Morgunblaðið - 23.02.2000, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Veitinga- og söguskipið Thor hefur opnað í Hafnarfjarðarhöfn
Frá veitingasalnum í Thor. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Varð-
skipið
Þór í
nýju
hlutverki
Hafnarfjördur
VARÐSKIPIÐ Þór, sem á sín-
um tíma var áberandi í þorska-
stríðunum á síðari hluta 20.
aldar, heíur nú fengið nýtt
hlutverk. Þar hefur nú verið
opnaður nýstárlegur veitinga-
staður, sem óhætt er að segja
að líkist fáum hér á landi. Um
borð í skipinu hafa einnig verið
sett upp drög að sögusýningu,
þar sem fjallað er um útfærslu
landhelginnar, sögu skipsins,
átök og atburði.
Skipið er staðsett við norð-
urbakka Hafnarfjarðarhafnar,
en þangað var skipinu siglt frá
Húsavík í fyrra. Það heitir
núna Veitingaskipið Thor og
eigandi þess er Amar Sigurðs-
son, en um reksturinn sér
Maríus Helgason. Hann tók
við veitingarekstrinum í byrj-
un janúar og var fyrsta veislan
haldin 21. janúar þegar heim-
ildarþættimir, Síðasti valsinn,
vom frumsýndir um borð en
þeir fjalla um átök Breta og ís-
lendinga í kjölfarið á útfærslu
landhelginnnar.
Maríus segir að hægt sé að
taka á móti 240 gestum í sæti.
I byijun janúar ákvað hann að
byggja yfir dekkið og breyta
því í borðsal, m.a. til að koma
öllum frumsýningargestum
fyrir í fyrstu veislunni. Að auki
em tveir aðrir salir um borð.
Að sögn Maríusar er ætlun-
in að gera skipið fyrst og
fremst út sem veitingastað og
leggja áherslu á fjölbreyttan
og glæsilegan matseðil. Skipið
opnar klukkan 18 alla daga og
á fostudögum og laugardögum
er síðan boðið upp á lifandi
tónlist á dekkinu eftir klukkan
hálf tólf, og þá geta gestir tek-
ið sporið á dekkinu. Auk borð-
salanna þriggja er notalega
konaíaksstofa um borð þar
sem áður var forsetasvíta.
Fjölmargir hafa sýnt þess-
um nýja stað áhuga og segir
Maríus að aðsókn hafi farið
fram úr vonum, þrátt fyrir að
ekki hafi verið farið af stað
með markaðssetningu og
auglýsingum. Sá mánuður sem
liðinn er frá opnun hefur verið
notaður til að gera ýmsar
breytingar á skipinu, laga
dekkið og bæta veitingaað-
stöðuna.
„Eg er mjög sáttur við það
hvemig viðbrögðin hafa verið.
Það var rétt gert að byrja ekki
á því að auglýsa mikið, þannig
að okkur gafst tími til að sjá
hveiju hefur þurft að breyta."
Maríus segir að þetta hafi
hinsvegar spurst mikið út og
fólk hafi oft komið til að skoða
skipið.
Skipið á sér merka sögu
Skipið hefur ekki haffæmi-
skírteini og mun því verða
bundið við bryggjuna í Hafn-
arfjarðarhöfn. Að sögn Mar-
íusar hafa Hafnfirðingar tekið
skipinu opnum örmum og bæj-
aryfirvöld verið reiðubúin að
greiða götu veitingamanna í
skipinu. Tekið hefur verið upp
samstarf við leikfélögin sem
sýna í húsi gömlu Bæjarút-
gerðarinnar. Leikhúsgestir fá
sér snæðing um borð fyrir sýn-
ingar og koma jafnvel eftir
sýningu í eftirrétt og kaffi.
Varðskipið á sér merka sögu
og lenti Þór margoft í frægum
átökum við freigátur Breta
þegar landhelgin var færð út á
sínum tíma. Þór var keyptur til
landsins árið 1951 og í skipinu
er núna vísir að sögusýningu
og geta matargestir því rifjað
upp gang þorskastríðanna um
borð í skipinu, sem jafnframt
er merkasti sýningargripur-
inn. Þar sem Landhelgisgæsl-
an hefur einkarétt á nafninu
Þór, var ákveðið að skýra skip-
ið Thor eftir fyrsta björgunar-
skipi íslendinga, sem kom til
Vestmannaeyja árið 1920.
Morgunblaðið/Eiríkur
Gunnar Helgason las upp úr bók sinni um Gogga og Gijóna
í gær við gdðar undirtektir barnanna.
T • • /
Lií og ij or í
bókasafninu
Garðabær
BÖRN í Garðabæ hafa fjöl-
mennt í vikubyrjun í Bóka-
safn Garðabæjar, en þessa
dagana hefur safnið boðið
upp á fjölbreytta dagskrá
fyrir börn á öllum aldri.
Dagskráin hdfst á mánudag
með gátukeppni og mynd-
bandasýningu og síðan kom
Ragnheiður Stephensen,
handbolta-„stjarna“, og las
upp úr uppáhaldsbdkinni
sinni.
I gær var síðan haldin
brandarakeppni þar sem
keppendur höfðu með sér
brandara og sigurvegari
varð sá sem kunni flesta
brandara. Þá mættu börn í
sögusmiðju um morguninn
og horfðu á myndband.
Eftir hádegi mætti síðan
Gunnar Helgason, rithöf-
undur og leikari, og las upp
úr sinni eigin bdk um ævin-
týri Gogga og Grjdna. Hann
spjallaði fyrst við krakkana
um daginn og veginn og
fékk auðvitað þá spurningu
hvar Felix væri.
