Morgunblaðið - 23.02.2000, Page 41

Morgunblaðið - 23.02.2000, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 að það lægi um þjóðbraut þvera, svo það má nærri geta, að sitthvað dró bömin af nágrannabæjunum, að þessu heimili. Frá þessum bamsárum okkar em ljúfar minningar, og höfum við frændsystkinin oft minnst þess, þeg- ar við emm sjálf orðin fullorðið fólk. Þetta var æskuheimili Benedikts Valgeirssonar. Hann er kvaddur hinstu kveðju í dag. Það lætur að líkum, að æska hans hafi verið eins og títt var um uppeldi unglinga í sveitum landsins á fyrri- hluta aldarinnar, og allur þessi barnahópur hefði ekki komist á legg, nema ýtrastu sparsemi væri gætt, og með aðstoð bamanna eftir því, sem þau komust á legg. Á þessum ámm vora bú ekki stór og dugðu engan veginn til að fram- fleyta stóram fjöskyldum. En fiski- miðin vora gjöful og menn sóttu sjó- inn til að afla heimilunum tekna. Valgeir var duglegur sjósóknari og þótt fleyið væri ekki stórt, aðeins lítill árabátur, dró hann mikinn afla að landi. Þetta var það, sem tryggði af- komu heimilisins. En að þessu þurftu allir að vinna bæði ungir og gamlir. Og víst er um það að Benedikt fór ungur að taka til hendi og létta undir við verk, sem til féllu á heimilinu. Það sýndi hans ævistarf, honum féll varla verk úr hendi meðan kraft- ar leyfðu. Ekki naut Benedikt mikillar skóla- göngu, sem ungur maður. Ekki fór hann þó varhluta af námi á æsku- heimilinu. Faðir hans var orðlagður kennari, og þrátt fyrir sitt stóra heimili kenndi hann bömum sínum og annarra af kostgæfni. Benedikt fór til náms í Héraðsskólann á Reykj- um í Hrútafirði, sem ekki var algengt meðal ungra manna á þeim áram. Benedikt var félagslyndur, sótti mannfundi og sagði þar skoðanir sín- ar. Ekki sóttist hann eftir þátttöku í félagsmálum sveitarinnar, þótt hann hefði getað orðið liðtækur þar og hafði margt til þess að bera. Sjálfur sagðist hann ekki hafa skaplyndi til að koma að þeim málum. Fyrir og framyfir miðja öldina var síldariðnaður hér í miklum blóma, þar stundaði hann vinnu bæði á Djúpuvík og Ingólfsfirði, og varð þar virkur þátttakandi í verkalýðsmálum og var um skeið formaður Verkalýðs- félags Árneshrepps. Eiginkona Benedikts var Oddný Einarsdóttir, ættuð frá Neskaup- stað. Um miðjan fimmta áratuginn byrjuðu þau búskap í Norðurfirði í tvíbýli við Sveinbjörn bróður Bene- dikts. Þar byggðu þau viðbyggingu við eldra íbúðarhús, og gerðu sér vistleg heimili. Faðir hans var þar í heimili hjá þeim hjónum, þá orðinn ellihramur og naut hann umönnunar þeirra þar til hann lést í ársbyrjun ársins 1949. Landþrengsli vora þá í Norður- firði, og ekki sá Benedikt mikla möguleika til búskapar. Mun hann þá hafa hugað, að því að hverfa burt úr byggðarlaginu og leita sér staðfestu annars staðar. Svo varð þó ekki því um 1950 fékk Benedikt úthlutað nýbýli úr prestssetursjörðinni Ár- nesi hér í sveit. Þangað fluttu þau. Það var í mikið ráðist að koma að jörð þar sem ekkert hús var fyrir hendi og engin ræktun. Þar beið þeirra starf landnámsmannsins. Þarna varð að byggja allt frá granni. Nú tók Bene- dikt til hendi svo um munaði. Þetta vora ár athafna, en að sama skapi gjöful því þau byggðu öll hús á jörðinni, og einnig var tekið til við að rækta. Á sama tíma stækkaði íjöl- skyldan svo margs þurfti búið við. Hann lét ekki deigan síga og hefir oft lagst þreyttur til hvfldar að