Morgunblaðið - 23.02.2000, Side 28

Morgunblaðið - 23.02.2000, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ins og letursins. Innihaldið í þessari „þjóðlegu" formbyggingu er falið og hurð sett fyrir. I þessum verkum, líkt og svo mörgum sem Birgir hefur látið frá sér, mætast þjóðleg minni og min- imalísk framsetning sem er eðli sínu samkvæmt óþjóðleg eða al- Hvað er ískápnum? Sérútgáfa á verkum Laxness í Þýskalandi HJÁ Steidl-forlaginu í Göttingen í Þýzkalandi er nú fyrirhugað að gefa út sérútgáfu í takmörkuðu upplagi af þeim ellefu bókum Hall- dórs Kiljans Laxness sem áður hafa verið gefnar út hjá forlaginu. Bandaríska myndlistarkonan og íslandsvinurinn Roni Horn sér um útlit á kápum sérútgáfubókanna. Að sögn Claudiu Glenewinkel, upplýsingafulltrúa Steidl- forlagsins, verður hér um „einstök listaverk" að ræða. „Roni Horn tók ljósmyndir sérstaklcga fyrir hverja og eina kápu,“ sagði Glenewinkel í samtali við Morgunblaðið. Hún seg- ir að í haust muni Heimsljós einnig koma út í almennri útgáfu, sem tólfta og siðasta bókin í ritröð Steidl-forlagsins á verkum Laxncss. Að svo komnu máli sé ekki fullljóst hvort sú bók verður einnig með í sérútgáfunni, en það sé þó senni- legt. Akvarðanir um það og fleiri atriði varðandi útgáfuna, svo sem nákvæmlega hve mörg eintök verða prentuð, verði teknar fljótlega. Grafík- nemar sýna GRAFÍKNEMENDUR á öðru ári Listaháskóla Islands opna sýningu á verkum sínum í Galleríi Kósi, Skipholti 1 (kjallara við hlið kaffi- stofu), á morgun, fimmtudag, kl. 12. Sýningin stendur til fimmtudagsins 2. mars og er opin alla daga kl. 9-16. greinir Birgir einfalda form- og lita- fræði sem gæti allt eins átt við önn- ur viðfangsefni og hefur hugsanlega meira að gera með áhrifamátt myndrænna framsetninga heldur en sjálft „inntakið11. Þannig leysir hann upp táknin sem beitt hefur verið til að skýra fyrir íslendingum þjóðerni þeirra. I sýningu sinni í Galleríi i8 hefur Birgir sett upp skápa sem eru þann- ig gerðir að þeir endurspegla skipt- ingu gamalla íslenskra frímerkja í reiti, frímerkja sem sýndu Gullfoss og Geysi með flúri sem minnir á skreytilist þjóðveldisaldar. A þess- um frímerkjum er myndfletinum vandlega skipt í reiti og er myndin í einum og flúrið í öðrum, og letrið er einnig færst í skýrt afmarkaða ramma. í skápum Birgis er þessi skipting endurgerð og er ein skáp- hurð fyrir hverjum reit. Formfræði- lega eru skáparnir þannig nákvæm eftirlíking af formunum í frímerkj- unum en án táknanna sem þar eru færð hvert í sinn reit, myndanna af séríslenskum náttúrundrum, flúrs- MYNDLIST Vélin 5 JÖNVARCSI'bLK Smabhinq rumpkinb S L. ■ B P Y HOL.UOW SÍTRÓNA « 1 L_ E O YOUNO T HRILLER ÁBTIN OO LÍF I O G a 11 e r f i 8, Ingólfssfræti BIRGIR ANDRÉSSON Sýningin er opin frá kl. 14 til 18 fimmtudag til sunnudags og stendur til 27. febrúar. BIRGIR Andrésson hefur öðrum fremur fengist við að formgreina og skrá undarlegustu þætti úr menn- ingarsögu þjóðarinnar; hann hefur sýnt teikningar af fornleifaupp- greftri og ljósmyndir af löngu Iátn- um umrenningum, skráð „íslenska liti“, teiknað upp gömul og þjóðleg frímerki, látið prjóna þjóðfánann í ull í sauðalitunum og skorið út stórt asklok til að nota yfir kamar. Við- fangsefnin eru þannig gjaman þjóð- leg - eða hafa að minnsta kosti sterka tilvísun í þjóðleg minni - en úvinnslan beinist öðru fremur að formi og byggingu. Að baki hinum tilfinningaþrungnu þjóðminnum I—i ,.M Frá sýningu Birgis Andréssonar í i8. Morgunblaðið/Ami Sæberg þjóðleg, táknar ekki neitt og hafnar öllu táknræni inntaki. Spurningin sem vaknar er þá auðvitað hvort vegi meira, táknið eða formið, hið þjóðlega inntak eða hin nauma formræna framsetning. Þessari spurningu svarar Birgir auðvitað ekki, enda er það ekki tilgangur verkanna. Þeim er fremur ætlað að vekja okkur til umhugsunar um það sem við alla jafna samþykkjum gagnrýsislaust: Táknmyndirnar sem eiga að túlka þjóðararf okkar og sögu, segja okkur hvað það merki að vera Islendingur og hver við séum. Líkt og flestar aðrar vestrænar þjóðir búum við íslendingar fyrst og fremst að starfi nítjándu aldar- innar þegar kemur að slíkum tákn- myndum. Fjallkonan íslenska er systir Britanníu, France og Germ- aníu - gyðjusveimsins sem á nít- jándu öld spratt upp til að tákna hin órjúfanlegu bönd hverrar þjóðar. Formgerð táknmyndanna er líka af- rakstur þessa tíma og endurspeglar nýklassíska hugmyndafræði. Sömu formin má að sjálfsögðu finna meðal flestra nálægra þjóða enda má rekja þau allt aftur til fornaldar ef þörf krefur. Þannig má segja að hin þjóðlegustu tákn séu þá þegar fjöl- þjóðleg eða óþjóðleg og það er þetta sem Birgir dregur svo greinilega fram í sýningu sinni. Þá er aðeins eftir að svara því hvort að baki þessum almennu for- mum leynist eitthvað inntak, „þjóð- ernið“ sjálft og svarið við því hvað það merki að vera íslendingur. Þeg- ar skápar Birgis eru opnaðir kemur í ljós að þeir eru tómir. Svarið verð- ur ekki gefið heldur verður hver að finna það fyrir sig. Jón Proppé „ u ét'- * vi*-. & jMí - *A.» ' " » 'i' Ljósmyndir bandarisku listakonunnar Roni Horn prýða kápur sérút- gáfunnar. Þetta er kápan af Gerplu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.