Morgunblaðið - 23.02.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 45^
og virðing óx fyrir ólíkum skoðunum
og vinátta okkar Steindórs dýpkaði
með hverju árinu sem leið og óx út
fyrir fjölskylduböndin. í seinni tíð
reyndist Steindór mér oft vel sem
persónulegur og faglegur ráðgjafi.
Hann reyndist alltaf hollráður og ein-
lægur. Eftir að Steindór hóf störf hjá
Keflavíkurverktökum urðu símtöl
tíð. Hann hringdi gjaman á leið til
eða frá Keflavík til þess að spjalla um
það sem hæst bar á innlendum og er-
lendum vettvangi, eða til að ræða
ýmsar hliðar á pólitískum samsæris-
kenningum. Ég mun sakna Steindórs
sem góðs vinar og félaga.
Steindór vissi að hann yrði ekki
langlífur. Hann talaði í fyrsta sinn um
það við mig þegar Jónas bróðir hans
lést rúmlega fimmtugur íyrir hálfum
öðrum áratug. Ég gæti trúað að með-
vitað og ómeðvitað hafi Steindór síð-
an reynt að búa í haginn fyrir fjöl-
skylduna sína, Bjamdísi, Evu, Fríðu
og Snorra Val, svo þau gætu staðið
sterk án hans. Steindór var afar stolt-
ur af konunni sinni, Bjarndísi mág-
konu minni, og var jafnframt mjög
háður henni. Bjarndís var kjölfestan í
lífi hans. Steindór var líka vakinn og
sofinn yfir velferð bamanna þeirra.
Það breyttist ekki þótt þau fullorðn-
uðust. Þau vissu öll að ekkert var
mikilvægara föður þeirra og þyrftu
þau á honum að halda urðu allar aðr-
ar skyldur að víkja. Missir þeirra
fjöguma er mikill en sá sem hefur
misst mikið hefur einnig mikið átt.
Megi sú vissa verða til að sefa sorg
þeirra.
Steindór og Bjarndís áformuðu
ferð til Israels og Palestínu á næstu
vikum. Af þeirri ferð Steindórs verð-
ur ekki en við Valur óskum þess að í
þeirri langferð sem hann nú hefur
lagt upp í finni hann fyrirheitna land-
ið og njóti eilífs friðar. Guð blessi
minningu Steindórs Guðmundssonar
og veri með fjölskyldu hans á þessum
erfiðu tímum.
Kristín A. Ámadóttir.
Vegna fjölskyldutengsla lágu leiðir
okkar Steindórs Guðmundssonar
saman um árabil á unglingsárum
mínum í nábýli að Öldugötu 50 í
Reykjavík. Hann var sjö ára og ég
nær helmingi eldri en hann þegar við
kynntumst. Um næsta sex ára bil leið
vart sá dagur, að við ekki hittumst.
Snar þáttur í samgangi okkar og vin-
áttu þá voru bækur. Ahugi Steindórs
eða Denna eins og hann var kallaður
var með ólíkindum. Hann fékk lík-
lega allar mínar bækur lánaðar sem
voru ekki fáar og bókasafn uppeldis-
foreldi-a minna stóð honum einnig op-
ið. Það var því gaman að sjá hann
þroskast svo vel til unglings sem
hann gerði, en þá skildi leiðir okkar
og lágu ekki saman fyrr en árið 1995.
Við hittumst aldrei, en ég fylgdist
með góðu gengi hans og frammistöðu
eftir að hann lauk námi. Það var því
gleðiefni að eignast hann á ný sem
vin og samstarfsmann er ég kom til
starfa erlendis frá í utanríkisráðu-
neytið árið 1995. Steindór var þá orð-
inn forstjóri Framkvæmdasýslu rík-
isins og umsýsla hans um bygg-
ingarframkvæmdir við nýtt sendiráð
í Berlín, fyrirhugaðar byggingar-
framkvæmdir við stækkun flugstöðv-
arinnar á Keflavíkurflugvelli og við-
haldsvinna við íslensku sendiráðin
tengdu okkur náið næstu fjögur árin,
en með allt öðrum hætti en áður.
Ég var ekki svikinn af þeim nýju
kynnum. Drengurinn sem ég þekkti
var nú orðinn fullorðinn maður, en
áhugi hans og áreiðanleiki var sem
fyrr.
Hann var skilvís á bækurnar sem
drengur og fór vel með þær og hon-
um fórust ábyrgðarmikil störf vel úr
hendi sem fullorðnum manni. Stein-
dór var sem fyrr afburða fróðleiksfús
og það var gaman að heyra af hans
vörum um ýmisleg áhugaefni hans og
rannsóknir sem með engum hætti
tengdust vinnu hans.
