Morgunblaðið - 23.02.2000, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 23.02.2000, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 -i----------------------------- UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Rekstur og brott- rekstur „Enn stendursú sögulega niðurstaða að Leikfélagið á síðasta orðið. “ S menningarsíðu DV var í gær viðruð gamalkunnug skýr- ing á stuttri setu Viðars Eggerts- sonar í stóli leikhússtjóra í Borg- arleikhúsinu. Tilefni var að sjálf- sögðu ráðning Guðjóns Pedersen í starf leikhússtjóra í Borgar- leikhúsinu sem tæplega hefur farið framhjá neinum sem fylgst hefur með fjölmiðlum að undan- förnu. DV hefur reyndar umfram aðra fjölmiðla reynt að grafast fyrir um hinar dýpri skýringar allra þessara mála og verður að hrósa öðrum blaðamanni síðdeg- isblaðsins fyrir að hafa á dögun- um rambað á rétta niðurstöðu í þessu ráðningarferli öllu saman eftir að hafa gefið sér aldeilis frá- leitar forsendur. Skýringin á því hversu stutt Viðar entist í VIÐHORF leikhústjóra- ______ starfinu var Eftir Hávar sögð eftir- ( Sigurjónsson farandi: „Leikfélag Reykjavíkur brást kröfum um að verða alvöruatvinnuleikhús þegar það rak nýráðinn leikhússtjóra, Viðar Eggertsson, fyrir fjórum árum. Hann ætlaði að taka til í húsinu, losa frá samningum starfsmenn sem ekki var þörf fyrir og höfðu kannski verið áskrifendur að kaupinu sínu eins og viss prentsmiðjustjóri orðaði það, árum saman. En Viðar var þá hirtur eins og brekastrákur og sagt að snauta heim til sín. Þau vinnubrögð sýndu auðvitað um- fram allt að litla leikfélagið var þess alls ekki umkomið að leggja undir sig þetta stóra hús með meðfylgjandi skyldum. í anda var það ennþá í þrengslunum í Iðnó.“ Hér er enn á ný kynt undir þeirri hugmynd að Leikfélag Reykjavíkur sé ekki rétti aðilinn til að standa að leikhúsrekstri í Borgarleikhúsinu. Það geti aldrei orðið „alvöru atvinnuleikhús" sökum smæðar sinnar, hvort sem er í hugsun eða að umfangi. Yrði leikfélagið kannski frekar „alvöru atvinnuleikhús" ef fjölgað væri í félaginu? Hvað var Leikfélag Reykjavík- ur annað en „alvöru atvinnu- leikhús" þegar Viðar Eggertsson kom þar til sögunnar í nokkrar vikur? Hvað var Leikfélag , Reykjavíkur annað en atvinnu- leikhús undir stjóm Sigurðar Hróarssonar, Hallmars Sigurðs- sonar, Stefáns Baldurssonar og Þorsteins Gunnarssonar, Vigdís- ar Finnbogadóttur og Sveins Einarssonar? Hvað ætlaði Viðar Eggertsson að gera í Borgar- leikhúsinu sem forverar hans höfðu ekki gert? Skipta út nokkr- um leikurum? Atti það að ráða úrslitum hvort leikfélagið yrði „alvöru atvinnuleikhús". Þetta er fullkomlega fráleitt enda snerist deilan um Viðar Eggertsson ekki * um andstöðu við að gera svokall- að „alvöru leikhús" úr Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu eða ekki. Deilan snerist um hver færi með hin raunverulegu völd innan Leikfélagsins eftir að gerð hafði verið róttæk breyting á lög- um þess. Breyting sem fólst í því . að stjórn félagsins ásamt fulltrúa Reykjavíkurborgar (Leikhúsráð- ið), færi alfarið með ráðningu leikhússtjórans og þyrfti ekki að vera háð samþykki félagsfundar með þá ákvörðun. Á endanum var það þó félagið sem