loknu dagsverki. Benedikt var góður sláttumaður, sem kom sér vel þar sem fyrstu búskaparár hans var nán- ast allur heyskapur unninn með handverkfæram. Hann var liðtækur til allraverka. Hann kom upp góðu búi, átti gott fé, sem hann lagði mikla rækt við. Einkennandi var góð og snyrtileg umgengni þeirra hjóna bæði utan- húss og innan. En það hvíldi skuggi yfir heimil- inu, snemma á búskaparáram þeirra missti Oddný heilsuna, og í hönd fór barátta við erfiða sjúkdóma, sem lauk með andláti hennar fyrir tíu ár- um. Af þessum sökum varð Benedikt einnig að bæta á sig verkum innan heimilisins. Ekki vora þessir erfiðleikar bomir á torg. Gestum var tekið af glaðværð og innileik, bæði vora þau ræðin og þar var gott að vera gestkomandi. Þegar bömin komust upp urðu þau snemma hjálparhella heimilis- ins. Fyrir allmörgum áram lét hann af búskap og nú búa synir hans tveir, Ingólfiir og Valgeir á jörðinni af miklum myndarskap. Sjálfur hefir hann hin síðari ár dvalið á heimili Ingólfs sonar síns og konu hans, Jó- hönnu Kristjánsdóttur. Eftir að Benedikt hætti að ganga, að venjulegum bústörfum hefir marga sumardagana mátt sjá hann í blómagarðinum við íbúðarhúsið, þar undi hann sér löngum við að hlúa að blómum og öðram gróðri. Þar naut hann sín vel. Þrátt fyrir að vera slit- inn eftir erfiði daganna bar hann ald- urinn vel. Benedikt var fróður um margt, vel lesinn og fylgdist með málefnum líð- andi stundar til síðasta dags. Hann hafði fastmótaðar skoðanir á málum og fylgdi þeim fast eftir, ef honum þótti þess þurfa við. Sunnudaginn 13. febrúar síðastlið- inn var boðað til fundar í félagsheim- ilinu í Árnesi. Mættir vora allflestir íbúar sveitarinnar. Til fundarins var boðað vegna komu fulltrúa frá Land- vernd, sem höfðu í farteski sínu til- lögur um stuðning við byggð og varð- veislu búsetu- og menningarminja í Ámeshreppi, en byggð í Árnes- hreppi stendur nú höllum fæti. Að loknu máli frammælanda tók Bene- dikt til máls. Hann kvaðst þakklátur fyrir að hugsað væri til okkar, íbúa Ameshrepps. Hann kom einnig inn á það, að ekki hefðum við varðveitt menningararfinn, sem skyldi, við hefðum tileinkað okkur nýja verk- menningu, á borð við það, sem ann- ars staðar gerðist, einnig væri húsa- kostur, heimilishald og klæðnaður fólks eins og best þekktist. En hann sagði að þó að þetta væri nú svona hefðum við verk að vinna. Hér væra ógrónir melar, sem þyrfti að græða upp og leita þyrfti að skjólsælum stöðum til að huga að skógrækt. Hann ítrekaði aftur þakklæti sitt til gestanna. Að lokum bað hann að fyr- irgefa sér rausið. Hér hafði aldursforseti fundarins hinn áttatíu og m'u ára gamli öldung- ur tekið til máls og mælst sköralega. Hann sagði það, sem við hinir yngri hefðum átt að segja, en hefðum lík- lega aldrei gert. Hann þurfti engan að biðja afsökunar á máli sínu. Nokkram mínútum síðar var Benedikt allur, hann hafði mælt sín síðustu orð £ þessu lífi. Fundarmenn setti að vonum hljóða, svo ótrúlega era skilin milli lífs og dauða skörp. Hér hafði frændi okkar, sveitungi og samferðamaður kvatt með undraskjótum hætti. Hér eiga við upphafsorð á þessum línum. Benedikt átti eitt ferðalag eftir. Kona hans var jarðsett í Reykjavík, þangað lá leiðin, hann vildi hljóta leg við hlið hennar. Þessari ferð hefir hann nú lokið. Hann er kominn á leiðarenda. Við hjónin sendum börnum hans og íjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Benedikts Valgeirssonar, móðurbróður míns, ég minnist hans með virðingu og þökk. Gunnsteinn Gislason frá Steinstúni. Sérstök atvik, sem hér verða ekki rakin, urðu þess valdandi að ég flutti mig um set frá Heydalsá í Stranda- sfyslu norður að Finnbogastöðum í Árneshreppi í sömu sýslu og gerðist skólastjóri þar haustið 1955 með það í huga að dvelja einn vetur á slóðum móðurfrænda minna. Reyndin varð hins vegar sú að árin urðu 28 sem segir meira en mörg orð um það hvernig mér líkaði dvölin í þeirri hrikafögra en afskekktu sveit sem var eins og ofurlítið ríki í ríkinu. Bú- sældarlegast er í Trékyllisvíkinni þar sem skólahúsið stendur svo að segja í miðri þyrpingu bændabýl- anna. Það, hvað teygðist úr dvöl minni á þessum slóðum, var ekki ein- göngu tengt konu minni, Aðalbjörgu Albertsdóttur, og bamaláni okkar, heldur jafnframt því jákvæða við- horfi nágrannanna sem umvafði okk- ur. Við hjónin höfðum smábúskap með höndum og þurftum iðulega á aðstoð að halda við heyskap og hirð- ingu, aðdrætti o.fl. Og það var sama í hvaða átt við leituðum. Alls staðar mættum við hlýju viðmóti, og kvabbi okkar var tekið vinsamlega eins og sjálfsögðum hlut sem ekki kom til greina að taka borgun fyrir. Meðal þessara góðu granna var vinur okkar og föðurbróðir konu minnar, Bene- dikt Valgeirsson bóndi i Ámesi 2, sem varö bráðkvaddur 13. þ.m. 89 ára að aldri og hér verður minnst með fáeinum orðum. Benedikt var sonur Valgeirs Jónssonar og Sess- elju Gísladóttur í Norðurfirði, en af 18 börnum þeirra náðu 14 fullorðins- aldri og af þeim var Benedikt ellefta barnið i röðinni. Flest flentust þau i sveitinni og var þannig um langt skeið húsráðandi af Valgeirsætt svo að segja á öðram hveijum bæ í Ár- neshreppi. Veturinn 1931-32 stundaði Bene- dikt ásamt Eyjólfi bróður sínum nám í Reykjaskóla sem Strandamenn höfðu þá nýlega byggt ásamt Vestur- Húnvetningum til að opna æskufólki í nálægum byggðarlögum leið til menntunar. Benedikt kvæntist aust- firskri konu, Oddnýju Einarsdóttur, hálfsystur Lúðvíks Jósefssonar al- þm. og ráðherra. Bytjuðu þau Bene- dikt búskap í Norðurfirði en stofnuðu nýbýli í Ámesi um 1950 og bjuggu þar síðan. Benedikt var góður bóndi og átti snyrtilegt bú. Bæði vora þau hjón afkastamikil og kom það sér vel því að fjölskyldan varð stór. Áttu þau saman sex börn sem ég kynntist vel því að þau gengu öll í skóla hjá mér. Eitt þeirra, Þorgeir, varð sá gæfu- maður að bjarga mannslífi meðan hann var enn á bamsaldri. Sjöunda bamið, dreng, átti Oddný þegar hún kom til Benedikts sem hann gekk í fóðurstað. Bú bændanna í Ames- hreppi vora aldrei stór, en þeir kunna þá list að lifa af litlu og finna lífsfyllingu í ræktunarstörfum sínum sem seint verður metin til fjár. Bene- dikt átti hluta í Ámeseyju og nytjaði þar bæði æðarvarp og reka. Og fyrr á áram var heyskapur stundaður í eyj- unni. Var góð búbót að hlunnindun- um, einkum varpinu. Það skyggði mikið á lífshamingju fjölskyldunnar, að fljótlega fór að bera á heilsuleysi húsft'eyjunnar. Dvaldist hún af þeim sökum á hælum og sjúkrahúsum um lengri eða skemmri tíma, en þess á milli hresst- ist hún og var heima í Ámesi og vann sín störf af rómaðri atorku og snilld. Benedikt var fremur dulur að eðl- isfari og sóttist ekki eftir embættum og mannvirðingum, samt var hann góðum gáfum gæddur og hafði óbrigðult minni og