Fréttin um andlát Steindórs var
mér sem öðnim harmafregn. Ég mun
geyma með mér ljúfar myndir frá
tveimur æviskeiðum hans og vil
þakka honum vináttu hans og frá-
bært samstarf.
Ég votta eftirlifandi eiginkonu
hans, börnum og fjölskyldu hans allri
innilega samúð mína.
Helgi Ágústsson.
Þá er hann Steindór Guðmundsson
dáinn. Þegar vinur minn sagði mér
þessi sorglegu tíðindi brá mér illa. Ég
minntist okkar fyrsta fundar. Þessi
rólegi, geðfelldi maður tók mér eins
og við hefðum þekkst alla ævi. Hann
reyndist mér sem sannur vinur í
raun. I hvert sinn sem við hittumst
gaf hann mér trú á lífið og trú á Jesú
Krist og Guð almáttugan. Fyrir allt
þetta vil ég þakka þér, Steindór
minn. Ég vil biðja Guð almáttugan að
halda sinni verndarhendi yfir fjöl-
skyldu þinni.
Þinn vinur,
Guðfreður Hjörvar
Jóhannesson.
Kær vinur er látinn fyrir aldur
fram. Ég kynntist Steindóri Guð-
mundssyni þegar við unnum saman
við mælingar hjá gatnamálastjóran-
um í Reykjavík sumarið 1970. Enda
þótt við værum að mörgu leyti ólíkir
tókst fljótlega með okkur góð vinátta.
Við brölluðum ýmislegt saman í þá
daga. Mér eru einna minnisstæðastar
samverustundir okkar á gæsaveiðum
austur á Héraði, en við fórum líka
saman í laxveiði. Steindór naut sín
ávallt vel úti í náttúrunni í hópi góðra
vina eða í faðmi fjölskyldunnar.
Þegar við höfðum báðir fundið
okkar lífsförunauta þróaðist vináttu-
sambandið enn frekar. Við Halla átt-
um margar góðar stundir með
Steindóri og eftirlifandi konu hans
Bjamdísi. Það var því ekki tilviljun
að við ákváðum að byggja saman rað-
hús ásamt Eiríki Benjamínssyni,
æskuvini Steindórs. Við fluttum í
raðhúsið okkar í Flúðaseli árið 1976.
Þar bjuggum við hlið við hlið í fimm
ár, að undanskildu tveggja ára hléi
þegar við Halla brugðum okkur út
fyrir landsteinana. A þessum árum
voru kynni okkar náin, enda stutt að
fara í heimsóknir. Það var alltaf gam-
an að ræða við Steindór um landsins
gagn og nauðsynjar. Hann hafði
ákveðnar skoðanir á hlutunum. Þó að
verkfræði og raunvísindi væru ofar-
lega í huga hans þá var hann líka
mikill áhugamaður um húmaníska
hluti, bæði list, sögu og menningu.
Þegar við hittumst síðast núna rétt
fyrir jólin þá vorum við að spá í að
hittast fljótlega aftur og fara saman í
leikhús eða á tónleika. Steindór tók
strax af skarið og mælti eindregið
með tónleikum, en tónlistin skipaði
ríkan sess í lífi hans.
Steindór var vel gefinn og sterkur
persónuleiki. Hann var líka tilfinn-
ingaríkur og trygglyndur. Mannleg
samskipti voru ein af hans sterku
hliðum. Það var því ekki tilviljun að
honum var trúað fyrir ábyrgðarstöð-
um.
Við og börnin okkar minnumst
ánægjulegra samverustunda með
þeim hjónum og börnum þeirra í
sumarbústaðnum í Grímsnesinu.
Steindór lagði mikla rækt við að
skapa sér og fjölskyldu sinni þar gott
athvarf. Hann naut þess að dvelja þar
langdvölum með fjölskyldu sinni og
hvíla sig eftir erilsaman vinnudag.
Elsku Bjarndís, Eva Hrönn, Fríða
Dóra, Ragnar Ingi og Snom Valur.
Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Okk-
ar hugur er hjá ykkur.
Þórarinn og Halla.
Steindór Guðmundsson fyrrver-
andi forstjóri Framkvæmdasýslu
ríkisins er látinn. Þegar sú fregn
barst okkur síðastliðinn þriðjudag
var sem eldingu hefði slegið niður.
Fyrstu viðbrögð voru að hafna þess-
ari fregn enda ólítóegt að maður í
miðri hringiðu lífsins með mikil fram-
tíðaráform væri allur. Það reyndist
þó því miður rétt.
