Morgunblaðið - 22.01.2000, Síða 41
iO LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 41
JWtripmMitMt)
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ORKA FRAMTIÐAR
VIÐA um heim er lögð mikil áherzla á að finna orku-
gjafa til að leysa olíu af hólmi. Er til þess varið miklu
fé í rannsóknir bæði af fyrirtækjum og ríkisstjórnum.
Astæðurnar eru fyrst og fremst vaxandi loftmengun, fyr-
irsjáanlega minnkandi olíuframboð í framtíðinni og loks
óstöðugt stjórnarfar í löndum, þar sem mikill hluti olíu-
framleiðslunnar fer fram.
Sérstaklega er horft til vetnis sem orku framtíðarinnar
vegna þess að það er vistvænt og hægt að framleiða án
mengunar með virkjun fallvatna og jarðhita. ísland er því
land tækifæranna í margra augum, þegar framleiðsla og
nýting vetnis er annars vegar.
Um miðjan febrúarmánuð í fyrra gengu Islendingar til
samstarfs við stórfyrirtækin Daimler-Chrysler, Norsk
Hydro og Shell-samsteypuna um stofnun íslenzka vetnis-
og efnarafalafélagins ehf. Það mun kanna möguleika á
framleiðslu og notkun vetnis sem framtíðarorkugjafa.
Fyrirtækið Vistorka, sem er fyrst og fremst í eigu opin-
berra aðila, á 51%^ hlut í ÍVE, en erlendu félögin eiga
16,33% hiut hvert. Áherzla verður lögð á að kanna rekstur
vetnisknúinna almenningsvagna, svo og framleiðslu, dreif-
ingu og geymslu vetnis og loks vetnisknúin fiskiskip.
Hópur Islendinga, sem koma að þessu verkefni, hefur
verið í heimsókn hjá Daimler-Chrysler í Þýzkalandi til að
kynna sér tilraunir með vetni sem orkugjafa í bílum og
þegar eru komnir strætisvagnar í notkun. Klaus-Dieter
Vöhringer, sem fer með þessi mál hjá fyrirtækinu, segir,
að það horfi til íslands sem fyrsta landsins án olíu sem
orkugjafa. Fyrsta skrefið sé tilraunaverkefni með rekstur
strætisvagns í Reykjavík, en eftir þrjú ár geti þeim fjölgað
og takmarkið sé að allur almenningsvagnaflotinn á Islandi
verði vetnisknúinn.
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, sem fer fyrir
íslenzku gestunum, telur mjög áhugavert fyrir Islendinga
að taka þátt í þessu tilraunaverkefni, sem sé stórkostlegt
tækifæri.
Það er svo sannarlega rétt hjá ráðherranum og full
ástæða er fyrir opinbera aðila og einkafyrirtæki að taka
þátt í þessum rannsóknum og tilraunum. Það gefur auga
leið, að miklir hagsmunir eru í húfi fyrir íslendinga.
NÝSKÖPUN
VERÐLAUNUÐ
NÝSKÖPUNARVERÐLAUN forseta íslands voru afhent
á fimmtudag og kepptu 166 nemendur um verðlaunin og
unnu þeir að 127 verkefnum. Þau hlaut síðan ungur verkfræð-
ingur, sem hannað hefur forrit sem mælir æðar í augnbotni,
en aðferð hans fínnur og staðsetur æðarnar. Verðlaunahafínn,
Hrafnkell Eiríksson, hefur unnið að verkefninu undir leiðsögn
Jóns Atla Benediktssonar prófessors í rafmagnsverkfræði og
Einars Stefánssonar prófessors í augnlækningum.
Mikil þátttaka ungs fólks í keppninni sýnir að það hefur
mikinn metnað og mikla getu til þess að fást við hávísindaleg
viðfangsefni og skila góðum árangri, sem ber hæfni þess gott
vitni.
