Morgunblaðið - 05.12.1999, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1999 39
--------------------------*
Svefninn langi laðar til sín
lokakafla æviskeiðs,
hinsta andardráttinn,
andinn yfirgefur húsið,
hefur sigtilhimna,
við hliðið bíður drottinn.
Það er sumt sem maður saknar
vöku meginvið,
leggst út af, á mér slokknar,
svífum önnursvið.
I svefnrofunum finn ég,
sofalengurvil.
Þegar svefn minn verður eilifúr
finn ég aldrei aftur til.
(Björn Jör. Friðbjömss.
og Daníel Ag. Haraldss.)
Þín
Guðbjörg.
Kær vinur, Guðmundur Árni
Markússon, hefur hvatt þennan
heim.
Órofin vinátta tókst með okkur er
við hófum nám í plötu- og ketilsmíði í
Stálsmiðjunni haustið 1958.
Arni var liðlega 10 árum eldri en
við og hafði orð fyrir okkur, en jafn-
ræði ríkti með okkur félögunum.
Ámi fæddist í Súðavík og ólst þar
upp með foreldrum sínum og systk-
inum. Þegar hann hafði aldur til hóf
hann að starfa ýmist í landi eða á sjó.
Ámi lærði vélstjórn og var vél-
stjóri á fiskiskipum.
Árni giftist Sign'ði Jónasdóttur frá
Grundarfirði, eftirlifandi konu sinni
og eignuðust þau sjö böm. Frá átta
ára aldri dvaldi Helga meira og
minna hjá þeirn hjónum.
Áður en Árni giftist Sigríði átti
hann eitt barn. Mikil ástúð og um-
hyggju ríkti í sambúð þeirra alla tíð.
I erfiðum veikindum Árna kom
Sigga hvern dag og dvaldi hjá honum
daglangt. Af sambúð þeirra mátti sjá
markmið hjónabandsins. Efalaust
hefur barnafjöldinn ráðið miklu um
það að Árni hóf störf í landi.
Árni og Sigga reistu húsið Sand-
brekku í Blesugróf og á þeim tíma
hóf Árni nám við járnsmíði. Að námi
loknu stofnaði Árni ásamt öðrum fyr-
irtækið Katla og stálverk, sem við fé-
lagarnir gengum seinna inn í.
Fyrirtækið gekk vel í fyrstu en
vegna minnkandi vinnu hallaði und-
an fæti og hófum við þá í störf í
Stálskipasmiðjunni í Kópavogi, en
hana höfðu stofnað duglegir áhuga-
menn um skipasmíðar. Þarna voru
smíðaðir flóabáturinn Baldur eldri
og björgunarskipið Eldingur.
Til að fjármagna reksturinn og
uppbygginguna, veðsettu eigend-
urnir eignir sínar, auk þess lögðu
þeir fram ómælda vinnu. Stuðningur
við skipasmíðar var ekki fyrir hendi,
því varð að loka smiðjunni.
Ásamt Ái’na hófum við nokkrir
starfsmenn smiðjunnar störf í Stál-
vík. Stálvík fékk betri fyrirgreiðslu
en Stálskipasmiðjan, en lánin hefðu
þurft að vera miklu hærri til að
standa jafnfætis skipasmíði Norð-
manna.
Ái-ni varð verkstjóri og síðar yfir-
verkstjóri, enda hafði hann langa
reynslu í faginu og hann átti auðvelt
með að stýra fólki til verka. Ámi setti
hvern mann í það verk sem hann var
hæfastur til.
Það er mikii ánægja fyrii- Árna að
allir synir hans störfuðu hjá honum í
Stálvík, þótt í mislangan tíma væri.
Síðustu árin starfaði Árni hjá
vegagerðinni.
Við félagarnir tókum Iðnskólann
utanskóla og sóttum því tíma til
kennara á kvöldin. Þrátt fyrir stórt
heimili og langan vinnudag lauk
hann skólanum með góðum einkunn-
um. Hann var vel ritfær og hafði
Siggi Skúla sérstaklega gaman af að
lesa upp skemmtilega kafla úr rit-
gerðunum hans.
