Morgunblaðið - 05.12.1999, Side 16

Morgunblaðið - 05.12.1999, Side 16
16 SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Finnskur listamaður í LHÍ OLA Kolehhmainen myndlistarmað- ur frá Finnlandi kynnh' verk sín og sýnir litskyggnur í LHÍ á Laugar- nesvegi 91, stofu 24, mánudaginn 6. desember kl.12.30. Ola vinnur aðallega með innsetn- ingar. Hann er fæddur í Helsinki ár- ið 1964 og lauk mastersnámi frá ljós- myndadeild Listiðnaðarháskólans í Helsinki. Hann hefur hlotið viður- kenningar íyrir verk sín. Ola Kolehhmaine opnar sýningu í Galleri 1-8 fimmtudaginn 9. desem- ber. ---♦-♦-4------ Hvar er Stekkjar- staur? MÖGULEIKHÚSIÐ hefur hafið sýningar á jólaleikritinu Hvar er Stekkjarstaur? eftir Pétur Eggerz. Sýningin fer í leik- og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem sýnt verður á Vestur- og Norður- landi. Leikritið var frumsýnt fyrir jólin 1996 og hefur síðan verið sýnt fyrir hver jól. í leikritinu segir frá því þegar það gerist eitt sinn fyrir jólin að Halla, aðalpersóna leikritsins, veitir því at- hygli að jólasveinninn Stekkjarstaur kemur ekki á tilsettum tíma til byggða. Leikstjóri er Pétur Eggerz, leik- arar Drífa Arnþórsdóttir og Bjarni Ingvarsson. Leikmynd og búningar voru í höndum leikhópsins. ..-♦♦ ♦ Harry Potter bestur þriðja anð í roð BRESKI rithöfundurinn J. K. Rowl- ing hefur unnið þriðju Smarties- barnabókaverðlaunin í röð fyrir nýj- ustu bókina í bókaflokknum um Har- ry Potter. Bókaflokkurinn nýtur gífurlegra vinsælda um heim allan og á Islandi er bókin Harry Potter og viskusteinninn efst á bóksölulista fyrir síðustu viku. Smarties-verðlaunin eru veitt í Bretlandi. Fyrst eru valdar bækur og börn í 200 skólabekkjum lesa síð- an bækurnar og gefa þeim atkvæði. Undanfarin þrjú ár hafa börnin valið Harry Potter-bækur og síðasta bók- in, Harry Potter og fanginn í Azkab- an, fékk í ár yfir 90% atkvæða les- enda9-ll ára. Allar bækumar þrjár, sem komið hafa út um Harry Potter, hafa náð efsta sætinu á bóksölulistum í Bret- landi og Bandaríkjunum. Nýjar bækur • LANDNÁMSMENNIRNIR okkar - víkingar nema land eftir Stefán Aðalsteinsson er ætlað að fræða unga lesendur um víkingaöld- ina ogupphaf byggðar á íslandi. í bókinni eru sögur af nokkrum for- feðrum okkar í heimalandi sínu, Noregi, þar sem þeim þótti þrengt að sér. Þeim er síðan fylgt yfir hafið til íslands en hingað fluttu þeir með sér trúarbrögð og siðvenjur ásamt hinu foma norræna máli. Rakin er saga nokkurra landnámsmanna,' lýst staðháttum og aðstæðum og til skýr- ingar er fjöldi ljósmynda og landa- korta. Höfundurinn hefur áður sent frá sér bækur, m.a. Húsdýrin okkar, Fuglarnir okkar og Blómin okkar. Utgefandi erMál ogmenning. Anna Cynthia Leplar hannaði útlit og teiknaði kort. Bókin er 96 bls., prentuð í Danmörku. Verð: 2.980 kr. Ferill Eiríks Kvöld í hrauni eftir Eirík Smith er meðal verka á sýningunni í Gerðubergi. MYNDLIST Geröiiberg MÁLVERK EIRÍKUR SMITH Sýningin er opin frá 9 til 18 alla daga. SJÓNÞINGIN sem Hannes Sig- urðsson átti ftumkvæði að í Gerðu- bergi em löngu orðin fastur liður í myndlistarlífinu og hafa reyndar nýlega orðið fyrirmynd að sams konar úttektum á sviði ritlistarinn- ar. Á Sjónþingi kemur listamaður fram og rekur feril sinn, ævi og hugmyndir á svo sem þremur klukkustundum með aðstoð val- inna spyrla og áhorfenda. Að sjálf- sögðu er þessi frásögn svo studd fjölda mynda og að Sjónþinginu loknu eru samræðurnar gefnar út á bók. Sjónþingin eru því mikil- vægt innlegg í lifandi söguskrán- ingu myndlistarinnar í landinu og eftir því sem þeim fjölgar komumst við nær því að eignast heildstætt yfírlit yfir líf og verk helstu starf- andi listamanna. Þá eru yfirlits- sýningarnar