Morgunblaðið - 22.01.2000, Side 24

Morgunblaðið - 22.01.2000, Side 24
24 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Málefni Fiskiðjusamlagsins í brennidepli í bæjarstjórn Húsavíkur Framtíð fjör- eggs Húsvík- inga óráðin Hætt var við samruna Fiskiðjusamlags Húsavíkur og Ljósavíkur í Porlákshöfn í síðustu viku. Mál Fiskiðju- samlagsins hafa löngum verið þrætuepli andstæðra fylk- inga í bæjarstjórn Húsavikur og svo er enn. Steingerð- ur Ólafsdóttir tók púlsinn á bæjarfulltrúum á Húsavík. DEILUR um starfsemi Fiskiðjusam- lags Húsavíkur eiga sér langa sögu á Húsavík. Bærinn hefur löngum verið stærsti hluthafinn í félaginu og má- lefni Fiskiðjusamlagsins samofin málefnum bæjarins, enda hefur FH verið kallað fjöregg Húsavíkur. Sjálfstæðismenn og framsóknar- menn hafa lengst af skipað meirihluta bæjai’- stjórnar á Húsavík en eru í minnihluta nú eins og á árunum 1994-1996. Eftir sveitarstjómarkosningamar árið 1994 gengu framsóknarmenn til liðs við Alþýðu- bandalag og mynduðu nýjan meirihluta. Að- dragandinn var m.a. innkoma nýs forystumanns D-listans, Siguijóns Benediktssonar tannlækn- is, og áhersla hans á sameiningu Fiskiðjusam- lagsins við útgerðarfélagið Höfða, og að bærinn losaði sig út úr rekstri sjávarútvegsfyrirtækj- anna. Bæjarfulltrúar Framsóknarílokksins sættu sig ekki við framgöngu tannlæknisins og kærðu sig ekki um áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokk. Fall meirihlutans árið 1996 Meirihluti Alþýðubandalags og Framsóknar- flokks hélt velli hálft kjörtímabilið en sprakk svo í kjölfar þess að sjálfstæðismenn studdu tillögur Framsóknarflokks um sölu á hlutabréfum í Fiskiðjusamlaginu og sameiningu þess og Höfða en G-Hsti sat eftir, á móti sameiningu og sölu á hlut bæjarins. Alþýðubandalagsmenn lögðu fram bókun sem gekk gegn viðhorfum samstarfsmanna þeirra í stjóm. Bókunin var þess efnis að þeir sem stæðu að sölu hlutabréfa bæjarins í FH á verði langt undir gengi, væru ekki að gæta hagsmuna bæjarins heldur ann- arra aðila. Fyrirtækjasameiningin á Húsavík fór fram á haustdögum árið 1996 og fljótlega var myndaður nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarílokks, svokölluð tannlæknastjóm. Par vom tannlæknamir Sigurjón Benediktsson og Stefán Haraldsson í broddi hvorrar fylking- ar. En vinstrimeirihluti komst aftur á árið 1998 og Reinhard Reynisson var ráðinn bæjarstjóri. Sigurjón Benediktsson varð varamaður sjálf- stæðismanna en síðar aðalmaður og hefur verið ólatur við að gagnrýna meirihlutann. Um má- lefni Fiskiðjusamlagsins hefur alltaf staðið styrr og hafa deilurnar síðasta hálfa árið minnt á defl- urnar frá því árið 1996. Siguijón bæjarstjóraefni Þegar kemur að áður fyrirhugaðri samein- ingu FH við sunnlenska sjávarútvegsfyrirtækið Ljósavík hf. virðast þó meirihluti og minnihluti hafa skipt um hlutverk frá því sem var við um- ræðumar um sameiningu FH og Höfða á sínum tíma. Meirihluti vinstrimanna vill sameiningu en minnihlutinn