Af miklum fjölda verkefna, sem send voru inn, voru 5 sér-
staklega tilnefnd til verðlaunanna. Auk Hrafnkels hlutu til-
nefningu þau Hrafnhildur Hannesdóttir jarðfræðinemi, en
hún vann síðastliðið sumar að verkefni sem nefndist „Vannýtt
auðlind á Vesturlandi“, Armann Gylfason og Ástmundur Ní-
elsson fyrir verkefni sem lýtur að hreinlæti í fiskiðnaði, Mar-
grét Einarsdóttir og Bjami Ólafsson fyrir verkefni sem ber
heitið „Kröfur EES-samningsins til rökstuðnings stjóm-
valdsákvarðana“, og þær Pálína Guðmunda Benjamínsdóttir
og Lísbet Einarsdóttir fyrir rannsókn á einelti á vinnustöð-
um.
Formaður Nýsköpunarsjóðs námsmanna, Baldur Þórhalls-
son, sagði við afhendingu verðlaunanna að hann fagnaði því
sérstaklega að stjórnvöld hefðu nú ákveðið að auka framlag
sitt til Nýsköpunarsjóðsins úr 15 milljónum í 20 milljónir á
þessu ári. Þetta gæfi stjórn sjóðsins tækifæri til að veita um
30 fleiri námsmönnum styrk á komandi sumri, en Baldur
sagði að því miður hefði þurft að hafna umtalsverðum fjölda
verkefna um styrk á liðnu ári.
Við valið var reynt að taka tillit til nýnæmis og frumleika,
en einnig hefði verið reynt að meta vinnubrögð nemenda og
notagildi verkefnanna.
Það er í senn ánægjulegt og til eftirbreytni, þegar stjórn-
völd sýna ungu fólki áhuga sem þessi verðlaun bera vitni um.
Það hefur verið sagt á hátíðarstundum að auður þjóðarinnar
liggi ekki sízt í mannauðnum, hugviti einstaklinganna, sem oft
og einatt þarf hvatningu til dáða.
Menntamálaráðherra leggur fram ítarlega verkefnaáætlun þar sern dregin er upp mynd af áherslum í mennta- og menningarmálum á kjörtímabilinu
M'
"enntamálaráðuneytið hef-
ur gefíð út verkefna-
áætlun 1999-2003, þar
sem dregin er upp mynd
af þeim áherslum og verkefnum sem
ætlunin er að vinna að á kjörtímabil-
inu. Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra segir í formála fyrir áætl-
uninni að í störfum sínum sem
menntamálaráðherra hafí hann
skynjað það mjög sterkt að við ís-
lendingar viljum að börn okkar búi
við jöfn tækifæri og jafnan rétt.
„Við viljum ekki aðeins góða mennt-
un fyrir suma - heldur fyrir alla.
Við viljum ekki aðeins lifandi menn-
ingu fyrir suma - heldur fyrir alla.
Á síðasta kjörtímabili náðist veru-
legur ávinningur í þessa átt. Nú vil
ég gera enn betur.“
Hann segir þar jafnframt að í
menntun og menningu færist tak-
markið sífellt úr stað því að ný við-
mið og markmið leysi hin eldri af
hólmi. „Raunverulegur árangur í
mennta- og menningarmálum felst
þess vegna í staðfestu og einurð á
langri vegferð. Ljúki einum áfanga
hefst annar með nýjum áherslum og
markmiðum. Ný og ítarleg verk-
efnaáætlun er viðleitni mín til að
tryggja stefnufestu, skilvirkni og ár-
angur í mennta- og menningarmál-
um fyrir alla!“
Ákveðin vel
skilgreind markmið
Björn sagði í samtali við Morgun-
blaðið að hann hefði einnig gert
þetta á síðasta kjörtímabili, að gefa
út verkefnaáætlun. Hún hefði verið
gefin út undir heitinu Menntun og
menning forsenda framtíðar og þar
hefðu markmiðin sem að væri stefnt
verið skilgreind og leiðirnar til að ná
þeim verið varðaðar. Þar hefðu verið
tilgreind rúmlega 60 áhersluatriði í
þessum efnum og hægt væri að fara
inn á heimasíðu ráðuneytisins og sjá
þessi atriði og jafnframt umfjöllun
um hvernig gengið hefði að fram-
kvæma þau.