Ái-ni gekk að hverju verki með
festu og dugnaði, hann sýndi óhemju
seiglu og þolgæði í lífi og starfi, einn-
ig sýndi hann sérstakt þolgæði í
löngum veikindum sínum. Árni hafði
sterk áhrif á okkur, vini sína, og var
það mikið lán fyrir okkur að eiga
hann að.
Árni sýndi það oft að hann bar
mikla umhyggju fyrir velferð okkar
félaganna og mátum við það mjög
mikils.
„Til góðs vinar liggja gagnvegir,
þótt hann firr farinn.“ (Hávamál)
Stórfjölskylda Ái'na reyndi að
veita honum sem flestar gleðistund-
h', bæði með tíðum heimsóknum og
eins með því að hjálpa Siggu að taka
hann heim um helgar.
Kæra Sigga, við vottum ykkur öll-
um innilega samúð.
Alfreð, Símon og fjölskyldur.
Mig langar að setja á blað nokkur
orð um vin minn og tengdaföður
Ái-na Markússon sem fallin er frá allt
of fljótt. Við áttum eftir að gera svo
margt saman í sælureitinum okkar í
Súðavík, þegar hann ætlaði loksins
að hætta að vinna.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og all.
Gekkst þú með Guði
Guð þérnúfylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V.Briem)
Það var um vortíma fyrir 26 árum
að kærastan, hún Dóra mín kynnti
mig fyrir til-vonandi tengdaföður.
Eg man alltaf hve kvíðin ég var tvít-
ugur maðurinn að fara og hitta for-
eldi-a kærustunnar í fyrsta sinn. Á
móti mér í þessari heimsókn tók
glaðlegur og glæsilegur maður með
mikla kímnigáfu. Hann talaði við mig
eins og hann hefði þekkt mig í langan
tíma. Þannig var hann í viðmóti alla
tíð hann Addi, eins og við kölluðum
hann. Við urðum strax þá og alla tíð
síðan bestu vinir og miklir félagar.
Fljótlega fann ég hvað mikla virð-
ingu Addi bar fyrir Islandi og öllu
sem íslenskt er. Hann var alla tíð
stoltur yfir uppruna sínum „að vest-
an“ og unni heimabyggð sinni, Súða-
vík og Álftafirði, framar öðrum stöð-
um.
Enda fór það svo að við Dóra flutt-
um „vestur og bjuggum á í safii'ði í 10
ár. Þar „fyrir vestan kynntumst við
góðu fólki, Vestfirðingum, ásamt
ólýsanlegri náttúru-fegurð sem Addi
hafði svo oft talað um við okkur. Ég
er honum ævarandi þakklátur fyrir
að kynna mig fyrir Vestfjörðum. Þar
„fyrir vestaner minn háskóli lífsins.
Það voru ánægjulegar heimsóknir
vestrn- þegar Afi Árni og Amma
Sigga komu að líta á okkur Dóru og
stelpurnar. Maður fann það að hann
þekkti marga, átti góða vini og kunn-
ingja frá sínum uppvaxtarárum á
þessum slóðum. Þær voru líka marg-
ar sumar-ferðirnar sem við fórum
sama öll stórfjölskyldan. Þá var hann
stoltur og ánægður að vera með allan
hópinn sinn úti í bjartri sumar nótt-
inni á Islandi og syngja saman.
Árni var meðal fyrstu manna sem
fékk meistarabréf í stálsmíði og var
lengi yfirverkstjóri í Skipasmíða-
stöðinni Stávík hf. í Garðabæ. Á
blómaskeiði íslenskrar stálskipa-
smíði stjórnaði hann þar smíði á
fyrsta íslenska skuttogaranum Stál-
vík SI.
Á eftir fylgdi nokkur fjöldi af
glæsilegum skuttogurum sem runnu
af stokkunum. Hann unni þessu
starfi af heilum hug og lagði allan
sinn kraft í það. Það var unun að sjá
hversu mikinn metnað hann lagði í að
leysa ótal vandamál sem upp komu,
hvort sem það var að degi eða nóttu.
Síðustu 10 árin starfaði Addi á lag-
er Vegagerðarinna. I nóvember á
síðasta ári tveimur mánuðum fyrir
starfslok hjá Vegagerðinni, sem fyr-
irhuguð voru á 70 ára afmælisdegi
hans, var hann fluttur á sjúki-ahús
með heilablóðfall. Þetta var honum
og okkur öllum mikið áfall. En eins
og svo oft áður í fyrri veikindum sín-
um sýndi hann ótrúlegan styrk og
baráttu við að komast aftur út í lífið.
