það er markviss stefna
að fjölga konum, jafnt í hópi emb-
ættismanna sem þeirra er skipaðir
eru á pólitískum grundvelli. Þetta
hefur aukið breidd og fjölbreytni
utanríkisþjónustunnar.“
Hrifín af norðlægum ríkjum
Griffiths segir að hún hafi ekki
vitað mikið um ísland, er hún fékk
að vita fyrir tæpu ári að hún myndi
gegna hér stöðu sendiherra. Island
hafi vakið áhuga hennar af nokkr-
um ástæðum. Þróunin á sviði efna-
hagsmála hafi verið ör og spenn-
andi hér á síðustu árum og hafi það
vakið forvitni hennar í ljósi fyrri
starfa hennar á sviði efnahagsmála.
Þá hafi hún ávallt verið hrifin af
norðlægum ríkjum og að auki séu
hún og eiginmaður hennar áhuga-
menn um fuglaskoðun í frístundum
sínum. Loks hafi hún litið til þess
að þótt lsland sé lítið ríki gegni.það
mikilvægi-i stöðu innan Atlants-
hafsbandalagsins, NATO. „ísland
var spennandi kostur og við vorum
yfir okkur hrifin er við fengum
fréttir af því að við værum á leið
hingað. Við fréttum fyrst af þessu
rétt fyrir síðustu jól og fórum þá
strax að undirbúa okkur og lesa
okkur til um land og þjóð. Jólagjöf-
in til eiginmanns míns um síðustu
jól var til dæmis bók um ísland. Eg
var hins vegar því miður enn á kafi
í mínu gamla starfi í utanríkisráðu-
neytinu og gátum við því ekki sinnt
undirbúningnum af fullum krafti,
t.d. hvað varðar tungumálið. Nú
sækjum við hins vegar bæði tíma í
íslensku hjá Námsflokkum Reykja-
víkur.“
Griffiths segir að hún muni sem
sendiherra reyna að styrkja þegar
öflugt samband íslands og Banda-
ríkjanna. ,Árið 2001 munum við
halda upp á fimmtíu ára varnar-
samstarf ríkjanna, en á því sviði
hefur verið mikil þróun. Ég vonast
einnig til að geta lagt mitt af mörk-
um til að efla efnahagsleg tengsl
ríkjanna. Með efnahagslegum
tengslum vísa ég ekki einungis til
viðskipta heldur fjölmargra mála-
flokka, er ekki falla undir varnar-
mál. Þá er það markmið okkar að
nýta árþúsundaskiptin til að vekja
aukna athygli á sambandi íslands
og Bandaríkjanna og hafa fjöl-
margar uppákomur verið skipu-
lagðar í því skyni til að nýta þessi
tímamót sem best.“
„Hætta á“ að ísland
uppgötvist
Hún segist aðsjjurð ekki telja að
erfitt verði fyrir Island að vekja at-
hygli á landi og þjóð í Bandaríkjun-
um smæðarinnar vegna heldur eigi
íslendingar þvert á móti á hættu að
verða uppgötvaðir. „Það hefur ver-
ið mjög mikil umfjöllun um ísland í
Bandaríkjunum upp á síðkastið.
Rannsóknir á sviði læknisfræði
hafa vakið mikla athygli svo dæmi
sé tekið og bandarískir ferðamenn
sækja landið heim í auknum mæli,
þótt enn bjóði nafn Islands mis-
skilningi heim. Bandaríkjamenn
hafa mikla unun af því að ferðast og
ég held að ísland hafi heillað
marga.“
Þær uppákomur sem skipulagð-
ar hafa verið í kringum árþúsunda-
mótin segir hún að hafi það að
markmiði að setja samband ríkj-
anna í heildrænt samhengi. í Smit-
hsonian-safninu í Washington D.C.
og Library .of Congress verði hald-
in viðamikil víkingasýning og
Bandaríkjaþing samþykkti nýlega
útgáfu minningarpenings, en hagn-
aður af sölu hans mun renna í sjóð
er á að styrkja nemendaskipti milli
ríkjanna.
Margt annað komi til og nefnir
hún að á dögunum hafi komið til Is-
lands hópur Vestur-íslendinga frá
Norður-Dakóta til að setja upp
leikrit. Eldri kynslóð þessa fólks
tali enn íslensku en yngri kynslóðin
einungis ensku. Yngra fólkið sæk-
ist hins vegar eftir því að koma til
íslands til að kynnast uppruna sín-
um og híbýlum forfeðra sinna.