„Þannig settum við okkur ákveðin
vel skilgreind markmið í upphafi
sem við höfum síðan notað sem
mælistiku á þann árangur sem náðst
hefur. Ég lít þannig á að það sé lyk-
ilatriði fyrir okkur sem höldum fram
málstað gæðastjórnunar að vera
ákveðin fyrirmynd í að innleiða þær
starfsaðferðir sem þar liggja til
grundvallar. Við getum ekki gert
slíkar kröfur til annarra ef við erum
ekki tilbúin til þess að setja okkur
skilgreind markmið sjálf og nota
þau síðan til að meta þann árangur
sem náðst hefur. Lykill að því að ná
árangri á sviði gæðastjórnunar er að
fyrir liggi það heildarmarkmið sem
að er stefnt og þessari verkefna-
áætlun er ætlað að vera slík stefnu-
yfirlýsing. Þar eru lagðar áherslur
og forgangsraðað verkefnum á því
víðfema sviði sem heyrir undir ráð-
uneytið," segir Björn.
Hann segir að í verkefnaáætlun-
inni nú sé meðal annars um að ræða
framhald af margvíslegum málefn-
um sem unnið hafi verið að á síðasta
kjörtímabili auk ýmissa nýrra hluta.
í stefnuyfirlýsingunni nú sé það
ákveðið leiðarstef að menntun og
menning skuli ná til allra og vera
fyrir alla, hvort sem þeir séu heil-
brigðir eða fatlaðir, ungir eða gaml-
ir, karlar eða konur, búi í þéttbýli
eða dreifbýli svo dæmi
séu tekin. Unnið sé að
því að skapa betri for-
sendur fyrir því með
margvíslegum verkefn-
um á sviði mennta- og
menningarmála, sem í
Erum að beina skólastarf-
inu inn á nýj ar brautir
Raunverulegur
árangur í mennta-
og menningarmálum
felst í staðfestu og
einurð á langri veg-
ferð þar sem einn
áfangi tekur við af
öðrum með nýjum
áherslum og mark-
miðum, segir Björn
Bjarnason mennta-
málaráðherra í
formála að nýrri
verkefnaáætlun á
þessu sviði undir
heitinu Menntun og
menning fyrir alla
þar sem útlistuð eru
verkefni næstu ára.
Hann segir í samtali
við Hjálmar Jónsson
að nauðsynleg
forsenda árangurs sé
að setja sér skýr
markmið.
Ekkert kemur í
staðinn fyrir
öf lugt og frjótt
menningarlíf
heild miði að því að skapa tækifæri
og jafna rétt allra landsmanna í
þessum efnum.
Hann vísaði í helstu atriði verk-
efnaáætlunarinnar en þar segir að
meginmarkmiðin framundan séu að
hrinda í framkvæmd nýrri skóla-
stefnu sem geri skólakerfinu kleift
að standast samanburð við það
besta sem þekkist á alþjóðavett-
vangi. Sérstaklega verði stuðlað að
eflingu háskólastigsins, rannsókna
og vísinda. Fylgt verði eftir hinu
víðtæka menningarátaki ársins í ár,
menningarstarf verði eflt um land
allt og íslensk menning nýtt til að
efla styrk þjóðarinnar og stöðu
hennar í samfélagi þjóðanna. Þá
verði upplýsingatækni notuð með
markvissum hætti í þágu fjölbreyti-
legs mennta- og menningarlífs og
unnið verði að því að tryggja stöðu
íslenskrar tungu í upplýsingasamfé-
laginu.
