Morgunblaðið - 23.02.2000, Page 6
6 MIÐVTKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nemendur Menntaskólans við Sund unnu ýmis störf í gær til styrktar Barnaheillum
Unnið á
leikskóla
í einn dag
KENNSLA var felld niður í Mennta-
skólanum við Sund í gær en nem-
endur skólans fóru og unnu í fyrir-
tækjum úti um alla borg með það að
markmiði að afla fjár fyrir samtök-
in Bamaheill. Rúmlega 600 nem-
endur unnu við ýmis störf, bæði hjá
stofnunum og fyrirtækjum sem
vora beðin að leggja verkefninu lið
eða þar sem þau hafa unnið á sumr-
in eða með skóla. Fyrirtækin greiða
3.500 krónur fyrir dagsverkið og er
reiknað með að um ein og hálf til
tvær milljónir króna safnist. Ágóð-
inn rennur óskertur til verkefna
Barnaheilla bæði innlendra og er-
lendra.
Kristinn Ársælsson, ármaður
nemendafélags MS, segir nemendur
vera að vinna mjög fjölbreytt störf.
„Stór hluti krakkana er að vinna í
fyrirtækjum sem þau vinna í með
skólanum og svo unnu rúmlega
hundrað strákar á leikskólum. Við
höfðum samband við Reykjavíkur-
borg og þeim datt í hug að fá stráka
á leikskólana til að sýna þeim
hvernig það starf gengur fyrir sig.“
Kristinn segir að þau hafi leitað
til 200 fyrirtækja og yfírleitt hafi
viðbrögð verið mjög góð. Það hafi
farið langt fram úr þeirra björtustu
vonum að koma 600 manns út á
vinnumarkaðinn.
Störfin sem krakkarnir unnu
voru mjög fjölbreytt, sem dæmi má
nefna störf hjá félags- og þjónustu-
miðstöð aldraðra, ÍTR, fjármáia-
ráðuneytinu, ýmsum fjölmiðlum,
tölvufyrirtækjum, heildverslunum
og þjónustufyrirtækjum.
Fannst Qör að fá þijá stóra
stráka til að leika við
Einar Geir Þórðarson, Emil Hólm
Halldórsson og Helgi Már Jónsson
eru 17 og 18 ára og unnu á leikskól-
anum Nóaborg í gær. Soffia Zoph-
oníasdóttir leikskólastjóri segir
strákana hafa staðið sig mjög vel og
gaman hafi verið að fá þá.
„Við vorum beðin að taka þátt í
verkefninu og okkur fannstþetta
spennandi og skemmtilegt. Við
fengum þrjá pilta og skiptum þeim
niður á þijár deildir leikskólans.
Krökkunum finnst þetta mjög
skemmtilegt, ég tala nú ekki um af
því að þetta eru strákar," segir
Soffía.
Einar Geir, Emil og Helgi Már
segja að mjög margir strákar í skól-
anum hafi verið sendir til að vinna á
leikskóla.
„Ég býst við að það hafi verið
vegna þess að það hefur verið mikil
eftirspurn eftir karlmönnum á leik-
skóla. Ætli það hafi ekki þótt tími til
kominn að karlmenn fengju for-
smekkinn að þessu,“ segir Emil.
Strákarair segja að sér hafi ekki
litist allt of vel á þetta til að byija
með. „Aðallega vegna alls þess sem
fylgir þessu. Til dæmis eru krakkar
Helgi Már Jónsson var einn af
rúmlega hundrað strákum úr
Menntaskólanum við Sund sem
vann á leikskóla í gær.
sem þarf að snýta og krakkar sem
eru ekki alveg búnir að venja sig af
bleyjunni," segir Emil.
„Eg vildi helst ekki fara á yngstu
deildina út af þessu,“ segir Einar
Geir, „en svo kom ég og þá var ég
settur á yngstu deildina."
Þeir segja að þetta hafi samt ver-
ið fínt þegar þeir mættu á staðinn,
þeir hafi eytt morgninum í bflaleik
og að þetta hafi allt saman verið
heldur fjörugt. Börnin hafi verið
góð, en samt svolítið spenntþvíþað
hafi verið gestir og var alveg
greinilegt á krökkunum að þeim
fannst mikið fjör að fá til sín þijá
stóra stráka til að leika við.
