Morgunblaðið - 23.02.2000, Side 20

Morgunblaðið - 23.02.2000, Side 20
20 MIÐVTKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Viðskiptaráðherra kynnir frumvarp í ríkisstjórn Fjármálaeftirlit sterk- ara í eftirfylgni reglna Bakkavör hf ■ ársins1999 ^ Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur Miiljónir króna Rekstrargjöld Afskriftir Fjármagnsliðir 2.104,5 1.812,2 105,4 3,9 719,2 610,4 30,8 58,5 193% 197% +242% ■93% Hagnaður af reglulegri starfsemi Skattar Áhrif hlutdeildarfélaga 183,0 -25,9 -0,4 19,5 0,0 0,2 +836% Hagnaður ársins 156,7 19,7 +695% Efnahagsreikningur 3i.des.: 1999 1998 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 2.808,8 1.145,9 +145% Eigið fé 800,6 145,0 +452% Skuldir 2.008,1 1.000,9 +101% Skuldir og eigið fé samtals 2.808.8 1.145,9 +145% Sjóðstreymi og kennitölur 1999 1998 Breyting Veitufé frá rekstri Milljónir kr. Eiginfjárhlutfall Veltufjárhlutfall 150,9 28,5% 1,44 77,7 +94% Veruleg hagnað- araukning á STAÐA Fjármálaeftirlitsins verðm- betur tryggð við setningu og eftir- fylgni verklagsreglna fyrirtækja í verðbréfaþjónustu, samkvæmt frumvarpi til laga um breytingu á lögum um verðbréfaviðskipti sem Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynnti á ríkis- stjómarfundi í gær. í frumvarpinu er einnig gerð tillaga um að verð- bréfafyrirtækjum verði gert skylt að sýna Fjármálaeftirliti fram á skýran aðskilnað starfssviða. Frumvarpið fer nú til afgreiðslu hjá þingflokkunum en ráðherra seg- ist í samtali við Morgunblaðið vonast til þess að frumvarpið verði að lögum á þessum vetri. Aðspurð segir Val- gerður aðdragandann að frumvarp- inu ná lengra aftur en mikil umræða um brot verðbréfafyrirtækja á verk- lagsreglum undanfarnar vikur. „Það er þó nokkuð um liðið síðan vinna hófst við þessa frumvarpsgerð en inn í hana hefur fléttast umræðan um fjármagnsmarkaðinn og haft áhrif á frumvarpið." itarlegri verklagsreglur Frumvarpið lýtur aðallega að breytingu á lögum um verðbréfavið- skipti og þar eru lagðar til nokkrar breytingar á lögunum sem taldar eru hæfa betur þeim aðstæðum á verð- bréfamarkaði sem nú ríkja, að því er fram kemur í upplýsingum frá við- HAGNAÐUR Kaupþings hf. nam 589 milljónum króna eftir skatta á árinu 1999. Árið áður var hann 312 milljónir króna og er aukning- in því 89%, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Heildarumfang verðbréfaviðskipta hjá Kaupþingi jókst úr 300 milljörðum árið 1998 í 410 milljarða króna árið 1999. Hreinar rekstrartekjur sam- stæðunnar jukust um 53% á milli ára og rekstrargjöld jukust um 37%. Skýringin er m.a. veruleg fjölgun starfsmanna en 50 nýir starfsmenn hófu störf á árinu og í árslok störfuðu 179 manns hjá samstæðunni. Áframhaldandi vöxtur á alþjóðavettvangi Framtíðarhorfur í rekstri bank- ans eru ágætar, að mati Sigurðar Einarssona, forstjóra Kaupþings hf., en gert er ráð fyrir áframhald- andi vexti í starfsemi fyrirtækisins og þá ekki síst á alþjóðavettvangi. Kaupþing fékk á árinu leyfi til bankarekstrar í Lúxemborg og starfa nú tuttugu manns af sjö þjóðernum hjá Kaupthing Bank Luxembourg. Að sögn Sigurðar stendur tvöföldun á húsnæði bank- ans í Lúxemborg fyrir dyrum. Vaxtagjöld Kaupþings jukust um 50% á milli áranna 1998 og 1999 og eru hreinar vaxtatekjur því neikvæðar. Sigurður segir að töluvert stór hluti af starfsemi Kaupþings snúist um viðskipti með vaxtaberandi eignir, þ.e. skulda- bréf, einnig að vaxtamunur fyrir- tækisins varð töluvert meiri en ella vegna lausafjárreglna sem voru í gildi á síðasta ári. „Þær kostuðu okkur töluvert fé,“ segir Sigurður. Fjármunir í stýringu og vörslu Kaupþings jukust úr 75 milljörðum króna 1998 í 138 milljarða króna í árslok 1999. Efnahagsreikningur