réð úrslitum en ekki stjórnin. Þessu hefur ekki verið breytt svo enn stendur sú sögulega niðurstaða að félagið á síðasta orðið varðandi setu leik- hússtjórans á stóli sínum. Félagið kemur að vísu ekki að ráðningu hans en það getur rekið hann verði sú niðurstaða ofan á. Þann- ig stóðu málin og þannig standa þau enn. Félagið hefur ekki verið svipt því valdi að geta rekið leik- hússtjórann ef því þykir hann ganga of nærri hagsmunum sín- um. Þetta hefur ekkert með at- vinnumennsku að gera, því þó menn séu uppteknir af sérhags- munapoti geta þeir verið proffar í kúnstinni eins og margoft hefur sýnt sig. Hvernig var Viðar Eggertsson hirtur? Hann misreiknaði sig ein- faldlega. Hann áttaði sig ekki á því hver hafði ráðið hann í vinnu. Hann vildi náttúnilega sýna að hann væri ekki minni maður en nýráðinn þjóðleikhússtjóri fjór- um árum áður. Hann vildi byrja á því að skipta um fólk. Reka og ráða. Sýna hver réði ferðinni. En ráðningarfyrirkomulag í Borgar- leikhúsinu er allt annað en í Þjóð- leikhúsinu. Viðar ætlaði að reka þá sem ráðið höfðu hann í vinnu. Það væri svipað og þjóðleikhús- stjóri reyndi að reka mennta- málaráðherra. Veggurinn sem Viðar rak sig á stendur enn. Þar er ekki um að ræða fólk sem hefur ekki unnið fyrir kaupinu sínu. Ekki heldur fólk sem hefur ekki staðið sig á hinum listræna pósti. Listræn frammistaða er enda svo afstætt hugtak að það sem einum þykir gott þykir öðrum slæmt. Listræn stefna mótast af smekk viðkom- andi leikhússtjóra. Smekk fyrir fólki og smekk fyrir verkefnum. Vandinn í Borgarleikhúsinu er óleystur en kemur ekki upp á yf- irborðið nema leikhússtjórinn gangi gegn vilja meirihluta fé- lagsins. Hæfileikinn til að vera leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu virðist fara eftir því hversu vel leikhússtjórinn kann að haga seglum eftir vindi. Og gæta jafn- framt að því að þeir sem hann kann að segja upp störfum halda áfram að vera félagar í Leikfélagi Reykjavíkur og geta unnið gegn fyrrverandi yfirmanni sínum á þeim vettvangi. Þeir sem reknir voru burt úr Þjóðleikhúsinu tvístruðust hins vegar enda höfðu þeir ekkert (leik)félag til að styðja sig við. Leikhússtjórinn í Borgarleikhúsinu getur heldur ekki treyst því að þeir sem hann ræður í stað hinna verði jafn at- kvæðamiklir í Leikfélaginu. Þeir fá ekki einu sinni að ganga í Leik- félagið fyrr en eftir vissan tíma. Þannig er skynsamlegt af hinum nýráðna leikhússtjóra að segjast ætla að taka sér eitt ár til um- hugsunar áður en hann fer að hyggja að breytingum. Forverar hans sem eitthvað hafa enst í starfinu hafa svo komist að þeirri niðurstöðu eftir árið að best sé að breyta engu. Fjárfest í fræðimönnum ÚTHLUTUNAR- NEFND Vísinda- sjóðs ritaði grein í Morgunblaðið síðast- liðinn sunnudag sem sætir miklum tíðind- um. Þar lýsir nefndin því erfiða starfi að velja, úr hátt í 300 hæfum umsóknum, einungis 162 styrki. I flestum tilfellum eru styrkirnir smáir eða nokkur hundruð þús- und og gefa því vís- indafólkinu ekki tækifæri til að helga sig rannsóknum ein- göngu. Vandi Vís- indasjóðs hefur brunnið á ungum vísindamönnum lengi og nú er svo komið að úthlutunarnefndin getur ekki orða bundist. Vísindasjóður