sem Sjónþingunum fylgja nauðsynlegur þáttur í upp- rifjuninni. Ferill Eiríks Smith spannar reyndar ansi stóran hluta aldarinn- ar og þar með íslenskrar mynd- listarsögu. Hann hóf nám fljótlega eftir síðari heimsstyrjöldina og við upphaf sjötta áratugarins var hann búinn að skipa sér í hóp leiðandi manna í íslenskri myndlist. Á þeim árum málaði hanns, eins og flestir aðrir yngri listamenn, í anda hrein- flatarstefnunnar - geómetrískrar afstraksjónar - en þótt sumir tækju þeirri stefnu sem eins konar trúarbrögðum er óhætt að segja að Eiríkur hafi aldrei verið ragur við breyta til og þreifa fyrir sér á nýj- urn sviðum. Á sjötta áratugnum þróuðust myndir Eiríks í átt til expressjón- isma. Litameðferðin varð frjáls- legri, drættirnir gi’ófari og túlkun- in óheftari. Á íyrstu árum sjöunda áratugarins málaði Eiríkur myndir í þessum anda sem ótvírætt skip- uðu honum í hóp með bestu málur- um sem við höfum átt. Þegar leið fram undir 1970 fóru málverkin aftur að breytast og mestallan átt- unda áratuginn og fram á þann níunda málaði Eiríkur hlutbundin eða fígúratíf málverk, vandaðar raunsæismyndir þar sem fólk og landslag var í aðalhlutverki þótt oft brigði fyrir einhvers konar svipum eða dulrænum verum handan hins venjulega skynjunarsviðs. Þessar verur fengu sterkara hlutverk í landslagsmyndunum þegar þær fóru að leysast upp aftur í meðför- um Eiríks og fyrir nokkrum árum voru myndimar orðnar afstrakt aftur þótt náttúran sé þar greini- lega kveikjan og litir og bygging myndanna sótt til hennar. Sýningin í Gerðubergi er ágætt yfirlit yfir þennan langa og fjöl- breytta feril og er gagnleg þótt vissulega hafi verið tækifæri á síð- ustu árum til að skoða lífsstarf Ei- ríks á ýtarlegri sýningum í Hafnar- borg, Listasafni íslands og víðar. En það skemmtilegasta við þetta allt er auðvitað það að Eiríkur er enn að og við getum látið okkur hlakka til nýrra málverka og nýrra sýninga frá hans hendi. Jón Proppé Samkeppni um út- varpsþætti EFNT verður til útvarpsþáttahátíð- arinnar Útvarp 2000 í Reykjavík dagana 8.-12. febrúar næstkomandi og er hátíðin í tengslum við menn- ingarborgarárið. Af því tilefni verður efnt til sam- keppni um gerð útvarpsþátta um efni að eigin vali og skulu þættirnir vera 8 til 12 mínútur að lengd. Bestu þættirnir, að vali þriggja manna dómnefndar, verða fluttir á lokadegi hátíðarinnar, sem og í út- varpi. Fyrstu verðlaun eru ferða- styrkur á útvarpsþáttahátíðina Prix Europa árið 2000. Það eru þeir Þorsteinn J. Vil- hjálmsson, Jón Karl Helgason og Jón Hallur Stefánsson sem standa að þessari keppni. Þáttunum skal skila fyrir 20. jan- úar 2000 og skulu þeir sendast til Út- varp 2000, Miðstræti 10 í Reykjavík. Orgeltónleik- ar í Grensás- kirkju ÁRNI Arinbjam- arson organisti heldur tónleika í Grensáskirkju ann- að kvöld, mánu- dagskvöld, kl. 20.30. Ámi leikur org- elverk eftir J.S. Bach: Prelúdíu og fúgu í G dúr, Að- ventu- og jólasálm- forleiki úr Orgel- búchlein eða litlu orgelbókinni og að lokum Preludíu og fúgu í h-moll. Afmælisfundur Nordvision Frá afmælisfundi Nordvision. í fremri röð eru f.v.: Signar á Brúnni menntamálaráðherra Færeyja, Björn Bjarnason menntamálaráð- herra, Sam Nilsson yfirmaður SVT og Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri. í aftari röð eru: Kristian Slotte skrifstofustjóri í finnska menntamálaráðuneytinu og Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri Sjónvarpsins. FULLTRÚAR Nordvision, sam- taka norrænu ríkisreknu sjónvarpsstöðvanna, hittust nýlega í Reykjavík á fundum og stuttri ráðstefnu í tilefni af 40 ára afmæli samtakanna á þessu ári. Á fundinum fluttu erindi Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Steffen Johanssen