Morgunblaðið - 05.12.1999, Page 32
32 SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
3UNNUDAGUR 5. DESEMBER 1999 33
JRfofgtmlifiifeife
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
OSTAKVOTINN
FYRIR skömmu kom fram,
að neyzla á íslenzkum ost-
um hefði aukizt um 3% á und-
anförnum misserum. Þetta
gerist á sama tíma og neyzla
ýmiskonar annarra innlendra
landbúnaðarafurða er að drag-
ast saman. Aukin neyzla á inn-
lendum ostum kemur engum á
óvart. Það sama á við um þá og
raunar allar aðrir mjólkuraf-
urðir að gæði þeirra eru slík,
að hinn almenni neytandi kann
vel að meta. Frammistaða
þeirra, sem vinna mjólkuraf-
urðir á Islandi er frábær.
Þegar innflutningur hófst á
takmörkuðu magni af erlend-
um ostum fyrir nokkrum árum
höfðu margir áhyggjur af því
að neyzla á íslenzkum ostum
mundi minnka. Sú hefur ekki
orðið raunin. Hvers vegna
ekki? Vegna þess, að íslenzku
ostarnir eru hágæðavara. Auk-
in neyzla þeirra sýnir að þeir
standast algerlega samkeppni
við erlenda osta. En hér kemur
vafalaust fleira til. Innflutning-
ur á eriendum ostum og það
takmarkaða magn þeirra, sem
er á boðstólum hér, hefur orðið
til þess að ostamenning, ef svo
má að orði komast, hefur orðið
fjölbreyttari. Fólk borðar osta
við margvísleg tilefni, sem það
gerði ekki áður. Innfluttu ost-
arnir eiga töluverðan þátt í
þessum breyttu neyzluvenjum
almennings og hafa þar með
stuðlað að aukinni sölu á ís-
lenzkum ostum.
Þegar á þetta er litið er
spurning hvort ekki sé tíma-
bært að stíga ný skref í þessum
efnum og gefa innflutning á
ostum einfaldlega frjálsan.
Reynslan hefur sýnt, að ís-
lenzkri ostagerð stafar ekki
hætta af samkeppni við erlenda
osta. Þvert á móti. Landsmenn
eru vanafastir og munu halda
áfram að borða íslenzka osta
og aukin innflutningur á er-
lendum ostum yrði áreiðanlega
til þess að auka enn fjölbreytni
í íslenzkri ostagerð.
Það kvótakerfi í ostainn-
flutningi, sem nú er við lýði er
úrelt fyrirbæri. Með þeim tak-
markaða innflutningi á erlend-
um ostum, sem nú er leyfður
hefur almenningur vanizt því
að ákveðin fjölbreytni sé til
staðar í framboði á ostum og
fólk á því erfítt með að skilja
hvers vegna sumar ostateg-
undir hverfa skyndilega úr
hillum verzlana.
Reynsla sauðfjárbænda sýn-
ir, að það er ekki hægt að
vernda ákveðnar atvinnugrein-
ar með innflutningshöftum.
Bann við kjötinnflutningi hef-
ur ekki komið í veg fyrir stór-
felldan samdrátt í neyzlu
lambakjöts og slíkar ákvarðan-
ir stjórnvalda geta á engan
hátt komið í veg fyrir að nýjar
kynslóðir taki upp aðrar
neyzluvenjur en foreldrar
þeirra eða afar og ömmur.
Þess vegna er nú kominn
tími til að afnema síðustu leif-
ar hins gamla haftakerfís og
leyfa aukinn innflutning á
landbúnaðarafurðum, hvort
sem um er að ræða osta eða
aðrar búvörur. Það er satt að
segja fáránlegt að sigla inn í
nýja öld með þetta gamla
kerfí. Hverjum dytti nú í hug
að vernda sælgætisiðnaðinn á
Islandi með því að banna inn-
flutning á erlendu sælgæti og
að landsmenn gætu ekki keypt
það nema í fríhöfninni í Kefla-
vík? En það er ótrúlega stutt
síðan það kerfí var enn við
lýði. Hverjum mundi nú detta í
hug að banna allan innflutning
á erlendum ostum eftir að
reynslan hefur sýnt að inn-
flutningur hefur aukið sölu á
íslenzkum ostum?