Áhugi á að efla viðskipta-
samband
Nú eru hafnar umfangsmiklar
viðræður í Seattle í Bandaríkjun-
um um alþjóðleg viðskiptamál og
munu þær standa næstu árin. Isl-
and hefur á síðustu árum tengst
Evrópu nánari böndum og á nú að-
ild að hinum innri markaði Evrópu-
sambandsins með samningnum um
Evrópska efnahagssvæðið. Hins
vegar hefur ætíð verið verulegur
áhugi á því á Islandi að efla enn
frekar viðskiptatengslin við Banda-
ríkin. Þegar Griffiths var spurð um
þessa þróun sagðist hún ekki telja
að einn kostur ætti að útiloka ann-
an. „Bandaríkin hafa um langt
skeið stutt þá samrunaþróun er á
sér stað í Evrópu. Við myndum
hins vegar ekki vilja að þetta leiddi
til þess að aðgangur okkar að
mörkuðum fyrir bandaríska vöru
og þjónustu yrði skertur. Hugsan-
lega verður hægt að útvíkka við-
skiptatengsl Islands og Bandaríkj-
anna enn frekar. Enn liggur hins
vegar ekki fyrir nein endanleg nið-
urstaða í þeim efnum og má nefna
að íslendingar eiga nú í viðræðum
við kanadísk stjórnvöld um þessi
mál. Nú eru hafnar alþjóðlegar við-
ræður um viðskiptamál og mikil-
vægustu skilaboðin af okkar hálfu
eru þau að aukið frelsi í viðskiptum
hefur haft jákvæðar afleiðingar.
Við viljum að sú þróun haldi áfram
og að hagvöxtur og hagsæld haldi
áfram að eflast.“
Almennt séð segir Griffiths að
tvíhliða samskipti íslands og
Bandaríkjanna séu í afbragðsgóðu
ástandi og gangi snurðulaust fyrir
sig. Hún sjái ekkert er gæti ógnað
því að svo verði áfram. „Auðvitað
koma ávallt upp mál er taka verður
á og ræða,“ segir Griffiths, en
framundan eru til dæmis viðræður
um endurskoðun á varnarsamstarfi
íslands og Bandaríkjanna. Ekki
liggi enn fyrir nákvæmlega hver
verði áhersluatriði Bandaríkjanna í
þeim viðræðum né heldur nákvæm
tímaáætlun fyrir viðræðurnar.
Hins vegar sé Ijóst að ekki þurfí að
taka á neinum stórmálum í viðræð-
unum, segir sendiherrann, en þær
muni byggjast á þeim minnis-
punktum (minutes) sem ríkin urðu
ásátt um í síðustu viðræðulotu.
Á undanförnum mánuðum hafa
verið tekin mikilvæg skref í þá átt
að Vestur-Evrópusambandið verði
að vamarstoð Evrópusamban-
dsins. Er stefnt að því að VES
verði jafnframt eins konar Evrópu-
stoð NATO er gæti gripið til að-
gerða upp á eigin spýtur, án að-
stoðar og þátttöku Bandaríkjanna.
Hefur þetta vakið upp áhyggjur
hjá evrópskuin aðildarríkjum
Atlantshafsbandalagsins, sem ekki
eiga aðild að ESB, en hafa til þessa
átt aukaaðild að VES. Griffiths
segir að það mikilvæga í þessu
sambandi sé að bætt verði við varn-
argetuna í stað þess að byggja upp
spegilmyndir af því sem þegar sé til
staðar. Bandaríkin vilji efla Atl-
antshafssamstarfið og vonist til að
aukið samstarf Evrópuríkja á sviði
vamarmála verði til þess. Þá leggi
Bandaríkin rnikla áherslu á að
evrópsku NATO-ríkjunum utan
ESB verði ekki mismunað. „Is-
lensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á
sömu sjónarmið og við erum þeim
heilshugai- sammála," segir Grif-
fiths.
Hún vildi að lokum taka fram áð
þótt ekki væri langt um liðið frá því
að hún hefði tekið við embætti hefði
henni alls staðar verið vel tekið,
jafnt af almenningi sem stjórnvöld-
um. „Ég hlakka til að eiga samstarf
við fólk og reyna að koma málum
okkar á framfæri."