Alþjóðlegar kröfur
lagðar til grundvallar
í verkefnaáætluninni kemur enn-
fremur fram að leggja beri alþjóð-
legar kröfur til grundvallar við mat
á öllu skólastarfi, rannsóknum og
vísindum. Þær setji mikinn svip á
þróun menningar og lista og um leið
og miklu skipti að standast slíkar
kröfur skuli hlúð að íslenskum sér-
kennum. Hnattvæðing feli ekki í sér
að allir skuli steyptir í sama mót
heldur að fulltrúar smærri menning-
arheilda hafi fleiri og betri tækifæri
en áður til að láta að sér
kveða á forsendum eigin
sögu og menningararfs.
Einnig er lögð aukin
áhersla á jafnrétti kynj-
anna. Jafnréttiskrafa til
menntunar og alhliða þátt-
töku í þjóðfélaginu hvíli á
öllum sem sinni skólastarfi og það
feli ekki endilega í sér sömu úrræði
fyrir alla heldur sambærileg og jafn-
gild tækifæri. Bent er á að markmið
stefnu ríkisstjórnarinnar í byggða-
málum séu skýr og þar sé mikilvægi
mennta og menningar til þess að
treysta forsendur búsetu um allt
land viðurkennt. Geri byggðastefna
kröfu um að vikið sé frá almennum
kostnaðarreglum vegna opinberrar
þjónustu beri að skilgreina slíkan
kostnað sérstaklega og samvinna
verði við Byggðastofnun og sveitar-
stjórnir um aukið menningarstarf í
dreifbýli. Upplýsingatæknin verði
nýtt á sviðum menntunar og menn-
ingar og ísland skipi sess á meðal
Morgunblaðið/Þorkell
BJÖRN Bjamason, menntamálaráðherra, er á fundaferð um framhaldsskólana í landinu, sem eru 28 talsins, en á fundunum er ný námskrá kynnt. Á fímmtu-
daginn var ráðherra í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi þar sem þessi mynd er tekin, en fundaferðinni lýkur í byijun marsmánaðar.
þeirra þjóða sem standi fremst í
upplýsingatæknivæðingu mennta-
kerfis og menningarlífs.
Þá segir að fjárveitingar til skóla
og menningarstofnana byggist á
samningum um árangursstjórnun og
að sjónarmið einkareksturs þurfi að
fá að njóta sín sem best í starfi
þessara stofnana. Stuðlað verði að
aukinni ábyrgð og kostnaðarvitund
stjórnenda samtímis því sem svig-
rúm þeirra til ákvarðana um málefni
eigin stofnana aukist. Rekstur verði
færður í hendur einkaaðila eftir því
sem kostur sé og hallarekstur ráðu-
neytisins og stofnana þess hverfi.
Skilaskylda
rafrænna gagna
Meðal þeirra verkefna sem fram-
undan eru á sviði lista og menningar
og tilgreind eru í verkefnaáætlun-
inni má nefna setningu laga um
varðveislu menningararfsins, forn-
minjavörslu, starfsemi safna og
húsfriðun. Því markmiði verði náð
að tölvuvætt bókasafnskerfi nái til
landsins alls og skilaskyldu til safna
verði mörkuð ný löggjöf þar sem
meðal annars verði tekið tillit til raf-
rænna gagna. Gert er ráð fyrir að
Landsbókasafn íslands - Háskóla-
bókasafn hafi forystu um þróunar-
starf í þágu bókasafna og verði safn-
inu búin aðstaða til varðveislu
varaeintaka í Reykholti og Þjóð-
skjalasafni verði gert kleift að sinna
nýjum skyldum með varðveislu raf-
rænna gagna.
Björn segir að upplýsingatæknin
hafi gert það að verkum að bóka-
söfnin séu eins og skólarnir að fær-
ast inn í algerlega nýtt starfsum-
hverfi og við því þurfi að bregðast
með margvíslegum hætti. Þetta sé
umhverfi sem stöðugt sé að breytast
en skipti mjög miklu máli á öllum
sviðum menntunar og menningar.