Arið 1992 tók Steindór Guðmunds-
son til starfa sem forstjóri Fram-
kvæmdasýslu ríkisins og þá þegar
voru miklar breytingar gerðai’ á
starfsemi stofnunarinnai’. Hann inn-
leiddi ný og fagleg vinnubrögð við op-
inberar framkvæmdir og breytti
svifaseinu og þungu ferli í skilvirkt
og afkastamikið með nýrri hug-
myndafræði. Við sem urðum þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá að kynnast
Steindóri og starfa með honum búum
að minningunni um eldhuga og frum-
kvöðul. Mann sem hvergi hvikaði frá
sannfæringu sinni og sneri oft erfið-
ustu viðfangsefnum upp í glæsta
sigra. Steindór Guðmundsson var að-
sópsmikill og atorkusamur og hafði
ávallt mörg járn í eldinum. Á síðast-
liðnu hausti varð hann forstjóri
Keflavíkurverktaka og hvarf þá til
þeirra starfa. Á þeim vettvangi sem
og annars staðar lét Steindór til sín
taka og eftir hann liggur nú dijúgt
ævistarf á fjölbreyttum vettvangi
mannvirkj agerðar.
Eftirlifandi eiginkonu, Bjamdísi
Harðardóttur, bömum og öðmm
aðstandendum vottum við okkar
dýpstu samúð.
F.h. starfsfólks Framkvæmda-
sýslu ríkisins,
Jóhanna B. Hansen.
Það var mér, eins og fjölmörgum,
mikið áfall að fregna andlát vinar
míns, Steindórs Guðmundssonar.
Þegar Steindórs er minnst hvarfla
að mér kjamyrtar mannlýsingar Is-
lendingasagna og er þá engu logið.
Steindór var stórbrotinn maður.
Hann var stórvaxinn og svipmikill.
Hann var skapmikill. Hann var
kjarnyrtur og talaði tæpitungulaust.
Hann lét sig aðalatriði skipta en lét
öðram um að fást um smáatriði.
Hann var óragur við að taka ákvarð-
anir og og hafði þá lífsstefnu að röng
ákvörðun væri betri en engin. Stein-
dór bar með sér myndugleika og fólk
komst ekki hjá því að finna íyrir ná-
lægð hans en hann tranaði sér ekki
fram. Hann var snjall að vinna mál-
um brautargengi og að koma þeim í
þann farveg sem hann kaus. Fram-
kvæmd ákvarðana var honum auð-
veld. Hann vildi hafa skipulag á hlut-
unum og hafði lag á því að hvetja aðra
og virkja til þátttöku í verkefnum
sem hann bar ábyrgð á. Hann hafði
áhuga á stjómmálum og hafði gaman
af að tala um þau og velta fyrir sér
þjóðmálum. Hann hafði húmor. Það
sem skildi Steindór frá mörgum öðr-
um var sú staðreynd að hann var ger-
andi; hann framkvæmdi.
Þannig minnist ég Steindórs Guð-
mundssonar.
Við Steindór höfðum þekkst á ann-
an áratug. Leiðir okkar lágu fyrst
saman vegna starfa okkar að mann-
virkjagerð; hann verkfræðingur, ég
lögfræðingur.
Steindór átti þátt í gerð stærstu
mannvirkja á íslandi, stundum lítinn
en oft mikinn. Samskipti okkar hóf-
ust þegar Steindór rak verkfræði-
stofu með Stanley Pálssyni og síðar
störfuðum við mikið saman þegar
Steindór vai’ forstjóri Framkvæmda-
sýslu ríkisins. Mér finnst hann hafi
haft þann kost, sem ekki allir hafa, að
gera sér grein fyrir takmörkunum
sínum. Hann kallaði eftir annarra
áliti sem hann tók þó ekki gagnrýnis-
laust. Stæði eitthvað til hjá Steindóri
var eins gott að vera viðbúinn. Þegar
mikið lá við var viðkvæðið að hann
kæmi eftir hálftíma og „hvort ekki
væri á könnunni?“ eða að ég var boð-
aður til hans eftir hálftíma. Auðvitað
tókum við tillit til hvor annars en
þetta var hinn almenni verkgangur.
Hann var ótrúlega fljótur að taka
ákvarðanir og mér finnst að þær hafi
jafnan verið réttar.
Auk samskipta í vinnu lágu leiðir
okkar líka saman í einkalífinu. Þar,
eins og á öðram sviðum, var Steindór
gefandi og ágætur hlustandi en sú
lífskúnst er ekki öllum gefm. Þegar
ég lít nú til baka skynja ég vel hverj-
ar tilfinningar Steindór bar til fjöl-
skyldu sinnar. Efst í huga er ást hans
á sínum nánustu og umhyggja fyrir
þeim.
