Morgunblaðið - 05.12.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 05.12.1999, Blaðsíða 64
 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVÍK, SÍMI509 UOO, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: R1TSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Frflrirkjan íkveikja ^ reynd í annað sinn UNGUR maður var handtek- inn við Fríkirkjuna í Reykjavík um klukkan hálffimm í gær- morgun grunaður um að reyna að kveikja í kirkjunni. Öryggis- vörður frá Securitas hljóp hann uppi og tókst að halda honum þangað til lögreglan kom á vettvang. Þetta er í annað sinn , f á skömmum tíma sem reynt er að kveikja í kirkjunni. Öryggisvörður var staddur í grenndinni og kom á vettvang aðeins tveimur mínútum eftir að viðvörun barst um innbrot í kirkjuna. Maðurinn hafði þá brotið glugga í kirkjunni, og gluggakista var sviðin, þannig að svo virðist sem hann hafi reynt að kveikja í. Maðurinn hijóp á brott frá húsinu, en ör- yggisvörðurinn hóf eftirför og náði honum við Miðbæjarskól- ' ann. Skömmu síðar kom annar öryggisvörður á vettvang og strax á eftir lögreglubOl. Er ungur að árum Brennuvargurinn er ungur að árum, á sama aldri og sá sem reyndi að kveikja í kirkjunni um miðjan október sl. Ekki er ljóst hvort sami maður var að verki í báðum tilvikum. I fyrra skiptið tókst manninum að komast inn um hliðarglugga, og hafði hann með sér þrjár flösk- ur af flcveikiefni. Öryggisvörð- ur frá Securitas kom þá einnig á vettvang. Lögregla handtók síðan manninn og færði hann á ••>! lögreglustöð, og síðan á geð- deild. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólí Garðheimum Þótt Nökkvi Reyr sé ekki nema tveggja ára skynjar hann að eitthvað er um því hafa þeir fullorðnu í nógu að snúast, til dæmis að líta við í Garðheimum að vera. Sífellt styttisttil jóla ogþótt Nökkvi Reyr hafi litlar áhyggjur af í Mjóddinni og kanna jólavörur semþar er að finna. Halldór S. Kristjánsson bankastjóri Landsbankans Samruni Landsbanka og Islandsbanka fyrsti kostur BANKASTJÓRI Landsbanka ís- lands telur að stærstu einingarnar á markaðnum, það er að segja Landsbankinn og Islandsbanki, ættu að koma fyrst til skoðunar við mat á hagræðingarkostum í bankarekstri. Aætlað er að unnt sé að spara að minnsta kosti hátt í tvo milljarða króna á ári með sameiningu bank- anna tveggja. Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra telur að næsta skrefið í endur- skipulagningu fjármálamarkaðarins eigi að vera að auka hagræði í rekstri fjármálafyrirtækja. Hann vill ekki leggja mat á einstaka kosti í því efni en kallar eftir boðum um það frá markaðnum. Hagur hluthafa ráði Talið er að mesti sparnaðurinn í rekstri fáist með sameiningu stærstu bankanna, Landsbanka Is- lands og íslandsbanka. Stjórnendur íslandsbanka hafa lengi haft áhuga á að kaupa eða sameinast öðrum bönk- um og virðast hafa fengið jákvæð viðbrögð í Landsbankanum. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segir að stærstu einingarnar á markaðnum ættu að koma fyrst til skoðunar, það sé hagur hluthafanna. Helgi S. Guð- mundsson, formaður bankaráðs, tel- ur líklegt að mesti sparnaðurinn ná- ist með því móti. Viðræður eru ekki hafnar milli bankanna en Halldór segist reikna með tíðindum af þess- um markaði á árinu 2000. Sameiginleg hlutdeild Lands- bankans og Islandsbanka á banka- markaðnum er rétt innan við 60% eða nærri því þrefalt meiri en keppi- nautanna hvors um sig, það er að segja Búnaðarbankans og sparisjóð- anna. Til tals hefur komið að jafna stöðu þeirra, meðal annars með kaupum'Búnaðarbankans á eignar- hlut Landsbankans í VIS og Lands- bréfum. ■ Bankar í/10-11 Heimilislina Búnaöarbankcins A Attræð kona fannst látin á heimili sínu í Reykjavík A Averkar benda til þess að henni hafí verið ráðinn bani KONA fannst látin á heimili sínu í Reykjavík um kl. 21 á föstudags- kvöld og telur lögreglan að ráða megi af áverkum, sem á henni voru, að henni hafi verið ráðinn bani. Lög- reglan gat síðdegis í gær ekki veitt nánari upplýsingar um málið. Lögreglan var kvödd að Espigerði 4 um kl. 21 á föstudagskvöld en þar hafði kona fædd 1919 fundist látin í íbúð sinni. „Af áverkum að dæma er talið að henni hafí verið ráðinn bani,“ segir meðal annars í frétt frá lög- reglunni í gær. Málið er í rannsókn og kannar lög- reglan alla hugsanlega möguleika en ýmis tæknivinna stendur nú yfir. Lögreglan biður þá sem geta gefið upplýsingar um mannaferðir í og við Espigerði 4 milli kl. 16 og 21 á föstu- dag að hafa samband við lögregluna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.