Morgunblaðið - 23.02.2000, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Húsleit gerð
hjá CDU í Rhein-
land-Pfalz
Saksóknarar hætta við leit í íbúðum
og á sknfstofu
Berlín, Wiesbaden, Mainz. AFP, Reuters.
ÞÝZKIR saksóknarar gerðu í gær
húsleit á skrifstofum flokksdeildar
Kristilega demókrataflokksins
(CDU) í Rheinland-Pfalz, heimahér-
aði Helmuts Kohls, fyrrverandi
kanzlara. Greindi Bemd König, tals-
maður saksóknaraembættisins í
Bonn, frá þessu.
Húsleitin var gerð í tengslum við
rannsókn sem í gangi er á þætti
Kohls í meintum ólöglegum vinnu-
brögðum við fjármögnun flokks-
starfsins, sem tíðkuð voru á stjóm-
arárum Kohls og hafa steypt flokkn-
um í verstu kreppu sögu sinnar.
Akveðið var að gera húsleitina á
skrifstofum CDU í Mainz í kjölfar
þess að saksóknurum barst nafnlaus
ábending um að þar væm geymd
gögn um leynisjóði flokksins, eftir
því sem AFP hefur eftir heimildar-
mönnum innan CDU.
Hins vegar ákvað saksóknaraem-
bættið í Bonn á mánudag að hætta
við að gera húsleit í íbúðum og á
skrifstofu Kohls, eftir að áform þar
að lútandi höfðu kvisazt út til fjöl-
miðla.
Frá því var greint í vikuritinu Der
Spiegel á mánudag, að saksóknarar
myndu fara þess á leit við þýzka
þingið, að það veitti slíka húsleitar-
heimild, en þingið hefði þurft að
samþykkja beiðnina þar sem Kohl á
enn formlega sæti á þingi og nýtur
því þinghelgi.
Að sögn lögmanns Kohls fóm hús-
leitaráform saksóknara mjög fyrir
brjóstið á honum. Sagði lögmaður-
inn, Stephan Holthoff-Pförtner, að
ekkert vit væri í áformunum. „Eini
tiigangur aðgerðar af þessu tagi
væri að lítillækka Kohl,“ sagði hann.
Kohl hefur viðurkennt opinber-
lega að hafa á tímabilinu 1993-1998
tekið við allt að tveimur milljónum
marka, jafnvirði um 75 milljóna
króna, í leynileg og þar með ólögleg
framlög í flokkssjóði CDU. Hefur
Kohl þótt storka lögunum enn frek-
ar með því að standa fastur á því að
segjast aldrei munu gefa upp hverjir
gefendur hinna nafnlausu fjárfram-
laga voru. Kohl hefur lítið látið á sér
bera frá því fjármálahneykslismálin
komust í hámæli og hefur til að
mynda ekki sézt á þinginu í nærri
þrjá mánuði.
Vaxandi fjöldi áhrifamanna í
CDU er þeirrar skoðunar, að flokks-
menn ættu einfaldlega að leiða Kohl
hjá sér vegna þeirra vandræða sem
hann hefur bakað flokknum með því
að gera eins lítið og raun ber vitni til
að leggja þeirri viðleitni lið að upp-
Helmuts Kohls
Reuters
Helmut Kohl, fyrrverandi kanzl-
ari Þýzkalands, sést hér fara frá
heimili sínu í Grunewald-hverfi í
Berlín fyrir nokkru. Saksóknar-
ar hafa hætt við áform um að
gera húsleit í íbúðum Kohls í
Berlín og Ludwigshafen eftir að
sagt var frá þeim í fjölmiðlum.
lýsa öll hneykslismálin. Thomas
Scháuble, innanríkiráðherra í stjóm
sambandslandsins Baden-Wurttem-
berg og bróðir Wolfgangs Scháuble,
fráfarandi flokksleiðtoga CDU, lýsti
því til að mynda yfir fyrir helgina, að
hann fyrirliti Kohl.
