Morgunblaðið - 05.12.1999, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVÍK, SÍMI509 UOO, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: R1TSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPANGSSTRÆTI1
SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Frflrirkjan
íkveikja
^ reynd í
annað
sinn
UNGUR maður var handtek-
inn við Fríkirkjuna í Reykjavík
um klukkan hálffimm í gær-
morgun grunaður um að reyna
að kveikja í kirkjunni. Öryggis-
vörður frá Securitas hljóp hann
uppi og tókst að halda honum
þangað til lögreglan kom á
vettvang. Þetta er í annað sinn
, f á skömmum tíma sem reynt er
að kveikja í kirkjunni.
Öryggisvörður var staddur í
grenndinni og kom á vettvang
aðeins tveimur mínútum eftir
að viðvörun barst um innbrot í
kirkjuna. Maðurinn hafði þá
brotið glugga í kirkjunni, og
gluggakista var sviðin, þannig
að svo virðist sem hann hafi
reynt að kveikja í. Maðurinn
hijóp á brott frá húsinu, en ör-
yggisvörðurinn hóf eftirför og
náði honum við Miðbæjarskól-
' ann. Skömmu síðar kom annar
öryggisvörður á vettvang og
strax á eftir lögreglubOl.
Er ungur að árum
Brennuvargurinn er ungur
að árum, á sama aldri og sá sem
reyndi að kveikja í kirkjunni
um miðjan október sl. Ekki er
ljóst hvort sami maður var að
verki í báðum tilvikum. I fyrra
skiptið tókst manninum að
komast inn um hliðarglugga, og
hafði hann með sér þrjár flösk-
ur af flcveikiefni. Öryggisvörð-
ur frá Securitas kom þá einnig
á vettvang. Lögregla handtók
síðan manninn og færði hann á
••>! lögreglustöð, og síðan á geð-
deild.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jólí Garðheimum
Þótt Nökkvi Reyr sé ekki nema tveggja ára skynjar hann að eitthvað er um því hafa þeir fullorðnu í nógu að snúast, til dæmis að líta við í Garðheimum
að vera. Sífellt styttisttil jóla ogþótt Nökkvi Reyr hafi litlar áhyggjur af í Mjóddinni og kanna jólavörur semþar er að finna.
Halldór S. Kristjánsson bankastjóri Landsbankans
Samruni Landsbanka og
Islandsbanka fyrsti kostur
BANKASTJÓRI Landsbanka ís-
lands telur að stærstu einingarnar á
markaðnum, það er að segja
Landsbankinn og Islandsbanki, ættu
að koma fyrst til skoðunar við mat á
hagræðingarkostum í bankarekstri.
Aætlað er að unnt sé að spara að
minnsta kosti hátt í tvo milljarða
króna á ári með sameiningu bank-
anna tveggja.
Finnur Ingólfsson viðskiptaráð-
herra telur að næsta skrefið í endur-
skipulagningu fjármálamarkaðarins
eigi að vera að auka hagræði í rekstri
fjármálafyrirtækja. Hann vill ekki
leggja mat á einstaka kosti í því efni
en kallar eftir boðum um það frá
markaðnum.
Hagur hluthafa ráði
Talið er að mesti sparnaðurinn í
rekstri fáist með sameiningu
stærstu bankanna, Landsbanka Is-
lands og íslandsbanka. Stjórnendur
íslandsbanka hafa lengi haft áhuga á
að kaupa eða sameinast öðrum bönk-
um og virðast hafa fengið jákvæð
viðbrögð í Landsbankanum.
Halldór J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbankans, segir að
stærstu einingarnar á markaðnum
ættu að koma fyrst til skoðunar, það
sé hagur hluthafanna. Helgi S. Guð-
mundsson, formaður bankaráðs, tel-
ur líklegt að mesti sparnaðurinn ná-
ist með því móti. Viðræður eru ekki
hafnar milli bankanna en Halldór
segist reikna með tíðindum af þess-
um markaði á árinu 2000.
Sameiginleg hlutdeild Lands-
bankans og Islandsbanka á banka-
markaðnum er rétt innan við 60%
eða nærri því þrefalt meiri en keppi-
nautanna hvors um sig, það er að
segja Búnaðarbankans og sparisjóð-
anna. Til tals hefur komið að jafna
stöðu þeirra, meðal annars með
kaupum'Búnaðarbankans á eignar-
hlut Landsbankans í VIS og Lands-
bréfum.
■ Bankar í/10-11
Heimilislina Búnaöarbankcins
A
Attræð kona fannst látin á heimili sínu í Reykjavík
A
Averkar benda til þess að
henni hafí verið ráðinn bani
KONA fannst látin á heimili sínu í
Reykjavík um kl. 21 á föstudags-
kvöld og telur lögreglan að ráða
megi af áverkum, sem á henni voru,
að henni hafi verið ráðinn bani. Lög-
reglan gat síðdegis í gær ekki veitt
nánari upplýsingar um málið.
Lögreglan var kvödd að Espigerði
4 um kl. 21 á föstudagskvöld en þar
hafði kona fædd 1919 fundist látin í
íbúð sinni. „Af áverkum að dæma er
talið að henni hafí verið ráðinn bani,“
segir meðal annars í frétt frá lög-
reglunni í gær.
Málið er í rannsókn og kannar lög-
reglan alla hugsanlega möguleika en
ýmis tæknivinna stendur nú yfir.
Lögreglan biður þá sem geta gefið
upplýsingar um mannaferðir í og við
Espigerði 4 milli kl. 16 og 21 á föstu-
dag að hafa samband við lögregluna.