Morgunblaðið/Ásdís
Krökkunum fannst skemmtilegt að láta
Einar Geir og Emil ýta sér niður brekkuna.
Póst- og fjarskiptastofnun farin að huga að þriðju kynslóð farsímakerfa
Leyfí fyrir UMTS-far-
símakerfí veitt í lok árs?
Líklegast að leyfí verði veitt með útboði en uppboð ekki útilokað
BÚAST má við því að Póst- og fjarskiptastofnun
muni í lok þessa árs með einhveijum hætti huga að
leyfisveitingu fyrir svokallað UTMS-kerfi hér á
landi. Gústaf Arnar, forstöðumaður Póst- og
fjarskiptastofnunar, sagði að hjá stofnuninni væri
rétt farið að huga að undirbúningi þessa máls.
Hann kvaðst búast við því að leyfisveiting færi
fram með útboði eins og verið hefði hér á landi, en
þó hefði uppboð á borð við það, sem í undirbúningi
væri á Bretlandi og Ítalíu, ekki verið útilokað.
UMTS er þriðja kynslóðin af farsímakerfi. Til-
raunir eru hafnar með þetta kerfi og fer það í loftið
árið 2002 ef að líkum lætur, en símar fyrir UMTS
koma á markað á næsta ári. UMTS byggir á GSM-
staðlinum, ATM og I P-pakkaflutningstækni, sem
er meðal annars notuð á Netinu. Gagnaflutnings-
hraði í UMTS er um tveir megabitar á sekúndu,
2.000.000 bitar á sek., tuttugu sinnum meiri en í
GSM-kerfinu.
Gústaf sagði að enn væri pláss á öðru tíðnisviði,
DCS-1800, og nýverið hefði verið auglýst eftir um-
sóknum um rekstrarleyfi á því. Þar af leiðandi
virtist ekki vera knýjandi að fara strax í UMTS-
kerfið.
Hinu nýja UMTS-kerfi fylgir ný tækni og sagði
Gústaf að fyrr eða síðar yrði stofnunin að fara af
stað með þetta kerfi.
Engar dagsetningar
fastsettar
„Við höfum hugsað okkur að gera það seinna á
þessu ári, þótt ekki sé búið að fastsetja neinar
dagsetningar enn þá,“ sagði hann.
Gústaf sagði að meiri bandbreidd og þar af leið-
andi flutningsgeta fylgdi UMTS og væru famar að
heyrast raddir um að meiri bandbreidd þyrfti, en
nú væri á boðstólum.
Hann sagði að verið væri að endurbæta GSM-
kerfið til að gera auðveldara að stunda tölvu-
samskipti í gegnum þau, en UMTS yrði talsvert
meiri bót þar sem þar mætti flytja 384 kílóbit á
sekúndu yfir talsverða fjarlægð og tvö megabit yf-
ir stuttar fjarlægðir, þannig að kostirnir væru
ótvíræðir.
Gífurleg fjárfesting
að koma á UMTS-kerfi
„Hins vegar er augljóst mál að það mun kosta
gífurlega fjárfestingu að koma á ÚMTS-kerfi og
eftir því sem ég best veit eru hvergi til áætlanir um
að það verði komið í framkvæmd fyrr en árið
2002,“ sagði hann og bætti við að framleiðendur
væru enn að hanna búnaðinn fyrir UMTS-kerfið
og því væri erfitt að segja hvað kostaði að koma því
upp. Hins vegar myndi það koma fram þegar leyf-
in yrðu auglýst því þá yrðu menn að meta kostnað.
Ekki er hægt að nefna ákveðna tölu um það hve
margir geta rekið UMTS-kerfi á tilætluðu tíðni-
sviði. Gústaf sagði að erlendis væri talað um fjóra
til fimm aðila, en það færi eftir því hvort veita ætti
leyfi á landsvísu, hvort menn hygðust nota mestu
mögulega bandbreidd og ýmsu öðru. Hér á landi
yrði þetta ef til vill spurning um það hversu margir
yrðu reiðubúnir að setja upp slíkt kerfi um allt
land.