Krakkarnir skemmtu sér
hið besta við líflegan lestur
Gunnars, og lifðu sig inn í
frásögn Gunnars af baráttu
þeirra félaga við stdrhættu-
legan strætdbílstjdra.
Oddný Björgvinsddttir,
forstöðumaður Bdkasafns
Garðabæjar, sagði þessar
uppákomur mælast vel fyr-
ir meðal barnanna. Hún
sagði að mikilvægt væri að
sýna börnunum fram á að
margt skemmtilegt væri
hægt að gera í bókasöfnum,
annað en að fá lánaðar
bækur, enda væru börnin
safngestir framtiðarinnar.
Þau hafa líka sett mikinn
svip á safnið síðustu daga,
um 50-70 börn hafa að jafn-
aði verið í bdkasafninu til
að taka þátt í dagskránni
þessa daga sem hún hefur
staðið yfír. Oddný sagði það
samkvæmt björtustu von-
um, enda væri oft rennt
blint í sjdinn með dagskrá
af þessu tagi. Það væri því
ánægjulegt að sjá börnin
mæta jafn vel þegar þau
eiga frí í skólanum, en
þessa daga er einmitt vetr-
arfrí í grunnskdlunum í
Garðabæ.
I dag er von á fjölda
barna úr a.m.k. tveimur
leikskólum til að horfa á
brúðuleikhús hjá Helgu Þ.
Steffensen. Þá verður fyrir
hádegi haldin bdkagetraun.
Lesin verða brot úr nokkr-
um barnabdkum og kepp-
endur eiga að segja til um
úr hvaða bdkum þau eru.
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Ragna Sigursteinsdtíttir, Kolbrún Finnsddttir og Sig-
ríður Garðarsddttir umplanta sumarbldmum í Rækt-
unarstöð Reykjavíkurborgar.
Sumarblóm á
hörðum vetri
Laugardalur
SUMARBLÓMIN eru við-
fangsefni vetrardaganna í
Ræktunarstöð Reykjavík-
urborgar í Laugardal.
Að sögn Sigríðar Guðna-
dóttur, stöðvarstjóra, var
fræjum sumarblómanna
sáð í janúar og um þessar
mundir er verið að
dreifplanta blómunum, þ.e.
flytja þau milli bakka og
gefa þeim aukið rými til að
vaxa. í lok mars verða sum-
arblómin svo færð út í yl-
reit undir gleri en með vor-
inu verða þau gróðursett
víðsvegar um borgina.
Ágústa Edda Bjömsddttir og Guðjdn Valur Sigurðsson,
íþrdttamenn Selljamamess 1999.
Þau
sköruðu
fram úr á
N esinu
Seltjarnarnes
Handknattleiksmennimir
Ágústa Edda Bjömsddttir og
Guðjdn Valur Sigurðsson
voru valin íþrdttamenn Sel-
tjamamess 1999.
Þeim var veitt viðurkenn-
ingin á Qölmennri samkomu í
samkomusal Grdttu, þar sem
vom um 120 manns í síðustu
viku.
Æskulýðs- og íþrdttaráð
bæjarins hefur um nokkurra
ára skeið staðið fyrir kjöri
íþróttamanns bæjarins.
Aðeins þeir sem hafa bú-
setu eða lögheimili á Sel-
tjarnamesi geta fengið til-
nefningu til kjörsins, dháð því
hvar þeir stunda íþrdttina.
29 hlutu viðurkenningar
Einnig vom veittar viður-
kenningar fyrir ungt og upp-
rennandi íþrdttafdlk sem t.d.
hefur náð þeim áfanga að
leika með unglingalandslið-
um sinnar íþrdttagreinar.
Loks vom ungir og efnilegir
iþrdttamenn úr yngstu ald-
urshdpunum heiðraðir en alls
fengu 29 einstaklingar viður-
kenningu að þessu sinni.
Guðjdn Valur er tvítugur
Seltimingur sem æfði hand-
knattleik og knattspymu
með yngri flokkum Grdttu og
byijaði 16 ára gamall að leika
með meistaraflokki félagsins.
Hann hefur leikið með öllum
yngri landsliðum Islands.
1999 var hann valinn í A-
landslið og á að baki 7 lands-
leiki meið liðinu á síðasta ári.
Guðjdn Valur Ieikur nú með
KA á Akureyri.
Ágústa Edda Bjömsddttir
hdf sinn feril í fimleikadeild
Grdttu og náði þar mjög gdð-
um árangri, sem hún býr að í
handknattleiknum því fáar
stúlkur í 1. deild kvenna búa
yfir þeim líkamlega styrk
sem Ágústa býr yfir, að mati
ddmnefndar. Hún á fast sæti í
A-landsliði kvenna og er
burðarás í meistaraflokksliði
Grdttu-KR.
Ráðuneyti
skoðar
kröfu Mos-
fellinga
Mosfellsbær
KRAFA um aukna lög-
gæslu í Mosfellsbæ, sem
undirrituð er af 827 íbú-
um bæjarins, barst til
Sólveigar Pétursdóttur
dómsmálaráðherra á
mánudag. Ráðherra er
staddur erlendis og gat
ekki tjáð sig um þessa
kröfu þegar Morgun-
blaðið leitaði viðbragða í
ráðuneytinu.
Ingvi Hrafn Óskar-
sson, aðstoðarmaður
ráðherra, sagði að þess-
ar athugasemdir yrðu
auðvitað skoðaðar í
ráðuneytinu. Hann
sagði að það væri jafn-
framt í gangi athugun á
grenndargæslu í borg-
inni og að menn væru að
vinna hugmyndir um
skipulagsbreytingar hjá
lögreglunni í Reykjavík.
Mosfellsbær heyrir þar
undir og hafa lögreglu-
mál bæjarins því verið
til skoðunar þar sem
annars staðar.