hefur um 150 milljónir til umráða fyrir allar grunnrannsóknir á sviði hugvís- inda, félagsvísinda og raunvísinda. Þetta er sama upphæð og ein með- aldýr íslensk kvikmynd kostar. Það sjá allir í hendi sér að hér er um ákaflega lága upphæð að ræða sem getur engan veginn staðið undir því öfluga vísinda- og fræðasamfélagi sem íslendingar hafa möguleika á að byggja upp og er lífsnauðsyn ef við ætlum að vera í fremstu röð í þekkingarsamfélagi nútímans. Úthlutunarnefndin leggur til þá mikilvægu viðhorfsbreytingu að hún sé í raun samninganefnd ríkis- ins að kaupa verðmæta vöru af vís- indamönnum. Grunnrannsóknir eru kjölfesta allra annarra rann- sókna og þróunar og það varðar þjóðina miklu að fjárfest sé í ung- um fræðimönnum sem stunda slík- ar rannsóknir. Ef íslendingar missa þann þrótt sem þegar hefur skapast á þessu sviði er voðinn vís. Það má færa fyrir því sterk rök að sífellt stærri hópur þeirra sem sækja nám til annarra landa muni setjast að erlendis að námi loknu. Flestir fræðimenn þekkja úr eigin hópi að fjöldi mikilhæfra vísinda- manna hefur sest að erlendis. Það er blóðtaka fyrir svo fámenna þjóð. Reykjavíkur- Akademían Það er löngu ljóst að Háskóli Is- lands getur ekki tekið við starfs- kröftum allra þeirra hæfu vísinda- manna sem um þessar mundir ljúka langskólanámi. Fyrir þremur árum tók hópur sjálfstætt starfandi fræðimanna í hug- og félagsvísind- Vísindi Um mikilvæga fjárfest- ingu er að ræða, segja Salvör Nordal og Viðar Hreinsson, í hug- myndum ungra fræðimanna en ekki ölmusustyrki. um sig saman og stofnaði Reykja- víkurAkademíuna (RA). Fræði- menn RA, sem nú eru um fjörutíu talsins, eiga það sameiginlegt að vilja stunda þær rannsóknir sem þeir hafa menntað sig til. Þetta fræðasamfélag hefur notið velvilja stjórnvalda og margir hafa látið í ljósi velþóknun yfir framtakinu. Félagsskapurinn hefur svarað brýnni þörf. Eitt af því sem hefur komið okk- ur hvað mest á óvart er hve mikið er hægt að gera þegar fræðafólk kemur saman úr ólíkum greinum. Verkefnin blasa við hvar sem litið er, í íslenskri sögu, menningu og samfélagi. Á öllum þessum sviðum er brýnt að skoða og skilgreina með fulltingi nýjustu rannsóknar- aðferða svo ísland haldi velli sem framsækið nútímasamfélag. RA er þegar orðin opinn og lifandi vett- vangur þar sem saman fara grunnrannsóknir, hagnýt verkefni og miðlun. Yfirbyggingin er lítil sem engin og boðleiðir eru stuttar frá hugmynd til framkvæmda. Sagan, samfélagið, menningin og náttúran eru í senn umgerð um til- veru okkar og auðlindir. Allt þetta þarf að rannsaka og meta á for- sendum nútímasamfélags til að landið verði áfram byggilegt og menningin þess virði að henni sé haldið við. Fjöldi vel menntaðra fræðimanna hefur metnað til að takast á við íslenskan veruleika og um leið það frumkvæði sem þarf til að skilgreina og hrinda af stað rannsóknarverkefnum. En slík verkefni eiga á hættu að kafna í fæðingu eða hjaðna smátt og smátt við þær bágþornu aðstæður sem grunnrannsóknum eru búnar í dag. Eigum við að hvetja fólk til að snúa heim? ReykjavíkurAkademían vinnur nú að því að byggja upp net allra þeirra sem stunda rannsóknir án þess að vera hluti af