Morgunblaðið - 23.02.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.02.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 45. TBL. 88. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Færeyjar Gengu af þing- fundi Þórshöfn. Morgunblaðið. ALLIR þingmenn stjórnar- andstöðunnar á Lögþingi Fær- eyja gengu í gær úr þingsal til að mótmæla umræðum um til- lögur sem efnahagsráðherra landstjómarinnar, Finnbogi Arge, hafði lagt fram á þing- inu. Tillögumar er að finna í nýrri skýrslu sem færeyska landstjómin hefur látið vinna og lúta að aðgerðum til að mæta kostnaði samfara því að Færeyjar verði fullvalda og hætti að þiggja fjárstyrk af danska ríkinu. Meðal þess sem lagt er til í skýrslunni em skattalækkanir og umfangsmikil einkavæðing og sala opinberra eigna. Fulltrúar stjórnarandstöð- unnar á Lögþinginu kváðust í gær ósáttir við að þurfa að taka þátt í umræðum um málið þar sem ágreiningur væri um það innan landstjórnarinnar. Tveir af þeim flokkum sem að- ild eiga að stjórninni, Lýðveld- issinnar og Þjóðarflokkurinn, em ósammála um tillögurnar. Tillögurnar ganga að mati Lýðveldissinna of langt að því er varðar einkavæðingu en Þjóðarflokksmenn em henni fylgjandi. Þriðji flokkurinn sem aðild á að landstjórn Færeyja er Heimastjórnarflokkurinn en stjórnin hefur að baki sér 18 þingmenn af 32 á Lögþinginu. Rússum fækkar Moskva. AFP. ÞEGNUM Rússlands fækkaði um nærri 800.000 á síðasta ári og er skýringa meðal annars að leita í brottflutningi íbúa til annarra landa, sjálfsmorðum, ofdrykkju, fjölda fóst- ureyðinga, og hárri tíðni eyðni og berkla. Hagstofa Rússlands birti á mánudag tölur sem sýna að rúss- neskir þegnar vom 145,5 milljónir í árslok 1999 og hefur þeim fækkað um nærri þrjár milljónir frá því Sov- étríkin liðu undir lok. Bágt efnahagsástand er talið hafa valdið því að margir Rússar em lítt viljugir að ala upp böm. Fjölmiðlar í Rússlandi sögðu frá því í síðasta mánuði að á móti hverju barni sem fæddist í landinu væra fram- kvæmdar tvær fóstureyðingar. Vax- andi fjöldi Rússa deyr af völdum berkla og eyðni og tíðni sjálfsmorða í landinu er með því hæsta sem gerist í heiminum. Á sunnudag styttu sér þannig átta manns aldur í Moskvu, flestir með því að fleygja sér út um glugga. Rússnesk stjómvöld segja að fólksfækkun muni á næstu ámm hugsanlega ógna þjóðaröryggi Rússa og að svo geti farið að þjóðinni fækki um helming á næstu fimmtíu ámm. Hryðjuverk í Baskalandi Norðurhluti Mitrovica Reuters Spænskir lögreglumenn við flak bifreiðar sem sprengja grandaði í gær. Bflsprengja banaði tveimur Vitoria, Brussel. AP, AFP, Reuters. Albanskir íbúar hraktir burt Belgprad, Kosovska Mitrovica. AP, AFP. TALSMENN helsta flokks serb- neskra þjóðernissinna í Belgrad, höfuðstað Júgóslavíu, sökuðu í gær Bandaríkjamenn um að hafa valdið átökunum sem geisað hafa undan- farnar vikur í borginni Kosovska Mitrovica í Kosovo milli Serba og Al- bana. „Bandaríkjamenn og samheij- ar þeirra í Vestur-Evrópu bera alla ábyrgð á því að hryðjuverk Albana og tilraunir þeirra til að stunda þjóð- arhreinsun í norðurhluta