Það er tímabært að Alþingi
og Guðni Ágústsson landbún-
aðarráðherra móti nýja land-
búnaðarstefnu, sem taki mið af
gjörbreyttum tíðaranda. Sam-
drátturinn í íslenzkum land-
búnaði er ógnvænlegur þrátt
fyrir innflutningsbannið. Þær
aðferðir, sem notaðar hafa ver-
ið til þess að vernda landbún-
aðinn hafa ekki komið í veg
fyrir þennan samdrátt. Þvert á
móti má færa sterk rök að því
að þær hafi ýtt undir hann.
Gjörbreyting í landbúnaðar-
stefnunni mundi áreiðanlega
verða sársaukafull í byrjun en
þegar til lengri tíma er litið
verður hún landbúnaðinum til
framdráttar. Nýtt og ungt fólk
mun sjá ný tækifæri opnast við
breyttar aðstæður eins og
gerzt hefur í öðrum atvinnu-
greinum.
SKYNSAMLEG
TILLAGA
OLBRÚN Halldórsdóttir,
þingmaður Vinstri
grænna, hefur lagt til í um-
hverfisnefnd Alþingis að hald-
inn verði sameiginlegur fundur
iðnaðar- og umhverfisnefnda
Alþingis og óskað eftir því, að
fulltrúar Norsk Hydro komi á
þann fund. Þetta er skynsam-
leg tillaga. I ljósi þess, að Al-
þingi hefur raunverulega
ákveðið að taka í sínar hendur
mat á því hver niðurstaðan
verði varðandi Fljótsdalsvirkj-
un er eðlilegt að Alþingi eigi
bein og milliliðalaus samskipti
við fulltrúa Norsk Hydro og
alþingismenn fái tækifæri til
að spyrja þá beint um afstöðu
þeirra til byggingar álvers á
Reyðarfirði og um tímasetn-
ingar í því sambandi.
Fram að þessu hafa þau
samskipti farið fram með milli-
göngu framkvæmdavaldsins en
í ljósi yfírlýsinga fulltrúa
Norsk Hydro er eðlilegt að
fulltrúar fyrirtækisins lýsi af-
stöðu þess beint og milliliða-
laust gagnvart Alþingi. Varla
getur nokkur alþingismaður
verið andvígur þessari ágætu
tillögu þingmannsins.
Og Gunnlaugur
Scheving hélt áfram
að tala um síldina:
Þau töluðu eitthvað
meira um síidina, Jón
og fóstra mín, en voru
ósammála. Fóstra mín
hafði eitthvað samvizkubit fyrir
hönd þjóðarinnar að selja útlend-
ingum síld. Jón Erlendsson sagði,
að þeir væru yfírleitt harðánægðir
með vöruna og bezt að moka sem
mestu í þá, karladjöflana, meðan
einhver branda er í sjó. Svo kvaddi
fóstra okkur og hélt heimleiðis, en
við héldum áfram að velta fyrir okk-
ur ráðgátum lífsins - síldinni.
„Þú lýgur því, Júlíus,“ sagði ein-
hver, „að þú hafir étið heila síld.“
„Nei,“ svaraði Júlíus, „því það,
sem ég hef aldrei sagt, því hef ég
ekki heldur logið! Ég hef aldrei sagt
ég hafi getað étið síld, en það voru
menn sem sáu mig éta síld og þeir
sögðu frá því, en ekki ég.“
Nú stóð Magnús í Bugt upp frá
kaffidrykkjunni og skar sér lítinn
bita úr síldinni sem framreidd var á
tunnubotninum. Hann tuggði síld-
ina með óttablandinni lotningu, svo
kyngdi hann og barkakýlið tók kipp.