er á móti. Meirihluti H-Hstans hef- ur haldið velli þrátt fyrir yfirlýsingar minnihluta um að bæjarstjórinn ætti að segja af sér. Odd- vitinn Kristján Asgeirsson fer mikinn lflct og fyrr og segir það eina sem vaki fyrir minnihlut- anum sé að gera Sigurjón tannlækni að bæjar- stjóra. Deilur hafa staðið um hlut bæjarins í FH síð- an í sumar þegar bærinn keypti hlut Kaupfélags Þingeyinga í FH. Eftir kaupin átti bærinn rúm 46% í FH og var slíkt eignarhald m.a. gagnrýnt af minnihlutanum í bæjarstjóm. Forsvarsmenn bæjarins áttu í viðræðum við Þormóð ramma - Sæberg um sölu á hluta af hlutabréfum bæjar- ins en viðræðumar skiluðu ekki árangri. Ljósa- vík hf. keypti 20% hlut í FH af Húsavíkurbæ síð- astliðið haust en umræddur eignarhlutur er nú á hendi Jökulvíkur, sem er í eigu sömu aðila og Ljósavík hf. Umræða á vettvangi stjómmálanna vill oft einkennast af árásum á báða bóga og það er hlutverk minnihlutans að mótmæla, eins og einn bæjarfulltrúi á Húsavík orðaði það. Umræðan vill oft einkennast af því að tínd eru til smáatriði, tölur túlkaðar á mismunandi hátt, sem og afleið- ingar fyrir hagsmuni bæjarbúa og fjöreggsins FH. Reinhard Reynisson er bæjarstjóri Húsvík- inga og er ráðinn sem framkvæmdastjóri bæjar- félagsins eins og Siguijón Benediktsson lagði mikla áherslu á í umræðum á bæjarstjómar- fundi á miðvikudag. Reinhard er ráðinn til starfa af meirihlutanum og er póUtískur í þeim skilningi eins og hann segir sjálfur. Hagsntunir Húsvíkinga og Ljósvíklnga Minnihlutinn í bæjarstjóm Húsavíkur hefur álitið hagsmuni FH fyrir borð boma í umræddu samrunaferii FH og Ljósavíkur, en Ljósvfldng- um aftur á móti hampað. Að mati meirihlutans er Ljósavík aftur á móti áHtlegur sameiningar- kostur vegna rækjuveiðiheimilda á Flæmingja- grunni og fiskiskipa. Sigurjón tannlæknir Benediktsson hefur ekki verið hræddur við að tjá sig um málefni bæjar- ins og FH hingað til. Eins og hann segir sjálfur, vilja bæjarfulltrúar minnihlutans hagsmuni fé- lagsins sem mesta og telja miklu máH skipta að Húsvíkingar verði ekki hlunnfamir í viðsldptum við smáfyrirtæki með veika eiginfjárstöðu. í greinargerð með tillögum minnihlutans á bæj- arstjómarfundi í vikunni er áhersla lögð á að nauðsynlegt sé að tryggja hag bæjarfélagsins og annarra hluthafa FH miðað við breyttar að- stæður og framkomin gögn í málefnum Fisk- iðjusamlagsins. Með samþykkt tillagnanna væri stefna stærsta hluthafa félagsins ljós. Tillögur minnihlutans um að bærinn ályktaði um and- stöðu við samrana FH og Ljósavíkur vora sem kunnugt er felldar á fundi bæjarstjómar. Siguijón hefur gagnrýnt bæjarstjóra hvað harðast og telur vinnubrögð hans bera vott um annarleg sjónarmið. Sigurjón gagnrýnir að bæj- arstjóri skuU tjá sig um pólitísk málefni, sitja í stjórn FH en koma ekki hreint fram gagnvart bæjarfulltrúum. Reinhard Reynisson hefur lýst því yfir að hann sitji í stjóm FH sem fulltrúi hluthafans Húsavíkurkaupstaðar og trúnaðar- málefni stjórnar