Kosovska Mitrovica og hrekja burt serbneska íbúa þar hafa færst í aukana,“ sagði í yfirlýsingu Flokks róttækra Serba sem á aðild að ríkisstjóm Slobodans Milosevic. Ailt virtist með kyrmm kjömm í Mitrovica í gær og friðargæsluliðið slakaði nokkuð á útgöngubanni auk þess sem frestað var um óákveðinn tíma frekari vopnaleit á heimilum fólks sem hafin var á sunnudag. Kris Janowski, fulltrúi Flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að Albanar í norðurhverfum Mitrovica væm nánast „umsetnir" og yfirgæfu þeir heimili sín legðu Serbar þau þegar undir sig. Um 1600 manns, aðallega Albanar, slavneskir múslímar og fólk af tyrkneskum uppmna, hefðu leitað á náðir stofn- unarinnar eftir að hafa flúið borgar- hlutann. Hins vegar væri orðrómur um að Serbar í suðurhlutanum hefðu flúið til norðurhlutans ósannur. Bandaríkjamenn vömðu í gær Serba við því að skipta sér af störf- um friðargæsluliðsins í Kosovo eða reyna að notfæra sér spennuna milli þjóðarbrotanna í Mitrovica. James Rubin, talsmaður utanríkisráðu- neytisins í Washington, sagði einnig að stjórnvöld fylgdust vel með frétt- um af vaxandi viðbúnaði herja Serba við landamæri Kosovo. ■ Óttast að Serbar/33 EINN af forystumönnum spænskra sósíalista í Baskalandi og lífvörður hans létust í bílsprengingu í höfuð- stað Baskalands, Vitoria, í gær. Að- alritari flokksins í Alava-héraði, Fernando Buesa, og einn lífvarða hans em taldir hafa látist samstund- is þegar öflug sprengja sprakk í fólksbifreið, í sama mund og þeir gengu þar hjá. Talið er fullvíst að hryðjuverkasamtök Baska (ETA) hafi staðið að baki sprengingunni. Buesa er sagður hafa verið á dauða- lista samtakanna frá árinu 1995 vegna andstöðu sinnar við aðskilnað Baskalands frá spænska ríkinu. Forsætisráðherra Spánar, Jose Maria Aznar, fordæmdi í gær morð- in og hét því að láta ekki undan kröfum hryðjuverkamanna. „í dag eram við ekki einungis sameinuð í þjáningunni, heldur einnig í þeirri staðfestu að láta ekki undan villi- mennsku, ógn og kúgun,“ sagði Azn- ar. Hann sagði einnig að ríkisstjórn- in hefði slitið tengsl sín við hinn pólitíska arm ETA, Herri Batasuna- flokkinn. Ráðamenn í mörgum Evrópuríkj- um vottuðu í gær spænskum stjórn- völdum samúð vegna tilræðisins og fordæmdu hryðjuverkamennina. Hundmð manna mótmæltu morð- æði ETA á götum Madríd og Vitoria í gær. Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjómar Evrópusambands- ins, sagði morðin sýna fyrirlitningu á lýðræðinu. ETA batt enda á fjórtán mánaða vopnahlé 3. desember síðastliðinn. í janúar á þessu ári var herforingi í spænska hernum veginn í bílspreng- ingu í Madríd og em samtökin talin bera ábyrgð á sprengingunni. : MP3I flE iTX • P ■V í ) ,1 m i • i i M Reuters George W. Bush á kosninga- fundi í Michigan-ríki í gær. Vill bætt teng’sl við Bandaríkin Teheran. AP, AFP. NÝKJÖRNIR þingmenn umbóta- afla á íranska þinginu lýstu því yfir í gær að þeir hygð- ust gera margvís- legar breytingar í átt til aukins frjálsræðis í land- inu. Einn þeirra, Rajbali Marzmi, nýr þingmaður borgarinnar Isfa- han, sagði