skýra hugsun fram á elliár eins og ættmenn hans. Benedikt var höfðingi að lundarfari. Höfum við hjónin átt margar góðar stundir á heimili hans í Ámesi 2. Ég á einnig nokkrar góðar minningar úr Ámeseyju frá löngu liðnum áram þegar Benedikt bauð mér að ganga með sér um æðarvarpið. Þar sýndi hann mér með æfðum handtökum hvernig átti að taka dún og skyggja egg til þess að ganga úr skugga um hvort þau vora ný eða stropuð. Þær eyjarferðir urðu mér eftirminnilegar. Þama var i raun annar heimur, gróð- urinn mun fyrr á ferðinni en í landi og ilmur úr jörðu, værðarlegt úið í æðarfuglinum, jafnvægi í náttúranni og kyrrð og friður rikti yfir öllu. Benedikt lét sér ekki nægja að gefa mér öll eggin sem ég tíndi heldur sendi hann okkur síðar hreinsaðan æðardún í heila yfirsæng. Sýndi það vinarbragð vel höfðingsskap hans og tryggð við okkur. Annað skemmti- legt dæmi um stórhug Benedikts get ég ekki stillt mig um að nefna. Það gerðist alllöngu eftir að Ámeshrepp- ur komst i samband við vegakerfi landsins og ferðamannastraumurinn hófst þangað. Um 50 kvenfélagskon- ur af Reykjavíkursvæðinu höfðu tek- ið stóra rútu á leigu og fóra í skemmtiferð norður í Ámeshrepp til að njóta þeirrar stórbrotnu náttúra- fegurðar sem þar er að finna. En þær vora óheppnar með veður. Það hafði rignt mikið þannig að vegurinn varð gljúpur og rútan festi sig i Ames- króknum. Þegar mig bar þar að skömmu seinna á heimleið úr kaup- stað sá ég margar konur stjákla skjálfandi af kulda niðri í fjöra í leit að steinum og skeljum meðan beðið var eftir vélum til að losa rútuna. Ég vorkenndi ferðafólkinu sem lenti í þessum hremmingum og þar sem orð fór af gestrisni húsráðenda í Víkur- sveit færði ég það í tal við bændurna í Bæ og á Finnbogastöðum hvort við ættum ekki að skipta konunum á milli bæjanna í Vfldnni og bjóða þeim kaffisopa. Því var strax vel tekið. Það átti að vera viðráðanlegt að taka 10- 12 gesti á hvert heimili og lögðum við brátt af stað í því skyni að selflytja fólkið á bæina. En við gripum í tómt. Rútan sat ennþá á sínum stað með annað framhjólið á kafi, en kvenfólk- ið var horfið. Benedikt Valgeirsson var búinn að bjóða öllum hópnum, 50 manns, í kaffi heim til sin! - Það er reisn yfir sveitum sem hafa slíkum bændum á að skipa. - Og kvenfélags- konunum hlýnaði líka bæði ytra og innra meðan þær drakku heitt kaffið og hugsuðu með sér, að fleira væri stórkostlegt í Ámeshreppi en lands- lagið eitt. Árin 1965-70 vora bændum á Ströndum þung í skauti, því að þá lá hafís löngum við land með tilheyr- andi vorkuldum og grasbresti. En eftir það fór tíðarfarið batnandi og hófst þá skömmu síðar uppbygging útihúsa samfara aukinni ræktun með stórvirkum vinnuvélum sem breyttu fúamýram, móum og melum í gróð- ursæl tún er aftur leiddi til þess, að seintekinn og erfíður engjaheyskap- ur lagðist niður og allur heyfengur var tekinn með vélum á ræktuðu landi og verkaður í vothey. Urðu bú- störfin þá leikur einn miðað við það sem áður hafði verið. Var ánægju- legt að fylgjast með samstöðu bænd- anna við uppbyggingu fjárhúsanna í sveitinni sem var til fyrirmyndar á allan hátt. Þannig risu miklar bygg- ingar í Árnesi 2 og það sem var mest um vert, tveir synir þeirra Benedikts og Oddnýjar, þeir Valgeir og Ingólf- ur, hneigðust til búskapar, stofnuðu heimili og tóku við jörðinni. Benedikt var traustur heimilisfaðir og mjög