framkvæmda- stjóri Nordvision, Ulf Hansson frá SVT, sænska sjónvarpinu, og Kent Nilssen frá NRK, norska sjónvarp- inu. Danska sjónvarpið DR hafði umsjón með yfirliti um starfsemi Nordvision frá stofnun þess 1959 og Astrid Gartz stýrði umræðum í lok ráðstefnunnar. Að sögn Bjarna Guðmundssonar framkvæmdastjóra Sjónvarpsins tókst fundurinn og ráðstefnan í alla staði mjög vel og sagði hann eitt afviðfangsefnum norrænu ríkis- sjónvarpsstöðvanna vera hvernig nýta skuli nýja tækni til samstarfs á nýrri öld. „Þetta snertir ekki ein- ungis tæknilegu hliðina heldur einnig dagskrárgerðina en sam- starfið byggist að miklu leyti á dagskrárefnisskiptum og samvinnu um framleiðslu á dagskrárefni." Aðspurður sagði Bjarni það vera almenna skoðun stjórnenda nor- rænu ríkissjónvarpsstöðvanna að ríkisrekstur þeirra eigi fullan rétt á sér. „Hlutafélagavæðing þeirra er eigi að síður framtíðarkostur. Má þar m.a. horfa til Norðmanna sem hafa gert NRK að hlutafélagi sem er þó að fullu í eigu í norska ríkisins. Virðist það hafa gefist mjög vel,“ sagði Bjarni Guð- mundsson. -----♦ Tónleikar Tónlistar- skóla Akraness Á JÓLATÓNLEIKUM Tónlistar- skóla Akraness koma fram nemend- ur á ýmsum stigum tónlistarnáms- ins. Tónleikar sem haldnir eru 7., 9., 15. og 16. desember eru haldnir í sal Tónlistarskólans og hefjast kl. 20. Þá mun Skólahljómsveit Akraness halda tónleika í sal Fjölbrautaskól- ans laugardaginn 11. desember kl. 15. Þar koma fram A-, B- og C-sveit- ir undir stjórn Atla Guðlaugssonar og Heiðrúnar Hámundardóttur. -♦♦♦-■ Nýjar plötur • AUÐUR Hafstcinsdóttir fiðla - GuðríðurSt. Sigurðardóttir píanó heitir plata þar sem þær flytja m.a. verk eftir Clöru Schumann, Jean Si- belius, Edvard Grieg, Maurice Ravel og Claude Debussy. í fréttatilkynningu segir að Auður Hafsteinsdóttir sé einn af stofnend- um Trio Nordica og leiki einnig með strengjakvartett og Caput- kammerhópnum. Guðríður hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Islands og leikið m.a. á vegum Tónlistarfélagsins, Kammermúsíkklúbbsins, Kammer- sveitar Reykjavíkur og Gerðubergs. Útgefandi erJapis með styrk Hljómdiskasjóðs Félags íslenskra tónlistarmanna og verslunarínnar Hjá Hrafnhildi. Upptökur fóru fram íseptember 1999 í Listasafni Sigur- jóns Olafssonar. Um hijóðritun og vinnslu sá Halldór Víkingsson íFer- mata-hljóðritun. Hönnun: Komdu á morgun. Verð: 2.199 kr. Menningarsidður Landsbanka íslands Styrkir til átta verkefna MENNINGARSJOÐUR Lands- banka íslands hf. hefur úthlutað styrkjum til átta verkefna, en alls bárust 50 umsóknir um styrki. Eftirtaldir fengu styrk úr Menn- ingarsjóðnum: Kristnitökuhátíð ár- ið 2000, 350.000 þús. kr. vegna verkefna tengd hátíðarhöldunum næsta ár; Lars Emil Árnason 200.000 þús. kr. til að skrifa og þróa handrit að leikinni kvikmynd byggðri á ævi listmálarans J.S. Kjarvals; Tinna Traustadóttir og Haukur Freyr Gylfason 200.000 þús. kr. til rannsóknar á algengi þunglyndis og þunglyndislyfjanotk- unar meðal ungs fólks; Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanóleikari, 150.000 þús. kr. en henni hefur ver- ið boðið að leika einleik ásamt St. Christopher-hljómsveitinni í Viln- ius nú í desember. Efnisskrá tón- leikanna verður hljóðrituð og gefin út á geislaplötu árið 2000; Tónlist- arskóli Árnesinga 150.000 þús. kr. vegna kaupa á nýjum flygli, en skólinn er elsti tónlistarskóli Ár- nessýslu, stofnaður árið 1955; Vinnuhópur í atvinnumálum fatl- aðra 100.000 þús. kr. vegna fjög- urra daga námskeiðs og kynningar á verkefninu Vinna með stuðningi og listahá- tíðin Á seyði 100.000 þús. kr., en há- tíðin hefur verið haldin sl. fimm sumur á Seyðisfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.