Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 1 3 FRÉTTIR Þau Ólafur Ragnar Torssander, Sveinbjörn Thorarensen og Anna Claessen fluttu fyrirlestur í Háskóla Islands á dögunum. Ungir háskóla- fyrirlesarar ÞRÍR nemendur Tjarnarskóla í Reykjavík héldu nýlega fyrirlestur fyrir nemendur í kennslu- og upp- eldisfræði í Háskóla Islands. Fjallaði hann um einstaklingsbundið heima- nám en í Tjarnarskóla vinna nem- endur heimaverkefni sem nefnt er rannsóknarverkefni. Nemendur eiga að skila fjórum slíkum verkefnum yflr veturinn og ráða þeir sjálfir viðfangsefninu. Eitt verkefnanna verður að vera tengt sagnfræði, eitt skrifað á ensku og eitt á dönsku. Er þeim heimilt að skila verkefnunum á ýmsu formi, sem ritgerð, á geisladiski, mynd- bandi eða snældu. Fyrirlestunnn fluttu þau Anna Claessen, Ólafur Ragnar Tors- sander og Sveinbjörn Thorarensen og notuðu þau glærur og dreifirit máli sínu til stuðnings. Prests- og djákna- vígsla í Dóm- kirkjunni BISKUP íslands, Karl Sigur- björnsson, vígir einn guðfræðing og einn djákna til þjónustu í kirkjunni sunnudaginn 23. janúar. Vígslan fer fram í Dómkirkjunni og hefst kl. 11. Vígsluþegar eru Óskar Haf- steinn Óskarsson cand. theol. sem vígist til embættis sóknarprests í Ólafsvíkurprestakalli og Þórdís Asgeirsdóttir sem vígist sem djákni til Lágafellssóknar. Vígsluvottar verða sr. Friðrik Hjartar, sr. Jón Þorsteinsson, sr. María Ágústsdóttir, sr. Sigrún Óskarsdóttir, Unnur Halldórsdótt- ir djákni og sr. Ingiberg J. Hann- esson prófastur sem lýsir vígslu. Sr. Hjalti Guðmundsson dóm- kirkjuprestur þjónar fyrir altari ásamt biskupi. Dómkórinn syngur. Organisti er Marteinn H. Friðriks- son. Fyrstu íbúar flytja í Áslandshverfí í Hafnarfírði Bann við^hunda- og katta- haldi í Aslandi ekki virt FYRSTU íbúar nýs íbúðahverfis í Áslandi við fólkvanginn Ástjörn í Hafnarfirði fluttu inn fyrir jól. í fyrsta áfanga útboðs lóða á hverfinu var gert ráð fyrir 148 lóð- um í blandaðri byggð, 40 lóðum fyr- ir einbýlishús á einni hæð, 20 par- húsa- og 16 raðhúsalóðum fyrir hús á tveimur hæðum og lóðum fyrir 72 íbúðir í 12 sex íbúða fjölbýlishúsum. Athygli vekur að fyrsta fjölskyld- an sem flytur í hið nýja hverfi held- ur bæði kött og hund, en yfirvöld í Hafnarfirði höfðu áður ákveðið að banna slík gæludýr þar, vegna ná- lægðar hverfisins við friðland fugla og einu árvissu varpstöð flórgoðans á Suðvesturlandi. Var það sérstak- lega tekið fram við lóðaúthlutun. „Vegna nálægðar byggðarinnar við friðlandið og hið einstaka fugla- líf er bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði mjög í mun að stuðla að verndun þess. Með það í huga að hunda- og kattahald getur skaðað fuglalíf á svæðinu verður ekki leyfilegt að halda slík gæludýr þar,“ sagði í frétt frá Hafnarfjarðarbæ í mars í fyrra í tengslum við úthlutun í blandaðri byggð 1. áfanga hverfis- ins. Guðrún Hjörleifsdóttir, formað- ur umhverfisnefndar Hafnarfjarð- arbæjar, segir að þessir skilmálar séu enn í fullu gildi og þeim verði fylgt eftir. „Svæðið við Ástjörn er sérstaklega viðkvæmt yfir varptím- ann og þá er ekki viðunandi að kett- ir séu í nágrenninu," sagði hún. Borgarfulltruar skora á samgönguráðherra Vilja takmarka starfsemi nekt- ardansstaða STEINUNN V. Óskarsdóttir, borgarfulltrúi R-lista, skoraði á samgönguráðherra á síðasta fundi borgarstjórnar að setja reglugerð sem léti borgaryfirvöldum í té þau tæki sem þarf til að setja takmark- anir á starfsemi nektardansstaða borgarinnar. Setning reglugerðar- innar var á meðal tillagna sem vinnuhópur um aðgerðir til að sporna við starfsemi erótískra veit- ingastaða og skipaður var fulltrú- um Reykj avíkurborgar, samgöng- uráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis skilaði í nóvember síðastliðnum. Ólafur F. Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, tók undir áskorun Steinunnar. Hann sagði að það umburðarlyndi og eftirlitsleysi sem ríkt hefði gagnvart starfsemi nektardansstaðanna væri nánast hneisa fyrir íslenskt samfélag. „Borgaryfirvöld eiga að gera allt sem þau geta til að spyrna gegn þeirri þróun að svona viðurstyggi- leg starfsemi eins og þarna þrífst vaxi og dafni,“ sagði Ólafur. Rætt um stöðu ríkisstofnana gagnvart Alþingi FÉLAG forstöðumanna ríkisstofn- ana hélt fund í gærmorgun þar sem rætt var um stöðu ríkisstofnana og forstöðumanna gagnvart ráðuneyt- um og Alþingi. Magnús Jónsson, veðurstofustjóri og formaður FFR, sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi mál væru að mörgu leyti mjög óskýr og að tilgangur fundarins hefði fyrst og fremst verið sá að koma umræðunni af stað. „Það er alveg ljóst að það þarf að setja skýrari reglur um þessi mál,“ sagði Magnús. Hann sagði að rætt hefði verið um hlutverk forstöðu- manna og ábyrgð þeirra í ýmsum málum, sem og hvenær og hvort þeir ættu að tjá sig um ákveðin málefni o.s.frv. Að sögn Magnúsar fór Sigm-ður Líndal lagaprófessor ágætlega yfir þessi mál á fundinum, en meginnið- urstaðan varð sú að mikil þörf væri á því að ræða þetta enn frekar. Magn- ús kvað nauðsynlegt að stjómmála- menn tækju þátt í þeim umræðum því það væri helst í pólitískum mál- um sem línurnar væru óskýrar. Verkbókhald IKERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 http://www.kerfisthroun.is/ O P I Ð LAUGARDAG KL. 10-16 Springdýnur SLútuvogi 11» Sími 568 5588
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.