Hann var stöðugt að huga að vel-
ferð fjölskyldunnar. Ég fann hvað
hann gladdist mikið þegar allt lék í
lyndi og hvað það fékk á hann þegar
erfiðleikar steðjuðu að. Hann gerði
sér vel grein fyi-ir því að lífið væri
ekki alltaf dans á rósum og að erfið-
leikar væra til þess að sigrast á. Ég
fann að sú ást og umhyggja sem
Steindór bar til konu sinnar og fjöl-
skyldu var endurgoldin. í návist
þeirra hjóna, Bjarndísar og Stein-
dórs, varð maður áskynja þeirrar
virðingar sem þau bára hvort fyrir
öðra. Það vora góðar stundir sem við
hjónin áttum saman.
Við Helga vottum Bjarndísi, böm-
um þeirra og fjölskyldu okkar dýpstu
samúð.
Guð geymi Steindór Guðmunds-
son.
Othar Öm Petersen.
Fallinn er frá góður drengur,
Steindór Guðmundsson. Hann var
traustur og góður vinur sem gott var
að leita til, hvort sem það var vegna
mála er snera að vinnu eða áhuga-
málum.
Ég kynntist Steindóri fyrir nærri
tíu áram. Frá þeim tíma höfum við
unnið saman að fjölbreytilegum
verkefnum. Má nefna sendiráðs-
byggingu í Berlín, flugstöð í Keflavík,
reglusetningu um kaup ríkisins á
þjónustu, einkaframkvæmd, fram-
kvæmdir og umferðarskipulag á
kristnihátíð og umdirbúning landa-
fúndahátíðarhalda í Ameríku. Aldrei
bar skugga á þetta samstarf og það
var alltaf skemmtilegt og uppbyggj-
andi að vinna með honum.
Vandasöm verkefni rötuðu til
Steindórs enda var hann úrræðagóð-
ur og ósérhlífinn við að vinna að
framgangi mála. Hann kom miklu í
verk enda var vinnudagurinn oft
langur. Það liggur því mikið eftir
hann. Steindór var etód að hanga yfir
smáatriðum. Hann var fljótur að átta
sig á kjama málsins, móta stefnu og
framkvæma.
Steindór var blátt áfram og heiðar-
legur. Hann kom framan að mönnum
og orðaði hlutina eins og þeir vora.
Það á að kalla spaða spaða, var við-
kvæðið.
Fjölskyldu Steindórs votta ég
samúð mína. Guð blessi minningu
hans.
Skarphéðinn.
Fallinn er frá, langt fyrir aldur
fram, Steindór Guðmundsson og skil-
ur hann eftir sig stórt skarð sem erf-
itt verður að fylla.
Það var í júlí 1999 sem Steindór
Guðmundsson var ráðinn forstjóri til
Keflavíkurverktaka hf. Mitóar breyt-
ingar áttu sér stað með sameiningu
fjögurra verktakafyrirtækja, Bygg-
ingaverktaka Keflavíkur, Málara-
verktaka Keflavíkm’, Járn og pípu-
lagningaverktaka Keflavíkur og
Rafmagnsverktaka Keflavíkur, í
Keflavíkurverktaka hf. Miklar vonir
vora bundnar við ráðningu Steindórs
Guðmundssonar sem forstjóra. Allir
vora sannfærðir um að honum tækist
að sameina fyrirtækin og gera þær
róttæku breytingar sem þui-fti.
Steindór var stórhuga og gekk
ákveðið til verks. Hann var fljótur að
komast inn í fyrirtækið og rekstur
þess, fljótur að sjá framtíðarmögu-
leikana og vinna að þeim. Stjórn KV
hf. var í nánu samstarfi við forstjór-
ann, vel upplýst af honum og smituð
af þeim eldmóði sem í honum bjó.
Framundan vora bjartir tímar. Það
ríkir því mikill eftirsjá hjá fyrirtæk-
inu.
Stjórn Keflavíkurverktaka hf. og
starfsmenn votta Bjarndísi og böm-
unum, Evu, Fríðu og Snorra Val,
dýpstu samúð og hluttekningu í
þeirra miklu sorg.
Stjórn Keflavíkurverktaka hf.
og starfsmenn.
