Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ_________________________________________________LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 33 MARGMIÐLUN Þægilegur pakki Linux er fáanlegt í óteljandi útgáfum og gerðum. Arni Matthíasson kannaði vinsæl- ustu gerð Linux vestan hafs, Red Hat, og segir að það sé leikur einn að setja það upp, ekki síst ef menn lesa leiðbeiningarnar. MEÐAL HELSTU goðsagna um Linux er hve stýrikerfið sé flókið og erfitt í uppsetningu, en á móti benda menn gjarnan á Windows, sem sé mun einfaldara að setja upp og annast um. Víst er það rétt að Linux getur verið snúið fyrir þá sem unnið hafa í vernduðu um- hverfi Windows eða MacOS þar sem flækjustig stýrikerfisins er fal- ið á bak við grafísk notendaskil, en á síðustu árum hafa Linux-menn náð mjög langt í að setja á stýri- kerfið manneskjulegra andlit, ef svo má segja, sett við það grafíska uppsetningu og auðveldað að haga málum svo að tölvunni sé stýrt með myndrænum notendaskilum. Linux er ókeypis eins og flestir vita eflaust, en það sem stýrikerfi og hugbúnaður getur orðið tals- verður pakki, hleypur iðulega á hundruðum megabæta, er þægilegt að fá hann á geisladiski eða diskum. Slíkir pakkar kallast Linux-dreif- ingar, pakkar með stýrikerfinu og mismiklu af fylgibúnaði. Dreifing- arnar eru þó nokkrar, Slackware, Debian, Caldera, Red Hat, Dragon- Linux, EasyLinux, LibraNet, Lin- uxWare, SuSE, Cheep, Mandrake, Corel, og svo má telja, en á vefsetri www.linux.org eru taldar upp 27 dreifingar og fer fjölgandi í sam- ræmi við auknar vinsældir stýri- kerfisins. Vinsælasta dreifing vest- an hafs er Red Hat, sem margir kannast við, en í Evrópu hefur Su- SE, sem er af þýsku bergi brotin, vinninginn. Fyrir skemmstu kom út útgáfa 6.1 af Red Hat. Eins og getið er í upphafi er það viðtekin sannindi að Windows sé auðveldara í uppsetningu en Linux, en því er öðru nær eins og allir þeir hafa reynt sem glímt hafa við Windows, þar sem ólíklegustu vandamál geta komið upp og oftar en ekki óskiljanleg þar sem þau eru falin inni í launhelgum stýrikerfis- ins. Þá er betra að eiga við Linux, því öll vandamál sem koma upp hjá þeim sem glímir við að setja það upp hafa verið leyst af öðrum og einfalt að finna svörin á Netinu. Uppsetningarviðmót Red Hat er bráðgott og skýrt, ekki síst ef menn leggja sig eftir því aþ lesa það sem stendur á skjánum. Agætis hjálpar- texti er við hvert atriði og sjálfsagt að fara rólega í gegnum uppsetn- inguna, ekki síst til að skilja hvað á sér stað. Það er einnig góður siður að vera búinn að skrifa niður heiti og gerð jaðartækja og skjás til að mynda. Þeir sem eru hagvanir Lin- ux-fræðum eru fljótir að keyra í gegnum uppsetninguna, enda tek- ur hún til að mynda talsvert skemmri tíma en á Windows 9x, (hvað þá NT). Mikil kostur er og við Red Hat að búið er að þýða upp- setningarforritið nánast allt, í sjálf- boðavinnu, og því hægt að skipta yfir í íslensku þegar í upphafi. Grafísk notendaskil fylgja Linux og hægt að velja um ýmsar gerðir. Algengastar era Gnome og KDE, en sjálfsagt er að kíkja á aðrar sem síðan má setja á til að mynda Wind- ows 95-útlit eða jafnvel MacOS. Þess má geta að KDE-notendaskil- in eru til íslenskuð og því hægt að halda sig við íslenskt umhverfi alla leið. Galli er í Red Hat-uppsetning- arforritinu því þó valið sé KDE í upphafi keyrir tölvan upp GNOME. Það ætti í sjálfu sér ekki að skipta máli því bráðhandhægt tól fylgir Linux-dreifingum, Switchdesk, sem gerir kleift að skipta um notendaskil að vild. Graf- íska innsetningarforritið setur aft- ur á móti ekki upp Switchdesk nema það sé valið í uppsetning- unni, og nýliðar vita það tæpast. I textainnsetningunni var það aftur á móti í lagi. A vefsetri Red Hat var einfalt að finna lausn á þessu hvora tveggja, þ.e. GNOME kemur upp í stað KDE og Switchdesk ekki uppsett, enda er skjölun á Linux hreint út sagt frábær. Grúi hugbúnaðar er með í pakkanum, allt frá fullkomnum myndvinnsluforritum í marg- miðlunarbúnað. Red Hat er mjög þægilegur pakki fyrir almenna notendur og lengra komna vitanlega líka og í Ijósi þess hvað það er ódýrt, og reyndar hægt að fá ókeypis séu menn með góða nettengingu, er full ástæða til að hvetja sem flesta til að spreyta sig á Linux, ekki sist vegna þess hversu opið það er, ekki vegna þess að menn neyðast til að læra flóknar skipanasúpur, heldur vegna þess að þeir geta það. Það getur svo sem verið í lagi að kaupa bíl þar sem húddið er soðið fast, en eftir því sem mönnum vex kunnátta langar fæsta til að vera upp á slíkt komnir til lengdar. Nýr Renault Scénic - kraftmeiri, öruggari, og fallegri. Nýr Renault Scénic kostar frá 1.718.000 kr. Þessi vinsæli bíll, sem var útnefndur bíll ársins í Evrópu þegar hann kom á markað, er nú orðinn enn betri; útlitið að framan er breytt, vélin kraftmeiri (16 ventla, 107 hestöfl) og öryggið meira (t.d. ABS kerfi og 4 loftpúðar). Innra rýmið er jafnvel eim snjallara með aksturstölvu, fleiri sniðugum geymsluhólfum og aftursætum á sjálfstæðum sleðum. Komdu í B&L og prófaðu kraftmeiri, öruggari og fallegri Renault Scénic. RENAULT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.