Morgunblaðið - 23.02.2000, Side 38

Morgunblaðið - 23.02.2000, Side 38
38 MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Það er kosið um málefni í DAG er kosið til Stúdentaráðs og há- skólaráðs Háskóla ís- lands. Undanfarna mánuði hafa fylking- arnar í Háskólanum kynnt þau málefni sem þau setja á oddinn í kosningunum. Um leið „ hefur orðið ljósara um hvað kosningamar snúast. Deilt er um hvort Setja skuli hækkun grunnframfærslunnar eða lækkun skerðingar- hlutfallsins á oddinn í lánasjóðsbaráttunni. Lækkun skerðingar- hlutfallsins leiðir vissulega til hærri lána, en hækkanimar skila sér fyrst og fremst til þeirra sem mesta pen- hærri alla. námslán fyrir Stúdentaráð Höfuðáherslan, segír -Þorvarður Tjörfí Ólafs- son, er lögð á baráttuna fyrir betri kennslu, bættri aðstöðu og betri lánasjóði. inga hafa fyrir. Námsmenn sem em undir frítekjumarkinu fá enga hækk- un og námsmenn með árstekjur á bil- inu 250.000-500.000 krónur afar litl- >ar. Þetta er þó fólkið sem mest þarf á lánum að halda. Það em fyrst og fremst stúdentar með yfir hálfa millj- ón í árstekjur sem hagnast myndu á slíkri breytingu. Hærri námslán fyrir alla Röskva leggur höfuðáherslu á hækkun sjálfrar gmnnframfærsl- unnar. Hækkun á henni skilar sér jafnt til allra, enda er hún sú grann- tala sem allt lánasjóðskerfið miðast við. Námslán á íslandi í dag em of lág og vonlaust að lifa á þeim eingöngu. Þau þurfa því að hækka, ekki síst fyr- ir þá stúdenta sem minnstar ráðstöf- unartekjur hafa. Röskva berst fyrir jafnrétti til náms og gmndvallarkrafa J þeirri baráttu er að gmnnfram- færsla námslána hækki. Röskva vill Baráttan gegn skólagjöldum Fyrir stuttu vom kynntar hugmyndir um stórvægilegan kostnað stúdenta af nýju MBA- námi við Háskólann. Röskva fagnar nýjum námsleiðum við Há- skóla íslands en gagn- rýnir harðlega þessa upptöku skólagjalda. Þetta er kúvending á Þorvarður þeirri menntastefnu að Tjörvi Ólafsson Háskóli Islands skuli vera þjóðskóli og gefur stórhættulegt fordæmi fyrir þær nýju námsleiðir sem síðar munu líta dagsins Ijós. Menntamálaráðherra verður- einnig tíðrætt um skólagjöld og sá m.a. ástæðu til að eyða löngu máli í umræðu um þau á háskólahátíð í haust. Það era því vemlegar blikur á lofti og Stúdentaráð þarf að vera sí- vakandi á verðinum. Stúdentar kjósa því í dag um þá fulltrúa sem þeir treysta til að halda uppi markvissri andstöðu við skólagjöld við Háskóla íslands. Betri kennsla, bætt aðstaða Röskva hefur kynnt ítarlega stefnuskrá fyrir þessar kosningar. Þar em kynntar nýjar leiðir og fram- sæknar hugmyndir um betri háskóla. Stefnuskráin hefur verið kynnt í öll- um kennslustofum háskólans, í blöð- um, bæklingum og á Netinu. Stefnu- skráin tekur á öllum helstu þáttum háskólasamfélagsins. Höfuðáherslan er lögð á baráttuna fyrir betri kennslu, bættri aðstöðu og betri lána- sjóði. Það skiptir máli að kjósa I dag er kosið um málefni. Röskva setur ekki fram innantóm slagorð, heldur raunhæf markmið sem hún stendur við. Við sækjumst eftir um- boði stúdenta til að koma okkar fjöl- mörgu stefnumálum í höfn. Ég hvet stúdenta til að hugsa málið vandlega, kynna sér þau stefnumál sem fylking- amar hafa sett á oddinn og greiða síð- an