Morgunblaðið - 05.12.1999, Page 18

Morgunblaðið - 05.12.1999, Page 18
18 SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sögur o g töfra- brögð í Leikhús- kjallaranum I LISTAKLUBBI Þjóðleikhús- kjallarans annað kvöld, mánudag- skvöld, kl. 20.30, verður bókmennta- dagskrá í umsjá Hjalta Rögnvaldssonar leikara og verður upplestur úr nýjum bókum: Halla Margrét Jóhannsdóttir leikkona og Sigfús Bjartmarsson lesa úr bókinni Kajak drekkfullur af draugum, ín- úítaþjóðsögum sem Sigfús þýddi. El- ín Edda Gunnarsdóttir les úr smá- sagnabók sinni Ystu brún. Ágúst Borgþór Sverrisson les smásögu úr bók sinni Hringstiganum. Haraldur Bessason les úr bók sinni Bréfum til Brands. Hjalti Rögnvaldsson les úr smásagnabók Páls Kristins Pálsson- ar, Burðargjald greitt. Páll Her- steinsson les úr smásagnabók sinni, Línur. Þórarinn Eldjárn les upp úr Sagnabelgnum og Óskar Árni Ösk- arsson les úr þýðingum sínum á smá- sagnasafni eftir William Saroyan sem nefnist Kæra Gréta Garbo. Þá leikur svissneski töframaður- inn Alex Porter listir sínar. Porter, sem einnig er þekktur leikari, hefur vakið athygli víða um lönd fyrir töfrabrögð sín, segir í fréttatilkynn- ingu. Á bókmenntadagskránni árita höfundar bækur sínar. Dregið verður úr lukkupottinum og heppnir áhorfendur fá ókeypis að- göngumiða á sýningar Þjóðleikhúss- ins. Jólasaga Drauma- smiðjunnar DRAUMASMIÐJAN hefur hafið sýningar á Jólasögu eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur. Jólasaga er farandsýning ætluð leikskólabörnum og yngri deildum grunnskólanna. Þetta er sýning með söngvum og fjöri en umfram allt hef- ur hún að geyma jólaboðskap, segir í fréttatilkynningu. Sýningunni fylgir nánast engin leikmynd heldur nota leikarar það sem hendi er næst hverju sinni og fá börnin að taka virkan þátt í sýningunni. Jólasaga segir í stuttu máli frá því að Hurðaskellir er sendur í bæinn til að ná í lækni fyrir bróður sinn Gátta- þef sem er með flensu og kvef. Hann bankar eitt kvöldið í vondu veðri upp á hjá læknisfrúnni sem er í óða önn að baka fyrir jólin. Leikarar eru Margrét Kr. Péturs- dóttir og Hinrik Ólafsson. Nýir sambyggðir kæli- og frystiskáparfrá Siemens. Þeir gerast vart betri! KG 26V20 - [Sjá myndl 1381 kælir, 651 frystir. Hxbxd = 150 x 60 x 64sm. 61.900 kr. 69.900 kr. stgr. KG 31V20 1981 kælir, 1051 frystir Hxbxd = 170 x 60 x 64sm. KG 36V20 2351 kælir, 1051 frystii Hxbxd = 186x60x6 Ism. á á SMITH & \ NORLAND Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is Umboðsmenn um I a n d allt! Átta myndlistarkonur Til jarðarinnar, gler-colage, eftir Dröfn Guðmundsdóttur. MYNDLIST Sparisjóður Garða- bæ jar MYNDVERK Dröfn Guðmundsdóttir, Hrönn Vilhelmsdóttir, Guðný Jónsdóttir, Sigríur Helga Olgeirsdóttir, Charlotta R. Magnúsdóttir, Árdís Geirsdóttir, Þóra Sigurgestsdótt- ir, Áslaug Saja Davíðsdóttir. Opið á tíma sparisjóðsins. Til 31. des- ember. Aðgangur ókeypis. BANKAR og sparisjóðir höfuð- borgarsvæðisins hafa flestir sinnt myndlist í meira eða minna mæli, þótt í fæstum tilfellum hafi það verið á skipulegan hátt og sam- kvæmt sérstökum mörkuðum reglum. Verið meira tii skreyti en að lyfta undir samtímalist, sem að sjálfsögðu er öll gild og framsækin listsköpun á sjónlistasviði á hverj- um tíma, en einnig hafa mjmdverk verið tekin upp í skuldir sem síst skal lastað. Má koma fram að mörg frábærustu verk sem Reykjavíkur- borg eignaðist á löngu tímabili fóru að þeim viðskiptahætti, og loks skal ekki horft framhjá þrotabúun- um. Erlendis tíðkast skipuleg lista- verkakaup víða, og bankar lána iðulega einstaklingum stórfé til kaupa á listaverkum á uppboðum eins og fram hefur komið í fréttum, en i slíkum tilvikum ekki af hinu góða. Hins vegar eru mikilsháttar myndverk harðasti gjaldmiðill sem til er og mun öruggari verðbréfum. Uppboðamarkaðurinn hefur aftur rétt við svo um munar, eftir að braskarar og spákaupmenn spenntu bogann of hátt í lok síðasta og upphafi þessa áratugar, rústuðu hann um stund. Það er einkum í Bandaríkjunum, Japan og Þýskalandi sem sldpuleg innkaup banka á listaverkum fara fram og þekki ég best til í síðast- talda landinu. Veit að Þýskalands- banki er einn öflugasti stuðninga- aðili samtímalistar og reglulega koma út vegleg rit, skreýtt fjölda litmynda sem greina frá kaupun- um. Hef flett