Morgunblaðið - 23.02.2000, Side 2

Morgunblaðið - 23.02.2000, Side 2
2 MIÐVTKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Guðmundur P. Bjarnason frá Sýruparti á Akranesi 91 árs í dag Gefur 30 milljónir króna í sjóð til styrktar nemendum GUÐMUNDUR P. Bjarnason á Sýruparti á Akranesi hefur gefið um 30 milljónir króna til stofnunar sjóðs sem nota á til að styrkja efni- lega útskriftarnemendur í eðlis- og efnafræði við Háskóia fslands. Að sögn stjórnarmanna sjóðsins, sem hlotið hefur heitið Verðlaunasjóð- ur Guðmundar P. Bjarnasonar á Akranesi, er miðað við að styrkjunum verði úthlutað einu sinni á ári til tveggja útskriftamemenda úr efnafræðiskor annars vegar og eðlisfræðiskor hins vegar og er áætlað að hvor styrkurinn nemi um 500 þúsund krónum. „Er það með veg- legri styrkjum sem þekkjast hér á landi,“ segir dr. Guðmundur G. Haraldsson, prófessor í efna- fræði og formaður stjómar sjóðsins. Aðrir í stjórn eru dr. Hafliði Gíslason, prófessor í eðlis- fræði, og dr. Steingrímur P. Kárason, fulltrúi Kaupþings í sjóðnum. Gefandi sjóðsins, Guðmundur P. Bjarnason, sem búsettur er á dvalarheimilinu Höfða, verð- ur 91 árs í dag en hann neitaði í gær alfarið að koma í viðtal við fjölmiðla. Formaður stjórnar sjóðsins sagði hins vegar í samtali við Morgun- blaðið í gær að nafni hans Guðmundur P. Bjamason væri ákafiega hógvær en hefði sagt við sig að hann hefði ákveðið að styrkja nem- endur í eðlis- og efnafræði eftir að hann hafði séð í unifjöllun um útskrift kandidata frá Há- skóla Islands hve fáir nemendur útskrifuðust úr eðlisfræðiskor og efnafræðiskor. „Hann kvaðst því vilja gera það sem hann gæti til að stuðla að því að nemendum í þessum skorum myndi fjölga," segir Guðmundur, formaður stjómar sjóðsins. Aðspurður segir hann að um það bil tíu nemendur útskrifist úr hvorri skor á ári hveiju, en þrátt fyrir það útskrifist heldur fleiri nem- endur nú en fyrir nokkmm árum. Fyrsti stjómarfundur sjóðsins var haldinn í janúar sl. og verður fyrstu styrkjunum úthlutað í vor. I reglum sjóðsins er kveðið á um að fjöldi styrkja og upphæðir hvers árs muni miðast við ávöxtun sjóðsins og mat stjórnar sjóðsins á þeim sem útskrifast hvert ár. Tilnefningar em frjálsar en stjóm sjóðsins mun leita tilnefninga frá viðkomandi skorum. Sjóðurinn er í vörslu Háskóla íslands en ávöxt- un hans er í höndum Kaupþings. Að sögn stjórn- armanna sjóðsins verður við val á styrkþegum litið til námsárangurs og meðmæla frá prófes- somm. „f framtíðinni verður sjóðurinn kynntur öllum þeim sem hefja nám f skorunum þannig að þeir viti að hveiju þeir ganga í upphafi og geti keppt að því að fá styrk úr sjóðnum," segir for- maður stjórnar sjóðsins. Hefur áður styrkt efnilega nemendur Fulltrúi Kaupþings í sjóðnum, dr. Steingrím- ur P. Kárason, segir í samtali við Morgunblaðið að fjármunir sjóðsins séu uppsafnaður sparnað- ur Guðmundar á síðustu fjörutíu árum. „Mér skilst að Guðmundur hafi verið í útgerð fram undir 1960 en peningarnir eru ekki frá þeim tfma, þ.e. hann hefur ekki selt bát á þeim tíma, heldur er þetta uppsafnaður sparnaður Guð- mundar á síðustu 40 árum,“ segir Steingrímur og bendir jafnframt á að Guðmundur hafi greinilega „sparað skynsamlega", til að mynda með því að fjárfesta í hlutabréfasjóðum hjá Kaupþingi og annars staðar. Guðmundur er fæddur á Sýruparti á Akra- nesi 23. febrúar 1909. Foreldrar hans voru Bjarni Jóhannesson, útvegsbóndi á Sýruparti, og kona hans, Sólveig Freysteinsdóttir. Guð- mundur átti Iengst af heima á Sýruparti og starfaði sem netagerðarmaður og fiskmatsmað- ur á Akranesi auk þess sem hann gerði út bátinn Bjarna Jóhannesson í félagi við bróður