Morgunblaðið - 22.01.2000, Síða 31

Morgunblaðið - 22.01.2000, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 31 LISTIR Byltingin étur börnin sín Morgunblaðið/Ami Sæberg „Dæmi um gleðilega tilbreytingu var skemmtilegl og fjölbreytt dansatriði í síðari hluta sýningarinnar," segir meðal annars í dómi um Djöflana eftir Dostojevskí. LEIKLIST L e i k f é I a g lteykjavfkur DJÖFLARNIR eftir Dostojevskí í leikgerð Alexeis Borodfns. Leikstjóri: Alexei Bor- odin. Leikendur: Ari Matthíasson, Árni Pétur Guðjónsson, Baldur Trausti Hreinsson, Björn Ingi Hilm- arsson, Eggert Þorleifsson, Ellert Ingimundarson, Friðrik Friðriks- son, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Guð- rún Ásmundsdóttir, Halldór Gylfa- son, Halldóra Geirharðsdóttir, Jón Hjartarson, Margrét Helga Jó- hannsdóttir, Marta Nordal, Pétur Einarsson, Sigrún Edda Björns- dóttir, Theodór Júlíusson, Valur Freyr Einarsson og Þórhallur Gunnarsson. Leikmynd og búning- ar: Stanislav Benediktov. Hljóð: Baldur Már Amgrímsson. Ljós: Láms Björnsson. Danshöfundur: Þórhildur Þorleifsdóttir. Tónlist: Alfred Schnittke. Föstudaginn 21. janúar 2000. ÞEGAR RÚSSNESKI bókmenntafræðingurinn Mikaíl Bakhtin mótaði kenninar sínar um þróun skáldsögunnar sem bók- menntaforms tók hann sérstaklega mið af skáldsögum Dostojevskís og þróaði út frá þeim hugtakið marg- röddun. I hugtakinu felst í stuttu máli að innan tiltekins verks hljóma margar jafnréttháar raddir sem tak- ast á hugmyndafræðilega, siðfræði- lega og tilfinningalega. Engin ein rödd er yfirskipuð í margradda verki, ekki er hægt að benda auð- veldlega á málpípu höfundar eða ein- hlítan boðskap. Ég geri þetta að inngangsorðum hér þar sem Alexei Borodín, leikstjóri og höfundur þeirrar leikgerðar sem hér er um rætt, leggur sjálfur áherslu á þetta eðli verksins í viðtali við Morgun- blaðið síðastliðinn fóstudag og bendir á að það hafi gert sér erfitt um vik í því markmiði að „ná utan um skáld- söguna, helstu uppistöðuþætti" hennar. Margröddunin sem telst til helstu kosta skáldsagna Dostojevskís reyn- ist reyndar helsti akkílesarhæll leik- gerðar Borodíns og er ástæðunnar örugglega að leita í mismunandi eðli og kröfum þessara tveggja listforma. Lesandi skáldsögunnar getur gefið sér nægan tíma til að kynnast fjölda persóna, tengslum þeirra, tilfinning- um og skoðunum, en áhorfandi leiksýningar hefur takmarkaðan tíma og þol gagnvart sömu hlutum. I leikgerð Borodíns koma tuttugu persónur við sögu og áhorfandinn á fullt í fangi með að átta sig á stöðu og hlutverki hvers og eins og hinum flóknu innbyrðis tengslum þeirra, um leið og hann stritast við að henda reiður á þeim flækjum og hug- myndaátökum sem eru í gangi hverju sinni. Nema þá að hann gjör- þekki skáldsögu Dostojevskís fyi-ir- fram. Sú þörf leikgerðarhöfundar að „ná utan um skáldsöguna“ veldur því einnig að sýningin er alltof löng og (það sem verra er) langdregin. Sýn- ingin tekur þrjá klukkutíma í flutn- ingi og hefði að mínu mati mátt stytta hana þónokkuð án þess að það kæmi niður á efninu. Leikstjóri virðist meðvitað velja hægan og þungan leikstíl og vinnur þar með nokkuð á móti stíl Dostoj- evskís sem einkennist öðru fremur af ástríðum, ýkjum og lífi. Þessi hægi, dempaði stíll olli mörgum ieikurum erfiðleikum, útkoman var litleysi, svipbrigðaleysi og allt að því áhuga- leysi á því sem fram fór. Þannig fór um túlkun Baldurs Trausta Hreins- sonar á einu af burðarhlutverkunum, en hann leikur Stavrogín, þá persónu sem flétta verksins snýst að flestu leyti um. Stavrogín er hetja og átrún- aðargoð flestra hinna persónanna, hann er mjög flókin manngerð frá hendi höfundar; frelsari og djöfull í senn, hugsjónamaður eða eigingjam siðleysingi. Fyrst og fremst er hann maður sem heillar aðra, konur jafnt sem karla; hann er dýrkaður, settur á stall og til hans gerðar kröfur sem enginn maður getur mögulega staðið undir. Baldur Trausti var svipbrigða- laus og ástríðulaus í hlutverkinu, líkt og hann stæði utan við það sjónarspil sem fram fór í kringum hann. Kannski á slík leið að sýna að hér fari maður sem hefur glatað hugsjónum sínum og ástríðum; maður sem verð- ur fórnarlamb eigin sköpunarverka. Það má ef til vill fallast á slíka