í nokkrum þeirra á Guggenheim Berlín, á Unter den Linden-breiðgötunni, og fest mér tvö. Án þessa stuðnings stæði þýsk myndlist ekki jafn firnasterkt og hún gerir í dag, því ekkert verður til af sjálfu sér á listamarkaði. Tilefni þessara hugleiðinga eru tvær sýningar í Sparisjóði Garða- bæjar, sem íýnirinn hefur heim- sótt, en kom of seint á vettvang til að gera hinni fyrri skil. Islenzkir bankar gera fremur lít- ið af því að vera með kynningar- sýningar á myndlist og myndlistar- mönnum. Ber sérstaklega að geta hlutar Búnaðarbankans og lof- sverðs framtaks SPRON á Álfta- bakka, um langt skeið, þótt hús- næðið væri ekki beinlínis hið heppilegasta, en hér skorti hvorki dug né vilja. Vel mætti huga betur að opnu rými og vellíðan viðskipta- vinanna í bönkum borgarinnar en nú tíðkast. Því miður hefur verið um mikla öfugþróun í þeim efnum að ræða á allra síðustu árum, og einmitt á kostnað listaverka í af- greiðslusölum. Nýverið sá ég eina sýningu í Berlín þar sem banki nokkur var að kynna innkaup sín og listaverkaeign og auglýsti stíft, aðra í Frankfurt þar sem annar banki var að kynna verk Danans nafnkennda, Per Kirkeby, og spar- aði hvorki íburð né virkt. Að sjálfsögðu geta Islendingar ekki borið sig saman við hið gróna menningarþjóðfélag né auðugu banka, jafnvel þótt þeh- þykist allra þjóða ríkastir og ósparir á saman- burðarfræði og línurit því til árétt- ingar. Láta þó listir og auðlegð sköpunar mæta afgangi, sennilega hlutfallslega meira litið til þjóðar- tekna en nokkur önnur þjóð í heimi hér. Þetta mátti koma fram, þakka um leið allt sem vel er gert og vísa hér og nú til framtaksins í Garða- bæ. Þótt húsnæðið sé ekki stórt, er einnig sérrými inn af afgreiðslunni þar sem hægt er að skoða mynd- verkin í næði. Fyrir þetta sérrými kæmi til álita að skrifa oftar um framnínga á staðnum, en þá þarf að búa aðeins betur að hlutunum einblöðungur/verðskrá full búi-a- legt. Það sameiginlega við sýningam- ar tvær er einsleitur kvennafjöld- inn, svo jaðra má við ofríki, en það verðum við kai-larnh- að þola, jafn- vel þótt þetta væri engan veginn hugsunai-hátturinn í gamla daga heldur átakanlegur kvennaskortur í faginu. Þessu virðast skólar og námslánakerfið hafa snúið í heilan hring, en hlutur grunnmenntunar minnkað að sama skapi. Báðar sýningarnar í þokka- fyllsta lagi, mai-gan eigulegan og yndisþokkafullan gripinn og skil- iríið bar fyrir augu, þótt meira væri (og er) um þreifingar í hinn margvíslegasta efnivið að ræða, en minna um úrskerandi átök. Bragi Ásgeirsson Kirkian ómar Á MEÐAN snjónum kyngdi niður sl. miðvikudagskvöld ómaði kirkj- an í Reykholti af tónlist þegar Kammersveit Reykjavíkur flutti verk eftir stórineistarana Vivaldi, Bach og Corelli, undir stjórn Rut- ar Ingólfsdóttur ú aðventutónleik- um. Efnisskráin mun vera sú sama og flutt verður í Reykjavík 19. desember nk. Sveitin lauk flutningi sínum með „Slá þú hjartans hörpustrengi“ og náði sannarlega að skapa þá kyrrð sem leitað er á jólaföstunni. Áheyrendur létu hrifningu sína sterkt í ljós. Tónlistarfélag Borg- arfjarðar, Borgaríjarðarprófast- sdæmi og Reykholtskirkja standa árlega að tónleikum á aðventu í Reykholtskirkju og er þetta þriðja árið í röð sem þeir cru haldnir. Töfrakrist- allinn til Helsinki TÖFRAKRISTALLINN KIDE frá Helsinki, sem síðastliðna tvo mánuði hefur verið á bökkum Elliðaánna, verður fluttur aftur til síns heima mánudaginn 6. desem- ber. I Helsinki verða kristallarnir níu sameinaðir í einn risastóran skúlp- túr sem lýsist upp á gamlárskvöld 1999 og stendur út menningarárið 2000. Um miðnætti næstkomandi sunnudagskvöld verður sambandið á milli borganna níu rofið. Tveir töfrablettir eru á Kide. Með því að leggja lófa á tiltekinn stað á glerskúlptúrnum magnast ijós, hljóð og litir, sem sérstaklega voru valdii1 fyrir Reykjavík og samskonar snerting á myndskjáinn sendir menn í ferðalag á milli borganna níu. Hönnuðir Kide eru tveir arki- tektar, Finninn Kari Leppanen, Hollendingurinn Peter Ch. Butter og tékkneskur myndhönnuður, Dusan Jovanovie. Samstarfsaðili Menningarborg- arinnar um Kide er Orkuveita Reykjavíkur, sem hefur á meðan á dvöl Kide stendur, staðið fyrir ým- iss konar dagskrá og viðburðum í nágrenni Kide í Elliðaárdalnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.