Koch sleppur
við sakarannsókn
Saksóknarar í Wiesbaden, þar
sem stjórn Hessen hefur aðsetur,
tilkynntu á mánudag að þeir sæu
ekki tilefni til að hefja sakarannsókn
gegn Roland Koch, leiðtoga flokks-
deildar CDU í Hessen og forsætis-
ráðherra sambandslandsins.
Wemer Roth, aðalsaksóknari í
Hessen, sagði að ekki lægju fyrir
nægjanlegar vísbendingar um að
Koch hefði gerzt sekur um sviksam-
legt athæfi í skilningi laganna. Koch
hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að
hafa sagt ósatt um uppmna stórra
upphæða sem m.a. vom notaðar til
að standa straum af kostnaði kosn-
ingabaráttunnar fyrir héraðsþing-
kosningarnar sem Koch vann fyrir
réttu ári. Féð kom í raun af leynileg-
um bankareikningum í Sviss.
Á laugardag sýndu flokksfélagar
Kochs í Hessen svo ekki varð um
villzt að hann nyti enn trausts
þeirra, er hann var á héraðsflokks-
þingi á laugardag kjörinn með yfir-
gnæfandi meirihluta til að gegna
formennsku flokksdeildarinnar
áfram.
AP
Meðlimir hægriflokks í Úkraínu, UNA, söfnuðust í gær saman íyrir utan sendiráð Austurríkis í Kiev til að lýsa
yfir stuðningi við ríkisstjórnarþátttöku Frelsisflokks Jörgs Haiders.
Ráðgjafí Gerhards Schröders kanzlara um Austurríki
Oskynsamlegt
að skera á tengsl
Vín.AP.AFP.
RÁÐGJAFI Gerhards Schröders
Þýzkalandskanzlara í utanríkismál-
um, Michael Steiner, sagði í blaða-
viðtali í gær að það væri allt annað
en skynsamlegt að skera á tengsl við
Austurríki; eins og sakir standa væri
Evrópubúum nær að efla tengsl sín
og viðræður við Austurríkismenn.
Nú, eftir að hinn umdeildi Frelsis-
flokkur er kominn í ríkisstjóm í
Austurríki, sé rétti tíminn til að
heimsækja landið, segir Steiner í
austurríska blaðinu Der Standard.
„Það sem við þurfum á að halda
við slíkar aðstæður er að efla sam-
skiptin og viðræður milli Austurrík-
ismanna og annarra Evrópubúa,“
sagði Steiner. Hann tók fram að
þýzk stjórnvöld tækju ekki undir
áskoranir á borð við þær sem belg-
íski utanríkisráðherrann Louis
Michel hefur látið frá sér fara, en
hann hefur m.a. sagt að nú væri
„ósiðlegt" að fara í frí til Austurríkis.
„í þessu sambandi getur þýzka
stjórnin aðeins gefið eitt ráð: Farið á
skíði í Austurríki,“ sagði Steiner.
,Að hvetja til þess að landið sé snið-
gengið væri það heimskulegasta sem
hægt væri að gera,“ sagði hann.
Frá því samsteypustjórn austur-
ríska Þjóðarflokksins og Frelsis-
flokksins tók við völdum 4. febrúar
sl. hafa Evrópusambandið, ísrael og
Bandaríkin gripið til ráðstafana til
að einangra Austurríki pólitískt.
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun
em þrír fjórðu hlutar Austurríkis-
manna þeirrar skoðunar, að við-
brögð umheimsins við myndun ríkis-
stjórnarinnar gangi of langt. Aðeins
tíundi hluti aðspurðra í könnuninni,
sem Der Standard birti niðurstöður
úr, telur refsiaðgerðir ESB munu
vara lengur en eitt ár. Fjórðungur
telur þær munu verða úr sögunni
eftir fáeinar vikur.