barngóður. Og barnabörnunum þótti afskaplega vænt um hann og sú væntumþykja var gagnkvæm. Hann unni líka Oddnýju mikið og var það honum þung raun er hún þjáðist i veikindastríði sínu. Það var því bæði áfall og léttir er því stríði lauk á Þorláksmessu árið 1989. Benedikt var starfsamur og féll sjaldan verk úr hendi. Margan sum- ardaginn á síðari áram undi hann sér einkum vel í skrúðgarði sínum sem hann hafði lagt mikla rækt við. Safn- aði hann plöntum bæði úr nágrenn- inu og víðar að og var natinn við að hlúa að þeim. Hafði hann og mikla ánægju af að sýna gestum hvaða jurtir var þar að finna og hvernig þær döfnuðu í umsjá hans. Leyndi sér ekki áhugi hans og drjúg þekk- ing á þessu sviði. Það var og tákn- rænt að þótt hann væri lasinn léfy hann sig ekki vanta er fulltrúar frá Landvemd boðuðu til fundar í fé- lagsheimilinu í Árnesi 13. feb. s.l. til að ræða um búnaðarmál og styrk- ingu byggðar á jaðarsvæðum. Að loknum framsöguræðum fundarboð- enda bað Benedikt um orðið. Þá flutti hann sína síðustu ræðu og var hún helguð framtíðarhorfum sveitar- innar. Þar hvatti hann m.a. sveit- unga sína til skógræktar. Að ræð- unni lokinni hneig hann niður og var örendur. - Benedikt Valgeirsson unni gróðrinum og var góður fulltrúi þeirrar einu stéttar sem hefur helgK* að sig ræktun landsins. Þessari stétt á því þjóðin öll stóra þakkarskuld að gjalda. - Við hjónin geymum minn- ingu um mætan mann og sendum bömum hans og öðram aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur. Torfi Guðbrandsson. Margseraðminnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Mér var bragðið er ég frétti a fyrrverandi tengdafaðir minn, Bene- dikt Valgeirsson, væri látinn. Það var svo stutt síðan ég hafði frétt að hann væri ótrúlega hress þrátt fyrir háan aldur. Árið 1976 fór ég í fyrsta sinni norður til Bensa og Oddnýjar, ég hafði frétt að Bensi væri frekar seintekinn og gladdist ég hversu vel hann tók mér frá upphafi og hélst okkar vinátta alla tíð. Bensi var mjög skemmtilegur heim að sækja, spur- ull og ættfróður maður. Eldri sonur minn, Ægir, var mikij^.. hjá afa sínum og ömmu jafnt sumar sem vetur áður en skólaganga hófst hjá honum og á sumrin eftir það, og er ég afskaplega þakklátur þeim fyr- ir ómælda ástúð, umhyggju og fræðslu um búskap bæði til lands og sjávar. Einnig vil ég þakka þér Bensi minn fyrir hvað þú sýndir konu minni, dóttur, foreldram mínum og vinum mikla velvild og hlýju. Ég vil nefna eitt dæmi. Við hjónin og dóttir okkar voram á ferðalagi ásamt vin- um okkar, og ætluðum aðeins að heilsa upp á Bensa og þessi smá- stund varð að tveimur dögum okkur öllum til ómældrar gleði. Ykkur börnum hans, tengdabörnum, sonum mínum og öðram afa- og langafa- börnum sendi ég innilegar samúðaríK kveðjur. Guð blessi minningu hans. Ingólfur Karlsson. + Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, LEIFUR KRISTJÁNSSON, Tjarnargötu 14, Vogum, lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja mánudaginn 21. febrúar. Sigurveig Magnúsdóttir, Kristjana Leifsdóttir, Kristján Leifsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og dóttur, VALGERÐAR EINARSDÓTTUR, Silfurtúni 14c, Garði. Einar Jónsson, Kristín Richards, Benedikt Jónsson, Sigrún Halldórsdóttir, Eyþór Jónsson, Anna Marta Karlsdóttir, Einar Jóhannsson, Sigríður Benediktsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.