að Mohammad- hann vildi beita reza Khatami, sér fyrir þ^ að lögum sem banna notkun gervi- hnattadiska til að ná sjónvarpsút- sendingum yrði breytt. „Við styðjum óheft flæði upplýsinga," sagði Marzmi í gær. I sama streng tók foringi umbóta- aflanna í höfuðborginni Teheran, Mohammadreza Khatami, og sagðist einnig styðja viðleitni til að bæta samskipti írans og Bandaríkjanna. Bandarísk stjórnvöld hafa fagnað niðurstöðu þingkosninganna í Iran sem fram fóra í síðustu viku og kall- að þær sögulegan atburð. Mohammadreza Khatami sagði í gær að Iranar biðu nú þess að Bandaríkjamenn létu athafnir fylgja orðum og legðu sitt af mörkum til að bæta samskipti ríkjanna. Hann gagnrýndi Bandaríkin fyrir að við- halda viðskiptaþvingunum gegn landinu en samkvæmt bandarískum lögum er heimilt að refsa fyrirtækj- um ef fjárfestingar þeirra í Iran fara yfir ákveðin mörk. Khatami, sem talinn er líklegur til að verða næsti forseti þingsins, sagði ennfremur að hann vildi beita sér fyrir því að rannsókn færi fram á meintum morðum stjómvalda á and- ófsmönnum og aðgerðum þeirra gegn mótmælum námsmanna í júlí á síðasta ári. Alls vom 1.500 nemendur við háskóla í Teheran handteknir eftir 6 daga mótmæli þeirra gegn stjórnvöldum. Hefur meðferð máls þeirra sætt gagnrýni af hálfu um- bótasinna. Vantar aðeins 5 sæti til að fá meirihluta Úrslit þingkosninganna í íran síð- astliðinn fóstudag vom stórsigur fyrir umbótaöflin í landinu. 80% þeirra frambjóðenda sem kosnir vom em ný á þingi og samkvæmt út- reikningum BBC hefur meðalaldur þingmanna lækkað um 15-20 ár. Búið er að ráðstafa 195 þingsætum af alls 290 og verður kosið um af- ganginn í seinni umferð kosning- anna. Umbótasinnar þurfa aðeins að fá fimm þingsæti í seinni umferð til að öðlast meirihluta á þinginu. Forystumenn íhaldsmanna hafa sagt að til greina komi að baráttuað- ferðum þeirra verði breytt í ljósi kosningaúrslitanna. Repúblikanar Hörð próf- kjörs- barátta Detroit. AP, Reuters. FRAMBJÓÐENDUR í prófkjöri Repúblikanaflokksins í Bandaríkj- unum sökuðu í gær hvor annan um að heyja óheiðarlega kosningabar- áttu. Prófkjör var í gær haldið í ríkjunum Arizona og Michigan og var búist við harðri baráttu um sig- ur milli Georges W. Bush, fylkis- stjóra í Texas, og John McCains, öldungadeildarþingmanns frá Ar- izona. Bush sakaði McCain um að reyna að telja kjósendum í Michig- an trú um að Bush væri í nöp við kaþólikka. Bush sagði að hringt hefði verið í kjósendur á vegum kosningaskrifstofu McCains og skilaboð lesin í símann þess efnis að Bush væri á móti kaþólikkum. „Þetta er maðurinn sem sagðist ætla að heyja jákvæða kosninga- baráttu,“ sagði Bush við frétta- menn í gær. Starfsmenn á kosningaskrifstofu McCains svöruðu með því að segja að stuðningsmenn Bush hefðu hringt í kjósendur og breitt út óhróður um McCain. Úrslit prófkjöranna í Michigan og Arizona eru talin skipta mjög miklu, jafnvel ráða úrslitum, um hvor þeirra hlýtur útnefningu sem forsetaframbjóðandi Repúblikana- flokksins. MORGUNBLAÐIÐ 23. FEBRÚAR 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.