Morgunblaðið - 22.01.2000, Síða 73
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 73
FÓLKí FRÉTTUM
MYNDBOND
Minnis-
varði um
meistara
Aparéttarhöldin
(Inherit the Wind)
llrama
★★★%
Leikstjóri: Daniel Petrie sr. Hand-
rit fyrir sjónvarp: Nedrick Young
og Harold Jacob Smith, byggt á
leikriti eftir Jerome Lawrence og
Robert E. Lee. Kvikmyndataka:
James Bartle. Aðalhlutverk: Jack
Lemmon, George C. Scott, Beau
Bridges. (127 mín.) Bandaríkin
1999. Warner-myndir. Bönnuð
börnum yngri en 12 ára.
ÞETTA er þriðja myndin sem
gerð er eftir frægu leikriti Jerome
Lawrence og Robert E. Lee um
,Aparéttarhöldin“
svoköUuðu sem
haldin voru í smá-
bænum Dayton í
Tennessee-fylki ár-
ið 1925 og vöktu
heimsathygli. Þar
var sóttur til saka
ungur mennta-
skólakennari sem
vogaði sér að
kenna nemendum sínum kenningar
Darwins um þróun mannsins, en
með því var hann sakaður um guð-
last og brot á bókstaf Biblíunnar.
Sjálf réttarhöldin vöktu ekki hvað
síst athygli fyrir þær sakir að þar
leiddu saman hesta sína tveir af
merkustu lögmönnum þeirra tíma,
þeir Clarence Darrow og William
Jennings Bryan, en hinn síðarnefndi
hafði til að mynda boðið sig oftar en
einu sinni fram til forseta Bandaríkj-
anna.
Auðséð er hvers vegna leikritið
hefur svo oft verið kvikmyndagerð-
armönnum hugðarefni. Málsatvik
eru ákaflega fróðleg og innihaldsrík
og hlutverk meginpersóna óvenju
safamikil. Það hafa enda ekki nein
smápeð farið í föt lögmannanna
tveggja. Fyrstir voru þeir Spencer
Tracy, í hlutverki Dairow (eða
Henry Drummond eins og hann kall-
ast í leikgerðinni) og Fredric March
sem Bryan (eða Matthew Harrison
Brady) í magnaðri kvikmynd Stan-
ley Kramer frá árinu 1960. Síðan
spreyttu þeir Jason Robards og Kirk
Douglas sig á sömu hlutverkum í
sjónvarpsmynd sem gerð var árið
1988 en í þessari mynd, sem einnig
var gerð fyrir sjónvai-p, ér röðin
komin að engu síðri stórleikurum,
þeim Jack Lemmon og George C.
Scott.
Skemmst er frá því að segja að
hrein unun er að fylgjast með þess-
um tveimm’ meisturum njóta sín út í
ystu æsar í þessu framúrskarandi
vandaða réttardrama. Þeir leika
hina aldagömlu vini og andstæðinga
af þvílíkum krafti og sannfæringu að
leitun er að annarri eins framistöðu,
enda hefur Jack Lemmon verðskuld-
að verið tilnefndur til Golden Globe-
verðlauna. Það er hinsvegar sárt til
þess að vita að hér eru á ferðinni
hinstu tilþrif Scott en hann hvarf
nýverið yfir móðuna miklu og er eft-
h'sjá að slíkum listamanni. Aparétt-
arhöldin er tvímælalaust verðugur
minnisvarði um einn fremsta leikara
kvikmyndasögunnar.
Skarphéðinn Guðmundsson
og fúguefn
Skrípókarl
The Music og Raymond Scott
- Reccless nights and Turkish
twilights. Basta.
RAYMOND Scott er kominn aftur
úr myrkri gleymsku og vitleysu.
Scott var nokkurs konar blanda af
Georg gírlausa og Duke Ellington.
Hann var sonur rússneskra inn-
flytjenda og fæddur í New York-
borg árið 1908. Hann hafði snilli-
gáfu í tónlist en sem ungur maður
hafði hann meiri áhuga á verkfræði
og eldri bróðir hans þurfti hrein-
lega að múta stráknum í tónlistar-
nám.
Eftir námið varð Raymond áber-
andi fígúra í djasslífi New York-
borgar sem allrar Ameríku. Hann
leitaði nýrra vídda í djasstónlist
sem honum fannst orðin formúlu-
föst og leiðinleg. Árið 1936 stofnaði
hann jasskvintett sem hann lét púla
við að spila tæknilega flókna tónlist
sína. Hún var full af takt- og
laglínuskiptum, furðulegum hljóð-
um og skrýtnu dóti. Tónlist Scott
var súrrealískur sveifludjass og svo
framsækin að tónskáldið Igor
Stravinsky var aðdáandi kvintetts-
ins. Kvintettinn var upp á sitt besta
milli 1936 og 1940 en eftir það fór
Scott að helga sig rafrænni tónlist.
Árið 1943 keyptu Warner-bræður
réttinn á tónlist kvintettsins og
fóru
fljótlega að nota
hana í
teiknimyndir
sínar. Les-
endur ættu að
kannast við lög-
in af disknum
„Raymond Scott-
Reckless Nights
and Turkish Twi-
lights“ frá
æskuárunum þeg-
ar þeir sáu „Bugs
Bunny", „Duffy Duck“
og félaga ærslast við
tóna Raymond. Hann
hafði aldrei ætlað tónlist sinni að
hljóðskreyta teiknimyndir , (og
horfði ekki einu sinni á þær sjálfur)
en hún varð að fyrirmynd teikni-
myndatónlistar
eftir það.
Á þessum
frábæra disk
eru upptökur
kvintettsins
frá 4. ára-
tugnum og ættu
ærslin, geðveikin sem
meistaraleg spilamennskan að
gleðja allt hugsandi fóllk. Scott er
einnig merkur fyrir störf sín síðar.
Þegar hann missti áhugann á kvint-
ettnum sínum fór hann að helga sig
þróun rafmagnshljóðfæra svo hann
þyrfti ekki lengur að
pexa í röflandi hljóð-
færaleikurum. Hann
byggði sér rafrænt
stúdíó á heimili sínu
sem var langt á undan
sinni samtíð. Árið
1963 gaf hann út raf-
rænt verk á þremur
plötum sem hét „Soot-
hing Sounds for a Ba-
by“ og var heilum ára-
tug á undan svipuðum
tilraunum Brian Eno
og Kraftwerk. Raym-
ond Scott lést 85 ára
gamall árið 1994.
Undir það síðasta
samdi hann tónlist
með PC-tölvu við
rúmstokkinn. Hann sá
drauma sína um tölv-
ur sem hægt væri að stjórna og
nýta til tónsköpunar verða að veru-
leika. Sína gömlu tónlist sem er á
þessum disk samdi hann líka á mjög
nútímalegan hátt: Hann tók upp á
segulband það sem samið var á æf-
ingum með kvintettnum, hlustaði
svo á bandið og klippti saman búta
sem honum líkaði. Þannig bjó hann
til lag úr bútunum og lét kvintett-
inn æfa það upp. Þetta ferli var
svipað vinnu með „sömpl“ í dag og
sýnir svo sannarlega að Raymond
Scott var á undan sinni samtíð.
Ragnar Kjartansson
Forvitnileg tónlist
-V '
Tónlistin úr myndinni er fáanleg í næstu tónlistarverslun