Við félagar hans fylgdumst með at-
burðinum, þarna höfðum við nú séð
mann éta sfldarbita, það var ekki
um að villast. En nú kallaði Jón Er-
lendsson hátt og snjallt, að kaffitím-
inn væri á enda. „Lát-
ið þið ekki,“ sagði
hann, „nokkum mann
horfa upp á þennan
bölvaðan aumingja-
hátt, þegar þið eruð
að narta í sfldina. Uti í
Rússlandi sporðrenna þeir heilli
stórsfld án þess að blikna, og þeir
vilja ekki sjá hana nema bryðja salt-
ið og drekka pækilinn með. En þeir
verða sterkir af sfldinni, þar jafn-
hendir hver venjulegur fermingar-
strákur ólman stóðhest eins og að
drekka vatn, og það eru hestar í
lagi, drógarnar þar í landi.“
Svona var nú talað um þann
ágæta og æruverðuga fisk, sfldina, á
mínum, duggarabandsárum, og mér
er ekki grunlaust að íslendingar
séu ennþá við sama heygarðshomið,
þegar síldin á hlut að máli. Að
minnsta kosti hafa þessi samtöl á
sfldarplaninu mínu góða úti á
Massabryggjum komið mér í hug,
þegar ég hef í athugunarleysi beðið
um „marineraða síld“ á sumum veit-
ingahúsum hér í bæ. Þetta er venju-
lega vondur matur og illa tilreiddur
og íslenzkri síldarframleiðslu til
vansa. En fjarlægðin gerir fjöllin
blá - og sfldina góða. Eg hef bæði
fyrr og síðar hitt Islendinga, sem
hafa verið erlendis og rekizt þar á
fóðurlandssíld, og þá hafði þessi
blessuð skepna tekið miklum breyt-
ingum til batnaðar. Af öllum þeim
sæg af slagsmála-, lyga- og hetju-
sögum, sama hvort þær gerðust
norður í íshafi, á norskum selveiði-
skipum eða úti í Bassflóna, slá lýs-
ingar á hinni margforsmáðu fóður-
landssfld allt annað út.
Matseðillinn á veitingahúsunum,
segja þeir var þrír metrar á lengd og
á honum voru 60 réttir, allir úr föð-
urlandssfld. Þar af voru 20 réttir eins
og sfld, hinir voru eins og nautakjöt
eða rúllupylsa með súr eða þá líkt og
rauðspretta með appelsínubragði,
svo kom eitthvað sem líktist hangi-
kjöti eða súr svið með pipar og lauk
og einn rétturinn var sagður rauður
á litinn, hann var eins og anísbijóst-
sykur á bragðið, það var sortin sem
hét Kongen af Danmark í mínu ung-
dæmi. Já, og svo fékk maður tíu teg-
undir af bragði, heitar kartöflur,
smjör, freyðandi gamlan Carlsberg
með Álaborgara, eða norsku brenni-
víni. Já, þá vissi maður nú, hvar
maður var og kærði sig ekki um að
skipta og fara á annan stað. Islenzka
sfldin varð svo stórkostleg í útlenzk-
um kokkhúsum, að jafnvel kvenna-
farið gleymdist, enda nóg kvenfólk
heima á Islandi - en engin sfld.
Hvenær heldur þú að íslendingar
fái viðeigandi styrki eða lán hjá
UNESCO eða Bandaríkjunum -
svo sem 60 milljarða, til þess að éta
íslenzka sfld - úti í heimi?