Til dæmis geti alþjóðlegir gagna-
grunnar auðveldað lausn margra
verkefna á þessu sviði og tryggja
þurfi aðgang Islendinga og íslenskra
stofnana að þeim auk þess sem setja
þurfi reglur um varðveislu rafrænna
gagna.Vægi upplýsingatækninnar sé
alltaf að aukast og ekki dugi annað
en fylgjast mjög náið með þróun
hennar. Hluti af viðleitni í þeim efn-
um sé að menntamálaráðuneytið
haldi úti vefsíðu í fremstu röð. Þar
sé um mjög öflugt tæki að ræða sem
bjóði upp á alveg nýjar leiðir fyrir
fólk til þess að nálgast upplýsingar,
en vefsíðan og uppbygging hennar
standist ströngustu kröfur á því
sviði að hans mati.
Þá er í verkefnaáætluninni kveðið
á um það að hrundið verði í fram-
kvæmd samþykkt ríkisstjórnarinnar
um að reisa tónlistarhús og ráð-
stefnumiðstöð í samvinnu við
Reykjavíkurborg. Einnig verða sett
ný lög um almennan útvarpsrekstur
og jafnframt sérstök lög um Ríkis-
útvarpið. Menningarsjóður útvarps-
stöðva verður lagður niður og hluti
af verkefnum sjóðsins fluttur til
Kvikmyndasjóðs. Fylgt verður eftir
stefnumörkun um að efla íslenska
kvikmyndagerð en þar með muni
fjárframlög til kvikmyndagerðar
aukast verulega á næstu árum. Fyr-
irtæki og einstaklingar verði í aukn-
um mæli hvött til að styrkja ís-
lenska menningu, meðal annars með
því að nýta sér ákvæði skattalaga í
þeim efnum. Lög um félagsheimili
verði endurskoðuð og taki mið af
nýjum kröfum um aðstöðu til list-
sköpunar. Unnið verði að stofnun
menningarhúsa og haldið áfram
samstarfi við heimamenn um rekst-
ur menningarstofnana eins og
Snorrastofu og Gunnarsstofnunar.
Þá er gert ráð fyrir því að unnið
verði að endurskoðun laga um
æskulýðsmál og skapaðar forsendur
fyrir reglum um tómstundastarf
barna, eftir því sem þurfa þykir, og
að stuðningur við íþrótta- og æsku-
lýðsstarf verði aukinn svo nokkur
atriði séu nefnd sem lúta að menn-
ingarmálunum.
Ný skólastefna
grundvöllur umbóta
I kaflanum um menntamál segir
að ný skólastefna sé grundvöllur
umbóta í íslensku skólastarfi og að á
kjörtímabilinu verði henni og aðal-
námskrám á grundvelli hennar
hrundið í framkvæmd á þremur
fyrstu skólastigunum. Nýjum há-
skólalögum verði framfylgt og samið
við einstaka háskóla um fjárveiting-
ar á grundvelli árangursstjórnunar-
samninga. Rannsóknir og þróun séu
forsenda þess að efnahags- og at-
vinnulíf þjóðarinnar dafni áfram.
Einkareknum skólum verði fjölgað á
öllum skólastigum til að koma til
móts við vaxandi áhuga á því sviði.
Um grunnskólann segir að ný að-
alnámskrá þar leggi grunn að mark-
vissu skólastarfi, en markmiðið sé
að tryggja íslenskum nemendum
nám sem sé sambærilegt því sem
best gerist annars staðar. Það verði
gert með því að styrkja og móta
heilsteypt skólastarf, herða náms-
kröfur og gera þær skiljanlegar öll-
um sem að skólastarfi komi.