túlkun en á móti kemur að aðdráttarafl hans, sem er drifkraftur svo margra annarra persóna, er áhorfandanum hulið. Friðrik Friðriksson leikur Verk- hovenskí, einn af „lærisveinum" Stavrogíns, og það var helst í leik hans sem brá fyrir öfgum og ástríð- um í anda höfundar. Góð stígandi var í túlkun Friðriks og hann dró fram óhugnanlega mynd af manni sem svífst einskis í þágu hugmyndafræð- innar, manns sem glatar smám sam- an mennsku sinni og bruggar öðrum launráð af útsjónarsamri og kaldri grimmd. Af öðrum leikurum má nefna þau Margréti Helgu Jóhannsdóttur, Pét- ur Einarsson og Guðrúnu Ásmunds- dóttur sem náðu hvert um sig að lyfta hinni drungalegu stemmningu dálítið upp þegar þau voru á sviðinu. Einnig lifnaði nokkuð yfir leiknum þegar þær Halldóra Geirharðsdóttir og Marta Nordal fóru um sviðið. Reynd- ar voru margir leikaranna mjög góð- ir í að túlka þau þyngsli sem setja svip sinn á leikinn í heild, má þar nefna t.d. þá Ellert Ingimundarson og Björn Inga Hilmarsson. En ein- mitt þessi þunglamalegu heildaráhrif gera að léttleikinn verður enn kær- komnari en ella. Dæmi um slíka gleðilega tilbreytingu var skemmti- legt og fjölbreytt dansatriði í síðari hluta sýningarinnai'. í Djöflunum stefnh' höfundur sam- an ólíkum röddum sem takast á um siðferðileg, trúarleg og pólitísk má- lefni. Sú umræða er fyrirferðarmikil í leikgerðinni og hefði mátt fara styttri leið að lokaniðurstöðunni: að byltingin étur bömin sín. Vissulega má hafa unun af texta Dostojevskís í frábæiTÍ þýðingu Ingibjargar Har- aldsdóttur, en sú temprun í leik- stjómarstíl sem hér hefur verið nefnd dró nokkuð úr áhrifamætti orðanna. Sviðsmynd og búningar era sann- arlega unnh' af miklu listfengi og gaman er að sjá eins mikla og góða notkun á stóra sviði Borgarleikhúss- ins og hér um ræðir. Samspil leik- myndar og lýsingar var oft á tíðum áhrifamikið. Upphafs- og lokasena leiksins þar sem þau Varvara (Margrét Helga) og Stepan (Pétur Einarsson) tala saman vora báðar góðar, sú fyrri létt en sú síðari merkingarþrangin, en þar er vísað til Lúkasarguðspjalls, í söguna um djöflana sem fóra úr sjúkum manni í svín sem steyptust fyrir björg. Þar leggur höfundur út af sög- unni og tengir hana á táknrænan hátt við efnivið sinn á áhrifaríkan máta. Þessar tvær senur mynda skemmtilegan ramma um sýninguna, en stundirnar á milli þeirra era of lengi að líða. Soffía Auður Birgisdóttir Nýjar bækur • Saga Veðurstofu íslands er eftir Hilmar Garðarsson sagnfræðing. I kynningu segir: I ársbyrjun árið 2000 verða liðin 80 ár frá því að rekst- ur Veðurstofu Islands hófst. Vart finnst sá íslendingur sem ekki hefur notið þjónustu Veðurstofunnar með einhverjum hætti. Þar er fjaliað um veðurathuganir og veðurspár, flug- veðurþjónustu, úrvinnslu veðurgagna og veðurfarsrannsóknir auk vöktunar og rannsókna á jarðskjálftum, hafís og snjóflóðum. Auk þess að gera ítar- lega grein fyrir sögu og íjölþættri starfsemi Veðurstofu í slands þessi 80 ár sem hún hefur þjónað landsmönn- um þá er einnig sagt frá framkvöðl- um sem sinntu veðurathugunum á 17., 18. og 19. öld. I ritinu era um 400 Ijósmyndir, teikningar og kort. Útgefandi er Mál og mynd. Um- brot og myndvinnsla: Mál og mynd. Kápa: Guðjón Ketilsson. Prentun: Steindórsprent-Gutenberg hf. Bók- band: Félagsbókbandið Bókfell hf. Robert Sot sýnir í Norræna húsinu PÓLSKI myndlistarmað- urinn Robert Sot hefur opnað sýningu á verkum sínum í anddyri Norræna hússins. Getur þar að Mta Ijósmyndir og innsetningu. Sot hefur búið um árabil í Björgvin og hefur haldið sýningar víða um heim. Hann vinnur jöfnum hönd- um í hefðbundna og óhefð- bundna miðla, sýnir mál- verk, höggmyndir, ljósmyndir, fjöltækniverk, innsetningar og fremur gjörninga. Sot verður með upp- ákomu, ellegar gjöming, í tengslum við sýninguna helgina 4.-6. febrúar næst- komandi en sýningunni lýk- ur 20. febrúar. Morgunblaðið/forkell Robert Sot SKÓ Igluggi INN ^ Fjarðargötu 13-15 «555-1890-565-4 UTSALA ERHAFII Opið til kl. 16:00 í dag, laugardag. ■275 N N! FIÖRÐIR | - miðbœ HafnarJjarðar GKÓ Iglugg INN UTSALA REYKJAVIK OG AKUREYRI Rafkaup ARMULA 24 - SIMI 568 1518 - OSEYRI 2 - SIMI 4625151

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.