HELGI
spjall
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 4. desember
UMSÖGN SÉRFRÆÐ-
inga OECD í árs-
skýrslu um ísland, sem
sagt er frá í Morgun-
blaðinu í dag, laugar-
dag, um nauðsyn þess
að bæta kvótakerfið
vekur verulega athygli,
en sérfræðingamir segja að hagvöxtur til
lengri tíma sé háður því, að kvótakerfið verði
bætt og árangursrík fiskveiðistefna sé for-
senda þess að tryggja megi stöðugan vöxt
tekna til lengri tíma. Vísindalegar ákvarðanir
um veiðikvóta hafi leitt til þess, að þorsk-
stofninn hafi náð sér á strik, en dómur
Hæstaréttar ógni þessu kerfi. Síðan segja
sérfræðingar OECD:
„Við þessar aðstæður er nauðsynlegt
að tryggja að kerfíð haldist og það jafn-
vel víkkað til þess að ná til minni báta og
fjölga fisktegundum, þar sem afli er
ákvarðaður með aflareglu. Hins vegar
mætti auka sátt um fískveiðikerfíð með
því að innleiða uppboðskerfi til að út-
deila aflaheimildum þar sem það gæti
virzt réttlátara en núverandi kerfí, sem
byggist á sögulegri veiði. Ef tekjur af
uppboðunum yrðu notaðar til að minnka
óhagræði í skattlagningu í öðrum geir-
um yrði efnahagslífið í heild skilvirkara.
Hins vegar þyrfti að innleiða breyting-
arnar smátt og smátt þar sem nú er tek-
ið tillit til virðis kvótans bæði í mark-
aðsvirði fyrirtækja á verðbréfamarkaði
og í sölu milli einstaklinga. Að lokum
ætti að gera viðskipti með afla gegn-
særri en nú er til að tryggja að sjómenn
geti áfram fengið greidd laun sam-
kvæmt aflahlut.“
Þetta eru íhugunarverð ummæli. í
þeim umræðum, sem fram hafa farið
hér um kvótakerfíð á undanfómum ár-
um hefur uppboð á kvóta oft verið nefnt
en segja má, að sú aðferð til þess að
tryggja að eðlileg hlutdeild arðsins af
fískimiðunum lendi í vasa almennings
hafí ekki notið mikils stuðnings. Ótti
manna við þetta kerfí hefur ekki sízt
byggzt á því, að uppboð á kvóta mundi
leiða til þess að hann lenti á enn færri
höndum en ella og að byggðarlögin utan
höfuðborgarsvæðisins mundu fara illa
út úr slíku kerfi. Þótt Morgunblaðið hafí
allan þennan áratug hvatt til þess að
gjald yrði tekið fyrir réttinn til þess að
nýta sameiginlega auðlind landsmanna,
fiskimiðin, hefur blaðið ekki verið þeirr-
ar skoðunar, að uppboðsleiðin væri
bezta aðferðin til þess.
Hins vegar hljóta menn að staldra við
þá skýru afstöðu, sem fram kemur í um-
sögn sérfræðinga OECD til þess að inn-
leiða eigi slíkt kerfí við að útdeila afla-
heimildum. En jafnframt er ljóst, að
þeir leggja mikla áherzlu á, að slíkar
breytingar kæmu til framkvæmda
smátt og smátt til þess að raska ekki um
of stöðu þeirra, sem byggt hafa rekstur
sinn á núverandi kerfí. Væntanlega eru
allir sammála um, að sjálfsagt sé, að
sjávarútvegurinn fengi rúman umþótt-
unartíma ef og þegar til slíkra breytinga
kæmi.
í ljósi þessara ummæla sérfræðinga
OECD fá tvær greinar eftir ungan nem-
anda í hagfræði við hinn heimsþekkta
Princeton-háskóla í Bandaríkjunum,
Jón Steinsson, sem birtust hér í blaðinu
fyrir rúmri viku, hins vegar aukna þýð-
ingu. Þessi ungi hagfræðinemi hefur
kynnt sér sérstaklega nýjar aðferðir við
uppboð á margvíslegum réttindum og
gerir nokkra grein fyrir þeim í greinum
sínum í Morgunblaðinu. Um þá breyt-
ingu, sem orðið hefur í þessum efnum
segir Jón Steinsson m.a. í inngangi fyrri
greinar sinnar:
„Erlend ríki hafa í auknum mæli farið
að nýta sér kosti uppboða við úthlutun
verðmætra réttinda. Segja má að orðið
hafí sprenging í notkun uppboða sem
hagstjórnartækis á síðustu tíu árum. í
Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Bandaríkjunum
og víðar hafa uppboð til dæmis verið
notuð við úthlutun útvarps-, sjónvarps-
og farsímarása; og í Noregi, Bretlandi,
Kanada, Bandaríkjunum og víðar hafa
uppboð verið notuð við sölu á réttinum
til þess að flytja orku um raforkudreifí-
kerfí.“
Þessi ummæli benda til þess, að
einmitt á því tímabili, sem umræður
hafa staðið hér um fískveiðistjómar-
kerfið hafi orðið svo miklar framfarir í
framkvæmd slíkra uppboða, að þær að-
ferðir, sem notaðar voru fyrir áratug
heyri sögunni til og nýjar og þróaðri að-
ferðir hafí komið til skjalanna.