Hvað leikskólann varðar kemur
fram að lög þar að lútandi verði
endurskoðuð með hliðsjón af nýjum
kröfum og áherslum og að nýrri að-
alnámskrá verði fylgt eftir með
markvissum hætti og hún endur-
skoðuð í ljósi reynslunnar.
Um framhaldsskólann segir að ný
aðalnámskrá og samningar um ár-
angursstjórnun við hvern einstakan
skóla sé grundvöllur frekari fram-
fara á framhaldsskólastigi. Fjórtán
starfsgreinaráð vinni að tillögum að
nýjum námskrám og taki þátt í þró-
un verknáms. Frelsi nemenda til að
móta eigin námsleiðir hafi verið
aukið og sé þeim treyst til að taka
skynsamlegar ákvarðanir um námið
með hliðsjón af eigin áhugasviðum
og framtíðaráformum. Mikilvægt sé
að gera kosti nemenda skýra, marg-
breytilega og afdráttarlausa.
Þá kemur fram að samningar um
rekstur framhaldsskóla byggist á
því að fjármunir fylgi hverjum nem-
anda og að kostnaður við einstakar
námsleiðir sé skilgreind-
ur. Fé verði veitt til skóla
í samræmi við fjölda
þeirra nemenda sem
gangi til prófs. Unnið
verður að stefnumótun og
framkvæmdaáætlun um
styttingu á námstíma á
bóknámsbrautum til stúd-
entsprófs úr fjórum árum í þrjú og
settar verða reglur um samræmingu
stúdentsprófa, framkvæmd þeirra
og heimildir nemenda af öðrum
námsbrautum til að þreyta þau, en
prófin verði haldin í fyrsta skipti á
skólaárinu 2003-2004.
Björn segir að mjög margt sé á
döfinni í þessum efnum, eins og of-
angreind upptalning beri með sér og
sé þó af mörgu öðru að taka. Nú sé
hann til dæmis á fundarferð í fram-
haldsskólana í landinu, tuttugu og
átta talsins. Tilgangurinn sé að
kynna nýju námskrána sem mest og
best, en á þessum fundum gefist
tækifæri til þess að svara bæði fyr-
irspurnum kennara og nemenda.
Hann nefnir einnig að gert sé ráð
fyrir að allir framhaldsskólanemar
fái fis- eða fartölvu við upphaf náms
á góðum kjörum. Búið sé að skil-
greina ákveðnar forsendur í þeim
efnum, en ekki verði farið af stað af
fullum þunga fyrr en búið sé að yfir-
fara alla þætti málsins. Þetta tengist
einnig stofnun rafræns prófabanka
til að styrkja forsendur skólastarfs,
en hann auðveldi einnig sjálfsnám
og fjarkennslu innanlands sem utan.
Einnig sé á verkefnalistanum að
bjóða öllum grunnskólanemendum
frá og með næsta hausti kost á að
gangast undir lesskimun sem leiði í
ljós líkur á lesblindu og ákveðið hafi
verið að fötluðum nemendum standi
í haust til boða þriðja námsárið í
framhaldsskóla.
Samræmdu
prófín valfrjáls
Hann bætir við að Alþingi hafi
samþykkt fyrir jól lagabreytingu
sem feli það í sér að samræmdu
prófin verði valfrjáls. Fyrirkomulag-
ið verði óbreytt í vor, en fyrsta val-
frjálsa prófið verði haldið vorið 2001
og ári síðar verði prófgreinunum
fjölgað úr fjórum í sex. Velji nem-
endur að taka engin samræmd próf
geti þeir farið inn á almennar náms-
brautir í framhaldsskólum, próf í
stærðfræði og íslensku opni aðgang
að starfsnámi og listnámi sé tiltekn-
um lágmörkum náð og samræmt
próf í tveimur námsgreinum til við-
bótar opni leið inn á bóknámsbrautir
framhaldsskóla séu ákveðnar lágm-
arkseinkunnir fyrir hendi.