Steiner sagðist gera sér grein fyr-
ir að margir Austurríkismenn skynj-
uðu aðgerðir ESB sem afskipti af
innanríkismálum. Hann vildi hins
vegar benda á, að ESB væri það náið
bandalag þjóða, að öll aðildarríkin
hefðu sitt að segja um þróun mála í
öðmm aðildarríkjum. „Þetta er það
verð sem við verðum allir að greiða
ef við viljum vera aðilar að ESB,“
sagði hann.
Haider Iíkir sér við Blair
Athygli vakti í gær að Jörg Haid-
er, leiðtogi Frelsisflokksins, skrifaði
grein í brezka dagblaðið Daily Tele-
graph, þar sem hann líkir sér og
stefnumiðum flokks síns við Tony
Blair, forsætisráðherra Bretlands,
og stefnumið „Nýja Verkamanna-
flokksins" (New Labour). Segir hann
mikinn samhljóm megi finna í
stefnumiðum beggja, ekki sízt í mál-
efnum eins og innflytjendamálum og
hvernig unnið skuli gegn glæpum.
í greininni, sem ber titilinn „Blair
og ég og íhaldsöflin", spyr Haider
meðal annars: „Era Blair og Verka-
mannaflokkurinn öfgaöfl til hægri
vegna þess að þeir era ekki sam-
þykkir Schengen-sáttmálanum [um
opin landamæri innan ESB] og era
áfram um að settar séu strangari
reglur um innflytjendamál?" „Sé
Blair ekki öfgamaður, þá er Haider
það ekki heldur," skrifar hann.
Haider segir sig og Blair eiga það
sameiginlegt, að hafa tekizt að gera
róttækar umbætur hvor á sínum
flokki og losað þá við gamla hug-
myndafræði sem íþyngdi þeim. Báð-
ir séu þeir að leitast við að finna
„nýja samkennd í þjóðfélagi sem æ
meira markast af hinum alþjóða-
vædda heimi nútímans“.
Þá segir Haider Frelsisflokkinn
líkjast „Nýja Verkamannaflokkn-
um“ einnig að því leytinu, að hann
vilji „losa um ósveigjanleika velferð-
arkerfisins án þess að skapa félags-
legt óréttlæti," og báðir flokkar vilji
bera hag fjölskyldunnar fyrir
brjósti, velferð barna og baráttu
gegn fíkniefnum.
Vöktu þessar samlíkingar Haiders
ekki mikla lukku í Downingstræti 10.
------+++--------
Bandaríska
alríkislögreglan
Frábær tilboð á rúmum, náttborðum, kommóðum
og klæðaskápum. fnffimnnmnfsrna
15% afsláttur affylgihlutum (dýnum, dýnuhlífum, koddum o.fl.) þegar keypt er rúm.
Skútuvogi 11* Sími 568 5588
RYMUM FYRIR NYJUM SVEFNHERBERGISHUSGOGNUM
Opið: laugardag 10-17
Skrifstofa
í Búdapest
BANDARÍSKA alríkislögreglan,
FBI, mun í næsta mánuði opna skrif-
stofu í Búdapest í Ungverjalandi, að
sögn fréttavefjar blaðsins Moscow
Times. Borgin er miðstöð fyrir
marga leiðtoga rússneskra mafíu-
samtaka sem finnst hún vel í sveit
sett með tilliti til aðgerða í álfunni.
FBI hefur ekki fyrr rekið skrif-
sttofu erlendis enda er stofnuninni
ætlað að fást við afbrot innan landa-
mæra Bandaríkjanna. Er ákvörðun-
in sögð sýna hve áhyggjur manna
vestanhafs vegna starfsemi rúss-
neskra mafiuhópa séu orðnar miklar.
Ungverska stjórnin hefur beðið
um aðstoð Bandaríkjamanna við að
brjóta á bak aftur rússnesku mafíu-
hópana. Liðsmenn FBI fá leyfi til að
bera vopn við rannsóknir sínar og
handtaka fólk en þá í samstarfi við
ungverska lögreglumenn. Tíu Ung-
verjar og fimm Bandaríkjamenn
munu starfa á skrifstofunni.