í fyrri grein
Ríkið getur sinni, sem birtist í
skapað verð- Morgunblaðinu 23.
rnæt réttindi "óvember sL segh-
Jon Steinsson:
„Umræðan sem átt hefur sér stað síð-
asta áratuginn um núverandi fiskveiði-
stjórnunarkerfí hefur varpað ljósi á þá
staðreynd, að ríkið getur með löggjöf
sinni skapað réttindi, sem era mikils
virði. Upp á síðkastið höfum við íslend-
ingar reyndar orðið varir við þetta á
fleiri sviðum en í sjávarútvegi. Engum
dylst að rétturinn til þess að byggja
gagnagrunn á heilbrigðissviði, sem ríldð
hefur nú til úthlutunar, er gríðarlega
verðmætur. Á undanfornum áram hefur
einnig komið í ljós, að rétturinn til þess
að nota örbylgjur til fjarskipta svo sem
sjónvarps- og útvarpssendinga eða til
þess að flytja símtöl er einnig afskap-
lega verðmætur.
Umræðan um fískveiðistjórnarkerfíð
hefur að miklu leyti snúizt um það,
hvort upphafleg úthlutun veiðiheimilda
hafí verið réttlát og sýnist sitt hverjum.
Mun minni umræða hefur hins vegar
farið fram um úthlutun annarra verð-
mætra réttinda, sem ríkið skapar, svo
sem þeirra sem talin era upp hér að of-
an.
Ef litið er til baka má segja, að sú
meginregla hafi verið við lýði hér á ís-
landi að verðmætum réttindum væri
annað hvort úthlutað af ráðherra eða af
nefnd, sem skipuð var af ráðherra.
Þannig var til dæmis leyfum til þess að
reka lyfjaverzlun úthlutað af ráðherra
þar til slíkur verzlunarrekstur var gef-
inn frjáls. Innflutningsleyfum var út-
hlutað af nefnd þar til innflutningur var
gefinn frjáls. Leyfum til þess að reka
leigubíla er enn úthlutað af nefnd. Veiði-
heimildum er úthlutað af ráðherra. Út-
varpsrásum er úthlutað af ráðherra,
o.sv.frv.“
Ekki fer á milli mála, að þessi lýsing
er rétt. Ríkið, þ.e. Alþingi og ríkisstjórn,
getur skapað réttindi, sem verða mjög
verðmæt. Það gerðist með lögunum um
fískveiðistjórn, sem sett voru 1984 og þó
sérstaklega með þeim breytingum, sem
gerðar vora á þeim lögum 1990. Með
þessum lögum voru sköpuð þau réttindi
til nýtingar á sameiginlegri auðlind
landsmanna allra, sem gengið hafa
kaupum og sölum á milli einstaklinga og
fyrirtækja og almenningi hefur blöskrað
að fylgjast með vegna þeirra gífurlegu
upphæða á íslenzkan mælikvarða, sem
um er að ræða. Vegna þessara verð-
mæta, sem ríkið hefur skapað með laga-
setningu og úthlutað án endurgjalds
hafa þeir, sem úthlutun fengu getað selt
þessi verðmæti fyrir tugi milljóna, mörg
í Vigur á Isafjarðardjúpi. Morgunblaðið/RAX
hundrað milljónir og í sumum tilvikum
milljarða. Ekki fer á milli mála, að lögin
um gjafakvóta, sem Alþingi setti vora
röng frá upphafi.