háskólastofn- un. Við höfum sett okkur í sam- band við námsmenn í framhalds- námi erlendis með það fyrir augum að geta boðið þeim aðstöðu og vett- vang hér þegar þeir hyggja á heim- ferð. En getum við með góðri sam- visku hvatt fólk til að koma heim? Getum við með sannfæringu hvatt fólk, sem til okkar leitar, til að sækja sér framhaldsmenntun hvort sem er hér á landi eða annars stað- ar? Er það í raun skynsamlegt að afla sér dýrrar sérfræðimenntunar erlendis - og snúa heim? Úthlutunarnefnd Vísindasjóðs ræðir þá þversögn að þrátt fyrir óhagstæð skilyrði séu gæði grunn- rannsókna hér á landi með besta móti og vísa þá til nýlegrar skýrslu. Ýmsar skýringar á þessari þver- sögn hafa verið nefndar en taka má undir þá skoðun að stundum sé eins og við Islendingar göngum nokkuð á svig við náttúruöflin með því skapandi frumkvæði sem við sýnum oft. Þúsund ára búseta í harðbýlu landi er kannski besta sönnun þess. Þrátt fyrir erfiðar að- stæður höfum við brotist áfram og í þeirri baráttu hefur munað um hvern og einn. Eitthvað virðist líka draga menn heim aftur og kveikja með þeim löngun til að nýta þekk- ingu sína hér á landi. Vera má að sú sérstæða bókmenning og fróð- leikshvöt sem þreifst í landinu öld- um saman eigi sinn þátt í þessari Til athugunar fyrir Félags- þjónustu Reykjavíkurborgar MIG langar að vekja athygli Félags- þjónustu Reykjavik- urborgar á eftirfar- andi: Ég hef búið í Hlíða- hverfinu nærri hálfa öld. Fyrir rúmum tuttugu árum var byggt elliheimili við Lönguhlíð, sem borgin leigir gömlu fólki á sanngjörnu verði. Þegar ég varð ní- ræð og hafði borgað skatta í Reykjavík í sjötíu ár (byrjaði að vinna hjá borginni 1930), sótti ég um leiguherbergi á elliheimilinu við Lönguhlíð, og fékk. Öll byggingin hér er vönduð og vel hönnuð. Á fyrstu hæð eru eld- hús, borðstofa, föndurstofa o.fl. Heimilisfólk og aldraðir hér í ná- grenninu gátu keypt sér hér góðan heitan heimilismat í hádeginu, sem allir voru ánægðir með. En síðastliðið vor bregður svo við að Fé- lagsþjónustan bannar að eldhúsið sé notað, og nú er okkur sendur verksmiðjumatur utan úr bæ, með þeim af- leiðingum að hér borð- ar nú aðeins þriðjung- ur þess sem áður var. Það er mínum skiln- ingi ofvaxið að borgin tapi svo miklu á því að láta elda hér í þessu fína eldhúsi, svo að þetta gamla fólk hér, sem flest er um nírætt og eldra, megi fá eina góða heita máltíð á dag. Mig minnir að ég læsi eða heyrði orð Ingibjargar Sólrúnar þess efn- is að hún vildi heyra kvartanir frá einstaklingum. Ég er mjög þakklát borginni fyrir að hafa fengið leigt hér herbergi og sérstaklega þakk- lát fyrir alla aðstoð sem hér er veitt af hlýlegu og vingjarnlegu Máltídir Það er mínum skilningi ofvaxið, segir Guðrún Pálsdóttir, að borgin tapi svo miklu á því að láta elda hér í þessu fína eldhúsi. fólki, sem vinnur hér fyrir lágu kaupi. Ég þurfti að liggja á Landspíta- lanum í tíu daga í janúar í vetur. Mér fannst maturinn þar vera veislumatur samanborið við það sem við gamlingjarnir fáum hér. Kannske ætti „Eldhús sannleik- ans“ að fá uppskriftir frá Vitatorg- inu? Höfundur er fyrrverandi kennari. Guðrún Pálsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.