Björn segir að menntamálaráðu-
neytið hafi gefið út upplýsingabæk-
ling um þessi efni fyrir unga fólkið
þar sem þessar breytingar séu
kynntar. Hann leggi áherslu á að
upplýsingar í þessum efnum komist
til skila til þeirra sem málið varði og
það sé ein ástæða þess að hann hafi
efnt til þessara fundaraða í fram-
haldsskólunum sem nú standi yfir.
Tilgangurinn með breytingunni á
samræmdu prófunum sé að auka
frelsi nemenda til að velja sér náms-
leiðir og gera þeim kleift að gera
það fyrr en ella.
„Sumir hafa sagt að krafan um
það að allir taki sömu samræmdu
prófin mótaði grunnskólann um of
og setti hann í fastar skorður. Við
lítum þannig á að með þessu séum
við að auka frelsi nemendanna jafn-
framt því að breikka kennsluna í
grunnskólanum. En frelsi fylgir
ábyrgð og þessi breyting kallar á að
bæði foreldrar og nemendur átti sig
betur á þvi að nauðsynlegt er að
setja sér ákveðin markmið með
náminu," sagði Björn.
Hann segir að mjög góð samstaða
hafi verið um þessar breytingar á
grunnskólanum, sem sé mjög
ánægjulegt því þarna séu á ferðinni
mjög mikilvægar áherslur sem segja
megi að snerti nánast öll heimili í
landinu með einum eða öðrum hætti.
Hann bætir við að með auknu
vægi endurmenntunar og símennt-
unar fari sá hópur sífellt stækkandi
sem sé í einhvers konar námi á ári
hverju. Nú orðið heyri þau málefni
öll undir menntamálaráðuneytið og
sérstaklega sé fjallað um þau í verk-
efnaáætluninni. Meðal þess sem
gert verði á því sviði sé að veita full-
orðnum tækifæri til þess
að hefja nám að nýju
með opnum samræmdum
prófum í grunn- og fram-
haldsskóla. Þá sé stefnt
að aukinni fjölbreytni í
námi fyrir fullorðna á
framhalds- og háskóla-
stigi í samræmi við til-
lögur nefndar þar að lútandi. Eink-
um eigi að fjölga styttri
starfsnámsbrautum, jafnframt því
að stuðla að rekstri símenntunar-
miðstöðva í öllum landshlutum. Gert
sé ráð fyrir sérstöku átaki í þessum
efnum sem miði að því að auka
framboð og gæði símenntunar. Efnt
verði til skipulags kynningarátaks í
þógu símenntunar og stuðlað að
samstarfi fræðsluaðila og atvinnulífs
auk annars. í þessum efnum hljóti
fjarkennsla einnig að skipa veglegan
sess.
„Síðan leggjum við séstaka
áherslu á háskólastigið í þessari
verkefnaáætlun. Við lítum þannig á
Samræmd
stúdentspróf
haldin skóla-
árið 2003-
2004
að farið hafi fram mikil endurskipu-
lagning á leikskólastiginu, grunn-
skólastiginu og framhaldsskólastig-
inu. Það eru líka ný lög í gildi um
háskólastigið, en það þarf að fylgja
þeim eftir með umræðum og aðgerð- #
um og þess vegna hef ég boðað til
háskólaþings 12. febrúar næstkom-
andi, þar sem fara munu fram um-
ræður um stöðu háskólanna, greint
hvað hefur einkennt þróun þeirra og
hvert stefnir. Er þingið öllum opið.
Loks er það rannsókna- og vísinda-
sviðið sem er auðvitað afskaplega
mikilvægt og þar tel ég að fara þurfi
fram endurskoðunarstarf á næstu
misserum. Það þarf að endurskoða
lögin um Rannsóknarráð Islands,
eins og ákvæði er um í lögunum, og
líta á ýmsa þætti rannsóknarstarfs-
ins,“ sagði Björn.