Uppboð eða „fegurðarsamkeppni"
Að sögn Gústafs hefur ekki verið ákveðið með
hvaða hætti leyfi fyrir UMTS-kerfi verða veitt hér
á landi. Gústaf sagði að í flestum löndum Evrópu
væri spumingin sú hvort hafa ætti uppboð þar sem
einfaldlega væri boðið í leyfin, eða nokkurs konar
„fegurðarsamkeppni“ þar sem auglýst væri eftir
umsóknum og umsækjendur valdir eftir því hvað
þeir ætluðu að ná yfir mikinn hluta landsins innan
ákveðins tíma og hvemig gjaldskrá yrði upp-
byggð, svo eitthvað væri nefnt, þannig að hið opin-
bera gæti metið hversu gagnleg þjónustan yrði.
Finnar riðu á vaðið með UMTS og notuðu þeir
seinni aðferðina, en á Bretlandi og Ítalíu er nú ver-
ið að undirbúa uppboð þar sem væntanlega verður
tekið tilboði hæstbjóðanda.
Gústaf sagði að í yfirstandandi útboði á leyfum
fyrir DCS-1800 hér á landi væri einfaldlega verið
að auglýsa eftir umsóknum og síðan yrði gagnsemi
fyrirhugaðrar starfsemi fyrir almenning metin, til
dæmis út frá því hversu stórt landsvæði ætti að ná
yfir, hvemig uppbygging gjalda yrði og hversu
fljótir hlutaðeigandi yrðu að byggja kerfið upp.
„Ef fleiri sækja um en við getum veitt leyfi mun-
um við væntanlega taka þá fram fyrir, sem verða
með bestu kerfisuppbygginguna og kannski
lægsta gjaldið," sagði hann. „Síðan borga menn
ekki annað leyfisgjald en sem nemur okkar kostn-
aði. Á Bretlandi og að ég held á Ítalíu er meiningin
að hið opinbera hafi heilmikið upp úr þessu, að
leyfisgjaldið verði miklu hærra en kostnaðurinn
við að gefa út leyfið. Það er stóri munurinn á að
vera með uppboð og auglýsa eftir umsóknum.“
Á von á að leyfisveiting
verði á sömu nótum og áður
Að sögn Gústafs er rétt farið að ræða við sam-
gönguráðuneytið hvaða háttur verði hafður á hér á
landi og kvaðst hann frekar eiga von á að leyfis-
veiting verði á svipuðum nótum og verið hafi,
þannig að menn sæki um og umsóknir verði metn-
ar. Samkvæmt nýju fjarskiptalögunum er hins
vegar möguleiki á að hafa uppboð á leyfum ef það
virðist skynsamlegt og sagði Gústaf að það væri
eitt af því, sem taka yrði ákvörðun um: „Þannig að
strangt til tekið liggur ekki endanleg ákvörðun
fyrir um það hvort verður uppboð eða þeir [hljóti
leyfi], sem bjóði bestu kerfin."
Meirihluti
borgarráðs
Sjúkrahús-
ið verði
kennt við
Reykjavík
BORGARYFIRVÖLD mælast
til þess að verði Sjúkrahús
Reykjavíkur og Landsspítali
sameinuð verði sameinaða
sjúkrahúsið kennt við Reykja-
vík.
Þetta kemur fram í umsögn
Reykjavíkurlista til heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytis-
ins, sem lögð var fram í borgar-
ráði. Þar segir enn fremur að
borgaryfirvöldum hafi ekki ver-
ið kynntar þær rekstrarlegu og
faglegu forsendur sem hljóti að
vera til grundvallar tillögu um
sameiningu sjúkrahúsanna í
Reykjavík og þau geti því ekki
tekið afstöðu til hennar. Borg-
aryfirvöld geri þá kröfu að
þjónusta sjúkrahúsanna við
floúa Reykjavíkur og lands-
menn alla verði ekki skert og að
hagsmunir allra starfsmanna
verði tryggðir.
Styðja ekki sameiningu
í bókun minnihluta Sjálf-
stæðisflokks segir að borgar-
fulltrúar styðji ekki sameiningu
sjúkrahúsanna. Ekki hafi verið
sýnt fram á hagkvæmni slíkrar
sameiningar né heldur að sam-
eining feli í sér meiri og betri
þjónustu. Með sameiningu séu
áhrif borgarinnar á stefnu og
framkvæmd málefna sjúkra-
húsanna að engu gerð og allur
rekstur færður yfir til ríkisins.