FH eigi ekld erindi á bæjar- stjómarfundi. Gengi hlutabréfa FH hafa lækkað um 58% frá skráningu Fiskiðjusamlag Húsavíkur var stofnað árið 1975, eftir tæprar aldar saltfiskvinnslu á staðn- um. Félagið hefur rekið rækjuvinnslu og bol- fiskvinnslu á Húsavík, átt nokkur skip en selt þau. Eins hefur FH rekið rækjuverksmiðju og stofnaði ásamt öðram hlutafélag um rekstur verksmiðju á Kópaskeri en hefur selt hlut sinn. Eins og stendur á FH ekkert fiskiskip og er það ein helsta röksemdin fyrir samruna við annað sjávarútvegsfyrirtæki. Ljósavík hf. á skip og hefur auk þess yfir að ráða rækjuveiðiheimild- um sem meirihlutinn í bæjarstjóm Húsavíkur hefur lýst sem miklum verðmætum og kemur enda fram í granni að samræmdu mati á félög- unum. Frá í sumar hafa þrír yfirmenn hjá FH sagt störfum sínum lausum og minnihlutinn í bæjar- stjóm segir fyrirtækið stjómlaust. Síðast sagði Einar Svansson framkvæmdastjóri upp og mun, að því er síðast fréttist, láta af störfum í lok jan- úar. Hlutabréf Fiskiðjusamlags Húsavíkur vora skráð á Verðbréfaþing íslands árið 1997, en frá þeim tíma hefur gengi bréfanna lækkað um tæp 58%, eða úr 2,8 í 1,18, sem er lokagengi gær- dagsins. Skráð hlutafé FH er um 620 milljónir og er markaðsvirðið samkvæmt genginu um þessar Morgunblaðið/Kristján Sigurjón Benediktsson og Dagbjört Þyrí Þor- varðardóttir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík. f Sévfræðingar telja nauósynlegt að FH leiti eftir sameiningu við ann- að fyrirtæki, ætli það að auka áhuga fjárfesta. í mundir því rúmar 730 milljónir. Húsvfldngar í öllum flokkum era sammála um að við íyrirtæk- inu blasi bjartari framtíð með hærra gengi. Sérfræðingar á fjármálamarkaði hafa talið það nauðsynlegt íyrir félag eins og FH að leita eftir sameiningu við annað fyrirtæki, ætH það að auka áhuga fjárfesta. Afkoma FH á síðasta rekstrarári versnaði mjög frá iyrra ári en tap fé- lagsins nam 126,4 milljónum króna. Rekstrarár- ið á undan nam hagnaður félagsins 67,3 miHjón- um. Deilt um skiptihlutföll og kvótamat Þrætuefnið í deilum stjómmálaíylkinganna varðandi áður fyrirhugaðan samrana Ljósavík- ur og FH hefur m.a. verið mat á hvora fyrirtæki fyrir sig og skiptihlutfall á sameinuðu fyrirtæki. I samranaáætlun er skiptihlutfallið 37,5% til Ljósavíkur og 62,5% til FH, en í mati Verðbréfa- stofunnar sem unnið var að beiðni minnihlutans í bæjarstjórn er skiptihlutfallið 25% og 75%. Mismunandi forsendur Hggja að baki hvora mati en minnihlutinn hefur deilt á að eignir Ljósavíkur hafi verið ofmetnar í samranaáætlun og eignir FH að sama skapi vanmetnar. Meiri- hlutinn gagnrýnfr að tölur séu gripnar úr sam- hengi og bærinn með því sakaður um að hygla hagsmunum annarra en bæjarbúa. Reinhard Reynisson bæjarstjóri hefur lýst því yfir að rækjuveiðiheimildir Ljósavíkui’, auk þeirrar staðreyndar að félagið hefur yffr fiski- skipi að ráða, séu verðmæti sem ekki sé hægt að horfa framhjá við mat á félögunum og hag- kvæmni samrana