atkvæði. Það skiptir máli að kjósa. Höfundur skipar 1. sæti á listu Röskvu til Stúdentaráðs. Meira Mackintosh’s ER EKKI umræð- an skrítin skepna? Hún hefst eins og lítil tær uppsprettulind, forvitin, vill áfram og vökva umhverfi sitt, vill vöxt, veita nær- ingu og breytingu. A leið hennar bætast í nýir lækir, nýir straumar, sumir tær- ir, aðrir graggugir. I þeim graggugu getur verið sitt af hverju að fínna; mold og aur, úrgang og mengun. Lindin getur orðið að stórfljóti, sem fellur fram og hlífir engu, rótar fram góðu og illu, lendir í af- lokuðu gljúfri, festist í sama gamla farinu og verður síðan nánast að engu úti í sjó. Púff - umræðan búin og ekkert hefur breyst. í grein hér í blaðinu þ. 17.12. f.á. gerðist sú, er þetta ritar, málsvari foreldra, sem era einir með börn sín eða jafnvel einir án þeirra, og beindi athyglinni fyrst og fremst að félagslegri einangrun og vanlíð- an, sem því veldur. Viðbrögð við greininni vora meiri en hægt var að ímynda sér og berlega kom í Samskipti Fólk vill ekki að öðrum líði illa, segir Þórey Guðmundsdóttir, sem vill leggja sitt af mörk- um til að bæta úr vanda annarra. ljós, að fólk vill ekki að öðrum líði illa, vill leggja sitt af mörkum til að bæta úr vanda annarra. Meinið er það, að firring, samskiptafjar- lægð, veldur því, að það er erfitt að nálgast aðra, sem þú ekki þekk- ir, og bjóða fram liðsinni þitt. Fólk í borg ber ekki lengur að dyrum hjá ókunnugum nágranna og segir: „Hvað segir þú? Áttu kaffi? Hvernig líður þér, get ég aðstoðað þig eitthvað?" En veiztu, þú ættir að gera það, ef þér verður illa tek- ið þá það, þú reynir bara aftur annars staðar síðar. En ef ekki, þá hefurðu náð mikilvægum árangri í mannlegun samskiptum. Fátækt einstæðrar fyrirvinnu er Þórey Guðmundsdóttir TEKNISK AKADEM! S Y D Iðníræðinám í Danmörku Kynningarfimdur um iðnfræðinám í Senderborg Nú er hægt að öðlast alþjóðleg réttindi sem iðnfræðingur frá skóla i Danmörku þar sem öll kennsla fer fram á ensku eða dönsku. Boðið er upp á tvær brautir: Mechanical Engineering (Véliðnfræði) Electronic Engineering (Rafiðnfræði) KYNNIST NÁMI ERLENDIS Nánari upplýsingar (ást í síma 0045 7413 4436 e-mail tekniskur@hotmail.com freyrf@hotmaiI.com Deildarstjóri Tæknideildar, sem og tveir af íslenskum nemendum skólans, munu sjá um kynninguna. Kynningarfundur verður haldinn á Hötei Esju, Reykjavík, 24. febrúar kl. 20.00 TEKNISK AKADEMI SYD Sonderborg Branch Grundvigsalle 88 Senderborg Denmark staðreynd. Foreldri og barn/börn geta ekki lifað af einum launum, nema þau séu vel í meðallagi. Þann- ig er það. Það þarf ekkert frekari vitn- anna við, skattskýrsl- an liggur fyrir. Þetta vita allir, sem vilja vita. I þættinum Is- land í dag á Þorláks- messu lýsti ég því yf- ir, að þetta væri gamalt vandamál. Ég hafði ekki rétt fyrir mér nema að hluta til, verð nánast að taka aftur allt sem ég sagði um málið og staðhæfa hið gagn- stæða. Rétt var þó það, að fátækt hefur alltaf verið til, en það sem er nýtt og bráðhættulegt er að milli- stéttin, sem elur upp næstu kyn- slóð, er í miklum mæli að sogast niður í fátæktarsvelginn. Þetta gerist ekki vegna óráðsíu, heldur ósamræmis á milli krafna samfé- lagsins um vel lukkaða