Þau dæmi önnur, sem Jón Steinsson
nefnir era athyglisverð m.a. vegna þess,
að Morgunblaðið hefur nánast allan
þennan áratug hvatt til þess, að ríkið út-
hlutaði ekki útvarpsrásum, sjónvarps-
rásum og farsímarásum án þess að taka
gjald fyrir. Stjómmálamenn hafa ekki
viljað hlusta á þessar röksemdir en að
vísu má segja, að Halldór Blöndal, fyrr-
verandi samgönguráðherra, hafi stigið
fyrsta skrefíð, þegar samkeppni var inn-
leidd á farsímamarkaðnum, þótt þar
hafi ekki verið um hátt gjald að ræða.
I umræðum um hinn miðlæga gagna-
grann á heilbrigðissviði á síðasta ári
hvatti Morgunblaðið einnig til þess, að
tryggt yrði að almenningur fengi hlut-
deild í hugsanlegum afrakstri af rekstri
þess gagnagranns. í lögunum um
gagnagranninn og í greinargerð með
framvarpinu er skýrt tekið fram, að í
samningaviðræðum um væntanlega
rétthafa verði gengið frá því, að almenn-
ingur fái hlutdeild í afrakstri af rekstri
gagnagrannsins og verður að líta á það
sem mikilvægt skref til þess að viður-
kenna verðmæti réttinda sem verða til
með lagasetningu á Alþingi.
Fleiri dæmi má nefna um verðmæt
réttindi, sem opinberir aðilar geta skap-
að með ákvörðunum sínum. Þar má t.d.
nefna lóðaréttindi. Nú er að vísu ljóst,
að borgarstjórn Reykjavíkur hefur fallið
frá úthlutun tveggja lóða í Laugardal en
ef til þeirrar úthlutunar hefði komið
blasir við, að Reykjavíkurborg hefði átt
að úthluta þeim lóðum hæstbjóðendum,
eins og bent var á í forystugrein Morg-
unblaðsins fyrir nokkrum mánuðum.
Hið sama má segja um lóðir, sem úthlut-
að er á verðmætum svæðum, hvort sem
um er að ræða atvinnuhúsnæði eða íbúð-
arhúsnæði.
Sú hugsun, sem býr að baki úthlutun
verðmæta, sem opinberir aðilar skapa
með lögum eða ákvörðunum gegn end-
urgjaldi er smátt og smátt að hljóta
meiri viðurkenningu og því fer fjarri, að
það eigi einungis við um fiskveiðiréttindi
eins og hér hefur verið rakið. Það á við
um öll réttindi, sem verða til og öðlast
verðmæti vegna ákvarðana opinberra
aðila. Það er auðvitað gamaldags kerfi,
sem byggist á úreltum hugsunarhætti
að sjálfsagt sé að úthluta slíkum réttind-
um fyrir ekki neitt. Þess vegna er tíma-
bært að Alþingi og sveitarstjórnir end-
urskoði afstöðu sína til úthlutunar slíkra
réttinda á öllum sviðum.
■■■■■■■■■■ JÓN STEINSSON
Uppboðs- lýsir kostum upp-
leiðin boðsleiðarinnar,
sem sérfræðingar
OECD hvetja til að tekin verði upp við
útdeilingu aflaheimilda, með þessum
hætti í fyrraefndri grein sinni: „Úthlut-
un verðmætra réttinda með uppboði
hefur fjóra veigamikla kosti fram yfii’
hefðbundnar leiðir til úthlutunar: Upp-
boð tryggir að ríkið mismunar ekki
þegnum sínum við úthlutun réttinda;
uppboð tryggii’ hagkvæma úthlutun
réttinda; uppboð á verðmætum réttind-
um er hagkvæm tekjulind fyrir ríkið og
uppboð era sveigjanleg. Það er, hægt er
að hanna uppboð til þess að ná ýmsum
öðrum markmiðum en hagkvæmni svo
sem dreifðri eignaraðild eða hraðri upp-
byggingu ákveðinnar þjónustu.“
Síðan segir í grein Jóns Steinssonar:
„Grandvallannunurinn á úthlutun með
uppboði og úthlutun af nefnd er að í
uppboði era reglurnar sem ákvarða út-
hlutunina, skilyrðin sem bjóðendur
þurfa að uppfylla og upplýsingarnar
sem notaðar era við úthlutunina ákveðn-
ar fyrirfram. Þetta gerir það að verkum,
að þegar búið er að ákvarða reglur upp-
boðsins hefur ríkið engin tök á því að
mismuna bjóðendum... Á undanfornum
áram hefur orðið æ algengara að mark-
mið stjórnvalda við úthlutun réttinda sé
að tryggja hagkvæma nýtingu þeirra.