þeirra fyrir FH og atvinnulíf á Húsavík. Alþekkt er að rækjuútgerð og -vinnsla er sveiflukennd atvinnugrein og úthlutun á rækju- veiðiheimildum mismunandi á milli ára. í granni að samræmdu mati á félögunum sem minnihlut- inn hefur sérstaklega gagm-ýnt fyrir þá sök að plaggið var ekld kynnt í bæjarstjórn, eru rækju- veiðiheimildir Ljósavíkur metnar of háu verði að mati minnihlutans. Styrkleiki Ljósavíkur Hggur í rækjuveiðiheimildum en FH hefur yfir meiri veiðiheúnildum í bolfiski að ráða. Nú er niður- sveifla í rækjuveiðum að flestra mati og almennt taUð að botninum sé náð og leiðin Hggi nú upp á við, að því er bæjarstjóri lýsti á bæjarstjómar- fundi í vikunni. Vandséð væri að þorskverð myndi hlutfallslega hækka eins og von er á að rækjuverð geri. Verðmæti kvóta Ljósavíkur samkvæmt granni að samræmdu mati á félögunum er tæp- ur 1,1 milljarður en kvóti FH er metinn á rúma 2,3 milljarða. Virði félaganna er lækkað vegna varúðar, Ljósavík um 600 milljónir en FH um rúman mflljarð. Eignarhlutfall Ljósavíkur samsvarar 913,5 mflljónum og FH 1,3 milljörð- um. Þetta telja minnihlutabæjarfulltrúar ofmat á öðra félaginu og vanmat á hinu. Mat Verðbréfastofunnar hf. byggist á upp- lausnarvirði fyrirtækjanna og þar er niður- stöðutalan 2,5 mUljarðar fyrir FH og 826,3 miUj- ónir til Ljósavíkur. I mati Verðbréfastofunnai’ kemur fram að einna helst var notast við upp- lausnai’virði fyrirtækjanna við mat á þeim. Upp- lausnarvirði er virði fyrirtækis þegar eignir hafa verið seldar og skuldir greiddar niður. Fram kemur að rekstrartelqur FH era 5 sinnum hærri en rekstrartekjur Ljósavíkur. I matinu kemur einnig fram að rekstrartekjur FH hafa aukist um 65% á síðastliðnum 4 áram en rekstr- artekjur Ljósavíkur á hinn bóginn dregist sam- an um 25%. Miðað er við áætlaðar tölur fyrir ár- ið 1999. „Reynslan hefur sýnt að samrani eða yfirtaka skílar í 50% tUvika stærri aðUanum engum eða Htlum ábata,“ segir í mati Verðbréfastofunnar. Ástæða skiptihlutfaUanna 25% og 75% er m.a. „að hvoragt félag mun vilja sameinast fái það minna virði hlutfallslega fyrir eignir sínar en hluthafar hins félagsins fá,“ segir einnig. Tekið er fram að rekstur félaganna sé á margan hátt líkur og því megi ætla að hagkvæmni gæti náðst á ýmsum sviðum starfseminnar. Hætt við samrunaáform vegna vanhæfis endurskoðanda Þegar hætt var við samranaferH FH og Ljósavíkur í síðustu viku, var því borið við að komið hefði í ljós að endurskoðandi félagsins væri vanhæfur vegna eignarhluta síns í FH. Vangaveltur um hvenær sú staðreynd hefði leg- ið fyrir og hvort hún væri ekki einungis skálka- skjól hafa verið uppi. Menn hafa spurt hví ekki hafi verið fenginn annar endurskoðandi tU verksins og samrunaferH hafið að nýju. Það þyk- ir lfldegt að viðsemjendur FH, þ.e. Ljósavfloir- menn, hafi orðið þreyttir á langvarandi deUum og ekki viljað halda samranaáformum til streitu. í Vísbendingu birtist spurningin: „Skyldu öll þessi axarsköft vera vegna þess að FH er ein af fáum útgerðum þar sem bærinn hefur enn ráð- andi áhrif?