Kaupþings var tæplega 23,7 millj- skiptaráðuneytinu. Einnig felast í frumvarpinu tillögur til breytinga á lögum um verðbréfasjóði. Helstu breytingar sem frumvarp- ið felur í sér snerta verklagsreglur fyrirtækja í verðbréfaþjónustu, m.a. að verklagsreglur um eigin viðskipti fyrirtækjanna, eigenda þeirra, stjórnenda, starfsmanna og maka verði gerðar ítarlegri. Einnig að að- skilnaður einstakra starfssviða fyrir- tækja í verðbréfaþjónustu verði gerður skýrari. Valgerður segir þennan aðskilnað það mikilvægasta í frumvarpinu. „Aðskilnaður starfs- sviða verðbréfafyrirtækjanna skal gerður skýrari og í frumvarpinu eru tillögur um að fyrirtækjum í verð- bréfaþjónustu verði gert skylt að sýna Fjármálaeftirlitinu fram á slík- an aðskilnað. Slík skylda er ekki fyr- ir hendi í þeim lögum sem nú gilda,“ segir Valgerður. I frumvarpinu er lagt til að Fjár- málaeftirlitið staðfesti reglur fyrir- tækjanna sem miði að því að tryggja þennan aðskilnað og skulu þær vera aðgengilegar viðskiptamönnum. Þá er lagt til að bætt verði við ákvæðum um verklagsreglur um eigin við- skipti fyrirtækja og starfsmanna þeirra og ákvæði sem tryggi betur stöðu Fjármálaeftirlitsins við setn- ingu og eftirfylgni reglnanna. Valgerður segir þetta frumvarp, ásamt frumvarpi sem nú er fyrir Al- arðar í árslok 1999. Arðsemi eigin fjár Kaupþings nam tæplega 59% í árslok 1999, en var 46% árið 1998, og eigið fé jókst á sama tímabili úr þingi um breytingar á lögum um fjármálaeftirlit styrkja stöðu Fjár- málaeftirlitsins á margvislegan hátt, m.a. með því að Fjármálaeftirlitinu verði heimilt að setja nánari reglur um framkvæmd ákvæða. „Þarna er í ýmsum greinum verið að tengja Fjármálaeftirlitið betur við starf- semi á verðbréfamarkaði," segir ráð- herra. Krafa um nám í verðbréfamiðlun Verði þetta frumvarp að lögum mun krafa um nám í verðbréfamiðl- un ná til allra starfsmanna sem hafa umsjón með daglegri starfsemi í tengslum við viðskipti með verðbréf í viðskiptabönkum, sparisjóðum, öðr- um lánastofnunum og fyrirtækjum í verðbréfaþjónustu. Þessi krafa nær nú einungis til framkvæmdastjóra fyrirtækja í verðbréfaþjónustu og daglegra stjórnenda rekstrarfélaga verðbréfasjóða. Valgerður segir mikilvægt að þeim sem hafa umsjón með daglegri starfsemi hjá verðbréfafyrirtækjun- um sé gert skylt að standast nám í verðbréfamiðlun. Að hennar sögn eru framkvæmdastjórar eða æðstu stjómendur fyrirtækjanna ekki lengur skyldugir til að ljúka námi í verðbréfamiðlun, nái frumvarpið fram að ganga, heldur færist krafan yfir á millistjómendur. einum milljarði 11,9 milljarða króna. Eiginfjárhlutfall (CAD) Kaupþings í lok síðasta árs var 11,62%. HAGNAÐUR Bakkavör Group á síðasta ári nam tæpum 157 milljón- um eftir skatta á árinu 1999, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Hagnaðurinn var 20 milljónir króna árið áður og er því um 695% aukningu að ræða. Síðasta ár var viðburðarikt hjá Bakkavör Group. Á túnabilinu keypti Bakkavör sænska fyrirtækið Lysekils Havsdelikatesser AB og kemur rekstur þess inn í samstæðu Bakkavarar hinn 1. júní. Þá keypti Bakkavör 80% hlutafjár í franska fyrirtækinu Comptoir Du Caviar en fyrir átti Bakkavör 20% í félaginu og var rekstur þess sameinaður rekstri Bakkavör France. Umsvif samstæðunnar jukust því verulega seinni hluta ársins þegar rekstur Lysekils Havsdelikatesser og Comptoir Du Caviar komu að fullu fram í samstæðuuppgjöri Bakka- varar, að því er fram kemur í til- kynningunni. Markmið stjórnenda og starfs- fólks um vöxt og afkomu félagsins OLÍUMÁLARÁÐHERRAR ríkj- anna við Persaflóa hittast á mikil- vægum fundi í dag, miðvikudag, í Ryadh í Saudi-Arabíu. Á þeim fundi kann að verða tekin ákvörðun um aukningu á framleiðslu