Það var eins og stormsveipur hefði
hitt mann og umhverfið sem maður
lifði í. Ekki sveipur fellibylsins sem
skilur eftir sig spor eyðileggingarinn-
ar heldur stormsveipurinn sem flytm*
með sér ferskan andblæ og feykfr
burt ryki og rusli þannig að maður
sér allt í nýju Ijósi og það sem áður
rétt grillti í gegnum móðuna var á
eftir svo skýrt og aðgengilegt. Þann-
ig var Steindór. Hann var allt í einu
kominn inn í líf mitt með sinn ódrep-
andi áhuga á því sem hann tók sér
fyrir hendur og ósjálfrátt hreifst
maður með því sem hann var að vinna
að.
Hann hafði ótrúlega hæfileika til
að greina hismið frá kjarnanum og
setja flókin mál þannig fram að þau
urðu í hugum annarra skýr og að-
gengileg og nauðsynleg ákvarðana-
taka því auðveldari. I raun held ég að
fáir sem hittu Steindór hafi verið
ósnortnir eftir. Allt hans fas, pers-
ónuleiki og framkoma var þannig að
ekki var hægt að komast hjá því að
taka eftir honum eða því sem hann
hafði til málanna að leggja.
Við kynntumst fyrir tæplega tíu
árum þegar hann var ráðinn forstjóri
Framkvæmdasýslu ríkisins. Á þeim
tíma höfðu verið uppi hugmyndir í
fjármálaráðuneytinu um breyttar •
áherslur í tilhögum framkvæmda rík-
isins sem fólu það í sér að leggja
meiri áherslu á framathugun og
áætlanagerð við undirbúning fram-
kvæmda í því skyni að komast hjá
umframkostnaði sem virtist óhjá-
kvæmilegur íylgifiskur þeirra. Það
kom fljótt í Ijós að þama var kominn
maður sem ætlaði að setja mark sitt á
það verkefni sem hann var ráðinn til
og reynsla hans sem verkefnisstjóri
og ráðgjafi í mörgum stóram fram-
kvæmdum var gott veganesti á þess-
ari leið. Á stuttum tíma tókst honum
að innleiða nýjar áherslur í starfsemi1
Framkvæmdasýslunnar og er skipu-
lagning framkvæmda við hina nýju
byggingu Hæstaréttar gott dæmi um
það hvernig hægt er með góðri skipu-
lagningu að sameina hagkvæmni í
framkvæmdum og fallegt form bygg-
ingar, og vera jafnframt innan
ramma fjárveitinga. Enda kom það
fljótt á daginn að Steindór naut
óskoraðs trausts úr öllum áttum til að
undirbúa og skipuleggja fram-
kvæmdir á vegum ríkisins og var sí-
fellt falin stærri og flóknari verkefni.
Fyrir mig sem iylgdist náið með
þessari þróun var etód hægt að kom-
ast hjá því að hrífast af þeim ódrep-
andi áhuga sem hann hafði á því sem
hann var að gera og því mikla þretó .
sem hann hafði til að fylgja málum
eftir.
Vegna starfa okkar þurftum við að
ferðast talsvert saman ei’lendis. Það
er einmitt í slikum ferðum sem tóm
gefst til þess að kynnast persónunni á
bak við samstarfsmanninn. Steindór
var afar skemmtilegur maður og það
kom fljótt í Ijós hversu víðlesinn hann
var og hvað hann hafði mikla þekk-
ingu á ólítóegustu málum. Endalaust
var hægt að eiga skoðanaskipti um
hin ýmsu málefni enda maðurinn
bæði litríkur og afdráttarlaus í fram-’’
setningu síns máls, eða hlusta á hann
segja sögur sem hann gerði með eft-
irminnilegum hætti. Hann gat virst
hijúfur á yfirborðinu en var í raun
mjög næmur á fólk sem best sést á
því góða samstarfsfólki sem hann
fékk til liðs við sig hjá Framkvæmda-
sýslunni.
Steindór var gæfumaður í einka-
lífi. Eftir því sem kynni okkar urðu
nánari fann ég hversu miklu fjöl-
skyldan hans skipti og hversu annt
honum var um velferð hennar. Alltaf
var hann reiðubúinn að rétta börnun-
um hjálparhönd hvort sem var í leik
eða námi. Nú er komið að leiðarlok-
um í samstóptum okkar Steindórs í
bili. Hins vegar eigum við hjónin
margar ánægjulegar minningar um
samveru okkar við góðan dreng sem
ektó verða frá okkur teknar og áfram
munu lifa. Við Rannveig flytjum
Bjarndísi, bömunum Evu Hrönn,
Fríðu Dóra, Snorra Val og tengda-
syninum Ragnari Inga okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Þórhallur Arason.
ÚTFARARST OFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfiröi, sími 565 5892
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsta.
Sverrir Olsen,
útfararstjóri
Svem'r Einarsson,
útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/