Morgunblaðið - 22.01.2000, Side 23

Morgunblaðið - 22.01.2000, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 23 IBM hristir af sér hrakspárnar Apple blómstrar eftir að Steve mann STJÓRNENDUR breska farsíma- fyrirtækisins Vodafone AirTouch Plc. hafa tilkynnt að þeir séu reiðu- búnir að hækka tilboð sitt í þýska íyrirtækið Mannesmann AG, láti stjómendur Mannesmann af tilraunum til að verjast yfir- tökuboði, að því er fram kemur á fréttavef BBC. I nóvember á síðasta ári setti Vodafone fram tilboð í þýska fyrir- tækið, sem er hæsta tilboð sem fyrir- tæki hefur gert til að komast yfir annað í óþökk þess. Stjómendur Mannesman hafa síð- an þá róið öllum áram að því að verj- ast yfirtökuboðinu. Telja þeir tilboð- ið ekki vera viðunandi, en samkvæmt því yrði hlutur Mannesmann í sam- einuðu fyrirtæki 47,2%. Stjórnendur Vodafone segjast, til viðbótar við hækkun tilboðsins, vera reiðubúnir að semja við Mannes- mann um jafna skiptingu milli fyrir- tælqanna í yfirstjórn hins nýja fyrir- tækis. Yfirmenn Mannesmann segjast ekki ræða yfirtöku nema ef fyrirtækið fái í sinn hlut 58,5% hluta- fjár í sameinaða fyrirtækinu. Hlutir í Mannesmann séu miklu meira virði en tilboðið hljóði nú upp á. Einnig segja þeir stjómendur Vodafone stunda gamaldags viðskiptahætti með því að reyna að semja um sam- eininguna í gegnum fjölmiðla. ------------------- Betri afkoma en búist var við IBM greindi frá því í vikunni að hagnaður á síðasta ársfjórðungi árs- ins 1999 hefði dregist saman um 10% í kjölfar minnkandi sölu vegna ótta við að 2000-vandinn herjaði á tölvubúnað. Þessi afkoma er þó betri en gert hafði verið ráð fyrir í spám fjármálasérfræðinga og er það fyrst og fremst að þakka hertu kostnaðareftirliti innan fyrirtækis- ins. Samkvæmt tilkynningunni sem fyrirtækið sendi frá sér fór hagnað- ur IBM, stærsta tölvuframleiðanda heims, á fjórða ársfjórðungi síðasta árs í 2,1 milljarða Bandaríkjadala eða 153 milljarða íslenskra króna en á sama ársfjórðungi árið árið nam hagnaðurinn 2,3 milljörðum dollara eða 168 milljörðum íslenskra króna. Tekjur fyrirtækisins minnkuðu að- eins um 4% á tfmabilinu, fóra í 24,2 milljarða dollara en kostnaður tíma- bilisins lækkaði um 9% vegna hertra aðgerða í kostnaðareftirliti. Þrátt fyrir að að hagnaður fjórð- ungsins hafi verið lægri en í fyrra skilaði árið í heild metafkomu, hagn- aður ársins jókst um 22% á milli ára. I kjölfar þessara tíðinda hækkaði markaðsverð hlutabréfa í IBM enda hafði markaðurinn átt von á mun verri afkomu en raun varð á. Spáð er góðri afkomu IBM á þessu ári en fyrirtækið varaði þó við því að á fyrsta ársfjórðungi gætti væntanlega enn áhrifa af árþús- undaskiptunum. Vodafone hækkar tilboð sitt í Mannes- Láttu drauminn Jobs snéri til fyrirtækisins á ný Cupertino. Reuters. HAGNAÐUR Apple Computer Inc. fyrir fyrsta fjórðung fjárhagsársins fór fram úr væntingum fjármálasér- fræðinga en iMac-tölvurnar frá App- le hafa skilað félaginu miklum tekjum. Hagnaðurinn er um dollar á hlut en spár sögðu til um 90 senta hagnað á hlut. Steve Jobs, aðalframkvæmda- stjóri Apple, segir yfirstjórn félags- ins mjög ánægða með vöxt fyrirtæk- isins og Fred Anderson fjármála- stjóri segir árið 2000 verða ár vaxtar fyrir Apple. Fréttir af hagnaði fé- lagsins umfram væntingar leiddu til 5% hækkunar á hlutabréfum fé- lagsins á Nasdaq- hlutabréfamarkað- num. Tekjur félagsins jukust um 37%, frá sama tíma í fyrra, í 2,34 milljarða doll- Steve Jobs ara úr 1,7 milljörð- um. Apple seldi 1.377 milljónir tölva á fjórðungnum, yfir 700.000 iMac og 235.000 iBook fartölvur og var sölu- aukningin 46% á milli ára. Stjórn Apple hefur tilkynnt um valréttarsamning við Steve Jobs, þar sem hann getur keypt 10 milljónir hluta í fyrirtækinu. Sem þakklætis- vott vegna frammistöðu Jobs í erfið- leikum félagsins fær hann einnig Gulfstream V-þotu að gjöf. Laun hans verða eftir sem áður einn doll- ari á ári, sem samsvarar um 72 krón- um. Jobs er annar stofnenda Apple og sneri aftur til fyrirtækisins árið 1997 sem framkvæmdastjóri til bráða- birgða. Fyrr i þessum mánuði var til- kynnt að Jobs tæki að sér starfið til framtíðar. Ráðstefna um WAP ÍSLANDSSÍMI heldur ráðstefnu um WAP-mál, miðvikudaginn 26. janúar nk. frá klukkan 12-14 á Hótel Loftleiðum. Ráðstefnan er einkum ætluð stjórnendum, milli- stjórnendum og umsjónarmönnum net- og samskiptamála fyrirtækja og stofnana. Einnig eru velkomnir áhugamenn um fjarskipti og net- mál. Á ráðstefnunni flytja erindi meðal annars sérfræðingar frá OZ.COM, mbl.is, Dímon hugbún- aðarhúsi og Islandsbanka, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Eins verða á ráðstefnunni erlendir fyrirlesarar. Sama dag verður kynnt ný þjónusta fyrir íslenska WAP-notendur sem hjálpar þeim að nota Netið. Skráning á ráð- stefnuna er á www.strik.is og www.islandssimi.is. Nú fást amerísku SERTA rúmin á amerísku verði í Hagkaupi. Verð á dýnum með ramma: Queen 153x203 65.900 kr. King 193x203 verð frá 84.900 kr. Rúmin eru seld á grind en án gafla. Smáratorg, Kringla og Skeifa. HAGKAUP Meira úrval - betri kaup F4SI1! ^7 HH 1 j|j 1 jjSjlp | ■ ' mm mmÉÉ S

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.