hráolíu sem gæti leitt til verðlækkana, en olíuverð er nú það hæsta sem það hefur verið síðan árið 1991. Talið er að olíumálaráðherra Saudi-Arabíu muni gefa tóninn á fundinum, en aðrir þáttakendur á fundinum eru Kuwait, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Qatar, Om- an og Bahrain. Fyrir ári síðan hitt- ust fulltrúar þessara sömu ríkja og ákváðu að draga úr framleiðslunni til að hækka verð á hráolíu sem var þá lægra en það hafði verið í ára- tugi. Þær aðgerðir leiddu til um þrefaldrar hækkunar olíu. Birgðir af hráolíu í Bandaríkjun- um eru nú þær minnstu sem verið hafa síðan á áttunda áratugnum og verður orkumálaráðherra Banda- ríkjanna, Bill Richardsson, á ferða- lagi um helstu olíuframleiðslulönd stóðust, en undanfarin ár hefur far- ið fram mikil þróunar- og stefnu- mótunarvinna með það að mark- miði að undirbúa starfsemina fyrir frekari vöxt og alþjóðavæðingu. Fjárfestingar félagsins erlendis og endurskipulagning samstæðunnar byijuðu strax að skila sér í bættri afkomu þrátt fyrir ýmsar kostnað- arsamar aðgerðir sem farið var í í tengslum við endurskipulagningu samstæðunnar, að því er fram kem- ur í tilkynningunni. Bakkavör hf. efhdi til hlutafjár- útboðs á árinu þar sem boðið var út nýtt hlutafé sem skilaði félaginu um 520 milljónum króna. Hlutaféð seldist allt til forkaupsréttarhafa. Stærstu hluthafar Bakkavör Group hf. eru nú Bakkabræður með 35% hlut, Grandi hf. með 32% hlut og Kaupþing hf. á 24%. Eigið fé Bakkavarar er nú 800 milljónir króna og hefur það aukist um 656 milljónir króna frá ársbyijun 1999, að því er fram kemur í tilkynning- unni. heimsins til að reyna að þrýsta á um aukna framleiðslu til að laga birgðastöðuna, fyrr en síðar. Venesúela, Mexíkó og Saudi- Arabía ræðast einnig við Aðilar frá Saudi-Arabíu, Venes- úela og Mexíkó munu einnig hittast í næsta mánuði til að reyna að komast að samkomulagi um breyt- ingu á framleiðslukvótum sem myndu leiða til lægra verðs. Ekkert samkomulag hefur enn náðst um það hvenær olíuútflytj- endur muni draga úr þeim hömlum á útflutningi sem nú eru gildandi, en svo virðist sem bæði suður-am- erísku ríkin séu hlynnt því að framleiðsla verði aukin í aprílmán- uði næstkomandi. Saudi-Arabía, Venesúela og Mexíkó lýstu því yfir í seinustu viku að 20-25 dollarar væru æski- legt verð fyrir fatið af hráolíu, en verðið á bandarískri hráolíu náði 30,45 dollurum fatið í seinustu viku. Hagnaður Kaupþings 589 milljónir króna Kaupþing hf. Úr reikningum ársins 1999 Rekstrarreikningur muónir króna 1999 1998 Breyting Vaxtatekjur 1.115,6 866,5 +29% Vaxtagjöld 1.223,6 816,4 +50% Hreinar vaxtatekjur -108,0 50,1 -315% Aðrar rekstrartekjur 2.232,9 1.341,3 +66% Hreinar rekstrartekjur 2.124,9 1.391,4 +53% Önnur rekstrargjöld 1.287,4 936,5 +37% Hagnaður fyrir skatta 837,5 455,0 +84% Tekju- og eignaskattar -248,4 -143,1 +74% Hagnaður ársins 589,2 311,8 +89% Efnahagsreikningur 3i.des. 1999 1998 Breyting | Eignir: | Milliónir króna Kröfur á lánastofnanir 3.399,7 2.590,1 +31% Útlán til viðskiptamanna 4.842,7 4.478,5 +8% Markaðsverðbréf og eignarhl. í tél. 14.015,7 11.631,9 +20% Aðrar eignir 1.421,6 777,8 +83% Eignir samtals 23.679,8 19.478,4 +22% I Skuldir oa eiaiO fé: I Skuldir við lánastofnanir 11.166,7 12.247,2 -9% Lántaka 7.253,9 4.680,8 +55% Aðrar skuldir 2.305,8 768,8 +200% Víkjandi lán 641,7 606,9 +6% Tekjuskattsskuldbinding 376,6 174,5 +116% Eigið fé 1.935,0 1.000,1 +93% Skuldir og eigið fé samtals 23.679,8 19,478,4 +22% Kennitölur 1999 1998 Arðsemi eigin fjár 58,9% 46,1 % Vöxtur efnahags. 21,6% 139,5% Eiginfjárhlutfall skv. CAD 11,6% 11,5% Þrýstingur á hráolíuverð Olíuríki ræða saman Reuters

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.