Við þökkum öllu því fólki sem annað-
ist hann á þessum tíma.
Addi minn kæri vinur, ég, Dóra
mín, Sigga, Valdi og Svava Björk
söknum þín sárt. Við biðjum góðan
Guð að taka á móti þér og búa þér
stað í ljósinu eilífa á himnum, Með
þakklæti fyrir allt og allt.
Megi góður Guð styðja og styrkja
Ömmu Siggu og okkur öll.
Jónas Á. Ágústsson.
OSWALDS
sími 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
AÐALSTRÆTI 4B • 101 REYKJAVÍK
Dttvtð lnger Olttfur
Útfartmtj. Umsjón Utftrarstj.
LÍKKIST UVIN N USTOFA
EY\aNDAR ÁRNASONAR
0 ÚTFARARÞJÓNUSTAN ™
Stofnað 1990
Persónuleg þjónusta
Aðstoðum við skrif minningarrgreina
Sími: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is utfarir@itn.is
rs
áv
Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson
útfararstjóri útfararstjóri
LEGSTEINAR t
íslensk framleiðsla Marmari Granít
Vönduð vinna, gott verð Blágrýti
Sendum myndalista Gabbró
MOSAIK Líparít
Hamarshöfði j 4, Reykjavík,
sími 587 1960, fax 587 1986
Skilafrestur
minningargreina
EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef
útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: 1 sunnudags- og
þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðviku-
dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber-
ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er
ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
+
Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
VALGERÐUR SiGURJÓNSDÓTTIR,
Dalseli 33,
Reykjavík,
sem lést föstudaginn 26. nóvember si., verð-
ur jarðsungin frá Seljakirkju mánudaginn
6. desember kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er vinsamlega bent á Krabba-
meinsfélagiö.
Sigmundur Felixson,
Sigríður Sveinsdóttir,
Guðmundur Páll Axelsson, Eva Karen Guðbjörnsdóttir,
Sigríður Anný Axelsdóttir, Júlíus Rafn Júlíusson,
Kristján Gísli Stefánsson,
Grétar Stefánsson
og barnabörn.
+
Utför
MARGRÉTAR ALBERTSDÓTTUR
(Maggýjar)
frá ísafirði,
áður til heimilis
á Blindraheimilinu, Hamrahlíð,
fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn
8. desember kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar er bent á Blindrafélagið.
Fyrir hönd aðstandenda,
Herdís Albertsdóttir,
Ágúst Ólafsson,
Albert Karl Sanders.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BJÖRN JÓNASSON,
Víðimel 61,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 6. desember kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega
bent á Líknardeild Landspítalans.
Einar H. Björnsson,
Dagbjört Björnsdóttir,
Herdís Björnsdóttir, Bjarni Geir Alfreðsson
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
föður okkar, fóstursonar, sambýlismanns,
tengdaföður, afa og langafa,
HARALDAR S. GÍSLASONAR
rafverktaka
frá Stykkishólmi,
Stelkshólum 10, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynningar Krabbameinsfélagsins og
liknardeildar Landspítalans.
Sjöfn Haraldsdóttir,
Hlöðver Haraldsson,
Sif Haraldsdóttir, Benedikt Sveinsson,
Sigríður I. Haraldsdóttir, B. Gunnar Ingvarsson,
Valdís H. Haraldsdóttir, Björn Guðmundsson,
Magnea Á. Haraldsdóttir, Marius Zimmermann,
Albert Haraldsson,
Yngvi Kristjánsson,
barnabörn, barnabarnabarn
og Ingibjörg Axelsdóttir.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlý-
hug og vináttu við andlát og útför elskulegrar
eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður
og ömmu,
KRISTÍNAR G. FENGER,
Lynghaga 7,
Reykjavík.
Geir U. Fenger,
Pétur U. Fenger, Sigrún Guðmundsdóttir Fenger,
Anna Kristín Fenger, Steinar Jónsson,
Ida Hildur Fenger, Skafti Jóhannsson
og barnabörn.