“ Bréf Bjöms St. Haraldssonar endurskoðanda til hluthafa í FH sem merkt var sem trúnaðar- mál og inniheldur áHt endurskoðandans á sam- ranaferlinu sem hætt hefur verið við, hefur bor- ist í hendur fjölmiðla. Þar lýsir Bjöm breyttu mati sínu á samrunaferlinu og telur skiptihlut- fölUn samkvæmt samrunaáætlun ekki sann- gjöm. Jafnframt segir Bjöm að matsverð skipa Ljósa\Tkur sé ofmetið um 168,6 milljónir. Hann segir jafnframt að ekki hafi verið tekið tillit til yfirfæranlegs taps félaganna við endurmat eigna þefrra og sé tekið mið af þessum atriðum ætti skiptihlutfalHð að vera 34% til Ljósavfloir og 66% til FH. Bjöm telur því rétt að fallið verði frá samrana félaganna á grandvelH fyrra skipti- hlutfalls. Á títtnefndum bæjarstjómarfundi kvaddi Gunnar Bóasson, bæjarfuHtrúi H-Hstans, sér hljóðs og ræddi m.a. vangaveltur sínar um van- hæfi endurskoðandans. Gunnar telur líklegt að Bjöm hafi dregið sig í hlé til að koma vinnuveit- anda sínum, PricewaterhouseCoopers-endur- skoðunarstofunni, hjá málaferlum. Nú er talið ólíklegt að fyrirtæki í sjávarútvegi sýni FH áhuga á sameiningargrandvelli. Pólit- ískar deilur í bænum era hatrammar og hafa haft dvínandi áhuga í för með sér. Upp úr sam- einingarviðræðum FH og Þormóðs ramma - Sæbergs slitnaði í sumar en fleiri viðræður hafa ekki verið formlega tilkynntar fyrir utan við- ræður við Ljósavík. Samherji kom ekki með formlegt tilboð en umræðugrandvöllur lá fyrir og var til umfjöllunar hjá stjóm FH, að sögn bæjarstjóra sem jafnframt er stjómarmaður í FH. Umræðurnar komust ekki á það stig að verða öðrum hluthöfum Fiskiðjusamlagsins kunnar og hefur minnihlutinn í bæjarstjóm gagnrýnt það harðlega. Stærstu hluthafar í FH eru, auk bæjarins sem á 26,44%, Jökulvík, sem er í eigu sömu og aðila og Ljósavík með 20%, Hlutabréfasjóðurinn íshaf með 14,82%, Tryggingamiðstöðin á 9,13% hlut, OHufélagið hf. á 7,49% og Tryggingamið- stöðin 9,13%. Mastur ehf. á 4,24%. Mastur er í eigu Olíufélagsins sem einnig er stærsti hluthafi í Ishafi. Olíufélagið og tengd fyrirtæki eiga því 26,55% hlutafjár í FH. Það ræðst af því hvort Ljósavík selur sinn eignarhlut í FH hvemig stjómarskipan í FH verður í framhaldinu. Stjómarfundur var haldinn í gær en niðurstað- an varð að hefja ekki samranaferli að nýju að svo stöddu en ekkert var ákveðið um sölu á hlut Ljósavíkur í FH. Guðmundur Baldursson, stjómarformaður Fiskiðjusamlags Húsavíkur, hefur lýst því yfir að deilumál á Húsavík að und- anfömu hafi síst orðið FH til framdráttar. „Það er ekkert nema eðlilegt að það sem gerst hefur á Húsavík að undanfömu verði til þess að áhugi utanaðkomandi dvíni,“ segir Guðmundur. Hann segist ekki sjá að af samrana félaganna verði en hugsanlegt sé að hlutur Ljósavíkur verði seldur þótt enginn hafi sýnt áhuga hingað til. Framtíð FH virðist því enn nokkuð óráðin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.