einstakl- inga og þess, sem þeir sömu ein- staklingar hafa úr að spila. Var þetta flókið? Já, sennilega, en ég held þetta sé samt rétt. Hvað er þá til ráða? Hugmyndir um úrbæt- ur eru margvíslegar, en er það ekki svo, að hugmyndir eru gulls ígildi nú til dags og fást ekki gef- ins? Þær era mismunandi glæsi- legar og mismunandi að innihaldi eins og molar í Mackintosh’s-dós. Miskunnsami Samverjinn, þú veist, sem gekk á undan með góðu fordæmi, gullna reglan, sem þú þekkir líka, eru hvort tveggja skýr vegvísir í mannlegum samskiptum, en er ekki merkilegt hvað erfitt getur verið að fylgja þeim vísi? Höfundur er prestur og félags- ráðgjafi, býr i Mosfellsbæ. Kjósum Vöku í dag í DAG er gengið til kosninga til Stúdenta- ráðs Háskóla Islands og háskólaráðs. Á und- anförnum vikum hefur Vaka kynnt málefni sín með útgáfu og í stofu- kynningum. Undir- tektimar hafa verið frábærar og við finn- um mikinn meðbyr með hugmyndum Vöku og stúdentar hafa greinilega trú á að það þjóni hagsmunum þeirra að aðferðir Vöku fái ráðið ferðinni Baldvin Þór í Stúdentaráði næsta Bergsson vetur. Þetta er okkur mikið gleðiefni og fyll- ir okkur tilhlökkun um að takast á við spenn- andi verkefni og ná árangri fyrir stúdenta. Starf Vöku gefur fyrirheit um betri árangur Það er engum blöð- um um það að fletta að Vaka hefur sýnt mikið framkvæði í ýmsum málum í vetur. Má nefna aðstöðumál, rannsóknarstefnu Há- skólans og einkunna- birtingu í Háskólanum. Þá hefur Vaka haldið fjölda funda með deildarfélögum og staðið fyrir öflugu málefnastarfi með þátttöku hundraða stúdenta. Þar að auki hefur Vaka barist fyrir sjálf- stæði Stúdentaráðs og varð mál- flutningur háskólaráðsliða Vöku til þess að einungis þrír af tíu fulltrúum í háskólaráði greiddu atkvæði með þeirri sjálfstæðisskerðingu Stúd- entaráðs sem fulltrúar meirihlutans lögðu til. Vaka tryggði að LÍN hætti sölu upplýsinga um lánþega með því að leggja fram kæru til tölvunefndar. í kosningabaráttunni hefur Vaka staðið fyrir ýmsum uppákomum í skólanum og sýnt að við eram tilbúin til þess að leggja mikið á okkur til þess að bæta háskólasamfélagið og gera það skemmtilegra og kraft- meira. Sigur Vöku er sigur stúdenta í kosningunum í dag er kosið um það hvort stúdentar treysti Vöku til þess gera það uppbyggingarátak í Stúdentaráði sem nauðsynlegt er. Stúdentaráð þarf á endumýjun að halda. Það er nauðsynlegt fyrir hagsmunafélag eins og Stúdentaráð að breytingar eigi sér reglulega stað. Áherslur í hagsmunabaráttunni Borghildur Sverrisdóttir Þórarinn Óli Ólafsson Inga Lind Karlsdóttir Stúdentaráð Vaka skorar á stúdenta að taka þátt í jákvæðum breytingum og setja X við A í dag, segja Inga Lind Karls- dóttir, Borghildur Sverrisdóttir, Þórarinn Óli Ólafsson og Baldvin Þór Bergsson. þurfa að breytast, reyna þarf nýjar aðferðir og gefa þarf stúdentum samanburð. Vaka skorar á stúdenta að taka þátt í jákvæðum breytingum og setja X við A í dag. Sigur Vöku er því sigur stúdenta. Inga Lind skiparefsta sætið, Borg- hildur fjórða sætið og Þórarinn Oli fimmta sætið á lista Vöku til Stúd- entaráðskosninga. Baldvin skipar efsta sætið á lista Vöku til báskóla- ráðs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.