Úthlutun réttinda er hagkvæm ef sá
hlýtur réttindin, sem skapað getur mest
verðmæti með þeim. Uppboð era sér-
staklega vel í stakk búin til þess að ná
þessu markmiði.“
Menn deila töluvert um það, hvort
markmið hins opinbera á ýmsum sviðum
eigi að vera að ná sem mestri hag-
kvæmni eða hvort það skipti líka máli að
réttlæti ráði ríkjum. Þessi sjónarmið
hafa endurspeglast í deilunum um fisk-
veiðistjórnarkerfíð. Jón Steinsson víkur
að þessu í grein sinni og segir m.a.:
„Oft á tíðum er hagkvæmni ekki eina
markmið stjórnvalda við úthlutun rétt-
inda. Vel getur verið að aðrir þættir
eins og til dæmis dreifð eignaraðild,
hröð uppbygging þjónustu eða jöfn
gæði þjónustu til allra landsmanna séu
á meðal þeirra markmiða, sem stjórn-
völd vilja tryggja við úthlutun réttinda.
Uppboð hafa verið gagnrýnd á þann
veg, að þau séu aðeins nothæf, þegar
markmið ríkisins er hagkvæmni, þ.e. að
þau eigi erfítt með að tryggja önnur
markmið en hagkvæmni. Þetta er alls
ekki rétt. Einfalt er að byggja alls kyns
skilyrði inn í uppboð sem tryggja ýmis-
konar önnur markmið en hagkvæmni.
Þannig má til dæmis byggja reglur um
dreifða eignaraðild inn í uppboð eða
setja skilyrði um jafna þjónustu til allra
landsmanna. Þá má einnig láta uppboð-
ið snúast um eitthvað allt annað en hver
sé tilbúinn til að greiða hæsta verð fyrir
réttindin."
Hér hefur verið stiklað á stóra með
tilvitnunum í aðra af tveimur greinum
Jóns Steinssonar í tilefni af umsögn sér-
fræðinga OECD um nauðsyn þess að
taka hér upp uppboðskerfi við úthlutun
aflaheimilda. Umræður um þessa leið til
þess að tryggja almenningi á íslandi
réttláta og eðlilega hlutdeild í afrakstri
hinnar sameiginlegu auðlindar lands-
manna hafa verið takmarkaðar. Sjálf-
sagt er að skoða þessar hugmyndir með
opnum huga og þá ekki eingöngu varð-
andi fiskveiðistjórnarkerfið heldur þeg-
ar um er að ræða réttindi, sem öðlast
verðmæti með aðgerðum stjórnvalda
hverju nafni sem nefnast.
„í ljósi þessara
ummæla sérfræð-
inga OECD fá
tvær greinar eftir
ungan nemanda í
hagfræði við hinn
heimsþekkta
Princeton-háskóla
í Bandaríkjunum,
Jón Steinsson,
sem birtust hér í
blaðinu fyrir
rúmri viku, hins
vegar aukna þýð-
ingu. Þessi ungi
hagfræðinemi hef-
ur kynnt sér sér-
staklega nýjar að-
ferðir við uppboð
á margvíslegum
réttindum og ger-
ir nokkra grein
fyrir þeim í grein-
um sínum í Morg-
unblaðinu.“