Morgunblaðið - 22.01.2000, Síða 27

Morgunblaðið - 22.01.2000, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 27 Vopnaeftirlitsnefnd SÞ í frak Deilt um tilnefn- ingu Ekeus Bagdad, Sameinuðu þjóðunum, Kaíró. AFP, AP. IRAKAR mótmæltu í gær þeirri ákvörðun Kofis Annans, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að tilnefna Svíann Rolf Ekeus sem formann nýrrar vopnaeftirlitsnefnd- ar sem ráðgert er að senda til Iraks. Bandaríkjamenn sögðu hins vegar að ekki ætti að leyfa Irökum að ráða því hver færi fyrir nefndinni en Bretar gáfu til kynna að þeir væru tilbúnir að fallast á að einhver annar yrði skipaður til að koma í veg fyrir klofn- ing í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna. Rússar og Frakkar snerust á sveif með Irökum í deilunni og höfnuðu Ekeus sem yfirmanni vopnaeftirlits- nefndarinnar. Viðbrögð Kínverja við tilnefningunni voru ekki eins hörð en þeir hvöttu til þess að valinn yrði maður með „nauðsynlega pólitíska dómgreind". Ekeus var fonnaður fyrri afvopn- unamefndarinnar í írak, UNSCOM, frá árinu 1991 og þar til hann var gerður að sendiherra Svíþjóðar í Bandaríkjunum árið 1997. Astralinn Richard Butler varð þá formaður nefndarinnar þar til í lok ársins 1998 þegar stjómvöld í írak meinuðu henni að starfa í landinu áður en Bandarílqamenn og Bretar hófu loft- árásir á landið. Nýrri vopnaeftirlitsnefnd hefur verið komið á fót samkvæmt ályktun öryggisráðsins frá í desember þar sem ráðið bauðst til að slaka á refsi- aðgerðunum gegn írökum ef þeir hefðu samstarf við nefndina. Lýst sem handbendi Bandaríkjamanna fraska dagblaðið Al-Iraq gagn- rýndi tilnefninguna í gær og lýsti framgöngu Rolfs Ekeus í fyrri nefnd- inni sem „viðbjóðslegum þætti í sögu Sameinuðu þjóðanna". „Bandaríkja- menn viija nú fela hinum bölvaða Ek- eus að stjóma nýrri njósnaferð í ír- ak, en hann er búinn að vera og bömin okkar, sem þjást vegna refsi- aðgerðanna, munu bölva honum að eilifu,“ sagði blaðið. AP Rolf Ekeus, sem hefur verið til- nefndur formaður vopnaeftir- litsnefndarinnar í írak, í höfuð- stöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Daginn áður hafði Tareq Aziz, að- stoðarforsætisráðherra íraks, lýst Ekeus og Annan sem handbendum Bandaríkjastjórnar. Bretar ljá máls á málamiðlun William Cohen, vamarmálaráð- herra Bandaríkjanna, fór í höfuð- stöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York í fyrradag til að lýsa yfir stuðn- ingi við Ekeus. Cohen sagði eftir fund með Annan að Irakar ættu ekki að fá „neitunarvald" í málinu og Ek- eus væri enn formannsefni nefndar- innar. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, gaf hins vegar til kynna að Bretar væra tilbúnir að fallast á málamiðlun. „Ekeus hefur verið í þessu starfi áður. Hann þekkir þetta starf. Hann þekkir málefnin," sagði Cook en bætti við að Bretar „gætu sætt sig við aðra menn“. „Mikilvægast er að þessi deila verði leyst í náinni framtíð." Cook lét þessi orð falla á blaða- mannafundi í Kaíró með Amr Mussa, utanríkisráðherra Egyptalands, sem kveðst vera andvígur því að Ekeus verði skipaður „í ljósi þeirrar kreppu sem hann olli áður“. LAGERÚTSALA í VÖLUSTEINI 50 - 90% AFSLÁTTUR OPIÐ í DAG FRÁ 10-16 ® VOLUSTEINN fyrir f. Mörkinni 1/108 Reykjavík / Sími 588 9505 VERKSTJÓRN Námskeíð ætlað öllum verkstjórnendum, bæði nýjum og þeim sem vilja bæta námi við reynslu. SKEIÐ Verkstjórnarfræðslan á iðntæknistofnun býr yfir meira en þriggja áratuga reynslu við fræðslu verkstjórnenda. Námsþættirnir eru alls yfir 20. Meðal þeirra eru: - Almenn samskipti ■ Hvatning og starfsánægja ■1/innusálfræði og stjórnun ■ Valdframsal ■ Aætlanagerð ■ Stjórnun breytinga. Námskeiðið er samtals 90 stundir og skiptist í tvo hluta. Þrjú námskeið verða á vorönn og hefjast 7. febrúar, 6. mars og 10. apríl. innritun stendur yfir í síma 570 7100 og á vefsíðu iðntæknistofnunar www.iti.is. Iðntæknistof nun 11 Keldnaholti, 112 Reykjavík Weizman hvattur til að fara frá Jerúsalem. Reuters, AP, AFP. YOSSI Beilin, dómsmálaráðherra ísraels, skoraði í fyrrakvöld á Ezer Weizman, forseta landsins, að taka sér frí frá störfum meðan verið er að kanna hvort hann hafi brotið lög með því að þiggja fé af auðugum vini sín- um. Margir stjómmálamenn og fjölmiðlar í Israel krefjast afsagnar Weizman, en skoðanir kjósenda era skiptar. Beilin sagðist telja Weizman fyrir bestu að taka sér frí frá störfum, en í gær tilkynnti ísraelski ríkissak- sóknarinn að hafin væri rannsókn á hvort Weizman hafi brotið lög er hann þáði um 33 milljónir ísl. kr. að gjöf frá vini sínum, franska milljóna- mæringnum Edouard Saroussi á ár- unum 1988 til 1993, er hann gegndi opinberu embætti. Israelsk sjónvarpsstöð segir Weizman hefði fengið um 65 millj. kr. að gjöf frá óþekktum aðila og virtist Weizman hafa notað féð til að greiða upp skuldir sínar við ríkið. Blaðamaðurinn Yoav Yitzhak segir Weizman einnig hafa selt Verka- mannaflokknum stuðning sinn árið 1984 fyrir um 250 milljónir ísl. kr. Fjölmiðlar segja málið snúast um að David Blas, þáverandi formaður í samtökum samyrkjubúa, hafi útveg- að innflutningsfyrirtæki 250 millj. kr. lán og hafi hluti þess fjár rannið í vasa Weizmans. Engar beinar sannanir hafa fund- ist og vísa talsmenn Verkamanna- flokksins þessum fregnum á bug. Reynist þær sannar getur það haft óþægilegar afleiðingar í för með sér fyrir Verkamannaflokkinn og Ehud Barak forsætisráðherra, þó hann hafi ekki verið í forsvari fyrir flokk- inn á þeim tíma. Weizman viður- kennir að hafa þegið fé af Saroussi, en segir það ekki lögbrot. ísraelskir fjölmiðlar era sammála um að Weizman sé ófær um að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar meðan á rannsókninni stendur. Skoðanir al- mennings era skiptar og í skoðana- könnun dagblaðsins Yediot Ahronot vildu 41% að Weizman færi frá en 39% að hann yrði áfram í embætti. Búðu þig undir skemmtilega upplifun á laugardögum í Kringlunni. Við hitum upp fyrir menningaráriö. A dagskrá í dag: Kringlan er viðburða- og upplýsingamiðstöð Reykjavilcur, menningarborgar Evrópu árið 2000. Þangað geturðu leitað þegar þig langar til að træðast um þá viðburði sem eiga sér stað í Reykjavík. K\rt*\q(csj\ P fl R S E M /W J R R T fl Ð S L (f R ilPPlÝSINBfiSlMI 5 8 9 7 7 8 B 5KRIFST0FUSÍMI 5 G 8 9 2 8 0

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.