sinn. Hann er ókvæntur og barnlaus. Guðmundur var einn af stofnendum Knatt- spyrnufélagsins Kára 1922 og einnig Taflfélags Akraness 1933. Hann gaf Byggðasafninu í Görð- um Neðri-Sýrupartinn 1989 og hefur verið bú- settur á dvaiarheimilinu Höfða síðan. Hann hef- ur einnig gefið stofnfé í sjóði til styrktar efnilegum nemendum frá Brekkubæjarskóla, Grundaskóla og Fjölbrautaskóla Vesturlands. Hassræktun í iðnaðarhús- næði upprætt LÖGREGLAN í Reykjavík lagði hald á 30 hassplöntur í iðnaðarhús- næði í Dugguvogi í gær. Tveir menn, 20 og 30 ára, voru handteknir vegna málsins. FíkniefnadeUd lögreglunnar hefur málið til rannsóknar og beinist rann- sóknin m.a. að því hvort kannabis- ræktun hafi staðið yfir í langan tíma í húsnæðinu. Plönturnar sem lög- reglan lagði hald á voru vandlega faldar innan veggja húsnæðisins. Handtekinn vegna 70 gramma af hassi Þá handtók lögreglan karlmann á sunnudag eftir húsleit þar sem 70 grömm af hassi fundust. I gær var einnig tæplega fertugur karlmaður handtekinn á hóteli í borginni og var hann með 10 grömm af hassi í fórum sínum. Málin eru til rannsóknar hjá lög- reglunni. ---------------- íslenskt fletti- skilti í London ÍSLENSKT fyrirtæki, Nota Bene, framleiddi þrjú þúsund fermetra flettiskUti fyrir Þúsaldarhvelfinguna í London. Skiltið skilur að svæði náms og starfs undir hvelfingunni. Víðir Pétursson kynningarstjóri sagði að Nota Bene hefði verið í sam- starfi við sænska fyrirtækið Prisma Worldsign frá árinu 1996. „Þessi að- ili er einn af stærstu veltiskiltafram- leiðendum í heimi,“ sagði Víðir. ■ Alstærsta skilti/12 Morgunblaðið/Kristinn Kvakað upp í sólina ÞEGAR færi gefst baða fuglarnir við Tjörnina sig í jafnvel ekki stillt sig og fara að syngja til dýrðar vetrarsólinni rétt eins og mannfólkið. Sumir geta sólinni. Hugsanlegur flutningur sláturhúss frá Hellu Heimamenn geta lítið gert í málinu FORMAÐUR verkalýðsfélagsins á Hellu segir að fréttir um að Reykjagarður hf. hætti hugsanlega kjúklingaslátrun á Hellu hafi komið fólki þar í opna skjöldu. Telur hann að heimamenn geti lítið gert ef eig- andi fyrirtækisins ákveður að flytja starfsemina annað. „Við erum slegnir yfir þessu,“ segir Már Guðnason, formaður Verkalýðsfélagsins Rangæings á Hellu, þegar leitað var viðbragða hans vegna frétta um að Reykja- garður hf. flytti hugsanlega kjúkl- ingaslátrun frá Hellu. Sláturhúsið er langstærsti vinnustaðurinn á Hellu, þar eru yfir 55 heilsársstörf í 600 manna plássi og Már segir að starfsmannafjöldinn samsvari um sjöunda hluta skráðra félagsmanna í verkalýðsfélaginu um þessar mundir. Már Guðnason hefur það eftir mönnum úr atvinnumálanefnd stað- arins sem áttu fund með stjórnend- um Reykjagarðs í fyrradag að sveitarstjórn geti ekkert gert til að hafa áhrif á ákvörðun fyrirtækisins. Telur hann að verkalýðsfélagið og hreppsnefndin eigi ekki kost á að koma að ákvörðun um málið. Um sé að ræða fyrirtæki í eigu eins manns sem einn geti ákveðið þessa hluti. Segir hann þessu líkt farið og með kvótann í sjávarútvegi sem menn geti fært á milli staða. Búist er við að niðurstaða í við- ræðum um kaup Reykjagarðs á mjólkursamlagshúsinu í Borgar- nesi fáist fyrir vikulok. Sérblöð í dag www.nibl.is ► I Verinu í dag kemur fram að rækjuhrunið bitnar mest á Norðlendingum, greint erfrá óvissu varðandi grásleppuveiðar, Þróunarstöð ÚA heimsótt og fjallað um hugmyndir Bandaríkjamanna um kvótakerfi. Anatolí Fedjúkín ánægður með íslenskan handknattleik /C2 Eiður Smári ekki falur fyrir minna en einn milljarð króna /C1 ► Teiknimyndasögur ► Myndir ► Þrautir ► Brandarar ► Sögur ► Pennavinir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.