Aukin samvinna milli einka-
aðila og opinberra aðila
Hann segir aðspurður að stærstu
verkefnin framundan í skólamálun-
um séu að hrinda í framkvæmd nýj-
um námskrám, sem mikil sátt sé um
og að samhæfa skólastarfið nýrri
upplýsingatækni. „Þegar þetta hvort
tveggja er skoðað er alveg ljóst að
við erum að beina skólastarfinu inn
á nýjar brautir. Við erum líka að
virkja tæknina með nýjum hætti í
öllu skólakerfinu og ég tel að við
þurfum að efla samstarfið sem mest
við þá sem ráða yfir þessari tækni.
Við eigum ekki að telja okkur trú K
um að við getum fundið allar lausn-
imar og þess vegna þarf skólakerfið
að vera opið fyrir framtaki annarra
og samstarf að vera við aðila sem
víðast í samfélaginu. Þannig næst
bestur árangur,“ sagði Björn.
Hann segist sjá þessa merki á
fleiri sviðum eins og til dæmis hvað
varðaði framkvæmdir. Iðnskólinn í
Hafnarfirði væri þannig einkafram-
kvæmd þar sem efnt væri til sam-
starfs við öfluga aðila sem byggðu
skólann og ætluðu að reka hann.
„Við verðum að styrkja skólakerfið ,
með aukinni samvinnu á milli einka-
aðila og opinberra aðila. Þannig efl-
um við það. Einangrun er af hinu
illa og það er mikilvægt fyrir hugs-
unarháttinn almennt að brjóta niður
múrana sem hafa verið þarna á
milli. Við höfum verið að innleiða í
framhaldsskólakerfinu og háskóla-
kerfinu ýmsar stjórnunaraðferðir
sem taka mið af kröfum í einka-
rekstri. Ég er sannfærður um að
eftir því sem menn kynnast betur
þessum starfsaðferðum í skólakerf-
inu þeim mun betur munu þeir
kunna að meta þær,“ sagði Björn.
Hann bætir við að í þessum efn-
um eins og öllum öðrum gildi það að
setja markið hátt. Þess vegna hafi
það áhrif á allt starf í skólamálum
að hér þróist góðir háskólar og hér
sé öflug rannsókna- og vísindastarf-
semi. Það sé öllu mennta- og menn-
ingarlífi lyftistöng. „Þetta held ég að
við séum líka að gera. Við erum að
bjóða fleiri námsbrautir en áður í
framhalds- og doktorsnámi. Við
þurfum að efla og skilgreina hlut-
verk ríkisins í grunnrannsóknum og
menntun ungra vísindamanna og ef
okkur tekst vel til í þeim efnum mun
það styrkja allt okkar mennta- og
rannsóknarkerfi,“ sagði Björn.
Hann segir að það sé svo mikið að
gerast í menningarmálunum í ár í
tengslum við það að Reykjavíkur-
borg er menningarborg árið 2000 að
varla sé að búast við því að önnur ár '•
standi því á sporði hvað umsvif
varðar. „En ég lít þannig á að þetta
sé upphaf að áframhaldandi öflugu
starfi í menningarlífinu og að við
munum skerpa mjög sjálfsmynd
okkar og fá jafnframt tækifæri til
þess að átta okkur á hver staða okk-
ar er í menningarlegu tilliti í al-
þjóðlegum samanburði. Ég held að
tækifærin á öllum þessum sviðum
séu ótæmandi. Þarna er mannshug-
urinn og sköpunarkrafturinn annars
vegar og við eigum að vera óhrædd
við að virkja þá krafta sem þar búa,
því að þegar allt kemur til alls kem-
ur ekkert í staðinn fyrir öflugt og
frjótt menningarlíf. Við megum
aldrei gleyma því að öll þjóðfélög
eru metin að lokum með hliðsjón af
því menningarlífi sem þrífst innan
vébanda þeirra,“ sagði Björn enn-
fremur.